Monitor - 18.10.2012, Blaðsíða 12

Monitor - 18.10.2012, Blaðsíða 12
12 MONITOR FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2012 Eminem ruddi brautina í heimi hvítra rappara en í gær fagnaði þessi farsæli rappari 40 ára afmæli sínu. Við fögnum með honum. Fertugur frumkvöðull Þeir voru líklegast ekki margir sem tippuðu á að þessi litli, hvíti, horaði náungi yrði vinsæll rappari, hvað þá stærsti rappari sögunar og söluhæsti tónlistarmaður síðasta áratugar. Eminem, fæddur Marshall Mathers, fagnar nú 40 ára afmæli sínu. Sögu hans þekkja margir en Eminem ólst upp hjá einstæðri móður sinni við mikla fátækt í einhverju fátækasta hverfi Detroit. Þegar hann byrjaði að rappa á unglingsárunum benti ekki margt til þess að þessi ungi hvíti hjólhýsaíbúi myndi einn daginn enda með 178 tónlistarverð- laun, þar á meðal óskarinn, í villu sinni í sömu borg. Léleg byrjun, hans annað sjálf og Dr. Dre Það fyrsta markverða sem kom frá Eminem var platan In- fi nite árið 1996. Hana gerði hann með Mr. Porter úr D-12 og var hún gefi n út af Bass Brothers, bræðrunum Mark og Jeff. Platan gekk mjög illa, Eminem þótti ganga oft langt í stælingum á röppurunum Nas og AZ. En þeir Bassabræður sjá örugglega ekki eftir þeirri fjárfestingu í dag enda hafa þeir fylgt Eminem í gegnum feril hans. Næsta plata taldi 10 lög og bar nafnið The Slim Shady EP. Það sem hafði gerst frá fyrri plötu var að Eminem hafði skapað annað sjálf, Slim Shady, og byrjar platan á því að Slim Shady vaknar upp frá dauða eftir að Eminem hafði drepið hann í fortíðinni. Sem annar karakter gat hann leyft sér mun meira og varð það sem gerði Eminem svona frægan, að geta hneyksl- að. Platan gekk ekkert sérstaklega vel en Eminem var kominn á ról, var farinn að draga að sér athygli. Eftir að Eminem lenti í öðru sæti í Rap Olympics sama ár biður Jimmy Iovine, stjórnandi Interscope Records og einhver valdamesti tónlistarmógúllinn vestanhafs, um demo frá Eminem. Lengi lifði sú saga að Dr. Dre hefði fundið demóið á klósetti í partýi, skemmtilegri saga en því miður ekki sönn. Þegar Jimmy spilaði The Slim Shady EP fyrir Dre var strax farið í það að fl júga Eminem inn til Los Angeles og setja upp fund. Þegar Dr. Dre mætir á staðinn stóð hann í þeirri trú að hann væri að fara hitta svartan rappara en í stað þess geng- ur inn ljóshærður, bláeygður strákur í gulum galla. Dre lýsti því seinna að Eminem hafi birst honum eins og fuglinn Tweety og hann hafi haldið að Eminem líkaði ekki við tónlistina sína, þar sem Eminem sat bara þögull og þorði ekki að horfa í augun á neinum þegar Dre spilaði fyrir hann tónlist sem hann hafði verið að vinna í. En sannleikurinn var sá að hann var einfald- lega vitstola úr stressi, að hitta loksins upptökustjórann sem hann hafði dreymt um að vinna með síðan hann var strákur. Það breyttist þó fl jótt og næsta dag voru þeir mættir í stúdíóið til að taka upp My Name is. Síðan var rissaður upp plötusamn- ingur og restin er sagnfræði. Peningarnir hrannast upp Platan The Slim Shady LP, lengri og bættari útgáfa af hans fyrra verki, sló heldur betur í gegn. Allt var látið fl akka, sama hversu fordómafullt, ofbeldishneigt og ógeðslegt það var. Hann talaði um að misnota fíkniefni, drepa barnsmóður sína og guð má vita hvað. Rapparar hafa áður hneykslað í sögunni en enginn hafði gert það eins og hann. Hann sagði alvarlegri hluti af minni alvöru og meiri kómík auk þess sem persónulegri lög fengu að fl jóta með sem tóku á lífi hans sem bláfátæks atvinnuleysinga. Hvernig hann átti í mestu erfi ðleikum með að lifa af með litla stelpu til að sjá um. Annar faktor í vin- sældum hans lá líka í því hve skýrt hann gat talað til unglinga sem voru að ganga í gegnum erfi ða tíma. Á einni nóttu var maðurinn sem hafði ekki efni á mat, hvað þá fötum, orðinn ofurstjarna og múltimilljóner. Þá kom að þessari frægu plötu númer tvö sem hefur velkst fyrir ansi mörgum tónlistarmönnum. En það var ekki að spyrja að því, enginn plata í sögunni hefur selst jafn hratt á fyrstu viku eftir útgáfu. Menn höfðu velt því fyrir sér hver yrkisefnin yrðu þegar hann gæti ekki rappað um að vera fátækur lengur en þess í stað kom hann með mun persónulegri plötu. Talaði um fjölskylduvandamál, vesenið sem fylgir frægðinni og að sjálfsögðu var ekki langt í hneykslin. Þegar hér er komið sögu er komið að því sem allir rapparar gera, að sækja restina af vinunum úr ræsinu. D12, gamla hljómsveit- in hans, var í vanda og gekk Eminem aftur til liðs við þá og urðu þeir fyrsta bandið á samning hjá nýstofnuðu útgáfufyrirtæki hans, Shady Records. Árið 2001 kemur Devil’s Night, fyrsta plata sveitar- innar, og markaði upphafi ð að sögu Eminems sem útgefanda og upptökustjóra. Eminem var ekki lengur bara sniðugur rappari, heldur viðskiptamaður, lagasmiður og útsetjari. Sýningin heldur áfram og leikarinn slær í gegn Næsta ár var gjöfult, The Eminem Show kem- ur út. Er að miklu leyti svipuð formúla og fyrri plötur og seldist eins og bensín. Tónlistarferillinn gekk sinn vanagang og það var kominn tími til að leggja fyrir sig leikarann. 8 Mile, þar sem hann fór með aðalhlut- verkið í mynd sem lauslega var byggð á eigin ævi, malaði gull um allan heim. Ekki skemmdi fyrir að hann sá um tónlistina og var hún ekki síður vinsæl en myndin. Töldu margir 8 Mile vera byrjunina á glæstum leiklistarferli. Svo var ekki, myndir sem hann hefur verið ráðinn til að leika í hafa hingað til ekki endað í framleiðslu og er erfi tt að segja hvort eitthvað verði úr leiklistarferlinum. Á þessum tímapunkti var toppinum náð en það var farið að hafa áhrif. Eftir að hafa náð að hætta drykkju og eiturlyfjaneyslu árið 2002 tók lyfjamisnotkun við. Okkar maður var orðinn háður svefnlyfjum og almennur pillufíkill. Næsta plata var Encore sem kom út 2004, hún markaði á vissan hátt endalok á ákveðnu tímabili. Eminem var ekki leng- ur ungur maður sem öllum á óvörum var á leiðinni á toppinn, hann var löngu kominn þangað og nú þurfti hann að halda sér þar uppi. Platan var í besta falli týpísk. Þjónaði sínum tilgangi en einhvern veginn hafði það ekki sömu áhrif að drulla yfi r stórstjörnur, blóta og reyna að hneyksla. Slim Shady var orðinn þreyttur. Leiðin niður af tindinum 2005 gekk í garð og voru sögusagnir komnar á kreik um að Eminem væri að hætta. Hann gaf það út að hann vissi ekki hvort ný plata kæmi út og þegar á endanum var gefi n út Greatest Hits-plata undir nafninu Curtain Call bjuggust fl estir við því að þetta væri búið. Erfi ðlega gekk og hætti tónleikatúrinn hans The Anger Management Tour skyndilega um mitt sumar, enda erfi tt að rúta um heiminn þegar maður er háður svefnlyfjum. Í apríl ári lét Proof lífi ð í átökum við dyravörð, Proof var æskuvinur Eminems og meðlimur í D12. Var það ekki til að bæta á lyfjafíknina og þunglyndið sem Eminem glímdi við. Stuttu áður hafði hann giftst Kim í annað sinn en því hjónabandi lauk í desember sama ár. Um sama leyti kom út safnplatan Eminem Presents: The Re-up frá Shady Records með því helsta sem útgáfufyrirtækið hafði upp á að bjóða og gekk ágætlega. Útgáfan átti að boða nýja ferskari tíma en ekkert varð úr því. Baráttan við lyfi n Úr sviðsljósinu fór hann heim til sín þar sem hann eyddi næstu mánuðum lyfjaður þangað til jólin 2007 að hann fannst rænulaus á klósettgólfi nu. Hann hafði tekið of stóran skammt af einhverjum verkja- og svefn- lyfjakokteil og var vakinn til lífsins á leiðinni á sjúkrahúsið. Eftir það hófst barátta hans við fíknina, hann var orðinn einstæður faðir og hafði nýlega ættleidd tvær stelpur, dóttur fyrrverandi eiginkonunar úr öðru sambandi og systurdóttur hennar. Tónlistin hafði setið á hakanum, þrátt fyrir að vera alltaf í stúdíóinu fannst honum fátt markvert koma úr því og lítið þess virði að taka upp. Eminem hefur talað um að hafa þjáðst af ritstífl u en hún brast ekki fyrr en hann losnaði við lyfjafíknina fyrir fullt og allt og gat einbeitt sér að næstu plötu. Relapse, sem kom út 2009, sameinaði aftur Dr. Dre og Eminem og markaði endurkomu Slim Shady. Dre sá um alla tónlistina en Eminem gat einbeitt sér að endurkomu sinni sem rappara. Á þessu tímabili umgekkst hann fáa af hræðslu við að hitta fólk sem notaði vímuefni og hættuna sem fylgdi því að falla aftur. Það útskýrir að einhverju leyti hve fáir komu að gerð plötunnar. Relapse var ágætlega tekið, þótti hins vegar of mikil endurtekning á fyrri verkum og var nokkuð ljóst að Slim Shady-karakterinn hefði kannski verið best geymdur á hillunni. Platan opnaði samt aftur dyrnar fyrir Eminem og varð til þess að Recovery sem kom út fyrir tveimur árum gekk svona vel. Fertug fyrirmynd Í dag er Eminem með sína áttundu plötu í startholunum. Vinsældirnar virðast vera stöðugar og þó svo að maðurinn sé orðinn fertugur á hann ekki í minnstu erfi ðleikum með að ná til unglinga í ógöngum. Þrátt fyrir að hafa verið gagnrýndur fyrir fordóma og oft hatursfulla texta hefur hann oft verið maðurinn sem þorir að segja hlutina meðan aðrir þegja þegar kemur að samfélagsleg- um málefnum. Sama hvað mönnum fi nnst um Eminem er ekki hægt að neita því að hann er góð fyrirmynd. Þrátt fyrir vímuefnavanda sinn hefur hann sigrast á honum og talar mjög opinskátt um baráttu sína og sýnir vonandi sem fl estum í þeim sporum gott fordæmi. Hann hefur sýnt krökkum sem búa við erfi ðar aðstæður og takmarkaða möguleika að allt er mögulegt ef viljinn er fyrir hendi. Hann gafst aldrei upp þrátt fyrir endalausar hindranir og áföll og er í dag einn afkastamesti listamaður seinustu 14 ára. Hann er maðurinn sem talar meðan aðrir þegja og þorir að segja það sem svo margir hugsa. Við óskum honum til hamingju með afmælið. Dre lýsti því seinna að Eminem hafi birst honum eins og fuglinn Tweety og hann hafi haldið að Eminem líkaði ekki við tónlistina sína, þar sem Emin- em sat bara þögull og þorði ekki að horfa í augun á neinum TÓNLIST FREYR ÁRNASON

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.