Morgunblaðið - 29.10.2012, Síða 29

Morgunblaðið - 29.10.2012, Síða 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. OKTÓBER 2012 Hvað ertu að hlusta á um þessar mundir? Ég er að hlusta á gömul og væmin ástarlög á Youtube og Gullbylgj- unni. Hvaða plata er sú besta sem nokkurn tíma hefur verið gerð að þínu mati? Hef ekki hugmynd. Hver var fyrsta platan sem þú keyptir og hvar keyptir þú hana? Fyrsta platan sem ég keypti var plata með hinni stórgóðu hljómsveit Transvision vamp og ég keypti hana í Skífunni. Gaf stóru systur minni hana í jólagjöf. Hvaða íslensku plötu þykir þér vænst um? Líklega þykir mér vænst um jóla- plötu Hljóma sem við mamma og systir mín hlustuðum alltaf á við jólaundirbúninginn. Hvaða tónlistarmaður værir þú mest til í að vera? Ég væri mest til í að vera Páll Óskar Hjálmtýsson því mig langar að vera eins mikið æði og hann. Hvað syngur þú í sturtunni? Þessa dagana syng ég yf- irleitt „Someone like you“ með Adele vegna þess að það festist svo hrikalega í heilanum í mér. Hvað fær að hljóma villt og galið á föstudags- kvöldum? Á mömmuhelgum myndu það vera lög sem tengjast mynd- unum um Leiftur Mcqueen eða Prúðu- leikararnir þar sem sex ára sonur minn er tónlist- arstjóri þau föstudags- kvöld. Hinar helgarnar eru það venjulega ein- hver lög sem systir mín lætur mig hlusta á. En hvað yljar þér svo á sunnudagsmorgnum? Lög úr barnatím- anum á mömmu- helgum. Þögn hinar helgarnar. Í mínum eyrum Elva Dögg Gunnarsdóttir uppistandari Langar að vera eins mikið æði og Páll Óskar Jólaplata „Líklega þykir mér vænst um jólaplötu Hljóma sem við mamma og systir mín hlustuðum alltaf á við jólaundirbúning- inn,“ segir Elva Dögg. Kona tígursins fjallar umungan lækni, Natalíu,sem heldur í leiðangur áBalkanskaga til að hjálpa munaðarleysingjum og stríðshrjáðu fólki. Samband hennar við afa sinn var henni mikils virði en hann er ný- fallinn frá þegar sagan byrjar. Í leiðangri sínum rifjar Natalía upp sögur afa síns sem, rétt eins og hann sjálfur, hafa kennt henni heil- mikið um sjálfa sig. Sögur sem allar bera sinn sjarma og saman mynda þær skemmtilega heild, sem sam- tvinnast svo við líf Natalíu og afa hennar. Það er mjög vandmeðfarið að skrifa sögu þar sem flakkað er á milli nútímans og fortíðarinnar og gjarnan er það gert á þann hátt að lesand- inn situr eftir ei- lítið áttavilltur. Téa Obreht fellur ekki í þá gryfju og nær að halda lesandanum við efnið, flakkar á milli svæða og tíma með þokka sem virðist án fyrirhafnar. Mörk raunveruleikans verða stund- um óljós í bókinni en það kemur ekki niður á söguþræðinum, sem heldur sínu flæði. Almennt er sagan mjög heillandi, textinn flæðir áfram áreynslulaust og það er auðvelt að hrífast með sög- unum sem þar eru sagðar. Í raun er aðdáunarvert að þetta sé verk eftir svona ungan höfund en Téa Obreht er fædd árið 1985. Þroskað verk frá ungum höfundi sem má vel fylgjast með í framtíðinni. Ung „Í raun er aðdáunarvert að þetta sé verk eftir svona ungan höfund en Téa Obreht er fædd árið 1985,“ segir m.a. í gagnrýni um Konu tígursins. Skáldsaga Kona tígursins bbbbn Eftir Téa Obreht. Íslensk þýðing: Guðni Kolbeinsson. JPV gefur út, 2012. 360 bls. SVANHVÍT LJÓSBJÖRG BÆKUR Heillandi saga ÁLFABAKKA 16 7 L L L 12 VIP 16 16 16 7 EGILSHÖLL 12 12 L 16 16 Meryl Streep og Tommy Lee Jones eru frábær í þessari rómantísku gamanmynd Entertainment Weekly New York Observer Empire Boxoffice.com L HOPE SPRINGS KL. 5:50 - 8 - 10:10 FRANKENWEENIE SÝNDÍ3DMEÐÍSLTEXTAKL. 6 - 8 - 10 END OF WATCH KL. 5:50 - 8 - 10:20 END OF WATCH VIP KL. 5:40 - 8 - 10:20 LOOPER KL. 10 SAVAGES KL. 8 FINDING NEMO ÍSL.TALI KL. 5:50 THE CAMPAIGN KL. 8 LAWLESS KL. 10:40 BRAVE ÍSL.TALI KL. 5:50 L 12 16 KEFLAVÍK SKYFALL KL. 8 - 11 HOPE SPRINGS KL. 8 END OF WATCH KL. 10:10 AKUREYRI 7 L L 16 16 16 FRANKENWEENIE SÝNDÍ3DMEÐÍSL TEXTAKL.6 LAWLESS KL. 8 LOOPER KL. 10:20 BRAVE ÍSL.TALI KL. 6 HOPE SPRINGS KL. 8 END OF WATCH KL. 10:20 Entertainment Weekly BoxOffice.com 16 Ein besta mynd ársins! - Boxoffice Magazine JOSEPH GORDON-LEVITT BRUCE WILLIS EMILY BLUNT HAUNAST FRÁ LEIKSTJÓRANUM TIM BURTON 12 16 16 7 KRINGLUNNI UPPLIFÐU NÝJA SAMBÍÓIÐ KRINGLUNNI SKYFALL NÚMERUÐ SÆTI KL. 5 - 6 - 7 - 8 - 9 - 10 - 11 HOPE SPRINGS KL. 5 L 12 UPPLIFÐU NÝJA SAMBÍÓIÐ Í KRINGLUNNI SKYFALL KL. 5 - 8 - 10:20 - 11 FRANKENWEENIE SÝNDÍ3DMEÐÍSLTEXTA KL. 6 END OF WATCH KL. 5:40 - 8 - 10:20 HOPE SPRINGS KL. 5:40 - 8 LOOPER KL. 8 LAWLESS KL. 10:30 TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.