Morgunblaðið - 29.10.2012, Side 16

Morgunblaðið - 29.10.2012, Side 16
Miklir möguleikar í Suður-Ameríku FRÉTTASKÝRING Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Í slandsstofa undirbýr nú tvær ferðir íslenskra fyr- irtækja til Suður-Ameríku í lok nóvember nk. og byrjun næsta árs. Þar verða kann- aðir möguleikar á viðskiptum við Brasilíu og Argentínu með fundum í báðum löndunum. Fyrri ferðina fara fulltrúar ferðaþjónustufyrirtækja en þá seinni fyrst og fremst innflytjendur sjávarafurða. Þorleifur Þór Jónsson hjá Ís- landsstofu segir ferðaþjónustufyr- irtæki hafa sýnt mikinn áhuga á að komast í sambönd við ferðaskrifstofur í S-Ameríku, sérstaklega í Brasilíu, þar sem nokkur eftirspurn hefur verið eftir ferðum til Íslands. Þorleifur segir mikinn uppgang vera í Brasilíu og kaupmáttur fólks að aukast til muna. Brasilía er orðin sjöunda mesta efnahagsveldi heims, skammt á eftir Rússum. Þýskaland er í fimmta sæti en því hefur verið spáð að Bras- ilíumenn muni slá Þjóðverjum við fyrir árið 2020. Mikil uppbygging er í stærstu borgum Brasilíu og sprenging í ferðaþjónustu. Er það m.a. tengt við Ólympíuleikana sem fara þar fram ár- ið 2016 og næsta HM í knattspyrnu karla, 2014, fer einnig fram í Brasilíu. Mest flutt inn frá Brasilíu Af ríkjum S-Ameríku er lang- mest flutt þaðan inn til Íslands frá Brasilíu, eða fyrir rúma 24 milljarða króna frá áramótum til loka ágúst- mánaðar. Það er svipaður innflutn- ingur og á sama tíma í fyrra. Eru þetta um 80% alls innflutnings frá ríkjum S- Ameríku. Eins og tölurnar hér til hliðar sýna þá er ekki mikill útflutningur frá Íslandi til S-Ameríku, eða fyrir um 1,5 milljarða á fyrstu átta mánuðum þessa árs, borið saman við tæpar 900 millj- ónir á sama tíma í fyrra. Eru Mexíkó og önnur ríki Mið-Ameríku þá ekki talin með. Viðskipti Íslands og S-Ameríku hafa til þessa að langmestu leyti verið tengd sjávarútvegi og skipasmíði. Sem kunnugt er voru varðskipið Þór og fiskiskipið Heimaey VE-1 smíðuð í Síle, sem og hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson. Nokkur íslensk útgerð- arfyrirtæki hafa verið með starfsemi gegnum tengd félög í þessum löndum, eins og HB Grandi og Samherji. Þá hefur fyrirtækið Stofnfiskur, dótt- urfélag HB Granda, staðið í umfangs- miklum útflutningi á laxahrognum til Síle. Einnig hafa verkfræðistofur og orkufyrirtæki verið í ráðgjöf og virkj- unarframkvæmdum í álfunni. Víða góð fiskimið Svavar Svavarsson, markaðs- stjóri HB Granda, segir mikla mögu- leika til staðar fyrir íslensk fyrirtæki í S-Ameríku, sérstaklega á sviði sjávar- útvegs. Víða séu góð fiskimið sem ekki hafi reynt svo mikið á. Einnig hafi fé- lög eins og Hampiðjan og Marel verið í viðskiptum við þarlend fyrirtæki með útgerðarvörur. Grandi og síðar HB Grandi hafa átt hlut í útgerðarfyrirtækinu Friosur í Síle og segir Svavar þann rekstur hafa gengið mjög vel, bæði tog- araútgerð, fiskvinnslu og fiskeldi. Þá hafa HB Grandi og fleiri fyrirtæki selt frystan fisk til Brasilíu og annarra landa í S-Ameríku. „Tækifærin eru þarna til staðar. Land eins og Síle er sjálfbært í sínum fiskveiðum og flytur ekki mikið inn. En í stórum löndum eins og Brasilíu og Argentínu er mikil fisk- og kjöt- neysla. Íslensk fyrirtæki eiga klárlega erindi inn á þessa markaði. Það er hins vegar ekki borðleggjandi að þarna verði mikil aukning á viðskiptum á skömmum tíma, þetta gerist meira yf- ir lengri tíma. Þarna er ágætur mark- aður fyrir ákveðnar vörur en fjarlægð milli S-Ameríku og Íslands er töluverð og flutningskostnaður því mikill,“ seg- ir Svavar. AFP Brasilía Mestur uppgangur hefur verið í Brasilíu á undanförnum árum en ennþá er stórt bil á milli ríkra og fátækra í landinu. 16 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. OKTÓBER 2012 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Ísunnudags-blaðinu var íReykjavík- urbréfi rætt um að það ætti „að gefa Ríkisútvarpinu nýtt tækifæri“. Ýmis þekkt efnis- atriði voru rædd um fram- göngu Ríkisútvarpsins og varpað fram hugmyndum sem gætu tryggt að sjónarmið „þjóðarinnar“, sem „RÚV“ þykist iðulega tala í umboði fyrir, mættu sín einhvers varðandi stofnunina. Þar var einnig bent á að forráðamenn Ríkisútvarpsins svara helst ekki gagnrýni úr átt eigenda sinna. Um það sagði: „Ef þeir sýna daufasta lit til þess, þá er það gert með ódýrustu út- úrsnúningum sem finnast eða með hreinum skætingi.“ Viðbrögðin við umfjöllun Reykjavíkurbréfs um þessa „stofnun þjóðarinnar“ voru með ólíkindum, eins og Björn Bjarnason, fyrrverandi menntamálaráðherra, bendir á í pistli sínum: „Hér hefur oft- ar en einu sinni verið vikið að augljósri hlutdrægni Egils Helgasonar sem stjórnar tveimur umræðuþáttum á rík- isútvarpinu annars vegar um stjórnmál og hins vegar bók- menntir. Hvorugur þátturinn kemst á blað þegar greint er frá 10 þáttum sem vekja mest- an áhuga áhorfenda. Hefur verið bent á að í því felist virð- ingarleysi við lög ríkisútvarps- ins að láta jafnhlutdrægan mann annast þætti af þessum toga. Í Reykjavíkurbréfi Morg- unblaðsins í dag er vakið máls á hlutdrægni ríkisútvarpsins og varpað fram hugmynd um að fólk fái að ákveða með því að haka í box (í skattskýrslu, innsk.) hvort það vilji kaupa þjónustu þessarar opinberu stofnunar sem kostuð er með nefskatti eða beina skattinum annað. Egill Helgason bregst illa við þessu og ræðst að Davíð Oddssyni, ritstjóra Morg- unblaðsins. Viðbrögð Egils sýnast þó mildileg þegar leitað er álits Páls Magnússonar út- varpsstjóra og hann segir á Eyjunni: „Það er ekki lengur hægt að svara því sem frussast út um samanbitna kjálkana á Davíð þegar hann fjallar um RÚV. Þetta er eins og það skrýtn- asta í kveðskap Æra-Tobba – eitthvað illskiljanlegt og sam- hengislítið garg út í loftið. En Tobbi verður að njóta sann- mælis. Flest það sem hann samdi er auðvitað miklu gáfulegra en heift- arþruglið í Reykjavík- urbréfum Davíðs.“ Heilbrigð dóm- greind er mikill kostur við öll störf og ætti að vera skilyrði við ráðningu ríkisútvarps- stjóra. Dómgreindarskort- urinn í toppnum á Efstaleitinu skýrir þaulsetu Egils við þáttastjórn og að vinsælasta efni sjónvarpsins er það sem er endursýnt frá fyrri áratug- um. Hvað skyldi gert við nef- skattinn? Þess skal getið að stjórnlagaráðsliðinn Illugi Jökulsson kemur Agli og Páli til hjálpar á hinn mannúðlega hátt að heimta að fyrrverandi forystumenn Sjálfstæð- isflokksins verði sviptir mál- frelsi og bannað að segja álit sitt á málefnum líðandi stund- ar. Skyldi hann að nýju fá frjálsar hendur í Efstaleiti? Þaðan hvarf hann á sínum tíma til starfa hjá Baugs- mönnum þegar þeir unnu gegn Sjálfstæðisflokknum með Samfylkingunni.“ Og það eru fleiri undrandi á sérkennilegum viðbrögðum embættismannsins sem í hlut á. Í grein sinni „Forstjóri missir stjórn á sér“ birtir Sig- urður Sigurðsson kafla úr nefndu Reykjavíkurbréfi og viðbrögð forstjórans svo „les- endur geti borið saman tal Páls og „fruss“ Davíðs og met- ið það á eigin spýtur hvor til- vitnunin sé málefnalegri og hvor höfundurinn hafi meiri sjálfstillingu í rökræðu sinni.“ Sigurður segir svo: „Persónulega finnst mér al- varlegt mál ef forstöðumaður ríkisstofnunar skuli ekki geta haft stjórn á sér og mætt mál- efnalegri gagnrýni með rök- um. Er til of mikils mælst að Páll Magnússon fari að lögum um opinbera starfsmenn. Í 14. grein þeirra segir: „Starfsmanni er skylt að rækja starf sitt með alúð og samviskusemi í hvívetna. Hann skal gæta kurteisi, lip- urðar og réttsýni í starfi sínu. Hann skal forðast að hafast nokkuð það að í starfi sínu eða utan þess sem er honum til vanvirðu eða álitshnekkis eða varpað getur rýrð á það starf eða starfsgrein er hann vinnur við.“ Sigurður segist halda að rík- isforstjórinn hafi brotið þessa grein með ummælum sínum. Hvað segja viðbrögð forráða- manna „RÚV“ við gagnrýni um stöðu stofnunarinnar} Af hverju hrökkva þeir af hjörum? Í slendingar eru íhaldssöm þjóð. Það hefur mótað menninguna í gegnum aldirnar. Eflaust má rekja það að einhverju leyti til fámennisins og einangrunarinnar. Og einmitt þess vegna er frásagnarhefðin svo sterk í sögum og ljóðum. Jafnan þegar tilraun var gerð til að brjóta upp hefðbundna bragformið olli það skjálfta í bókmenntaheiminum. Einkum var það áber- andi á síðari hluta tuttugustu aldar. Hannes Pétursson sagði þó í viðtali sem ég átti við hann í Sköpunarsögum að svokölluð „form- bylting“ hefði ekki rist djúpt, heldur ein- skorðast við stuðlasetningu, endarím og fast- mótaða erindaskipan. „Væri því sleppt, var orðin ljóðbylting!“ sagði Hannes og var skemmt. En í þá daga var talin sprengihætta af atóm- kveðskapnum. Leifur Haraldsson var einn þeirra sem gáfu lítið fyrir atómskáldin, eins og merkja má af kunnri vísu sem hann orti á Ingólfskaffi: Atómskáldin yrkja kvæði án þess að geta það. Á Ingólfskaffi eg er í fæði án þess að éta það. Leifur taldi eins og fleiri atómkveðskap hættulegan ljóðahefðinni sem þjóðin hefði búið svo lengi við. Jó- hannes úr Kötlum snerist til varnar fyrir atómskáldin og orti ljóðið Rímþjóð, þar sem finna má erindið: Í sléttubönd vatnsfelld og stöguð hún þrautpíndan metnað sinn lagði í stuðla hún klauf sína þrá við höfuðstaf gekk hún til sauða. En skáldskapargyðjan lætur engan skorða sig af, hvorki Leifa né Jóhannesa. Enn ríma skáldin. Og nú tilheyrir atóm- kveðskapur hefðinni. Mér til gamans fann ég þó leifar af íhalds- semi í bragamálum er ég leitaði til skálda og hagyrðinga til að sækja efni í Limrubókina, sem hefur að geyma úrval íslenskra limra. Þá sagði mér ágætur hagyrðingur að hann vildi sem minnst af limrunni vita af því hún græfi undan ferskeytlunni. Það er kunnug- legt þema frá því Þórarinn Eldjárn skrifaði í Tvíhleyp- um í Alþýðublaðinu að sumir segðu hættu á að limran myndi ryðja burt ferskeytlunni „eins og lúpína sem kæfir íslenskar blómjurtir“. En hann henti gaman að slíkum viðhorfum: „Alveg eins mætti þá leggjast gegn sonnettum eins og Eg bið að heilsa. Limran er löngu búin að vinna sér þegnrétt í íslenskum kveðskap. Hún kemur aldrei í staðinn fyrir ferskeytluna þó hún geti ýmislegt sem ferskeytlunni er ekki hent. Ef til vill liggur munurinn aðallega í fimmtu línunni sem líkja má við fimmta gírinn í góðum bíl.“ pebl@mbl.is Pétur Blöndal Pistill Íhaldssemi og skáldskapur STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon 30.672 milljóna kr. verðmæti innflutnings frá S-Ameríku í janúar-ágúst 2012. 24.110 milljóna króna innflutningur þar af frá Brasilíu á sama tímabili í ár. 1.472 milljóna kr. verðmæti útflutnings til S-Ameríku í janúar-ágúst 2012. 886 milljóna kr. verðmæti útflutnings til S-Ameríku í janúar-ágúst 2011. 124% aukning á útflutningi til Brasilíu í janúar-ágúst 2012 miðað við 2011. ‹ VIÐSKIPTI VIÐ S-AMERÍKU › »

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.