Morgunblaðið - 29.10.2012, Page 17

Morgunblaðið - 29.10.2012, Page 17
17 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. OKTÓBER 2012 Gleðihringur Harmonikuhljómsveitin Neistabandið hélt uppi fjörinu á balli fyrir alla fjölskylduna í Húnabúð í Reykjavík í gær. Tilgangurinn var að minnka kynslóðabilið og var mikil gleði. Eggert Um og eftir alda- mótin lá kirkjuforyst- unni mikið á að breyta prestsþjónust- unni í landinu. Hún var hjá sókn- arprestum sem gegna sjálfstæðum, opinber- um embættum og þjóna sóknum, sem eru landfræðilega skilgreindar fjárhags- og fjelagseiningar. Þar sem almennri þjónustu sókn- arprestanna verður ekki við komið, svo sem í fangelsum, á meðal dauf- dumbra, á spítölum, í mjög fjöl- mennum prestaköllum eða víð- lendum var tekin upp kapellánsþjónusta presta sem kost- uð var með ýmsum hætti. Tekin var upp þjónusta djákna. Biskups- embættið fór að skilgreina hið kirkjulega embætti sem ,,starf“. Mótuð var starfsmannastefna. Enn er farið að sóknarprestsembætt- inu, sem grunnembætti þjónust- unnar í fyrirliggjandi tillögu til kirkjuþings frá biskupafundi. Lagt er til, að Saurbæjar- og Garða- prestakall á Akranesi verði lögð niður. Upp er tekið nýtt prestakall með sóknarpresti án prestsseturs á Akranesi og embætti prests á prestssetrinu í Saurbæ. Nýja kall- ið skal auglýst. Þann hátt skal hafa á framvegis. Hjer birtist skýrt sú stefna sem fyrri biskup skildi eftir sig, að gjöra hin sjálfstæðu, myndugu sóknarprestsembætti að störfum hjá kirkjunni. Í stað sjálfstæðra, opinberra embætta gegna þá prestarnir störfum á vegum bisk- upsins eða þjóðkirkjunnar. Gengið er lengra en áður í því að skerða stöðu sóknanna og prestakallanna, sem sjálfstæðra grunnein- inga kirkjuskipanar- innar. Sá skipulags- grundvöllur kirkjunnar sem traustur stóð undir henni upp úr aldamót- unum 1900 er nú í deiglu, að ekki sje sagt í molum. Vand- ræði hennar um alda- mótin 1900 stöfuðu ekki af skipan hennar, heldur af uppbroti gamalla hátta, losi í menningar- og fjelagsmálum; svipuðu ástandi og nú er í þjóðlíf- inu. Herra Þórhallur Bjarnarson var frjálslyndur guðfræðingur, maður breytinga og trúði á framfarir. Þótt hann stæði fremur fyrir er- indi hins góða og fagra og full- komna almennt, en predikun hins krossfesta og upprisna Drottins heilagrar kirkju, þá voru samt hinztu orð hans á dánarbeði þessi: „Guð gefi góðu málefni sigur“. Eg held að biskupinn hafi þar átt við þá kirkju, sem honum var trúað fyrir. Þrátt fyrir einkaskoðanir sínar og sjervizku í Guðfræði virti hann skoðun annarra presta og farnaðist oft skynsamlega í for- ystu. Miklar breytingar hafa orðið á skipan embætta og fyrirkomulagi í kirkjunni á þeirri öld, sem liðin er frá hans dögum. Þá, eins og nú, höfðu menn skiptar skoðanir, en þeir virtu almennt hvort tveggja, stofnanir og grunnstoðir þær sem þjóðlífið stendur á og eins form- reglur í samskiptum manna og mörk velsæmis. Víst hafa þau mörk færzt úr stað og víða þurft undan að láta upp á síðkastið. Vildarvæðingin sem einkennir þjóðlífið nú, hefur um langa hríð einkennt kirkjuna. Á marga grein hefur hún farið fyrir öðrum stofn- unum þar. Menn gera bara eins og þeim sýnist, eins og ræninginn kennir í Kardimommubænum. Biskup hefur vígt menn til emb- ætta sem ekki eru til, embætti án safnaðar og að því virðist þar af leiðandi án gildrar köllunar. Með stuðningi biskups hefur kapellán yfirtekið sóknarkirkju og ýtt sókn- arpresti til hliðar í þágu vilja sókn- arnefndar. Biskup færði sókn- arprest til í starfi án atbeina ráðherra, sem prestinn hafði skip- að. Dómar Hæstarjettar eru ekki endanlegur úrskurður um sekt eða sakleysi á hinum andlega vettvangi því kirkjan gerir ríkari kröfur til „starfsmanna sinna“ en annars staðar eru gjörðar í samfjelaginu. Vandræðagangurinn sem vild- arhyggjan hefur leitt menn út í, endar svo í kerfisbreytingum. Nú skipar biskup alla presta og er svo sjálfur tilsjónarmaður þeirra og að því er virðist sem stefnir, yfirmað- ur þeirra. Í stað embættisheitisins episcopos eða superintendent, styttist í að biskup megi kallast oikodespotos kirkjunnar eða jafn- vel autokrat. Dæmin um vild- arhyggjuna er augljósast að greina í kenningu prestanna af stólnum. Í stað þess postullega erindis sem þeir eru sendir með í söfnuðina tala þeir fyrir skoðunum sjálfra sín á fjelagsmálum og stjórnmálum líðandi stundar og öðrum áhuga- málum. Margir prestar hafa tekið að sjer ýmis hvorkinleg eða adia- forisk málefni og gjört að meginer- indi í stað boðunar fagnaðarerind- isins. Þetta er í anda tízku og tíðaranda á miklu niðurbrots- og hnignunarskeiði þjóðlegrar og kristinnar menningar. Margir prestar velja sjer vildarsvið og uppáhaldsbaráttumál. Hið almenna erindi og hlutverk kirkjunnar verður út undan. Ekki þarf að undrazt að flagni utan af „fylgi“ við kirkjuna, þar sem hún markar sjer vettvang á hinu pólitíska sviði með þessu. Menn gjöra bara eins og þeim sýnist, frá biskupi og nið- ur úr. Leikmennirnir verða svo engir eftirbátar á sínu sviði, enda hafa þeir fyrirmyndirnar. Bisk- upskjörið á Hólum nú nýverið er skýrasta birtingarform þessa hing- að til. Electus þar mun hafa látið hafa það eftir sjer, að kosninguna ætti hún að þakka einkum leik- mönnum. Hið nýja kirkjuþing und- ir forystu leikmanna og skipað leikmönnum að meiri hluta hafði nefnilega gjört ,,lýðræðisbyltingu“ á kosningalögunum með því að fá öllum sóknarnefndaformönnum kjörvald; sama atkvæði þeim, sem ábyrgðarmenn eru fyrir sóknum sem telja þúsundir sóknarbarna og þeim, sem svara fyrir fjöl- skyldusóknir, sem telja mannfjölda á fingrum annarrar handar. Þessar hugmyndir komu fram á kirkju- þingi sem ekki hafði fyrir því að bera þær undir söfnuði landsins eða stofnanir kirkjunnar áður en þær voru keyrðar fram til fulln- ustu á sama kirkjuþingi. Þannig birtist lýðræði vildarhyggjunnar í kirkjunni, en það tröllríður gjörv- öllu samfjelaginu um þessar mund- ir. Vel hefur tekizt til við að gifta kirkjuna tíðarandanum. Ekki er undan því að kvarta. Hún fer þar fyrir öðrum. Það er athygli vert, að vörnin fyrir kirkjuna gengur svo út á að verja kirkjustofnunina og fjelagsmálaumsvif hennar, ekki fagnaðarerindið og annan menn- ingararf heilagrar kirkju. Hversu lengi mun leik- mannakirkjan sem biskuparnir hafa ræktað í þjóðkirkjunni láta sjer nægja að ráða öllu á kirkju- þingi hennar í krafti atkvæðafjölda og yfirlýstrar lýðræðisástar? Hve- nær kemur að því að kenningin, ef nokkur verður, ráðist af álykt- unum kirkjuþings og starfs- reglum? Sama mun þá eiga við um kirkjusiðina því lítið er nú gert með Ágsborgarjátninguna. Líklegt er að sama muni gilda um aðrar játningar heilagrar kirkju. Líklega er mörgum prestum óljóst hvað felst í því postullega embætti sem þeir gegna. Um það gætu verið skiptar skoðanir. Vildarhyggjan ræður því líklega. Þegar þeir verða settir undir sóknarnefnd- irnar, er kirkjan komin á þann byrjunarreit sem hún var á við upphaf einkakirkjunnar og á þá ekki framtíðina fyrir sjer í nokk- urri kunnuglegri sögulegri mynd. Hvað hún gæti orðið og til hvers verður tíminn að leiða í ljós. Nú sem aldrei fyrr þarf kirkjan að reiða sig á verk Heilags Anda. Hún er afurð hans og kraftaverk. Þess vegna verður kirkjufólk að trúa á hana, þvert á öll vits- munaleg rök. Eftir Geir Waage »Nú sem aldrei fyrr þarf kirkjan að reiða sig á verk Heilags Anda. Hún er afurð hans og kraftaverk. Þess vegna verður kirkjufólk að trúa á hana, þvert á öll vitsmunaleg rök. Geir Waage Höfundur er sóknarprestur í Reykholti. Kirkja hinnar ódýru náðar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.