Morgunblaðið - 03.11.2012, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.11.2012, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2012 Ragnar Arnalds, áður fjár-málaráðherra, vitnar í orð Draghis seðlabankastjóra: „Ef við viljum endurvekja traust á evru- svæðinu, verða ríki að framselja fullveldi sitt til samevrópskra stofnana.“    Og Ragnar held-ur áfram: „Eins og sjá má af þessum orðum eru forystumenn ESB ekki lengur að fara í launkofa með þá grundvall- arstaðreynd að ESB-aðildin feli í sér framsal fullveldis aðildarríkj- anna. En hér á Íslandi er þessu ávallt þverneitað af ESB-sinnum og talað um ESB-aðild sem „sam- starf og samvinnu fullvalda ríkja“.    Furðulegast við þá miklubreytingu sem nú er að eiga sér stað í ESB er þó ekki aðeins hröð samrunaþróun og sífellt meira framsal fullveldisréttinda á æ fleiri sviðum, heldur hitt að nú er opinskátt stefnt að því að þröngva að lýðræði og sameig- inlegum ákvörðunarrétti fulltrúa aðildarríkjanna með því að gefa sérstökum kommissar valdheim- ildir sem hvorki ESB-þingið né aðrir kommissarar geta hnekkt en þetta er einmitt kjarnapunkt- urinn í tillögum fjármálaráðherra Þýskalands.    Mikið hefur verið rætt um lýð-ræðishallann í ESB. Þessar hugmyndir ganga þó langtum lengra í misþyrmingu lýðræð- islegra vinnubragða en allt annað sem gerst hefur innan ESB. Er þetta það sem Íslendingar vilja? Ekki þarf að efast um að ákaf- asta ESB-liðið í Samfylkingunni tekur þessari þróun fagnandi. En ótrúlegt er að fólk í öðrum stjórnmálaflokkum sé hrifið af því að dragast inn í hið nýja stór- ríki Evrópu sem nú er að þróast með þessum hætti.“ Ragnar Arnalds Lýgur Draghi líka? STAKSTEINAR Veður víða um heim 2.11., kl. 18.00 Reykjavík 1 skýjað Bolungarvík -1 snjókoma Akureyri -1 snjókoma Kirkjubæjarkl. 2 skýjað Vestmannaeyjar 1 skýjað Nuuk 2 skýjað Þórshöfn 6 léttskýjað Ósló 5 skýjað Kaupmannahöfn 7 skýjað Stokkhólmur 7 heiðskírt Helsinki 7 skýjað Lúxemborg 6 skúrir Brussel 7 skýjað Dublin 6 skýjað Glasgow 7 skýjað London 8 léttskýjað París 7 skýjað Amsterdam 7 skúrir Hamborg 8 skýjað Berlín 10 skýjað Vín 8 skýjað Moskva 2 alskýjað Algarve 17 skúrir Madríd 16 léttskýjað Barcelona 20 léttskýjað Mallorca 20 léttskýjað Róm 17 léttskýjað Aþena 22 heiðskírt Winnipeg -2 alskýjað Montreal 3 súld New York 10 skýjað Chicago 6 léttskýjað Orlando 21 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 3. nóvember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 9:20 17:04 ÍSAFJÖRÐUR 9:38 16:55 SIGLUFJÖRÐUR 9:22 16:38 DJÚPIVOGUR 8:52 16:30 89 milljóna króna tap verður á rekstri Reykjavíkurborgar í ár miðað við út- komuspá en í fjárhagsáætlun Reykja- víkurborgar fyrir næsta ár er gert ráð fyrir rekstrarafgangi upp á 329 milljónir. Á sama tíma hækka skatt- tekjur borgarinnar töluvert. „Þetta sýnir að kerfið og umfang borgarinnar hefur aukist allt of mik- ið. Það hefði átt að innheimta lægri skatta og hafa kerfið umfangsminna. Það kallast ekki afrek að halda rekstrinum í horfinu með svona stór- auknar skatttekjur,“ segir Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti Sjálf- stæðisflokksins í borgarstjórn, og tekur fram að hagræðingaraðgerðir meirihlutans innan stjórnsýslunnar séu ekki að skila árangri. „Kjara- samningar auka vissulega launa- kostnað borgarinnar en það skýrir langt í frá þá aukningu í launakostn- aði sem verið hefur. Við hefðum viljað sjá reikning borgarinnar lægri, um- fang stjórnsýslu minna og álögur lægri svo almenningur hefði meira umleikis,“ segir Hanna Birna. Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingar í borgarstjórn, gefur lítið fyrir umræðu um bólgnun stjórnsýslunnar. „Stórir kjarasamn- ingar skýra aukinn launakostnað auk lífeyrisgreiðslna sem gjaldfærðar eru árlega þó þær komi til greiðslu á mörgum áratugum. Einnig tók borg- in við málefnum fatlaðra árið 2011,“ segir Dagur og bendir á að skattar á íbúðarhúsnæði hafi verið lækkaðir. „Það hefur orðið viðsnúningur í rekstri borgarinnar. Við erum með sí- vaxandi kostnað í velferðarmálum, m.a. í tengslum við afleiðingar hruns- ins,“ segir Dagur en tekur fram að áfram þurfi að halda vel á spöðunum. heimirs@mbl.is Deila um árangur í borginni Dagur B. Eggertsson Hanna Birna Kristjánsdóttir Viltu selja eða kaupa fyrirtæki? Firma Consulting, Þingaseli 10, 109 Reykjavík, GSM: (+354) 820 8800 og (+354) 896 6665, Fax: (354) 557 7766, Veffang: firmaconsulting.is Magnús Hreggviðsson viðskiptafræðingur og lög- giltur fyrirtækja-, fasteigna- og skipasali. Magnús er með áratuga reynslu af endurskoðunarstörfum, sem rekstrarráðgjafi, fyrirtækja- og fasteignasali, útgef- andi, fasteignarekandi, „land-developer“ í Smára- hvammi og starfandi stjórnarformaður í nokkrum fyrirtækjum. Er aðalráðgjafi hjá Firma Consulting. (magnus@firmaconsulting.is) Firma Consulting (www.firmaconsulting.is) er ráðgjafafyrirtæki sem sérhæfir sig í ráðgjöf við kaup og sölu millistórra og stórra fyrirtækja. berjabomba með rjóma Baksturinn byrjar á gottimatinn.is H V ÍT A H Ú SI Ð / SÍ A Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.