Morgunblaðið - 03.11.2012, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 03.11.2012, Blaðsíða 18
www.forlagid.is – alvöru bókaverslun á netinu Spennandi framhald metsölubókarinnar Víti í Vestmannaeyjum. BÓK SEM HITTIR BEINT Í MARK bbbb F R ÉT TATÍ MI N N G UN NAR HELGASO N Metsölulisti Eymundsson Barna- og unglingabækur 2 4 .–3 0 .10 .121. 18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2012 12. nóvember með heimsókn ráð- herra og staðfestu samninga.    Hjá Sláturhúsi KVH á Hvamms- tanga var slátrað 90137 kindum, þar af 82.390 dilkum með meðalvigt 16,7 kg. Fjölgun er frá fyrra ári um 2.800 fjár og meðalþyngd dilka 0,5 kg hærri. Að slátrun komu um 150 manns og fullvinnsla afurða aukin milli ára. Félagið keypti á árinu um 1.200 fermetra húseign. Húsið er not- að fyrir hausaverkun og innmat- arvinnslu en nýting aukaafurða hefur aukist árlega hjá félaginu.    Nesfiskur ehf. í Garði hefur keypt rækjuverksmiðjuna Meleyri á Hvammstanga. Bergþór Baldvinsson framkvæmdastjóri segir að ætlunin sé að gera út 2-3 báta á rækju frá Hvammstanga og fullvinna hana á staðnum. Unnið er að endurbótum á húsum og vélbúnaði og eru áform um að hefja rekstur í vetur. Heimafólki líst vel á þessa atburðarás. Meleyri er með elstu rækjuverksmiðjum á land- inu, stofnsett 1972, og hefur verið í nokkuð samfelldum rekstri frá upp- hafi. Framhaldsdeild á Hvammstanga Morgunblaðið/Karl Sigurgeirsson Rækjuvinnsla Nesfiskur í Garði hefur keypt Meleyri á Hvammstanga. ÚR BÆJARLÍFINU Karl Ásgeir Sigurgeirsson Hvammstangi Haustið minnti hressilega á sig í byrjun september, eins og um allt Norðurland. Bændur hér sluppu þó betur en austar á landinu, heiðarnar nýsmalaðar og réttarstörfum lokið. Göngur í Vatnsnesfjalli voru þó eftir óveðrið, nokkur skaði varð þar á fé. Almennt eru heimtur sauðfjárbænda þó ekki góðar og Ráðunautaþjón- ustan vinnur nú að gagnaöflun hjá bændum í Húnaþingi og á Ströndum. Nú gengur annar illviðriskafli yfir Norðurland og munu margir bændur þegar hafa hýst fénað sinn. Haustverðáttan hefur verið rysjótt, nokkurt frost í jörðu og hvítt yfir að líta.    Í haust var opnuð á Hvamms- tanga framhaldsdeild frá Fjölbrauta- skólanum á Sauðárkróki. Að sögn Rakelar Runólfsdóttur umsjónar- manns eru 18 nemendur úr Húna- þingi vestra við dreifnám með fjar- fundarbúnaði. Þannig eru nemendur virkir inni í kennslustofum skólans á Sauðárkróki. Tvisvar á hverri önn fara nemendur á Sauðárkrók og dvelja í heimavist. Skapast þá teng- ing við kennara og aðra nemendur og félagslíf skólans. Nemendur eru mjög ánægðir, góður andi, og öll sam- skipta- og tæknimál ganga upp. Formleg opnun deildarinnar verður Egill Ólafsson Þórun Kristjánsdóttir Rannsóknarnefnd kaþólsku kirkj- unnar komst að þeirri niðurstöðu að kirkjan hefði reynt að þagga niður upplýsingar um andlegt ofbeldi í Landakotsskóla sem átti sér stað á tímabilinu 1946-2003. Þetta kom fram í skýrslu nefndarinnar. Nefndin var skipuð í ágúst 2011, í kjölfar saka sem bornar voru á fyrr- verandi starfsmenn kaþólsku kirkj- unnar um andlegt og líkamlegt of- beldi gagnvart nemendum skólans. Átta beitt kynferðislegu ofbeldi Alls sögðust átta hafa sætt kyn- ferðislegu ofbeldi, 27 andlegu of- beldi, í einstaka tilvikum líkamlegu. Tilvikin, sem nefndin rannsakaði, tengjast öll séra Georg, fyrrverandi skólastjóra Landakotsskóla og Mar- gréti Müller, kennara við skólann. Að auki fjallaði nefndin um ásak- anir sem komu upp á hendur þrem- ur öðrum ónafngreindum aðilum. Um var að ræða einn kennara og tvo presta. Hjördís Hákonardóttir, formaður nefndarinnar, tók skýrt fram að það hefði ekki verið hlutverk þessarar nefndar að leggja mat á sannleiks- gildi frásagnanna. Skrifleg gögn ekki til Flestir sem sögðust hafa orðið fyrir ofbeldi, þögðu um það sem þeir upplifðu og kvörtuðu ekki undan því á sínum tíma. Það átti þó ekki við um alla. Frá 1988-2010, lýstu fimm yfir kynferðislegu ofbeldi og fleiri kvörtuðu undan andlegu ofbeldi. Þegar nefndin kallar eftir upplýs- ingum frá kirkjunni um hvernig tek- ið hafi verið á þessum kvörtunum kemur nefndin að tómum kofa. Það er sáralítið til af skriflegum gögn- um. Mistök í vinnubrögðum Að því er varðar kynferðislegt of- beldi bendir rannsóknarnefndin á nokkur mistök eða vanrækslu varð- andi viðbrögð við ásökunum sem fram komu á tímabilinu 1988-2010. Það er niðurstaða nefndarinnar að í einu tilviki hafi nunna og í öðru tilviki prestur vanrækt að tilkynna biskupi um ásakanir sem staðfest er að lýst var á þeim tíma. Nefndin telur að Alfred Jolson, sem var biskup kaþólsku kirkjunnar á árunum 1988-1994, hafi í þremur tilvikum vanrækt þá skyldu sína að skrá ásökun og upplýsingar um of- beldi, og þá skyldu að tryggja að fram færi sjálfstæð rannsókn á ásökunum. Nefndin fjallar um hvort hægt sé að tala um að um þöggun hafi verið að ræða. Hún kemst að þeirri nið- urstöðu að svo hafi verið af hálfu kaþólsku kirkjunnar, varðandi and- legt ofbeldi í skólanum. Biskup lét eyðileggja bréf „Rannsóknarnefndin telur að biskupinn frá 1996-2007 hafi í einu tilviki gert mistök með því að eyði- leggja bréf sem forveri hans hafði falið kanslara að varðveita í bisk- upsembættinu,“ segir í skýrslu nefndarinnar. Sá biskup sem um ræðir er Johannes Gijsen. Í skýrsl- unni kemur fram að maður hafi á sínum tíma komið til Jolsons bisk- ups og átt með honum fund. Séra Jakob Roland sagði fyrir nefndinni að maðurinn hefði „haft einhverja slæma reynslu með séra Georg í skólanum“. Hann hefði vilj- að koma þessum upplýsingum á framfæri til að tryggja að samskon- ar myndi ekki gerast aftur. Hann hefði afhent biskupi umslag sem hefði verið geymt í skjalasafni bisk- upsembættisins. Séra Jakob sagðist hafa afhent Gijsen umslagið eftir að hann tók við biskupsembættinu. Þegar Gijsen var búinn að kynna sér efni þess hefði hann eyðilagt bréfið. Nefndin segir einnig að Gijsen hafi í þremur tilvikum vanrækt skyldu sína að skrá ásökun og upp- lýsingar um ofbeldi. Í einu þessara tilvika hafi Gijsen að auki vanrækt skyldu sína að tryggja að fram færi sjálfstæð rannsókn á ásökunum og að gripið yrði til réttra viðbragða og í öðru tilviki þá skyldu að meta hvort þörf væri á sérstakri rann- sókn og að taka ákvörðun um önnur viðbrögð. Einnig taldi rannsóknarnefndin að Pétur Bürcher, núverandi bisk- up, sem tók við árið 2007, hefði í einu tilviki látið hjá líða að hafa frumkvæði að því að fram færi rannsókn í kjölfar þess að honum bárust upplýsingar um að aðili hefði sem barn sætt kynferðisofbeldi af hálfu prests, sem nú var látinn. Georg tók öll skjöl við starfslok Nefndin segir að „nánast engin gögn um starfsemi Landakotsskóla“ hafi fundist. Séra Hjalti Þorkelsson tók við starfi skólastjóra í Landa- koti árið 2003 af séra Georg sem var skólastjóri á þeim tíma sem ásak- anir nemenda snúast um. Hjalti seg- ir að þegar hann tók við hafi engin gögn verið í skólanum. Séra George hafi sagt sér að nauðsynleg gögn væru á skrifstofu skólastjóra en önnur gögn ætti hann sjálfur og hefði tekið með sér. Þegar séra Georg lést árið 2008 fundust ýmis gögn í dánarbúi hans. Þöggun kaþólsku kirkjunnar  Áfellisdómur rannsóknarnefndar yfir kaþólsku kirkjunni  Átta nemendur í Landakotsskóla sættu kynferðislegu ofbeldi af hendi kennara og skólastjóra  Kirkjan þaggaði niður ásakanirnar Morgunblaðið/Kristinn Rannsóknarnefnd Í nefndinni sátu Hjördís Hákonardóttir, Hrefna Frið- riksdóttir og Jón Friðrik. Róbert Spanó skipaði nefndina. „Í nafni Kaþ- ólsku kirkj- unnar á Íslandi, sem og per- sónulega, leitar hugur minn til allra þeirra sem telja að á sér hafi verið brot- ið og einnig til fjölskyldna þeirra. [...] Hin hörmulega mis- notkun á börnum frá hendi krist- inna manna, einkum manna úr klerkaslétt, veldur mikilli skömm og óskaplegri hneykslun,“ stend- ur meðal annars í yfirlýsingu sem Pétur Bürcher, biskup kaþ- ólsku kirkjunnar á Íslandi, sendi frá sér í kjölfar niðurstöðu Rann- sóknarnefndar um kaþólsku kirkjuna. „Hörmuleg misnotkun á börnum“ KAÞÓLSKA KIRKJAN GRÍPUR TIL RÁÐSTAFANA Pétur (Pierre) Bürcher Ágúst George Margrét Müller
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.