Morgunblaðið - 03.11.2012, Side 20

Morgunblaðið - 03.11.2012, Side 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2012 VIÐTAL Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Heimahlynning á 25 ára starfs- afmæli í ár en það var með tilkomu hennar sem sjúklingar fóru að hafa möguleika á því að vera heima í veikindum sínum og að deyja heima. Um er að ræða sérhæfða hjúkrunar- og læknisþjónustu sem er ætluð sjúklingum sem hafa erfið einkenni vegna langvinna sjúk- dóma. Starfað er samkvæmt hug- myndafræði um líknarmeðferð og er hlutverk þjónustunnar að gera skjólstæðingum kleift að dvelja heima eins lengi og aðstæður leyfa. Heimahlynning var fyrst rekin af Krabbameinsfélaginu en er nú hluti af starfsemi Landspítalans og er með aðsetur í sama húsi og líkn- ardeildin í Kópavogi. Valgerður Sigurðardóttir er yfirlæknir líkn- ardeildar og Heimahlynningar og Helgi Benediktsson er deildarstjóri Heimahlynningar. Blaðamaður settist niður með þeim í húsnæði starfseminnar í Kópavogi og fékk að heyra um þessa merkilegu þjón- ustu sem hefur reynst fjölda Ís- lendinga ómetanleg stoð í stríðinu við illvíga sjúkdóma. Spurð út í upphaf Heimahlynn- ingar segir Valgerður að hug- myndafræði líknar hafi verið búin að skjóta upp kollinum hér á landi fyrir 1987 þegar Heimahlynning var stofnuð. „Um þetta sama leyti eru krabbameinslækningarnar líka að byggjast betur upp og Heima- hlynningu er hrundið af stað í þeirri hringiðu. Á níunda áratugnum í Evrópu og sérstaklega á Norð- urlöndum er sams konar þjónusta að fara í gang. Þetta var þá fyrst og fremst þjónusta til að sinna sjúk- lingum með langt gengið krabba- mein og deyjandi.“ Heimahlynning hóf starfsemi sína með símaþjónustu á virkum dögum sem hjúkrunarfræðingar sinntu. Síðan er byrjað að fara í vitjanir á dagtíma en sjúklingar eru veikir allan sólarhringinn. Það er svo haustið 1989 að meira skipulagi er komið á þjónustuna með tveimur læknum og fjórum hjúkrunarfræð- ingum. Starfsemin hefur síðan auk- ist stig af stigi og er sólarhring- sþjónusta í dag. Áður var ekki nein sérhæfð þjónusta í boði heima fyrir þá sem voru deyjandi eða með krabbamein; fólk hefði ekki átt ann- ars kost en að deyja inn á spítöl- unum. Á vel heima innan spítalans Heimahlynning byrjaði sem þró- unarverkefni hjá Krabbameins- félaginu og var þar til ársins 2006 þegar hún flutti til Landspítalans. Helgi og Valgerður segja starfsem- ina eiga vel heima innan spítalans. „Hér í Kópavogi hefur verið byggð upp líknareining. Legudeildin var opnuð 1999, heimahlynningin flutt- ist hingað 2006, árið á eftir er opn- uð fimm daga deild, dagdeild opin tvisvar í viku og göngudeild. Núna, 2012, eru hér tólf legurúm, eitt bráðarúm, fjögur fimm daga pláss, dagdeild og göngudeild og heima- þjónusta. Við erum með öll þjón- ustustigin innan heilbrigðisþjónust- unnar,“ segir Valgerður. Helgi segir að það hafi verið gæfa fyrir Heimahlynninguna að flytjast inn á Landspítalann. „Eftir það fengum við fleiri hjúkr- unarfræðinga í vinnu og við fengum meiri nálægð við spítalann, kom- umst t.d. inn í allt þekkingarkerfi Landspítalans og í meira samstarf við aðrar starfsstéttir. Við eru nú með 7,2 stöðugildi hjúkrunarfræð- inga, sem 8 sinna.“ Meðhöndla þjáninguna Helgi hefur starfað við Heima- hlynningu frá árinu 1993. Hann segir starfið sem slíkt ekki hafa breyst mikið síðastliðin tuttugu ár. Valgerður bætir við að í upphafi hafi verið mest áhersla á umönnun þeirra sem voru deyjandi og að gefa þeim þann möguleika að deyja heima. „Það sem hefur breyst í starfinu er að hugtakið líkn- armeðferð nær ekki lengur bara yf- ir umönnun þeirra deyjandi heldur hefur það inntak að meðhöndla þá þjáningu sem sjúkdómurinn veldur. Stærsti hluti sjúklinga okkar er fólk með mikinn sjúkdóm en sumir eru ennþá í meðferð eða hafa erfið einkenni sem við erum fyrst og fremst að hjálpa þeim með.“ Umönnun snýr ekki lengur bara að krabbameinssjúklingum, á seinni árum hefur Heimahlynning tekið inn fleiri sjúklingahópa. „Stærstu hóparnir af þeim eru sjúklingar með langvinna lungnateppu og hjartabilun. Fólk með þessa sjúk- dóma lifir oft mjög lengi með langt genginn sjúkdóm og mikil einkenni. Þegar við vorum að byrja var al- næmissjúkdómurinn í algleymingi og við vorum með mjög marga al- næmissjúklinga. Svo höfum við líka alltaf sinnt einstaklingum með MND sjúkdóm. En þetta hefur alltaf verið lítill hluti sjúklinganna. 95% eru krabbameinssjúklingar.“ Á hverjum tíma sinnir Heima- hlynning um 55 til 65 sjúklingum eða 180 til 200 sjúklingum á ári. Fjölskyldan tekur þátt Hlutverk Heimahlynningar er ekki aðeins að sinna sjúklingnum heldur líka að þétta netið í kring- um fjölskylduna svo hún geti verið örugg heima. „Fjölskyldufundir og samtöl við aðstandendur eru hluti af vinnunni. Við reynum að styrkja þá í að vera þátttakendur í umönn- un ættingja sinna í staðinn fyrir að vera áhorfendur inni á spít- alanum.“ Spurður hvort starfið sé erfitt segir Helgi það auðvitað vera það en starfið sé þakklátt. „Það sem við fáum út úr þessu er ánægjan, ef það má orða það svo, að hafa getað hjálpað og komið því til leiðar að fjölskyldan er sátt við þá þjónustu sem ástvinur þeirra hefur fengið.“ Valgerður segir að í Heima- hlynningunni sjái starfsfólkið bet- ur líðan einstaklingsins. „Við fáum betri innsýn inn í raunveruleikann, sjáum veikleika og styrkleika hverrar fjölskyldu. Hluti af með- ferðinni er stuðningur, að takast á við breyttar aðstæður og búa fólk undir það að sjúkdómurinn geti versnað. En sjúklingar útskrifast líka úr meðferð hjá okkur. Við sinnum fólki í tímabundnum erf- iðleikum og hjálpum þeim að ná betri líðan og betri tökum á lífinu.“ Helgi segir að af þeim sjúkling- um sem Heimahlynningin sinni heima látist að meðaltali 25 á ári. Þeim sjúklingum hefur fækkað sem deyja heima eftir að líkn- ardeildin kom til skjalanna og auð- veldara varð fyrir sjúklinga að leggjast inn og fá sambærilega þjónustu. Þau segja starfið þakklátt og verk þeirra skipti máli. Það gefi fyllingu í starfi og smitist yfir á sjúklinginn og fjölskyldu hans. Tuttugu og fimm ára afmæl- isfagnaður Heimahlynningar verð- ur haldinn 9. nóvember næstkom- andi frá kl. 16 til 18 í húsnæði Krabbameinsfélagsins. Allir eru velkomnir. Hlúa að sjúklingum heima  Heimahlynning Landspítalans hóf starfsemi sína fyrir 25 árum  Sérhæfða hjúkrunar- og læknis- þjónustu sem gerir sjúklingum kleift að dvelja heima eins lengi og aðstæður leyfa  Þakklátt starf Morgunblaðið/Kristinn Umönnun Helgi Benediktsson deildarstjóri Heimahlynningar og Valgerður Sigurðardóttir, yfirlæknir líknardeildar og Heimahlynningar. Morgunblaðið/Kristinn Húsin Líknardeildin og Heimahlynning eru þar sem Kópavogshælið var. Samkvæmt skilgreiningu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO 2002), er tilgangur líknarmeðferðar að auka lífsgæði sjúklinga sem eru með lífshættulega sjúkdóma og fjölskyldna þeirra. Meðferðin felst í því að fyrirbyggja og draga úr líkamlegri, sálfélagslegri og andlegri þjáningu. Líknarmeðferð á ekki eingöngu við á lokastigum veikinda, heldur einnig snemma í veikindaferlinu, samhliða annarri meðferð. Heimahlynning Landspítala starfar samkvæmt hugmyndafræði um líknarmeðferð. Hún er ætluð sjúklingum sem hafa erfið einkenni vegna langvinnra sjúkdóma. Bæta lífsgæði sjúklinga HVAÐ ER LÍKNARMEÐFERÐ? laugardaginn 24.nóvember. Í jólablaðinu í ár komum við víða við, heim- sækjum fjölda fólks og verðum með fullt af spennandi efni fyrir alla aldurshópa. Jólablaðið er flottasta sérblaðið sem Mogginn gefur út og er eitt af vinsælustu blöðum lesenda. SÉRBLAÐ Pöntunartími auglýsinga: er fyrir klukkan 16 mánudaginn 19.nóvember NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími 569-1105 kata@mbl.is Uppáhalds jólauppskriftirnar.• Uppskriftir að ýmsu góðgæti til að• borða á aðventu og jólum. Villibráð.• Hefðbundnir jólaréttir og jólamatur.• Smákökur.• Eftirréttir.• Jólakonfekt og sælgæti.• Grænmetisréttir og einnig réttir fyrir• þá sem hafa hollustuna í huga þegar jólin ganga í garð. Vínin með veislumatnum í ár• Gjafapakkningar.• Tónlistarviðburðir, söfn, kirkjur á aðventu• og í kringum jólahátíðina. Kerti og aðventukransar.• Jólagjafir• Heimagerð jólakort.• Jólaföndur.• Jólabækur og jólatónlist.• Jólaundirbúningur með börnunum.• Margar skemmtilegar greinar sem• tengjast þessari hátíð ljóss og friðar. MEÐAL EFNIS: – Meira fyrir lesendur Morgunblaðið gefur út stórglæsilegt jólablað JÓLABLAÐ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.