Morgunblaðið - 03.11.2012, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2012
BAKSVIÐ
Skúli Hansen
skulih@mbl.is
Matarkarfa Alþýðusambands Ís-
lands hefur reynst ódýrust í mat-
vöruverslunum Bónuss í þremur af
fjórum síðustu könnunum, hinsvegar
hefur hún tvisvar sinnum reynst
dýrust í Nóatúni og sömuleiðis tvisv-
ar sinnum í Samkaup-Úrval. Þá voru
Bónus og Krónan ávallt á meðal
þeirra þriggju ódýrustu í fyrrnefnd-
um könnunum.
Síðastliðinn laugardag kannaði
verðlagseftirlit ASÍ verð í lágverðs-
verslunum og stórmörkuðum á
höfuðborgarsvæðinu en niðurstöður
þeirrar könnunar voru birtar í fyrra-
dag. Samkvæmt könnuninni var
matarkarfan ódýrust í Bónus en dýr-
ust í Nóatúni, en 22% verðmunur var
á matarkörfunni í verslununum
tveimur. Hinsvegar munaði ekki
nema 2% á matarkörfunni í Bónus og
matarkörfunni í versluninni Iceland,
en matarkarfan mældist næstódýr-
ust þar.
Tvær mismunandi aðferðir
Að sögn Ólafs Darra Andrasonar,
hagfræðings hjá ASÍ, kannar ASÍ
annars vegar hvar matarkarfan er
ódýrust og hins vegar hvaða verslun
er oftast með lægsta verðið. Iceland
var ódýrust í tveim könnunum í röð
og var þá oftast með lægsta verðið.
Könnunin nú fylgir þar á eftir.
Þegar matarkörfur eru bornar sam-
an er hins vegar um að ræða heildar-
verð á öllum vörum.
Segir Ólafur Darri þetta tvennt
því ekki alveg sambærilegt.
Þá er matarkarfan í verðkönnun-
um ASÍ ekki ávallt sú sama. Sem
dæmi má nefna að í síðustu könnun
samanstóð karfan af 48 almennum
neysluvörum til heimilisins, í könn-
uninni sem gerð var í apríl síðast-
liðnum voru vörurnar 53 talsins, þá
voru þær 58 talsins í könnuninni sem
gerð var í nóvember 2011 og 33 tals-
ins í þeirri sem framkvæmd var í
ágúst sama ár.
Í könnununum er skráð hilluverð
vöru eða það verð sem neytandinn
hefur upplýsingar um inni í viðkom-
andi verslun að honum beri að greiða
fyrir vöruna, þá er skráð afsláttar-
verð í þeim tilfellum þegar skýrt er
gefið til kynna að veittur sé afsláttur
af merktu verði við kassa. Í einni af
hinum fjórum könnunum sem hér er
fjallað um, þeirri sem gerð var 29.
ágúst 2011, var auk ofangreinds
skoðaður ódýrasti valkostur af
ákveðinni vöru, til dæmis lægsta
kílóverðið af hveiti eða ákveðið vöru-
merki.
Þá er einnig mismunandi eftir
verðkönnunum hversu margar versl-
anir eru heimsóttar og sömuleiðis
hvort kannanirnar eru einungis
framkvæmdar á höfuðborgarsvæð-
inu eða á landinu öllu.
Samkvæmt upplýsingum frá ASÍ
hefur að undanförnu fjölgað þeim
matvöruverslunum sem neita að
taka þátt í verðkönnunum sam-
bandsins. Þannig neituðu verslanirn-
ar Kostur Dalvegi, Samkaup-Úrval
og Víðir þátttöku í síðustu könnun.
Ekki náðist í forsvarsmenn Bón-
uss vegna vinnslu fréttarinnar.
Matarkarfan oftast ódýrust í Bónus
Ekki eru alltaf sömu vörurnar né sami vörufjöldinn í matarkörfum Alþýðusambands Íslands
Þeim matvöruverslunum fjölgar sem neita að taka þátt í verðkönnunum á vegum sambandsins
Verðmunur milli verslana
25.000
20.000
15.000
10.000
5.000
0
Heimild: Alþýðusamband Íslands.
Matarkarfa 29. ágúst 2011 Matarkarfa 8. nóvember 2011 Matarkarfa 23. apríl 2012 Matarkarfa 27. okt. 2012
1 2 3 4 5 6 7 8 1 2 3 4 5 6 7 8 1 2 3 4 5 6 7 1 2 3 4 5 6 7
10
.1
03
10
.1
29
10
.2
82
10
.5
94
10
.9
16
12
.1
36
12
.2
68
12
.9
12 16
.4
69
16
.6
43
17
.4
75
17
.6
44
18
.3
43
19
.0
56
19
.3
55
19
.6
22
19
.8
65
21
.4
83
21
.6
67
22
.1
0
5
23
.5
46
24
.0
42
24
.0
60
16
.7
91
17
.1
54
18
.0
59
18
.6
83
19
.5
97
19
.6
47
20
.5
23
Krónan Bónus Víðir Nettó Fjarðarkaup Samkaup-Úrval Hagkaup Nóatún Iceland
Rétt er að taka það fram að hvorki er um að ræða alveg sömu vörutegundir né alveg sama fjölda vörutegunda í öllum könnunum.
Myndin er því ekki lýsandi fyrir verðlagsþróun á matarkörfunni en hún sýnir hinsvegar verðlagsmun á milli mismunandi verslana.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Matvöruverslun Ekki er sama hvar verslað er enda getur talsverður verð-
munur verið á matarkörfunni í mismunandi matvöruverslunum.
„Mér sýnist það vera innan
skekkjumarka. Tvö prósent, það
er nú ekki mikið,“ segir Jóhann-
es Jónsson, kaupmaður í Ice-
land. Að sögn Jóhannesar eru
Bónus-verslanirnar að elta Ice-
land hvað lágt vöruverð varðar
en í verðkönnun ASÍ, frá því í
ágúst síðastliðnum, mældist
matvöruverslunin Iceland oftast
með lægsta verðið. „Ég held að
það sé blaðamannamál að skoða
það hvað hefur áunnist með til-
komu Iceland,“ segir Jóhannes.
Aðspurður segist hann vissu-
lega vera sáttur með nið-
urstöður könnunarinnar en hann
bendir þó á að framkvæmd
hennar hefði mátt vera betri. „Í
þessari könnun voru vörur sem
var tekið fram að væru ekki til,“
segir Jóhannes og bendir á að
þá hafi verðlagsfulltrúar ASÍ
ekki fundið vörurnar en samt
ekki leitað aðstoðar.
Illa staðið að könnuninni
Að sögn Kristins Skúlasonar,
framkvæmdastjóra Krónunnar,
er hann mjög óánægður með
hvernig staðið var að síðustu
verðkönnun ASÍ en hann segir
Krónuna hafa sett fram kröfu-
lista þar sem gerðar voru at-
hugasemdir við hversu illa var
staðið að könnuninni. „Það var
fjöldi lína, ætli það hafi ekki ver-
ið 18 til 20 vörur teknar. Við
höfum ekki fengið nein svör frá
ASÍ út af þessari verðkönnun,“
segir Kristinn og bætir við: „Þær
eru orðnar svo villandi þessar
verðkannanir og við hvetjum
náttúrlega viðskiptavini okkar til
þess að gera eigin verðkann-
anir.“
Þá segir hann að þróunin sé sú
að margar verslanir séu farnar
að hafna þessum verðkönnunum
þar sem almennt sé illa staðið
að þeim. „Það er ekki nógu
margt fagfólk sem veit hvað það
er að bera saman epli og epli í
þessu og þess vegna verða nið-
urstöðurnar svolítið villandi,“
segir Kristinn og bendir á að
eðlilegast væri að taka vöru á
móti vöru í gegnum kassakerfið
og bera síðan saman strimlana.
Guðmundur Marteinsson hjá
Bónus svaraði ekki blaðamanni.
ÓSÁTTIR VIÐ FRAMKVÆMD Á NÝJUSTU VERÐKÖNNUN ASÍ
Jóhannes
Jónsson
Kristinn
Skúlason
Jóhannes segir Bónus elta
Iceland í lágu vöruverði
Diesel.is | Klettháls 15 | 110 Reykjavík | Sími 578 5252 | diesel@diesel.is
www.fiat500.is
SKANNAÐU KÓÐANN OG
SKOÐAÐU MÁLIÐ BETUR
G
R
A
F
IK
E
R
.IS
2.670 ÞÚS. KR.*
NÝR FIAT 500 LOUNGE 2013 VERÐ KR.
Eyðir aðeins 4.8L á hundraði í blönduðum akstri.
*Miðað við gengi á euro 159
KYNNA&
Í þessari bók segir
Vilhjálmur Hjálmarsson
á Brekku gamansögur
af sér og samferðar-
mönnum sínum og
útkoman er vægast
sagt bráðskemmtileg.
Glettur og gamanmál
kemur öllum í gott
skap.
holabok.is/holar@holabok.is