Morgunblaðið - 03.11.2012, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2012
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir
Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Sólfarið, listaverkið við Sæbraut í Reykjavík,
er óður til sólarinnar og felur í sér fyrirheit
um ónumið land, von, leit, framþróun og
frelsi. Sólina var þó hvergi að sjá í gær þegar
svarrandi brim skall á ströndinni við Sæbraut
og sjór gekk á land. Lögreglan varaði öku-
menn við því að fara um Sæbraut, þar sem
hún liggur meðfram sjónum, enda getur veg-
farendum stafað hætta af slíku særoki. All-
margir vegfarendur fóru þó að Sólfarinu og
hrifust af ólgandi briminu, þeirra á meðal er-
lendir gestir á Iceland Airwaves.
Morgunblaðið/RAX
Erlendir gestir hrifust af særokinu við Sólfarið
Óbundið, laust mál Litlatrés,
ljóðrænt að tjáningu, myndnotkun
og orðavali, er einn samfelldur
óður til lífsins, óður til ástarinnar,
óður til náttúrunnar, óður til
Borgarfjarðar — en jafnframt
slóttug lýsing á sárri einsemd og
þeim vanda mannsins að finna
sér merkingu á ævikvöldinu.
Óvenjuleg bók —
og ógleymanleg!
„Þetta er mannbætandi texti.“
~Ísak Harðarson
www.tindur.is
www.facebook.com/litlatre
KOMIN
í verslanir
Olíutankar á Örfirisey beygluðust í
fárviðrinu í gær. Um tvær milljónir
lítra af olíu voru í þeim en þeir rúma
um sjö milljónir lítra.
Að sögn Höskuldar Einarssonar,
deildarstjóra mengunarvarna hjá
slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, er
afar þunnt í tönkunum og plötur í
þeim hafi verið byrjaðar að dragast
inn í ofviðrinu.
Ekki hafi verið mikil mengunar-
hætta á ferð. Þró sé í kringum tank-
ana sem geti tekið við sjö milljónum
lítra af olíu og rúmlega það.
„Menn óttuðust hins vegar að það
gæti opnast inn í tankana en þá
hefðu þeir farið í tætlur,“ segir
Höskuldur.
Starfsmenn á svæðinu voru sendir
heim nema þeir sem sáu um að vakta
tankana. Höskuldur segir að þegar
veðrinu sloti verði tankarnir tæmdir
og lagaðir. kjartan@mbl.is
Stormurinn
skemmdi
olíutanka
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Beygla Tankarnir sem skemmdust.
Kjartan Kjartansson
kjartan@mbl.is
Illviðrið sem gert hefur landsmönn-
um lífið leitt frá því á fimmtudag
hélt áfram í gær með gríðarlegu
hvassviðri um allt land og miklu
fannfergi á Norður- og Austurlandi.
Samgöngur á lofti, láði og legi fóru
að meira eða minna leyti úr skorð-
um í norðanstorminum um allt land.
Á vestan- og sunnanverðu landinu
var það hvassviðrið sem lokaði
helstu vegum. Þannig lokaðist veg-
urinn á Kjalarnesi vegna óveðurs en
þar fóru hviður upp í 64 m/s.
Á Suðurlandi, þar sem veðrið var
einna verst, lokaðist vegurinn undir
Eyjafjöllum. Þá var varað við ferð-
um yfir Hellisheiði, Þrengslin og við
Ingólfsfjall
Mittishár snjór
Á norðanverðu landinu var það
fannfergi sem gerði helstu leiðir
víða ófærar. Allir fjallvegir á Norð-
urlandi voru ófærir og þá var hvorki
fært yfir Bröttubrekku né Holta-
vörðuheiði.
Á Akureyri þurftu björgunar-
sveitir að aðstoða fjölda ökumanna
sem lentu í ógöngum í snjósköflum
og lélegu skyggni. Á Skagaströnd
þurfti að moka snjó sem hafði hlað-
ist á trillur.
Á Vestfjörðum voru flestar leiðir
ófærar af snjó eða veðri. Helst var
fært á sunnanverðum kjálkanum.
Á Austurlandi var víðast ófært
eða þungfært á fjallvegum. Víða var
mittisdjúpur snjór á Egilsstöðum að
sögn lögreglu þar og voru snjósleðar
og snjóbílar einu farartækin sem
komust leiðar sinnar. Öllu skóla-
haldi var aflýst.
Vegurinn um Oddsskarð var opn-
aður í gær. Veginum um Fagradal
var lokað vegna snjóflóðahættu. Í
Hamarsfirði á sunnanverðum Aust-
fjörðum mældist vindhviða upp á 70
metra á sekúndu í fyrinótt.
Herjólfur aflýsti ferð
Flugfélag Íslands felldi niður allt
flug innanlands í gær en þetta var
annar dagurinn í röð sem ekki var
flogið til Ísafjarðar og Egilsstaða.
Athuga átti hvort flogið yrði árdegis
í dag.
Vestmannaeyjaferjunni Herjólfi
tókst að halda áætlun mestallan
gærdag en síðustu ferð hans var
hins vegar aflýst. Óljóst var í gær-
kvöldi með fyrstu ferð dagsins í dag.
Sumarhús í flugferð
Verulegt eignatjón varð bæði á
höfuðborgarsvæðinu og á Suður-
landi þar sem þök fuku af húsum og
ýmislegt lauslegt hóf sig á loft.
Björgunarsveitarmenn voru með-
al annars kallaðir út í Grafarholti í
Reykjavík í gærkvöldi þegar lítið
sumarhús sem hafði staðið á planinu
við Húsasmiðjuna flaug af stað og
hafnaði úti á götu þar sem það
stöðvaði umferð.
Vegir ófærir um allt land
og innanlandsflugi aflýst
Stormur á Suðurlandi og fannfergi fyrir norðan og austan
Morgunblaðið/Golli
Óhapp Fjöldi manns sem hafði fokið um koll leitaði á slysadeild í borginni.
Þessi vegfarandi rétti konu sem hafði fokið við Höfðatorg hjálparhönd.