Morgunblaðið - 03.11.2012, Síða 22

Morgunblaðið - 03.11.2012, Síða 22
SVIÐSLJÓS Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Allt legurými á Landspítalanum, um 670 rúm, er svo gott sem fullt og hefur verið undanfarnar vikur vegna mikillar fjölgunar innlagna og veikinda fólks. Dagbjört Þyri Þorvarð- ardóttir, inn- lagnastjóri á Landspítalanum, segir þessa stöðu koma oft upp á þessum árstíma en ástandið sé þó búið að vera óvenju slæmt. Hefur þurft í auknum mæli að setja sjúklinga á ganga spítalans. Óttast Dagbjört að þetta ástand eigi eftir að vara fram að jólum, þó að allir voni það besta. Sjúklingar á göngum Biðlistar eftir aðgerðum hafa lengst í þessu ástandi og að sögn Dagbjartar bíða um 50 aldraðir einstaklingar, með svonefnt vist- unarmat, eftir vistunarúrræði á hjúkrunarheimilum. Hefur sá fjöldi ekki verið jafnmikill á þessu ári. „Við höfum reynt eins og við getum að halda starfseminni sam- kvæmt áætlun, þrátt fyrir mikil þrengsli og miklar annir. Því mið- ur höfum við af þeim sökum verið með sjúklinga á göngum. Á þess- um árstíma er starfsemin á fullum þunga, bæði hvað varðar valkvæð- ar aðgerðir og bráðastarfsemi. Við höfum lent í það miklum niður- skurði og sparnaði að við höfum ekki fleiri rúm, okkur vantar legu- rými og verðum þess vegna að setja sjúklinga á gangana í sumum tilfellum. Við reynum að gera það eins vel og við getum,“ segir Dag- björt Þyri. Hún segir ástandið afar mis- munandi eftir deildum spítalans. Mesta álagið sé á lyflækningasvið- inu og á almennum bráðadeildum. Um mikil almenn veikindi sé að ræða hjá sjúklingum á öllum aldri. Fjölgun innlagna eigi sér ýmsar skýringar. Margir af landsbyggðinni „Höfuðborgarsvæðið er mjög stórt. Það er búið að draga mikið úr starfseminni á landsbyggðar- sjúkrahúsum og við erum farin að finna fyrir því. Við fáum töluvert marga sjúklinga af landsbyggð- inni, einkum vegna okkar sérhæf- ingar og að við getum tekið á okk- ur viss verkefni,“ segir Dagbjört og tekur sem dæmi að vegna noro-veirusýkingar hafi heilbrigðisstofnanir orðið að loka deildum, t.d. á Suðurnesjum, og því þurft að flytja sjúklinga á Landspítalann. „Síðustu vikur hafa verið okkur erfiðar. Það er ekkert sem segir okkur að það verði eitthvert lát á þessu, ég á alveg eins von á því að þetta verði svona fram undir jól. Við vonum að sjálfsögðu að það fari að draga úr þessum veikind- um,“ segir hún. Ekki æskilegt ástand Spurð hvort ástandið á Land- spítalanum sé ekki komið að ör- yggis- og hættumörkum telur Dagbjört Þyri svo ekki vera. Allt sé gert til að tryggja öryggi sjúk- linga og starfsmanna. „Við höfum töluverða reynslu af því að takast á við svona annir og gerum allt sem í okkar valdi stendur til að tryggja öryggið. Við bregðumst við þessu á hverjum degi en vissulega er það ekki æskilegt ástand að þurfa að leggja sjúklinga í rúm á göngunum,“ seg- ir Dagbjört Þyri að endingu. Öll legurými Landspítalans í notkun og álagið er mikið  Mikið um veikindi og ástandið óvenjuslæmt  Um 50 aldraðir bíða eftir vistun Morgunblaðið/Ómar Landspítalinn Hvert sjúkrarúm er skipað þessa dagana. Innlagnastjóri spítalans segir ástandið óvenjuslæmt og óttast að það verði svona til jóla. Dagbjört Þyri Þorvarðardóttir 22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2012 DÚKA KRINGLUNNI SÍMI: 533 1322 SMÁRALIND SÍMI: 564 2011 Ný sending frá Koziol komin í hús Sunnudaginn 4. nóvember verður fjölbreytt dagskrá í Þjóðminjasafni Íslands. Almenningi er boðið að koma með gamla gripi í greiningu til sér- fræðinga safnsins á milli 14 og 16. Að þessu sinni verður sérstök áhersla á silfurgripi, t.d. gamlar skeiðar með stimpli og búninga- silfur. Greiningin er gestum að kostnaðarlausu. Greiningardagar safnsins hafa verið mjög vel sóttir. „Dagarnir eru ekki bara fróðlegir fyrir þá gesti sem koma með gripi, heldur gefst starfsfólki safnsins einnig einstakt tækifæri til að sjá þá mörgu áhuga- verðu og skemmtilegu gripi sem til eru á heimilum landsmanna,“ segir í tilkynningu. Af fenginni reynslu næst að greina um 50 gripi á 2 klukkustundum og því er fólki bent á að koma tímanlega Boðið að koma með silfurgripi í skoðun Alþjóða- málastofnun Há- skóla Íslands í samstarfi við bandaríska sendiráðið býður til opins fundar með dr. James A. Thurber, mánu- daginn 5. nóv- ember kl. 12 í Lögbergi 101. Í erindi sínu mun Thurber skoða þau málefni sem helst standa upp úr í lok kosninga- baráttunnar vestanhafs og spá í spilin degi fyrir forsetakosning- arnar. Hann þykir einn þekktasti fræðimaður Bandaríkjanna á sínu sviði. Fundurinn fer fram á ensku og fundarstjóri er Silja Bára Óm- arsdóttir aðjunkt. Spáir í spilin fyrir forsetakosningar James A. Thurber Hagyrðingamót verður haldið í sal Lífs fyrir list, Laugavegi 103, klukkan 20 í kvöld. Mun allur ágóði af mótinu verða nýttur til að koma aftur á skólamáltíðum í grunnskóla ABC barnahjálpar í Pakistan. Ragnar Ingi Aðalsteinsson mun stýra hagyrðingamótinu en auk hans munu Bjarki M. Karlsson, Helgi Zimsen, Sigrún Haraldsdóttir og Sigurjón V. Jónsson kveðast á og standa fyrir vísnasölu. Hagyrðingar styrkja ABC barnahjálp STUTT Biðlistar eftir skurðaðgerðum á Landspítalanum hafa verið að lengjast. Samkvæmt upplýsingum á vef spítalans um stöðu biðlista frá 26. október sl. höfðu þá alls 2.165 manns beðið lengur en í þrjá mánuði eftir aðgerð, sem er 30% aukning miðað við sama tíma í fyrra. Þar af voru á biðlista skurð- lækningasviðs nærri 1.900 manns, borið saman við 1.460 í lok októ- ber 2011. Flokkað eftir einstökum aðgerð- um höfðu 730 beðið eftir skurð- aðgerð á augasteini í meira en þrjá mánuði, 257 beðið eftir gerviliða- aðgerð á hné, 121 á mjöðm og 50 beðið eftir hjartaþræðingu lengur en þrjá mánuði. Síðan í júlí hefur biðlisti eftir þræðingu tvöfaldast. Ef þeir eru taldir með sem beðið hafa eftir aðgerð skemur en þrjá mánuði þá var heildarfjöldi á bið- lista í lok október um 3.500 manns. Þeir voru um 3.000 fyrir ári. Hafa lengst um þriðjung BIÐLISTAR EFTIR AÐGERÐUM Á LANDSPÍTALANUM „Okkur er að blæða út og ég held að það yrði mjög dýrt fyrir íslenskt sam- félag að tapa út þessari verkkunnáttu og geta ekki mannað [störfin] sjálfir,“ sagði Guðmundur Ragnarsson, for- maður VM, Félags vélstjóra- og málmtæknimanna, á kjararáðstefnu VM, sem hófst í gær. Þar var rætt um kosti og galla sam- ræmdrar launastefnu. Guðmundur sagði mikla eftirspurn eftir fagmennt- uðu fólki í vél- og málmtæknigreinum en unga fólkið sækti ekki í þessar greinar og nauðsynlegt væri að bæta kjörin. Kom fram að VM hefði gert fjölda kjarasamninga beint við fyrirtæki í ákveðnum greinum og náð þar mun betri árangri, jafnvel upp á tugi pró- senta í launahækkanir. „Í fyrir- tækjum sem eru með borð fyrir báru og gengur þokkalega eru menn til- búnir að leggja ýmislegt af mörkum og halda fólki og tryggja stöðugleika,“ sagði hann. „Ef við ætlum að tryggja það til framtíðar að við fáum ungt fólk til þess að koma og mennta sig í þessu og tryggja að við getum sjálf með inn- lendu vinnuafli viðhaldið þeim at- vinnutækjum sem eru í gangi í dag, þá verður eitthvað róttækt að gerast.“ Vilhjálmur Egilsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífs- ins, flutti erindi á ráðstefnunni og fjallaði m.a. um launaskrið. Kjara- samningshækkanir frá 2011 voru metnar á 8,9% en í raun hafa allir hóp- ar hækkað meira, að sögn hans, þó mjög mismikið, og launavísitalan í heild hækkaði um 12,5%. Í nýrri könnun meðal fyrirtækja innan vé- banda SA sögðust 34% þeirra hafa hækkað laun starfsmanna umfram samninga. omfr@mbl.is „Okkur er að blæða út“  34% hafa hækkað laun umfram samninga Guðmundur Ragnarsson Vilhjálmur Egilsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.