Morgunblaðið - 03.11.2012, Page 6

Morgunblaðið - 03.11.2012, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2012 Heimir Snær Guðmundsson heimirs@mbl.is Að Sunnuflöt 48 í Garðabæ stend- ur eitt stærsta einbýlishús lands- ins. Húsið veglega er fokhelt og er til sölu fyrir 93 milljónir króna. Á fasteignavef Mbl.is kemur fram að húsið sé heilir 932 fm, þar af bíl- skúr 63 fm. Húsið stendur á fal- legum stað innst í botnlanga við Sunnuflöt í Garðabæ, er tvær hæð- ir og hannað af Gassa arkitektum. Magnús Geir Pálsson sölumaður hjá Eignamiðlun sem hefur húsið til sölu segir Landsbankann ný- lega hafa eignast húsið. „Við feng- um eignina á skrá núna í vikunni. Ég myndi halda að kostnaðurinn við að klára húsið sé 150-250 millj- ónir. Það er alveg ljóst að kaup- verð hússins, 93 milljónir, er mjög langt frá byggingarkostnaði. Eftir því sem ég hef heyrt gæti hann staðið í 300 milljónum króna,“ seg- ir Magnús. Líkamsrækt, baðrými með sundlaug og heitum potti Samkvæmt samþykktum teikn- ingum eru ellefu herbergi í húsinu, þar af fjögur svefnherbergi. Til viðbótar eru stofur, fataherbergi, skrifstofa, þvottaherbergi, tóm- stundaherbergi og vínkjallari. Einnig er gert ráð fyrir líkams- ræktarherbergi, baðrými með sundlaug og heitum potti, búnings- herbergi með salerni, sturtum, köldum potti og gufubaði. Í húsinu er einnig gert ráð fyrir lyftu. Í auglýsingu Eignamiðlunar kemur fram að lóðin við húsið sé 1.590 fm og sé afgirt með steypuvirki. Þá gera áætlanir ráð fyrir sjálfvirkri lokun inn á bílastæði. Í fundargerð byggingarnefndar Garðabæjar frá því í júlí 2007 kemur fram byggingarfulltrúi samþykki að veita Írisi Björk Ta- nyu Jónsdóttur leyfi til að byggja einbýlishús á Sunnuflöt 48. Í sept- ember árið áður hafi Tanya fengið leyfi byggingarfulltrúa til að rífa hús sem stóð á lóðinni. Í nóvember 2007 samþykkti byggingarfulltrú- inn í Garðabæ erindi Arnars Sölvasonar um stækkun og breytt skipulag kjallara hússins að Sunnuflöt 48. Samkvæmt heim- ildum Morgunblaðsins byggði Arn- ar húsið. Magnús segir að enn sem komið er hafi hann ekki orðið var við áhuga hugsanlegra kaupenda á húsinu. „Húsið er nýkomið á skrá, ég er búinn að senda nokkrum að- ilum sem hugsanlega gætu haft áhuga upplýsingar,“ segir Magnús. Hinsvegar sé lítið mál að selja 400-500 fm hús á góðum stað á 150-200 milljónir um þessar mund- ir. Hús af slíkri gerð og stærð nær óþekkt hér „Húsið er náttúrulega óheyri- lega stórt. Rekstrarkostnaðurinn verður töluverður á slíku húsi með sundlaug, heitum potti, gufubaði og stýrikerfið sem fylgir slíku er ekkert smáræði,“ segir Magnús. Hann bætir við að hann muni ekki eftir að einbýlishús jafn stórt þessu hafi verið til sölu hjá Eigna- miðlun áður. Þá segir Magnús að erfitt sé að meta söluferlið þar sem hús af slíkri gerð og stærðar- gráðu séu nær óþekkt hér á landi. Morgunblaðið/Árni Sæberg Óklárað Verðandi eigendur eiga margt eftir ógert til að koma húsinu í íbúðarhæft ástand eins og sjá má. Fokhelt einbýlishús til sölu á 93 milljónir  Mikill íburður og steypuvirki girðir 1590 fm lóðina af Ljósmynd/Gassa Arkitektar Einbýli Húsið að Sunnuflöt er vissulega glæsilegt á að líta á teikningum. Húsið er heilir 932 fm að stærð og í því eru ellefu herbergi auk bílskúrs. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, odd- viti VG í Suðvesturkjördæmi, ætlar ekki að gefa kost á sér til áframhald- andi þingsetu í alþingiskosningunum næsta vor. Hún sagðist í yfirlýsingu hafa ákveðið að fara í stjórnmál til að berjast fyrir betra samfélagi og virð- ingu fyrir náttúru Íslands. Hún bindur vonir við að geta áfram látið gott af sér leiða með öðrum hætti. Guðfríður Lilja kvaðst ekki mundu ræða við fjölmiðla, þegar til hennar var leitað vegna tíðindanna. Hún lýsir í tilkynningu yfir von- brigðum með starfshætti á Alþingi. Væntingar sem ekki rættust „Það eru forréttindi að starfa á Al- þingi í umboði þjóðarinnar og fá þar tækifæri til að vinna að framgangi mikilvægra mála. Ég hef í þingstörf- um mínum reynt eftir megni að hafa í heiðri þau gildi og loforð sem Vinstrihreyfingin – grænt framboð gaf kjósendum fyrir síðustu Al- þingiskosningar. Við gerðum okkur mörg hver von- ir um nýja og breytta tíma en því er ekki að leyna að þar hefur margt valdið vonbrigðum. Vonandi bera stjórnmálaflokkar, ríkisstjórn og Al- þingi gæfu til þess í framtíðinni að hafna einstefnumenningu hrunsins og fagna þess í stað fjölbreyttum sjónarmiðum. Ýmislegt hefur áunn- ist þrátt fyrir erfiðleika og ég er stolt af því að hafa tekið þátt í því sem til framfara horfir. Mikils er um vert fyrir litla þjóð að muna eftir öllu því sem sameinar okkur en ekki sundrar og það er ósk- andi að þeir lærdómar sem dregnir verða af þessu umbrotaskeiði verði til góðs fyrir framtíðina,“ segir Guð- fríður Lilja sem þakkar stuðnings- mönnum VG stuðninginn. Mikil eftirsjá að þingmanninum Steingrímur J. Sigfússon, formað- ur VG, harmar brotthvarf hennar. „Það er að sjálfsögðu mikill sjónarsviptir að henni og eftirsjá. Hún er ung og hæfileikarík kona í stjórnmálunum og það er leitt að sjá hana hverfa af þeim vettvangi. Margar hæfileikaríkar konur eru greinilega að gera upp hug sinn og ákveða að hverfa af vettvangi stjórn- málanna. Þær eru allmargar sem hafa ákveðið að gera það, bæði með lengri þingreynslu og minni. Þetta eru manneskjur eins og Guðfríður Lilja, Ólöf Nordal, Siv Friðleifsdótt- ir, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Þuríður Backman. Það er visst umhugsunarefni að það virðist vera viss tilhneiging í þá átt að það séu hraðari umskipti á meðal kvenna í stjórnmálum en karla og að þær staldri styttra við. Það er ástæða til að velta fyrir sér af hverju það er.“ Guðfríður Lilja var í 1. sæti VG í Suðvesturkjördæmi en Ögmundur Jónasson annar. Ólafur Þór Gunn- arsson var í þriðja sæti. Guðfríður Lilja segir skilið við stjórnmálin  Formaður VG segir sjónarsvipti að henni og fleiri hæfileikaríkum konum Guðfríður Lilja Grétarsdóttir Steingrímur J. Sigfússon Guðni Einarsson gudni@mbl.is Ekki viðrar til rjúpnaveiða í dag, hafi veð- urspá frá því í gær gengið eftir. Betra veð- urútlit var fyrir morgundaginn. Rjúpna- veiðar voru leyfðar níu daga nú í haust, þar á meðal í dag og á morgun. Næst má veiða rjúpur tvær síðust helgar mánaðarins. Skotveiðifélag Íslands (Skotvís) leitaði eftir því í gær við samráðshóp um rjúpna- veiðar hvort bæta eigi veiðimönnum upp óveðursdagana. Elvar Árni Lund, formaður Skotvís, sagði að í fyrra hefði verið rætt óformlega um fjölgun veiðidaga við yfirvöld veiða á villtum dýrum vegna slæms veðurs á veiði- dögum. „Það var enginn vilji til þess að ræða þetta þá,“ sagði Elvar. Hann sagði Skotvís hafa bent á að við það að skera veiðitímann úr 18 dög- um niður í níu daga kæmu óveð- ursdagagarnir miklu harðar niður á veiðimönnum. „Ráðuneytið telur ekki koma til greina að fjölga veiðidögum í ár vegna veðurs. Það er engin nýlunda að válynd veður hafi áhrif á veiðar á Íslandi og enn á eft- ir að koma í ljós hvernig veður mun þróast yfir helgina,“ segir í svari um- hverfis- og auðlindaráðuneytisins við fyr- irspurn um fjölgun veiðidaga. Það bendir á að veðurspá sé mismunandi eftir svæð- um og dögum og gera megi ráð fyrir að einhverjir veiðimenn kjósi að fara til veiða. „Það kemur því ekki til álita að mati ráðuneyt- isins að fjölga veiðidögum með tilheyrandi auknu álagi á rjúpnastofninn.“ Vilja uppbót á rjúpnadaga  Það munar mikið um hvern dag, að sögn formanns Skot- veiðifélagsins  Ráðuneytið aftekur að fjölga veiðidögum Rjúpnaveiðar Veðrið skiptir máli. Glerverksmiðjan Samverk ehf Eyjasandi 2, 850 Hella Víkurhvarfi 6, 203 Kópavogi sími: 488 - 9000 www.samverk.is samverk@samverk.is Söluskrifstofa og fagleg ráðgjöf Víkurhvarfi 6, 230 Kópavogi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.