Morgunblaðið - 03.11.2012, Side 14

Morgunblaðið - 03.11.2012, Side 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2012 Hilmar Foss, löggiltur skjalaþýðandi og dóm- túlkur, andaðist á Droplaugarstöðum 30. október síðastliðinn, 92 ára að aldri. Hilmar fæddist í Brighton í Englandi hinn 28. febrúar 1920, sonur Magnúsar Scheving Thor- steinsson, fram- kvæmdastjóra í Reykjavík, og Elísabet- ar Láru Kristjáns- dóttur Foss, kaupkonu í Reykjavík. Hilmar fór til náms í Englandi að loknu námi í Verzlunarskóla Íslands. Hann nam við Acton Technical, Elmhurst College í London 1938-39 og svo í City Literary Institute í London 1959. Hilmar bjó í London á stríðsárunum og var ritari Anglo-Icelandic Joint Standing Com- mittee (Ministry of Economic Warfare) 1940-41 og sendiráðs- ritari við sendiráð Ís- lands í London 1941- 42. Hann varð löggiltur skjalaþýðandi og dóm- túlkur í Reykjavík 1947 og starfaði við það þar til í fyrra. Hann gegndi fjölda trúnaðar- og fé- lagsstarfa um ævina. Kona Hilmars var Guðrún G. Foss (f. 1916, d. 2007). Börn þeirra eru Hilmar Friðrik og Elísabet Guðlaug. Útför Hilmars heitins fer fram í kyrrþey að hans ósk. Andlát Hilmar Foss Frummælendur: Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri SA Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands og formaður SAF Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka og formaður SFF Magnús Þór Ásmundsson, forstjóri Alcoa á Íslandi og formaður Samáls Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Pfaff og formaður SVÞ Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis hf. Grindavík Svana Helen Björnsdóttir, forstjóri Stika og formaður SI Vala Valtýsdóttir, sviðsstjóri skatta- og lögfræðisviðs Deloitte á Íslandi Samantekt: Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA Fundarstjóri: Vilmundur Jósefsson, formaður SA Skattstofnar atvinnulífsins RÆKTUN EÐA RÁNYRKJA? Opinn fundur SA í Hörpu – Silfurbergi, föstudaginn 9. nóvember kl. 8.30–10.00 SKRÁNING Á WWW.SA.IS Þátttakendur fá nýtt rit SA um skattamál atvinnulífsins sem kemur út sama dag. Boðið verður upp á kraftmikið kaffi og morgunhressingu frá kl. 8.00. www.forlagid.is Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í gær kröfu verjanda Gunnars And- ersens, fyrrverandi forstjóra Fjár- málaeftirlitsins, um að ákæruvaldið afli gagna um viðskipti Bogmanns- ins ehf. og Landsbankans í júní 2003. Segir í úrskurði héraðsdóms að ekki sé augljóst að gögnin, sem Gunnar vildi að ákæruvaldið aflaði, séu nauðsynleg fyrir málflutning og því sé kröfunni hafnað. Eigandi Bogmannsins var Guð- laugur Þór Þórðarson alþing- ismaður en Gunnar er ákærður fyr- ir að hafa haft frumkvæði að því að koma upplýsingum um kaup Lands- bankans á Bogmanninum til DV. Guðjón Ólafur Jónsson, verjandi Gunnars, tilkynnti í gær að þessi niðurstaða héraðsdóms yrði kærð til Hæstaréttar. Búast má við niður- stöðu frá Hæstarétti í næstu viku. Héraðsdómur hafn- aði kröfu Gunnars Vilborg Arna Gissurardóttir hóf leiðangur sinn á Suðurpólinn í gær frá anddyri kvennadeildar Landspítalans. Leiðangurinn er farinn í þágu Lífs, styrktarfélags sem hefur það markmið að styðja konur og fjölskyldur þeirra á kvennadeildinni. Fjölmargir kvöddu Vilborgu og árnuðu henni heilla, þar á meðal Steingrímur J. Sigfússon starfandi forsætisráð- herra. Vilborg Arna sem er 32 ára, frá Reykjavík, verður ein í för á Suðurpólinn og hefur undirbúið þessa för sína um árabil. Ef henni tekst þetta ætlunarverk sitt verð- ur hún fyrsta íslenska konan sem nær þessu metnaðarfulla mark- miði. Leiðangur Vilborgar á Suður- pólinn ber heitið Lífsspor. Göngu- leiðin er 1.140 km og má búast við krefjandi veðurfari, miklum mótvindi, erfiðu skíðafæri og háum rifsköflum. Áætlaðir göngudagar eru 50 talsins en til þess að ná þeim þarf Vilborg að ganga að meðaltali 22 km á dag. Nánar má lesa um ferð Vil- borgar á heimasíðu hennar:www- .lifsspor.is Vilborg Arna Gissurardóttir hóf leiðangur sinn á Suðurpólinn í gær en hennar bíður 1.140 kílómetra ganga í erfiðu veðurfari Fyrsta Lífssporið stigið í gær Morgunblaðið/Kristinn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.