Morgunblaðið - 03.11.2012, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 03.11.2012, Blaðsíða 11
Samvinna Stelpurnar taka þátt í sýningunni á eigin forsendum og aðstoða hver aðra við saumaskapinn. hentar líkamsvexti hans eða hennar. Þær stöllur segja að hópurinn komi úr ólíkum áttum og mismun- andi sé hvað fólk vilji gera í fram- haldi af náminu. Það geti t.d. verið góður grunnur fyrir hönnunarnám en þær hafa allar ákveðið að halda áfram í meistaranámi eftir að sveinsprófi lýkur. Vandvirknin eykst „Áður var margt sem maður pældi ekkert í þegar maður var að sauma heima og fannst alveg nóg að flíkin héngi bara saman. Ég gerði kannski kjól á einni kvöldstund en nú vill maður vera mun vandvirkari en það,“ segir Þóra Sif. „Já, maður vill skila öllu af sér vönduðu,“ bætir Guðrún við. Nemendur kaupa mestmegnis efni hér heima en þó hafa t.d. efni í jakkaföt verið pöntuð að utan. Enda vill það henda að nokkuð vanti upp á úrvalið. „Ég fór einu sinni í verslun í San Francisco sem var á fimm hæð- um, þar var ein hæð fyrir tölur og önnur fyrir skábönd. Manni leið næstum eins og maður væri kominn í himaríki,“ segir Birna Karen. „Maður verður að vera með op- inn huga til að geta keypt eitthvað hér enda er markaðurinn lítill og skiljanlegt að sumt sé ekki til,“ seg- ir Guðrún og Þóra Sif bætir við að hún verði að finna efnið í flíkina fyrst því annars verði flíkin ekki eins og hún hafi hugsað sér. Tískusýningin í kvöld er í sam- starfi við Hitt húsið og hefst í Sjó- minjasafninu klukkan 20. Húsið verður opnar klukkan 19 og er öll- um velkomið að líta inn. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2012 Á morgun, sunnudag, verður tón- leikur fyrir börn eftir Pétur Eggerz og Guðna Franzson sýndur í menningar- miðstöðinni Gerðubergi kl. 14. Þetta er Ástarsaga úr fjöllunum og byggist á samnefndri sögu Guðrúnar Helgadóttur sem fjallar um tröll- skessuna Flumbru og tröllastrákana hennar átta. Leikgerð og söngtextar eru eftir Pétur Eggerz, sem einnig annast leikstjórn, en höfundur tón- listar er Guðni Franzson. Þátttakendur í sýningunni eru leik- og söngkonan Margrét Pétursdóttir og tónlistarmaðurinn Kristján Guð- jónsson sem einnig sér um að útsetja tónlistina. Leikmynd og búningar eru eftir Messíönu Tómasdóttur. Þessi bráðskemmtilega ramm- íslenska saga verður því flutt á lif- andi hátt þar sem saman fléttast frá- sögn, leikur og tónlist í fallegri umgjörð. Hægt er að panta miða í síma 897-1813 og á netfanginu: moguleikhusid@moguleikhusid.is Menningarmiðstöðin Gerðubergi Möguleikhúsið sýnir Ástarsögu úr fjöllunum Í fimmta sinn er efnt til Safnahelgar um allt Suðurland nú um helgina. Viðburðirnir verða sífellt fjöl- breyttari og þetta er einhver stærsti menningarviðburður ársins á svæð- inu, enda taka tæplega 90 aðilar þátt. Svæðið þar sem boðið er upp á viðburði, nær frá Selvogi í vestri og allt austur í Höfn í Hornafirði. Þetta er sannkölluð menningar- og matar- veisla fyrir fólk á öllum aldri og m.a verður flóamarkaður, lambhrúta- sýning, smalahundasýning, heil- grillað lamb, villibráðarhlaðborð, blústónleikar, jazz, leiksýningar, safnarasýning, hrollvekjustund, handverk og margt fleira. Íbúar á Suðurlandi sem og gestir eru hvattir til að skoða dagskrána og nota tækifærið sem býðst til að njóta sköpunar, krása, listfengis og menn- ingararfsins sem Suðurlandið hefur upp á að bjóða. Sjá má dagskrána á sunnanmenning.is og vert er að at- huga einnig þar hvort veður setji strik í reikning. Safnahelgi á Suðurlandi Matur og menning úr héraði List Margir myndlistarmenn sýna verk sín víða um Suðurlandið um helgina. Þóra Sif: Vildi sauma sína eigin búninga á öskudaginn og á mömmu sem hefur alltaf saumað. Gæti ekki unnið án þess að hafa tónlist í bakgrunn- inum og í safni hennar má m.a. finna blúndublússur. Þóra nýtir efnin eins og hún getur og er meira fyrir töff flíkur heldur en glamúr og fínerí. Þóra er stúdent af myndlistarbraut F.G. og ætlar að ljúka námi bæði í klæð- skera- og kjólasaum. Guðrún: Hafði prófað sig áfram með saumaskap síðan í grunnskóla og langaði í verklegt nám. Fann sig vel í náminu og ætlar að klára bæði kjól- og klæðskerann og síðan meistaranám. Kvenleg snið heilla Guðrúnu helst í saumaskapnum. Aníta Katrín: Æfði samkvæmisdansa og langaði að geta saumað sér kjóla sjálf. Fannst ekki gaman að sauma en áhuginn kviknaði í náminu og hún hyggur nú á framhaldsnám. Henni finnst flott að blanda gömlu og nýju saman í flíkum. Birna Karen: Hugði á nám í viðskiptafræði en fann sig engan veginn og ákvað því að prófa klæðskeranám. Hún datt hálfpartinn inn í námið en finnst það mjög skemmtilegt og ætlar að halda áfram. Hún segir stílinn vera að þróast smám saman. Allar úr ólíkum áttum ÞÁTTTAKENDUR Skipuleggjendur Hér má sjá sjö af átta nemendum sem skipuleggja sýninguna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.