Morgunblaðið - 03.11.2012, Side 8

Morgunblaðið - 03.11.2012, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2012 Ragnar Arnalds, áður fjár-málaráðherra, vitnar í orð Draghis seðlabankastjóra: „Ef við viljum endurvekja traust á evru- svæðinu, verða ríki að framselja fullveldi sitt til samevrópskra stofnana.“    Og Ragnar held-ur áfram: „Eins og sjá má af þessum orðum eru forystumenn ESB ekki lengur að fara í launkofa með þá grundvall- arstaðreynd að ESB-aðildin feli í sér framsal fullveldis aðildarríkj- anna. En hér á Íslandi er þessu ávallt þverneitað af ESB-sinnum og talað um ESB-aðild sem „sam- starf og samvinnu fullvalda ríkja“.    Furðulegast við þá miklubreytingu sem nú er að eiga sér stað í ESB er þó ekki aðeins hröð samrunaþróun og sífellt meira framsal fullveldisréttinda á æ fleiri sviðum, heldur hitt að nú er opinskátt stefnt að því að þröngva að lýðræði og sameig- inlegum ákvörðunarrétti fulltrúa aðildarríkjanna með því að gefa sérstökum kommissar valdheim- ildir sem hvorki ESB-þingið né aðrir kommissarar geta hnekkt en þetta er einmitt kjarnapunkt- urinn í tillögum fjármálaráðherra Þýskalands.    Mikið hefur verið rætt um lýð-ræðishallann í ESB. Þessar hugmyndir ganga þó langtum lengra í misþyrmingu lýðræð- islegra vinnubragða en allt annað sem gerst hefur innan ESB. Er þetta það sem Íslendingar vilja? Ekki þarf að efast um að ákaf- asta ESB-liðið í Samfylkingunni tekur þessari þróun fagnandi. En ótrúlegt er að fólk í öðrum stjórnmálaflokkum sé hrifið af því að dragast inn í hið nýja stór- ríki Evrópu sem nú er að þróast með þessum hætti.“ Ragnar Arnalds Lýgur Draghi líka? STAKSTEINAR Veður víða um heim 2.11., kl. 18.00 Reykjavík 1 skýjað Bolungarvík -1 snjókoma Akureyri -1 snjókoma Kirkjubæjarkl. 2 skýjað Vestmannaeyjar 1 skýjað Nuuk 2 skýjað Þórshöfn 6 léttskýjað Ósló 5 skýjað Kaupmannahöfn 7 skýjað Stokkhólmur 7 heiðskírt Helsinki 7 skýjað Lúxemborg 6 skúrir Brussel 7 skýjað Dublin 6 skýjað Glasgow 7 skýjað London 8 léttskýjað París 7 skýjað Amsterdam 7 skúrir Hamborg 8 skýjað Berlín 10 skýjað Vín 8 skýjað Moskva 2 alskýjað Algarve 17 skúrir Madríd 16 léttskýjað Barcelona 20 léttskýjað Mallorca 20 léttskýjað Róm 17 léttskýjað Aþena 22 heiðskírt Winnipeg -2 alskýjað Montreal 3 súld New York 10 skýjað Chicago 6 léttskýjað Orlando 21 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 3. nóvember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 9:20 17:04 ÍSAFJÖRÐUR 9:38 16:55 SIGLUFJÖRÐUR 9:22 16:38 DJÚPIVOGUR 8:52 16:30 89 milljóna króna tap verður á rekstri Reykjavíkurborgar í ár miðað við út- komuspá en í fjárhagsáætlun Reykja- víkurborgar fyrir næsta ár er gert ráð fyrir rekstrarafgangi upp á 329 milljónir. Á sama tíma hækka skatt- tekjur borgarinnar töluvert. „Þetta sýnir að kerfið og umfang borgarinnar hefur aukist allt of mik- ið. Það hefði átt að innheimta lægri skatta og hafa kerfið umfangsminna. Það kallast ekki afrek að halda rekstrinum í horfinu með svona stór- auknar skatttekjur,“ segir Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti Sjálf- stæðisflokksins í borgarstjórn, og tekur fram að hagræðingaraðgerðir meirihlutans innan stjórnsýslunnar séu ekki að skila árangri. „Kjara- samningar auka vissulega launa- kostnað borgarinnar en það skýrir langt í frá þá aukningu í launakostn- aði sem verið hefur. Við hefðum viljað sjá reikning borgarinnar lægri, um- fang stjórnsýslu minna og álögur lægri svo almenningur hefði meira umleikis,“ segir Hanna Birna. Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingar í borgarstjórn, gefur lítið fyrir umræðu um bólgnun stjórnsýslunnar. „Stórir kjarasamn- ingar skýra aukinn launakostnað auk lífeyrisgreiðslna sem gjaldfærðar eru árlega þó þær komi til greiðslu á mörgum áratugum. Einnig tók borg- in við málefnum fatlaðra árið 2011,“ segir Dagur og bendir á að skattar á íbúðarhúsnæði hafi verið lækkaðir. „Það hefur orðið viðsnúningur í rekstri borgarinnar. Við erum með sí- vaxandi kostnað í velferðarmálum, m.a. í tengslum við afleiðingar hruns- ins,“ segir Dagur en tekur fram að áfram þurfi að halda vel á spöðunum. heimirs@mbl.is Deila um árangur í borginni Dagur B. Eggertsson Hanna Birna Kristjánsdóttir Viltu selja eða kaupa fyrirtæki? Firma Consulting, Þingaseli 10, 109 Reykjavík, GSM: (+354) 820 8800 og (+354) 896 6665, Fax: (354) 557 7766, Veffang: firmaconsulting.is Magnús Hreggviðsson viðskiptafræðingur og lög- giltur fyrirtækja-, fasteigna- og skipasali. Magnús er með áratuga reynslu af endurskoðunarstörfum, sem rekstrarráðgjafi, fyrirtækja- og fasteignasali, útgef- andi, fasteignarekandi, „land-developer“ í Smára- hvammi og starfandi stjórnarformaður í nokkrum fyrirtækjum. Er aðalráðgjafi hjá Firma Consulting. (magnus@firmaconsulting.is) Firma Consulting (www.firmaconsulting.is) er ráðgjafafyrirtæki sem sérhæfir sig í ráðgjöf við kaup og sölu millistórra og stórra fyrirtækja. berjabomba með rjóma Baksturinn byrjar á gottimatinn.is H V ÍT A H Ú SI Ð / SÍ A Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.