Morgunblaðið - 03.11.2012, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2012
María Ólafsdóttir
maria@mbl.is
U
nglist, listahátíð ungs
fólks, stendur nú yfir
og í kvöld fer fram
tískusýning Unglistar
þar sem nemendur á
fataiðnbraut Tækniskólans sýna
flíkur sem þeir hafa hannað og
saumað. Í skipulagshópnum í ár eru
átta nemendur, þær Aníta Katrín
Elvarsdóttir, Birna Karen Björns-
dóttir, Birta Blín Ísrúnardóttir,
Guðrún Björnsdóttir, Hildur Gunn-
arsdóttir, María Guðbjörg Guð-
mundsdóttir og Þóra Sif Guðmunds-
dóttir. Blaðamaður spjallaði við þær
Anítu Katrínu, Birnu Karen, Guð-
rúnu og Þóru Sif um námið og sýn-
inguna.
Of ólíkar fyrir þema
Nemendur á fataiðnbraut sjá
alfarið um skipulagningu sýning-
arinnar sem þær stöllur segja vera
mikla reynslu. Þær taki þátt í sýn-
ingunni á eigin forsendum og verði
því að treysta á sig sjálfar ef eitt-
hvað kemur upp á. Tískusýningin
gefi þátttakendum tækifæri á að
prófa sig áfram með sínar eigin að-
ferðir við saumaskapinn þó að viss-
um reglum sé fylgt í grunninn. Auk
undirbúnings er nóg að gera í nám-
inu en þær segja kennarana sýna
tillitssemi meðan á undirbúningi
sýningarinnar stendur. Förðun og
hár skapar heildarútlit sýning-
arinnar en annars hafa þátttak-
endur frjálsar hendur og segir
Birna Karen fjölbreytileikann eftir
því. Hinar samsinna því og Guðrún
bætir við að hópurinn sé of ólíkur til
að geta haft þema.
„Ein okkar saumar t.d. bara
síðkjóla á meðan önnur er meira í
rokkstíl. Því er mikilvægt að hafa
ekki þema til að hver og einn geti
hannað og sýnt sinn stíl,“ segir Guð-
rún. Módelin á tískusýningunni
verða frá Elite og Eskimo en einnig
taka ættingjar þátt í sýningunni,
þar á meðal ein þriggja ára og pabbi
eins þátttakandans. Þetta segja þær
skapa persónulega umgjörð utan
um sýninguna.
Það er Snyrtiakademían sem
sér um förðun á tískusýningunni og
nemendur í hárdeild Tækniskólans
um hárgreiðslu.
Námið góður grunnur
Nám í klæðskurði og kjóla-
saumi er alls fjögur ár og sem klæð-
skerar læra nemendur að sníða og
taka mál og sækja einnig teiknitíma
þar sem þeir læra að skissa upp
fatnað fyrir viðskiptavininn. Þær
Guðrún, Aníta Katrín, Birna Karen
og Þóra Sif eru allar á leið í starfs-
nám á næstu önn og koma síðan aft-
ur í skólann til að ljúka sveins-
prófsönn. Guðrún er við að ljúka
sinni starfsþjálfun en Aníta Katrín
stefnir á London og þær Þóra Sif og
Birna Karen eru komnar á samning
í Danmörku.
Í fyrstu gera nemendur mikið
af prufusaumi og suma þá hálf pils
og vasa til að æfa sig. Smám saman
er aukið við kunnáttuna og þegar
komið er fram á þriðja árið sækja
nemendur áfanga þar sem þeir
sauma flíkur frá grunni á viðskipta-
vini. Þeir þurfa þá að teikna flík-
urnar upp frá grunni og sauma eftir
óskum viðskiptavinarins en um leið
að geta beint honum í rétta átt óski
viðkomandi eftir einhverju sem ekki
Líf í tuskunum
á Unglist
Nemendur á fataiðnbraut Tækniskólans skipuleggja tískusýninguna Líf í tusk-
unum þar sem þeir sýna flíkur sem þeir hafa hannað og saumað. Hafa þátttak-
endur frjálsar hendur í því sem þeir hanna fyrir sýninguna en hún er hluti af
Unglist, listahátíð ungs fólks sem nú stendur yfir.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Kjólasaumur Miklu skiptir að frágangurinn á flíkunum sé vandaður.
Vandvirkni Að mörgu ber að huga.
Nú styttist í jólin og fyrir þá sem
vantar hugmyndir að gjöfum er til-
valið að kíkja inn á vefsíðuna Gjafa-
hugmyndir.is sem er leitarvefur en
ekki söluvefur. Þar er hægt að leita
á fljótlegan hátt af gjöfum eftir
ýmsum leitarskilyrðum, fyrir ákveð-
inn aldur, kyn, af mismunandi tilefni
og á ákveðnu verðbili. Auk þess er
hægt að leita eftir mörgum vöru-
flokkum. Mynd er af vörunum, hvar
þær fást og aðrar nauðsynlegar
upplýsingar.
Vefsíðan www.gjafahugmyndir.is
Gjafir Gott getur verið að nota leitarvef þegar kemur að því að velja gjafir.
Vantar kannski gjafahugmynd?
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.
Nú er lag að skella sér á basar og styðja í
leiðinni gott málefni með því að kaupa
góðgæti eða handunnar vörur, fá sér
kaffi og með því og njóta góðs fé-
lagsskapar. Þetta er hægt að gera í dag
frá klukkan 14-17, því þá heldur Kvenna-
deild Barðstrendingafélagsins sinn ár-
lega basar í Breiðfirðingabúð Faxafeni 14
í Reykjavík.
Á boðstólum verður úrval af handverki
og ýmsu öðru sem Kvennadeildarkonur
og velunnarar þeirra hafa unnið. Má þar
nefna jólaskraut, húfur, vettlinga og ekki
má gleyma heimagerðu sultunum sem
gerðar eru úr hinum ýmsu berjateg-
undum en bent er sérstaklega á aðalblá-
berjasultuna sem unnin er úr hinum einu
sönnu vestfirsku aðalbláberjum. Einnig
verður á boðstólnum úrval af heimabök-
uðum smákökum og ýmsu öðru góðgæti.
Auk þessa verður á staðnum kaffisala af
hinu einstaka Kvennadeildar hlaðborði.
Vert er að taka fram að öll vinna er gefin
og ágóðanum varið til góðra málefna.
Basar Barðstrendingafélagsins
Heimagerðar sultur úr aðalbláberjum
Á morgun, sunnudag, kl. 17 verða tónleikar í
Langholtskirkju með söngnemunum Bryn-
hildi Þórsdóttur, Guðrúnu Matthildi Sig-
urbergsdóttur, Kristínu Einarsdóttur Män-
tylä, Kristínu Sveinsdóttur, Eggert Reginn
Kjartanssyni, Jóni Sigurði Snorra Bergssyni,
Davíð Ólafssyni og Unnsteini Árnasyni. Með-
leikari er Kristinn Örn Kristinsson.
Tónleikar í Langholtskirkju
Ungir einsöngvarar syngja