Morgunblaðið - 03.11.2012, Blaðsíða 1
L A U G A R D A G U R 3. N Ó V E M B E R 2 0 1 2
Stofnað 1913 258. tölublað 100. árgangur
KÍNVERSKUR
HÁSKI OG SÍÐAN
SKEIN SÓLEY
ERU ÍÞRÓTTIR
EKKI FYRIR
HOMMA?
ÞAÐ ER LÍF Í
TUSKUNUM
Á UNGLIST
SUNNUDAGUR TÍSKUSÝNING 10AF AIRWAVES 52
Kjartan Kjartansson
kjartan@mbl.is
Rúmlega fjörutíu manns þurftu að
leita á slysadeild á höfuðborg-
arsvæðinu í gær vegna beinbrota og
annarra meiðsla eftir að hafa fokið
um koll í illviðrinu sem enn geisar á
landinu.
Björgunarsveitir fengu um fimm
hundruð beiðnir um aðstoð um allt
land. Flestar þeirra voru á höfuð-
borgarsvæðinu þar sem þær voru
hátt í 400. Um 300 björgunarsveitar-
menn tóku þátt í aðgerðum sem eru
þær umfangsmestu í lengri tíma, að
sögn Víðis Reynissonar, deildar-
stjóra hjá almannavörnum.
Á Norður- og Austurlandi voru út-
köllin flest til að aðstoða vegfar-
endur í ófærð af völdum fannferg-
isins þar. Á Vestur- og Suðurlandi
voru útköllin hins vegar flest vegna
foktjóns. Höfuðborgarsvæðið, Vík í
Mýrdal og sveitirnar undir Eyja-
fjöllum urðu hvað verst úti. Heilu
þökin fuku af húsum og í Örfirisey
skemmdust olíutankar. Rafmagni
sló út á Kjalarnesi, í Vík og undir
Eyjafjöllum.
„Við höfum séð verulegt tjón á
mörgum stöðum,“ segir Víðir. Um-
fang tjónsins verði hins vegar ekki
ljóst fyrr en eftir helgina.
Samgöngur fóru verulega úr
skorðum um allt land bæði vegna
mikilla snjóa á Norður- og Austur-
landi og veðurofsa annars staðar.
Sums staðar jafnaðist vindhraðinn á
við fyrsta stigs fellibyl. Öllu innan-
landsflugi var aflýst og þá þurfti að
hætta við síðustu ferðir Herjólfs til
og frá Vestmannaeyjum.
Fjöldi slysa og víða tjón
Vindstyrkurinn
sums staðar á við
fyrsta stigs fellibyl
MÓveðrið » 2 og 4
www.kaupumgull.is
Græddu
á gulli
Kringlunni 3.
hæð um helgina!
Upplýsingar og tímapantanir:
Sverrir s. 661-7000
lau., sun., mán., þri.
og mið. frá kl. 11:00
til 18:00
Nánar á
bls. 7
Silfurgráar stálsperrur rísa nú ein
af annarri upp úr svörtu hrauninu
yst á Reykjanesi. Þær eru hluti af
burðarvirki fyrsta áfanga fiskeldis-
stöðvar Stolt Sea Farm Hafnir þar
sem senegalflúrum, heitfengum
flatfiskum ættuðum frá Senegal í
Afríku, mun vaxa fiskur um hrygg í
upphituðum sjó frá Reykjanesvirkj-
un.
Fyrsti áfangi eldisstöðvarinnar á
að framleiða um 500 tonn af
senegalflúru á ári í rúmlega 17.000
fermetra húsnæði og skapa 35 ný
störf. Stefnt er að því að ljúka
byggingu hans í maí 2013. Í öðrum
áfanga eru 54.000 fermetra stórar
byggingar og á þar að framleiða
1.500 tonn á ári til viðbótar. Full-
byggð mun fiskeldisstöðin nota
2.000 sekúndulítra af 35°C heitum
sjó frá Reykjanesvirkjun. Honum
verður blandað við 2.000 sek-
úndulítra af 8-9°C heitum sjó sem
tekinn er úr fimm borholum við
stöðina. Þannig fæst 20°C heitur
sjór sem er kjörhiti senegal-
flúrunnar. Starfsmenn verða þá 75
talsins.
Stærsta einkaframkvæmdin?
Fiskeldisstöð Stolt Sea Farm
Hafnir er talin vera stærsta einka-
framkvæmdin á Íslandi frá hruni
bankanna haustið 2008, að því er
dr. Eyþór Eyjólfsson, fram-
kvæmdastjóri Stolt Sea Farm á Ís-
landi, hefur heyrt. »24-25
Risastór eldisstöð á Reykjanesi
35 ný störf og framleiðsla á 500 tonn-
um af senegalflúru á ári í fyrsta áfanga
Morgunblaðið/RAX
Eldisstöð Páll Ragnar Þórisson vinnur við stálgrindarhús stöðvarinnar.
Loka þurfti umferð um Laugaveg í Reykjavík á tímabili
í gær þegar stór hluti af þaki hússins við Laugaveg 15
byrjaði að losna. Talin var hætta á að það fyki burt í af-
takaveðrinu sem var í höfuðborginni eða félli á götuna
þar sem fólk var á ferð.
Dugmiklir björgunarsveitarmenn komu á vettvang
og náðu að festa þakið niður og forða því að illa færi.
Þetta var aðeins eitt af hundruðum útkalla í borginni í
gær. Mörg þeirra voru vegna fjúkandi hluta. Eitt útkall
barst frá Grafarvogi þar sem þak hafði fokið af íbúðar-
húsi í heilu lagi. Þá skemmdust bílar og bátar auk þess
sem gámar fuku á hafnarsvæðinu.
Morgunblaðið/Golli
Laugaveginum lokað út af fjúkandi plötum
„Hreinlegast
væri að segja að
við mættum bú-
ast við að hér
yrðu höft næstu
7 til 10 árin með
einhverjum for-
merkjum,“ segir
Skúli Mogensen,
forstjóri WOW
air, í viðtali í
sunnudagsblaði Morgunblaðsins,
og gagnrýnir þá óvissu sem fyrir-
tæki og fjárfestar búi við vegna
gjaldeyrishafta.
Skúli fer vítt og breitt um sviðið,
talar um pólitískt getuleysi stjórn-
valda og að viðvarandi óvissa í um-
hverfi fyrirtækja og fjárfesta sé
þeim erfið. „Óvissan er verst fyrir
fyrirtækin í landinu og fjárfesta al-
mennt, ekki síst þegar leikreglum
er breytt jafnóðum og jafnvel eftir
á,“ segir Skúli. Hann segir WOW
ætla að sækja um flugrekstrarleyfi
innan tíðar. pebl@mbl.is
Gagnrýnir óvissu
vegna haftanna
Skúli Mogensen
Tæplega 30%
félagsmanna í
Eflingu, Hlíf og
Verkalýðs- og
sjómannafélagi
Keflavíkur segj-
ast hafa dregið
nokkuð eða mikið
úr útgjöldum sín-
um til heilbrigð-
isþjónustu, tannlækninga og til
kaupa á lyfjum undanfarið.
Þetta kemur fram í nýrri launa-
könnun sem Capacent gerði fyrir
Flóafélögin. Fram kemur að 49,1%
félagsmanna segist hins vegar hafa
aukið útgjöld sín vegna eldsneyt-
iskaupa en 46,3% hafa dregið úr út-
gjöldum til ferðalaga og 29,1%
dregið mikið úr fatakaupum.
Þá hefur þeim sem búa í leigu-
húsnæði fjölgað úr 8,2% haustið
2008 í 34,8% í dag. omfr@mbl.is »12
Spara við sig í
tannlækningum