Morgunblaðið - 03.11.2012, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.11.2012, Blaðsíða 1
L A U G A R D A G U R 3. N Ó V E M B E R 2 0 1 2  Stofnað 1913  258. tölublað  100. árgangur  KÍNVERSKUR HÁSKI OG SÍÐAN SKEIN SÓLEY ERU ÍÞRÓTTIR EKKI FYRIR HOMMA? ÞAÐ ER LÍF Í TUSKUNUM Á UNGLIST SUNNUDAGUR TÍSKUSÝNING 10AF AIRWAVES 52 Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Rúmlega fjörutíu manns þurftu að leita á slysadeild á höfuðborg- arsvæðinu í gær vegna beinbrota og annarra meiðsla eftir að hafa fokið um koll í illviðrinu sem enn geisar á landinu. Björgunarsveitir fengu um fimm hundruð beiðnir um aðstoð um allt land. Flestar þeirra voru á höfuð- borgarsvæðinu þar sem þær voru hátt í 400. Um 300 björgunarsveitar- menn tóku þátt í aðgerðum sem eru þær umfangsmestu í lengri tíma, að sögn Víðis Reynissonar, deildar- stjóra hjá almannavörnum. Á Norður- og Austurlandi voru út- köllin flest til að aðstoða vegfar- endur í ófærð af völdum fannferg- isins þar. Á Vestur- og Suðurlandi voru útköllin hins vegar flest vegna foktjóns. Höfuðborgarsvæðið, Vík í Mýrdal og sveitirnar undir Eyja- fjöllum urðu hvað verst úti. Heilu þökin fuku af húsum og í Örfirisey skemmdust olíutankar. Rafmagni sló út á Kjalarnesi, í Vík og undir Eyjafjöllum. „Við höfum séð verulegt tjón á mörgum stöðum,“ segir Víðir. Um- fang tjónsins verði hins vegar ekki ljóst fyrr en eftir helgina. Samgöngur fóru verulega úr skorðum um allt land bæði vegna mikilla snjóa á Norður- og Austur- landi og veðurofsa annars staðar. Sums staðar jafnaðist vindhraðinn á við fyrsta stigs fellibyl. Öllu innan- landsflugi var aflýst og þá þurfti að hætta við síðustu ferðir Herjólfs til og frá Vestmannaeyjum. Fjöldi slysa og víða tjón  Vindstyrkurinn sums staðar á við fyrsta stigs fellibyl MÓveðrið » 2 og 4 www.kaupumgull.is Græddu á gulli Kringlunni 3. hæð um helgina! Upplýsingar og tímapantanir: Sverrir s. 661-7000 lau., sun., mán., þri. og mið. frá kl. 11:00 til 18:00 Nánar á bls. 7 Silfurgráar stálsperrur rísa nú ein af annarri upp úr svörtu hrauninu yst á Reykjanesi. Þær eru hluti af burðarvirki fyrsta áfanga fiskeldis- stöðvar Stolt Sea Farm Hafnir þar sem senegalflúrum, heitfengum flatfiskum ættuðum frá Senegal í Afríku, mun vaxa fiskur um hrygg í upphituðum sjó frá Reykjanesvirkj- un. Fyrsti áfangi eldisstöðvarinnar á að framleiða um 500 tonn af senegalflúru á ári í rúmlega 17.000 fermetra húsnæði og skapa 35 ný störf. Stefnt er að því að ljúka byggingu hans í maí 2013. Í öðrum áfanga eru 54.000 fermetra stórar byggingar og á þar að framleiða 1.500 tonn á ári til viðbótar. Full- byggð mun fiskeldisstöðin nota 2.000 sekúndulítra af 35°C heitum sjó frá Reykjanesvirkjun. Honum verður blandað við 2.000 sek- úndulítra af 8-9°C heitum sjó sem tekinn er úr fimm borholum við stöðina. Þannig fæst 20°C heitur sjór sem er kjörhiti senegal- flúrunnar. Starfsmenn verða þá 75 talsins. Stærsta einkaframkvæmdin? Fiskeldisstöð Stolt Sea Farm Hafnir er talin vera stærsta einka- framkvæmdin á Íslandi frá hruni bankanna haustið 2008, að því er dr. Eyþór Eyjólfsson, fram- kvæmdastjóri Stolt Sea Farm á Ís- landi, hefur heyrt. »24-25 Risastór eldisstöð á Reykjanesi  35 ný störf og framleiðsla á 500 tonn- um af senegalflúru á ári í fyrsta áfanga Morgunblaðið/RAX Eldisstöð Páll Ragnar Þórisson vinnur við stálgrindarhús stöðvarinnar. Loka þurfti umferð um Laugaveg í Reykjavík á tímabili í gær þegar stór hluti af þaki hússins við Laugaveg 15 byrjaði að losna. Talin var hætta á að það fyki burt í af- takaveðrinu sem var í höfuðborginni eða félli á götuna þar sem fólk var á ferð. Dugmiklir björgunarsveitarmenn komu á vettvang og náðu að festa þakið niður og forða því að illa færi. Þetta var aðeins eitt af hundruðum útkalla í borginni í gær. Mörg þeirra voru vegna fjúkandi hluta. Eitt útkall barst frá Grafarvogi þar sem þak hafði fokið af íbúðar- húsi í heilu lagi. Þá skemmdust bílar og bátar auk þess sem gámar fuku á hafnarsvæðinu. Morgunblaðið/Golli Laugaveginum lokað út af fjúkandi plötum  „Hreinlegast væri að segja að við mættum bú- ast við að hér yrðu höft næstu 7 til 10 árin með einhverjum for- merkjum,“ segir Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, í viðtali í sunnudagsblaði Morgunblaðsins, og gagnrýnir þá óvissu sem fyrir- tæki og fjárfestar búi við vegna gjaldeyrishafta. Skúli fer vítt og breitt um sviðið, talar um pólitískt getuleysi stjórn- valda og að viðvarandi óvissa í um- hverfi fyrirtækja og fjárfesta sé þeim erfið. „Óvissan er verst fyrir fyrirtækin í landinu og fjárfesta al- mennt, ekki síst þegar leikreglum er breytt jafnóðum og jafnvel eftir á,“ segir Skúli. Hann segir WOW ætla að sækja um flugrekstrarleyfi innan tíðar. pebl@mbl.is Gagnrýnir óvissu vegna haftanna Skúli Mogensen  Tæplega 30% félagsmanna í Eflingu, Hlíf og Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur segj- ast hafa dregið nokkuð eða mikið úr útgjöldum sín- um til heilbrigð- isþjónustu, tannlækninga og til kaupa á lyfjum undanfarið. Þetta kemur fram í nýrri launa- könnun sem Capacent gerði fyrir Flóafélögin. Fram kemur að 49,1% félagsmanna segist hins vegar hafa aukið útgjöld sín vegna eldsneyt- iskaupa en 46,3% hafa dregið úr út- gjöldum til ferðalaga og 29,1% dregið mikið úr fatakaupum. Þá hefur þeim sem búa í leigu- húsnæði fjölgað úr 8,2% haustið 2008 í 34,8% í dag. omfr@mbl.is »12 Spara við sig í tannlækningum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.