Morgunblaðið - 03.11.2012, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2012
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
„Við teljum að kaupréttirnir séu ekki í samræmi við
skráningarlýsinguna. Erindi okkar til Fjármálaeftirlitsins
byggist annars vegar á þessari skoðun okkar og hins vegar
á því að ekki verið farið eftir starfs-
kjarastefnu Eimskips og lögum um
hlutafélög við útfærslu kauprétta,“ seg-
ir Árni Guðmundsson, framkvæmda-
stjóri Gildis-lífeyrissjóðs, um þá
ákvörðun að senda FME beiðni um
rannsókn á því hvort rétt hafi verið
staðið að útboði á hlutafé í Eimskipa-
félagi Íslands.
Með því fylgir Gildi í fótspor Festu
sem einnig óskar eftir rannsókn FME
en umrætt útboð var til stórra fjárfesta
í október. Árni gerir athugasemdir við umfjöllun Morg-
unblaðsins um afstöðu Gildis til kaupréttarsamninganna.
Fulltrúi sjóðsins sat hjá
„Í umfjöllun Morgunblaðsins var margítrekað að Gildi
hefði samþykkt umrædda kauprétti á aðalfundi 2010. Það
er ekki rétt. Fulltrúi sjóðsins sat hjá á þessum fundi. Það
er hins vegar ekki aðalatriðið. Það sem var samþykkt á
þessum fundi var allt annað en framkvæmt hefur verið að
okkar mati í kjölfarið. Við teljum að útfærslan á kaup-
réttum æðstu stjórnenda Eimskips á árunum 2011 og 2012
hafi aldrei verið borin undir hluthafa, eins og vera ber sam-
kvæmt lögum og starfskjarastefnu félagsins. Þá teljum við
nokkuð ljóst að þeir sem stóðu að útboðinu hafi gefið sum-
um fjárfestum upplýsingar áður en frestinum lauk um að
það stæði til að fella niður kauprétti og hvatt þá til að gera
tilboð með fyrirvara,“ segir Árni.
Kalla eftir rannsókn
FME á útboði Eimskips
Gildi-lífeyrissjóður hafnar því að hafa samþykkt kauprétti
Árni
Guðmundsson
Um 2.500 fjárfestar skráðu sig fyrir hlutum í al-
menna útboðinu hjá Eimskip sem lauk í gær.
Vegna mikillar umframeftirspurnar var ákveðið að
auka framboðið og selja 6.000.000 af eigin hlut fé-
lagsins til viðbótar, alls 16.000.000 hluti eða sem
nemur 8% af útgefnu hlutafé félagsins.
Lágmarksáskrift var 25.000 krónur fyrir starfs-
menn Eimskips og 50.000 krónur fyrir aðra fjárfesta.
Útboðsgengið var fyrirfram ákveðið, 208 kr. á hlut.
Áður hafði 20% hlutur í félaginu verið seldur í lok-
uðu útboði, auk 14% hlutar sem Lífeyrissjóður verzl-
unarmanna keypti af Landsbanka Íslands og sjóðum
á vegum The Yucaipa Companies. Saman gerir þetta
42% hlut í félaginu að verðmæti yfir 17 milljarðar kr.
Umframeftirspurn
í almenna útboðinu
BRÉF SELT FYRIR 17 MILLJARÐA Í EIMSKIP
„Við erum undan Rauðasandi og hér er bál-
hvasst, en það fer vel um okkur, það er slétt í
skjólinu,“ sagði Hjörtur Guðmundsson, skip-
stjóri á togaranum Örvari SK, í gær.
Milli 20 og 30 skip, allt togarar eða stór
línuskip, voru á sjó í gær og öll í vari, að sögn
Ásgríms Lárusar Ásgrímssonar, fram-
kvæmdastjóra aðgerðarsviðs Landhelgis-
gæslunnar. Skipin voru víðs vegar við landið
en ekkert úti á rúmsjó úti fyrir Vestfjörðum
og Norðurlandi.
Samstarf stjórnstöðvar Landhelgisgæsl-
unnar og vaktstöðvar siglinga hefur verið í
um sjö ár og segist Ásgrímur ekki muna eftir
öðru eins og nú á þessum tíma. „Það er mjög
óvanalegt að sjá svona,“ segir hann og bætir
við að sjómenn hlusti á aðvaranir, hagi sér
samkvæmt því og komi sér í skjól áður en
veðrið skelli á.
Örvar SK hefur verið á grálúðu á Torginu
djúpt vestur af Látrabjargi undanfarnar tvær
vikur, en hefur haldið sjó á Breiðafirði síðan
á miðvikudag. Hjörtur Guðmundsson segir að
veðrið hafi verið ágætt á miðunum miðað við
árstíma en versnað síðasta spölinn á leiðinni í
var. „Það er ekki hægt að vera á veiðum í
svona foráttuveðri,“ segir hann og segist fara
aftur út þegar veðrið batni. steinthor@mbl.is
Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson
Ísafjarðarhöfn Öll fiskveiðiskip sem eru á sjó eru nú í vari en mun fleiri skip eru í höfn víðs vegar um landið meðan beðið er eftir því að veðrið á miðunum batni.
Milli 20 og 30 skip á sjó og slétt í skjólinu
Vík í Mýrdal og sveitirnar undir
Eyjafjöllum urðu illa úti í veðurofs-
anum í gær og höfðu björgunar-
sveitarmenn í nógu að snúast. Þök
fuku af húsum í þorpinu og á
sveitabæjum, auk þess sem
skemmdir urðu á farartækjum. Þá
splundraðist vinnuskúr frá RARIK.
Rafmagni sló út undir Eyjafjöll-
um, í Mýrdal og á svæðinu milli
Víkur og Kirkjubæjarklausturs
þegar Víkurlína bilaði. Rafmagn
komst aftur á undir Eyjafjöllum
undir kvöld. Á bænum Berjanesi
undir Eyjafjöllum fuku þök af úti-
húsum auk þess sem dráttarvél fór
á hliðina í einni af verstu hvið-
unum.
„Þetta er eitt af verri veðrunum.
Ég hef nú upplifað veður sem hafa
verið mun verri hérna en þetta
kemst í flokk verstu veðra. Það
skiptir líka máli hversu langvinnt
þetta hefur verið, í þrjá daga og
hvergi nærri búið,“ segir Vigfús
Andrésson bóndi. guna@mbl.is
Morgunblaðið/Jónas
Hjálp Björgunarsveitarmenn reyna að festa niður þak á húsi í Vík í Mýrdal.
„Kemst í flokk með
verstu veðrum“
Rafmagn fór af um tíma á Suðurlandi
Kjartan Kjartansson
kjartan@mbl.is
Meðalvindstyrkurinn á stöðum þar
sem hann mældist hvað mestur í
storminum í gær jafnaðist á við
fyrsta stigs fellibyl. Á Geldinganesi
mældist meðalvindhraði á bilinu 31-
38 metrar á sekúndu en vindhraði 1.
stigs fellibylja er 33-42 m/s. Nokkr-
ar veðurathugunarstöðvar mældu
vindahraða af þessu tagi í gær.
Að sögn Óla Þórs Árnasonar, veð-
urfræðings á Veðurstofunni, er erf-
itt að bera saman fellibylji og þær
lægðir sem gangi yfir hér á landi.
Þær myndist á ólíkan hátt og mun
meiri úrkoma fylgi fellibyljum. Sé
aðeins litið til vindstyrksins hafi
ástandið hér verið sambærilegt við
fellibyl.
Hæðir halda lægðinni fastri
Stormurinn sem geisað hefur á
landinu er óvenjulegur fyrir þær
sakir hversu langlífur hann er með
miklum vindhraða og sömu vindátt.
Óli Þór segir að nokkrir þættir ráði
því hversu sterk og langvarandi
lægðin sem veldur fárviðrinu á land-
inu hafi orðið.
„Annars vegar er hæð yfir Græn-
landi og svo hæðakerfi yfir Síberíu
og Evrópu sem gera það að verkum
að lægðakerfið hér undanfarna daga
er fast og hringsnýst um sjálft sig.
Svo koma nýjar lægðir inn á það og
viðhalda norðanáttinni,“ segir hann.
Tiltölulega sjaldgæft er að svo
langvarandi óveður gangi yfir landið
og gerist það líklega sjaldnar en á
áratugar fresti. Óli Þór segir að
nokkur dæmi séu þó frá síðustu öld
um slíkt veður.
Lægir með kvöldinu
Svo virðist sem lægðakerfið sé
byrjað að veikjast og þá segir Óli
Þór að óveðrinu fari að slota. Árdeg-
is í dag var reiknað með að byrjaði
að draga úr vindi en að ekki lægði
fyrr en í kvöld. Úrkoman, sem að-
allega hefur verið á norðan- og
austanverðu landinu, minnkar eftir
því sem lægir.
Í nótt ætti að vera orðið ágætis-
veður. Óli Þór varar þó við að við
austurströndina verði norðanátt enn
nokkuð viðloðandi fram á sunnudag.
Rokið á við fellibyl
Vindhraði jafnaðist á við 1. stigs fellibyl á sumum stöðum
Sérstakar aðstæður hafa haldið lægð fastri yfir landinu
Flokkun fellibylja
» Fellibyljir eru flokkaðir í fimm
stig eftir styrkleika. Meðal-
vindhraðinn í óveðrinu hér jafn-
ast á við 1. stigs fellibyl.
» Meðalvindhraði í fellibyljum
er yfirleitt mældur á einni mín-
útu. Vindhraðinn á veður-
stöðvum hér á landi er mældur
á tíu mínútum.
Landsmönnum er boðið á Laugardagsfund
HEILAHEILLA laugardaginn 3. nóvember 2012 kl.11-13.
Þórir Steingrímsson, formaður HEILAHEILLA opnar fundinn
Rætt við RAX ljósmyndara [Ragnar Guðna Axelsson] og sýndar myndir
Edda Þórarinsdóttir, leik- og söngkona og félagar taka lagið
Ómar Ragnarsson og Magnús Ólafsson skemmta
Edda Þórarinsdóttir, leik- og söngkona og félagar taka lagið
Dr. Sólveig Jónsdóttir PhD fjallar um "þreytuna eftir slag"
Kaffihlé
Edda Þórarinsdóttir, leik- og söngkona og félagar taka lagið
Katrín Júlíusdóttir, ráðherra, segir frá reynslu sinni af slagi
Þórir Steingrímsson, formaður HEILAHEILLA slítur fundi
ÞÚ VERÐUR
AÐ VIRÐA
ÞREYTUNA
EFTIR SLAG!
Ókeypis aðgangur!
Allir velkomnir og kaffi á könnunni!
BORGARLEIKHÚSINU