Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.10.2012, Blaðsíða 5
Undirskrift Vilhelm Þorsteinsson og Una Steinsdóttir frá Íslandsbanka og lengst til hægri er
Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir sem gegnir embætti bæjarstjóra í Hafnarfirði.
Stjórnendur Hafnarfjarðar-
bæjar og Íslandsbanka hf.
undirrituðu á dögunum samn-
inga um bankaviðskipti.
Bankinn mun í krafti samn-
ingsins hafa umsjón með inn-
heimtu, greiðsluþjónustu og
annarri almennri bankaþjón-
ustu sveitarfélagsins sem og
aðstoða við endurfjármögnun.
„Við teljum bankann öflugan
og vel í stakk búinn til að veita
okkur hagkvæma og góða
þjónustu,“ segir Guðrún
Ágústa Guðmundsdóttir bæj-
arstjóri í fréttatilkynningu.
Rekstur bæjarins hefur
verið þungur frá efnahags-
hruninu alveg frá hruninu
haustið 2008. Þó hefur með
hagræðingu tekist að spyrna
við fæti og jafnvægi er að
nást. „Við erum afar ánægð
með að fá Hafnarfjarðarbæ í
viðskipti. Höfum kynnt okkur
rekstrar- og fjárhagsstöðu
Hafnarfjarðarbæjar vel og
teljum sveitarfélagið vera á
réttri braut,“ segir Una
Steinsdóttir sem stýrir við-
skiptabankasviði Íslands-
banka. Bætir við að bankinn
sé sem áður bakhjarl ýmissa
góðra samfélagsmála í Firð-
inum.
sbs@mbl.is
Semja við Íslandsbanka
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. OKTÓBER 2012 5
www.tskoli.is
Raftækniskólinn
Ein staða í faggreinum rafiðna:
Menntun í iðn- eða tæknifræði í rafiðngreinum æskileg
ásamt meistara- og kennsluréttindum.
Nánari upplýsingar veitir Valdemar G. Valdemarsson,
skólastjóri Raftækniskólans, í síma 514 9251 og í tölvu-
pósti, vgv@tskoli.is.
Skipstjórnarskólinn
Ein staða í faggreinum skipstjórnar:
Skipstjórnarmenntun og reynsla nauðsynleg.
Kennsluréttindi æskileg
Nánari upplýsingar veitir Vilbergur Magni Óskarsson skóla-
stjóri Skipstjórnarskólans, í síma 514 9551 og í tölvupósti,
vmo@tskoli.is.
Tæknimenntaskólinn
Afleysingastaða í efnafræði:
Menntun í efnafræði/eðlisfræði og reynsla af kennslu á
framhaldsskólastigi ásamt kennsluréttindum.
Nánari upplýsingar veitir Kolbrún Kolbeinsdóttir skólastjóri
Tæknimenntaskólans, í síma 514 9301 og í tölvupósti,
kk@tskoli.is.
Upplýsingatækniskólinn
Afleysingastaða í forritun á tölvubraut:
Góð menntun í forritun og kennslureynsla áskilin ásamt
kennsluréttindum.
Nánari upplýsingar veitir Bjargey Gígja Gísladóttir
skólastjóri Upplýsingatækniskólans, í síma 514 9351
og í tölvupósti, bgg@tskoli.is.
Véltækniskólinn
Stöður í faggreinum vélstjórnar:
Óskað er eftir véltæknifræðingi/vélaverkfræðingi með
starfsreynslu sem vélfræðingur. Kennsluréttindi æskileg.
Nánari upplýsingar veitir Egill Guðmundsson skólastjóri
Véltækniskólans, í síma 514 9501 og í tölvupósti,
egud@tskoli.is.
Launakjör eru samkvæmt stofnanasamningi
Tækniskólans og KÍ. Umsóknarfrestur er til 26. október.
Umsóknir sendist á bg@tskoli.is.
kennarar
óskast í Tækniskólann á vorönn 2013
Framúrskarandi
Félagasamtök, fjárfestar, athafnamenn,
skrifstofu-hótel til sölu!
Heil húseign, skrifstofuhótel, 44+ herbergi, á
3 hæðum með útsýni yfir sundin blá, alls 990
fm. Gott staðgreiðsluverð.
Áhugasamir hafi samband í síma 517 2020.
Til sölu
Frímerki - Mynt - Seðlar
Uppboðsaðili kaupir frímerki, umslög, mynt,
seðla, póstkort, minnispeninga, orður, gömul
skjöl og margt fleira. Staðgreiðsla í boði.
Sími 561 5871 og 694 5871.
Óska eftir
Til sölu heildsala
tengd sjávarútvegi. Góð velta og hagnaður.
Upplýsingar gefnar á skrifstofu Húseignar,
Suðurlandsbraut 48. Hafið samband við Skúla
Þór í síma 848 0275.
Baldvin Ómar Magnússon,
löggiltur fasteignasali,
Húseign, fasteignamiðlun.
Fyrirtæki
Raðauglýsingar
Iceland Express var í vikunni
valið þriðja besta lággjalda-
flugfélagið í Danmörku. Þetta
var tilkynnt við hátíðlega at-
höfn Danish Travel Award í
Tívolí í Kaupmannahöfn.
Danish Travel Award eru við-
urkenningar sem veittar eru í
átján mismunandi flokkum
ferðaþjónustunnar og bak-
hjarl þeirra er tímaritið Stand
By.
Danska lággjaldafélagið
Danish Air Transport var val-
ið besta félagið, Norwegian
varð í öðru sæti og Iceland
Express í því þriðja. Átta lág-
gjaldafélög fljúga til og frá
Danmörku allt árið.
Frá því ný yfirstjórn tók
við hjá Iceland Express hefur
þjónusta við farþega verið
bætt til muna, segir í tilkynn-
ingu frá félaginu. Í sumar hef-
ur félagið oftast verið stund-
vísasta íslenska félagið sem
gerir út frá Keflavík-
urflugvelli samkvæmt mæl-
ingum Túrista, með allt að
100% stundvísi í komum og
brottförum.
Einn af aðal-
áfangastöðum
„Okkur er mikill heiður að
þessari viðurkenningu og að
vera í hópi þriggja bestu lág-
gjaldaflugfélaganna sem
þjóna Danmörku. Við fögnum
tíu ára afmæli okkar í febrúar
á næsta ári, en fyrsta flug fé-
lagsins var einmitt til Kaup-
mannahafnar sem allt frá
stofnun félagsins árið 2003
hefur verið einn af okkar að-
aláfangastöðum. Þessi við-
urkenning hvetur okkur til
frekari dáða,“ segir Heimir
Már Pétursson, upplýsinga-
fulltrúi Iceland Express, í
fréttatilkynningu félagsins.
sbs@mbl.is
Ljósmynd/Steve Tarbuck
Danmörk Flugvél frá Iceland Express á Kastrupflugvelli.
Þriðja besta félagið
Iceland Express skorar í Danmörku
Endurmenntun
Landbúnaðarháskóla
Íslands á Hvanneyri
stendur fyrir nám-
skeiði á laugardag um
aðra helgi, 20. októ-
ber, fyrir þá sem eiga
íslenskar hænur eða
vilja hefja ræktun á
þeim
„Námskeiðið er
nauðsynlegt þeim sem
hafa áhuga á að fræðast meira
um hænsnarækt. Farið er í
alla helstu þætti hennar og
lausnir við umhirðu og fóðr-
un. Mikill áhugi er fyrir því að
halda hænur við heimili hvort
sem er í þéttbýli eða
dreifbýli, í tengslum
við ferðaþjónustu,
leikskóla, til sölu eða
til að eiga egg í
morgunmatinn og
bakkelsið,“ segir
Ásdís Helga Bjarna-
dóttir endurmennt-
unarstjóri á Hvann-
eyri.
Allt það helsta
Á námskeiðinu verður farið
í þætti eins og útungun, unga-
eldi, atferli og ræktun, fóðr-
un, aðbúnað, sjúkdóma, dag-
lega umhirðu og allt það
helsta er viðkemur hænsna-
haldi. Það er Júlíus Már Bald-
ursson bóndi á Tjörn á Vatns-
nesi og ræktandi
landnámshænsna sem leið-
beinir á námskeiðinu.
sbs@mbl.is
www.lbhi.is/namskeid
Ásdís Helga
Bjarnadóttir
Hæna Hænsnarækt er
í mikilli sókn.
Helgarnámskeið í hænsarækt
Ferðamenn sem dvöldu á Ís-
landi frá september í fyrra
fram til sl. vors eru sáttir við
dvöl sína á Íslandi, skv. könn-
un Ferðamálastofu.
Íslandsferðin stóðst vænt-
ingar 95% svarenda og tæp
85% töldu líklegt að þau
kæmu aftur. Flestir voru hér
í fríi og var dvalarlengd að
jafnaði um 6,6 nætur. Fjöl-
margir þættir höfðu áhrif á
að Ísland varð fyrir valinu,
svo sem náttúran, menningin
og fleira. Úrtakið í þessari
könnun var 4.512 manns og
var svarhlutfall um 50%.
Ferðamenn
ánægðir