Morgunblaðið - 03.11.2012, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2012
M
AT
VÆLALANDIÐ
ÍSLAND
FJÁRSJÓÐUR
FRAMTÍÐAR
M
AT
VÆLALANDIÐ
ÍSL A N D
FJÁRSJÓ ÐUR
FR AMTÍÐAR
HÓTEL SÖGU
ÞRIÐJUDAGINN 6. NÓVEMBER
KL. 12:30-16:00
Aðgangur er ókeypis
Skráning á vefnum si.is.
Staðsetning: Hótel Saga, 2. hæð,
salurinn Katla.
RÁÐSTEFNA UM
MATVÆLA-
FRAMLEIÐSLU
Á ÍSLANDI
Kl. 12:30 Skráning og hádegishressing
Hvernig framleiðum við meiri og betri mat?
Daði Már Kristófersson, auðlindahagfræðingur
Nýsköpun og aukin verðmæti
Aukin verðmætasköpun í sjávarútvegi
– Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis
Íslensk jarðrækt – nýir möguleikar
– Finnbogi Magnússon, landbúnaðartæknifræðingur
Markaðssetning og vörumerkjastjórnun í landbúnaði
- Gunnlaugur Karlsson, framkvæmdastjóri SFG
Gróska í smáframleiðslu matvæla
- Sigrún Elsa Smáradóttir, fagstjóri hjá Matís
Íslenskur matur, ferðaþjónusta og útflutningur
Ísland sem vörumerki – skyr.is
– Guðný Steinsdóttir, markaðsstjóri MS
Matarmenning og ferðaþjónusta
– Jón Baldur Þorbjörnsson, Ísafold travel
Að metta milljón ferðamenn
– Friðgeir Ingi Eiríksson, Hótel Holt/Viðey
Íslensk matarmenning á alþjóðavettvangi
- Guðný Káradóttir, markaðsstjóri hjá Íslandsstofu
Eftir erindin verða pallborðsumræður þar sem m.a.
Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvega- og nýsköpunar-
ráðherra, tekur þátt.
Dagskrá:
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
RARIK hefur lokið við að leggja 35
kílómetra af dreifikerfi sínu í Mý-
vatnssveit í jarðstreng. Ákvörðun um
framkvæmdina var tekin eftir að loft-
línan fór illa í ísingarveðri í septem-
ber.
Eftir að línan eyðilagðist var
straumi komið á bæi sveitarinnar með
streng sem lagður var til bráðabirgða
ofanjarðar. Ákveðið var að endurnýja
ekki loftlínuna enda var á dagskrá
RARIK að endurnýja hana með jarð-
streng á næstu átta árum. Óveðrið
flýtti þessari áætlun. Tryggvi Þór
Haraldsson, forstjóri RARIK, segir
að línukerfið í Mývatnssveit sé yfir
fimmtíu ára gamalt. Það hafi verið
byggt á höndum og ekki allsstaðar
hægt að koma tækjum að til viðgerða.
Samstarf tókst við sveitarfélagið,
landeigendur og ýmsar stofnanir um
að koma línunni í jörð og tókst það á
tiltölulega stuttum tíma. Jarðstreng-
urinn var víðast plægður niður við
vegi. Búið er að tengja alla bæi á þess-
ari leið.
Kostnaðurinn 120 milljónir
Áætlað er að framkvæmdin hafi
kostað um 120 milljónir kr.
Á næsta ári verður 15 kílómetra
löng lína lögð í jörðu, það er lína sem
minna bilaði í ísingarveðrinu. Að því
loknu verður búið að endurnýja nán-
ast allt dreifikerfið í Mývatnssveit.
Kópaskerslína sem er á vegum
Landsnets fór einnig illa í óveðrinu.
Viðgerð á henni lauk í síðustu viku.
RARIK vinnur á hverju ári að end-
urnýjun dreifikerfis síns. Teknir eru
fyrir um 200 kílómetrar á ári. Allar
línur eru lagðar í jarðstrengjum enda
segir Tryggvi Þór að ódýrara sé orðið
að leggja línur á lágri spennu í jörðu
en lofti.
Elstu línur RARIK eru frá því fyrir
1950 og er mest áhersla lögð á end-
urnýjun elstu línanna því lokið er að
mestu þeim línum sem mest biluðu
eða höfðu ekki næga flutningsgetu.
Kerfi RARIK er um 8 þúsund kíló-
metrar að lengd og er um helmingur
þess enn í loftlínum. Segir Tryggvi
Þór að kostnaður við endurnýjun þess
sem eftir er sé áætlaður 23 milljarðar
króna og því þurfi að vinna þetta á
mörgum árum.
Rarik leggur
35 km jarðstreng
Verkinu lýkur á næsta ári
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Viðgerð Víða þurfti að gera við lín-
ur eftir ísingarveðrið í september.
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Tæpur helmingur, eða 47,8% allra
félagsmanna í stéttarfélögunum Efl-
ingu, Hlíf í Hafnarfirði og Verka-
lýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur
og nágrennis, segist hafa mjög mikl-
ar eða frekar miklar áhyggjur af
fjárhagslegri stöðu sinni. Þar af
segjast tæp 19% hafa mjög miklar
áhyggjur af fjárhagsstöðu sinni. Að-
eins 9,2% segjast á hinn bóginn eng-
ar áhyggjur hafa og hefur sá hópur
stækkað lítillega frá sama tíma í
fyrra.
Þessar upplýsingar koma fram í
viðamikilli launakönnun sem Capa-
cent Gallup gerði fyrir Flóafélögin
þrjú en félagsmenn þeirra telja tugi
þúsunda launþega á höfuðborgar-
svæðinu og á Reykjanesi.
Erfiðlega gekk að ná til
erlendu starfsmannanna
Í könnuninni var einkum spurt um
vinnutíma og laun en einnig var leit-
að upplýsinga um fjárhagslega stöðu
félagsmanna o.fl. Félagsmönnum
sem eru af erlendu bergi brotnir hef-
ur fjölgað verulega á seinustu árum
og að sögn Hörpu Ólafsdóttur, for-
stöðumanns kjaramálasviðs hjá Efl-
ingu, voru fengnir pólsku- og ensku-
mælandi spyrlar til að ná til erlendra
ríkisborgara auk þess sem þeim
gafst kostur á að svara á pólsku og
ensku. Hún segir að það hafi samt
gengið mjög erfiðlega að ná til er-
lenda hópsins. Þeir virtust í mörgum
tilvikum hafa breytt um heimilisfang
og voru bréfin því endursend í mörg-
um tilvikum. Af þeim sem svöruðu
voru 78% Íslendingar, 14% Pólverjar
og 8% af öðru þjóðerni að sögn
Hörpu.
Könnunin sýnir að sá hópur sem
segist hafa mjög miklar fjárhags-
áhyggjur hefur minnkað lítið eitt frá
í fyrra eða úr 19,2% allra fé-
lagsmanna haustið 2011 í 18,6% nú.
Á hinn bóginn hefur fjölgað í hópi
þeirra sem segjast hafa frekar mikl-
ar áhyggjur af fjárhagslegri stöðu
sinni. Þeir voru 27,2% í sambærilegri
könnun fyrir ári en teljast núna vera
29,2% þeirra sem afstöðu tóku.
Konur hafa til muna meiri fjár-
hagsáhyggjur en karlar. Þannig
sögðust 52% kvenna í könnuninni
hafa mjög miklar eða frekar miklar
áhyggjur af fjárhagslegri stöðu sinni
en 43% karla lýstu þessum áhyggj-
um sínum í könnuninni.
Ef svörin eru greind eftir starfs-
hópum kemur einnig mikill munur
fram á hversu miklar fjárhags-
áhyggjur félagsmenn í þessum stétt-
arfélögum hafa. Mestar mælast
áhyggjurnar meðal leiðbeinenda en
65% þeirra segjast hafa mjög miklar
eða frekar miklar áhyggjur af fjár-
hagslegri stöðu sinni. Bílstjórar og
tækjamenn koma næstir í röðinni því
60% þeirra segjast hafa mjög eða
frekar miklar áhyggjur af fjárhags-
stöðunni og 57% fólks í umönnunar-
störfum lýstu sömu áhyggjum í
könnuninni.
Duga ekki fyrir framfærslu
Stærsta ástæða þess að fólk hefur
áhyggjur af fjárhagslegri stöðu sinni
er lág laun, sem duga ekki fyrir
framfærslu. 58,2% tilgreindu þessa
ástæðu en 26,8% sögðu áhyggjurnar
stafa af hækkandi verðlagi og verð-
bólgu.
Fleiri leita aðstoðar ættingja og
vina vegna fjárhagserfiðleika
Ríflega fjórðungur félagsmanna
hefur leitað sér aðstoðar vegna fjár-
hagslegrar stöðu sinna sem er aðeins
fækkun frá því í fyrra. Þá eru fleiri
nú en í fyrra sem leita sér aðstoðar
hjá ættingjum og vinum og er hlut-
fallið nú 13,8%. Þeim sem leituðu sér
aðstoðar hjá sínum viðskiptabanka
hefur fækkað frá því í fyrra eða úr
15% í 11,3%.
Fram kom í Morgunblaðinu í gær
að skv. könnuninni hefur kynbund-
inn launamunur aukist meðal laun-
þega í þessum stéttarfélögum. Hann
mælist nú 19% en mældist 15,8% í
samskonar könnun fyrir ári.
Markmið könnunarinnar var að
kanna kjör og viðhorf félagsmanna
Eflingar, Hlífar og VSFK. Um var
að ræða bæði síma- og netkönnun,
sem gerð var 5. september til 15.
október meðal 3.300 félagsmanna. Í
endanlegu úrtaki voru 2.395 en svar-
endur voru alls 1.183 og svarhlutfall-
ið því aðeins 49,4%.
47,8% hafa miklar eða frek-
ar miklar fjárhagsáhyggjur
Konur með meiri fjárhagsáhyggjur en karlar Leiðbeinendur skera sig úr
Áhyggjur af fjárhagslegri stöðu
Hver er helsta ástæða þess að þú hefur miklar
áhyggjur af fjárhagslegri stöðu þinni?
Lág laun/launin duga
ekki fyrirframfærslu
Heimild: Capacent Gallup
0% 10% 20% 30% 40% 50% 60%
58.2%
26,8%
18,8%
8,9%
6,7%
6,6%
3,9%
3,7%
13,7%
Hækkandi verðlag/
verðbólga
Skuldir/háar
afborganir aflánum
Atvinnuleysi
Lágar bætur/bætur
duga ekki
Atvinnuóöryggi/mögu-
leguratvinnumissir
Minni vinna/launa eða
vinnutímaskerðing
Þjóðfélagsástandið
almennt
Annað
Þegar framboðsfresti í prófkjöri
Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík
lauk klukkan 16 í gær höfðu 19
framboð
borist.
Prófkjörið
fer fram
laugardag-
inn 24. nóv-
ember nk.
Eftirtalin
framboð
höfðu bor-
ist í gær:
Áslaug María Friðriksdóttir,
borgarfulltrúi, Birgir Ármannsson,
alþingismaður, Birgir Örn Stein-
grímsson, framkvæmdastjóri,
Brynjar Níelsson, hæstarétt-
arlögmaður, Elí Úlfarsson, flug-
nemi, Elínbjörg Magnúsdóttir,
verkakona, Guðjón Sigurbjartsson,
framkvæmdastjóri, Guðlaugur Þór
Þórðarson, alþingismaður, Gunnar
Kristinn Þórðarson, stuðnings-
fulltrúi, Hafsteinn Númason,
leigubílstjóri, Hanna Birna Krist-
jánsdóttir, borgarfulltrúi, Illugi
Gunnarsson, alþingismaður, Ingi-
björg Óðinsdóttir, stjórn-
unarráðgjafi, Jakob F. Ásgeirsson,
rithöfundur og útgefandi, Pétur
H. Blöndal, alþingismaður, Sigríð-
ur Ásthildur Andersen, héraðs-
dómslögmaður, Sigurður Sigurð-
arson, rekstrarráðgjafi, Teitur
Björn Einarsson, lögmaður, Þór-
halla Arnardóttir, framhaldsskóla-
kennari.
Nítján
bjóða sig
fram í
Reykjavík
Prófkjör verður
24. nóvember