Morgunblaðið - 03.11.2012, Síða 23

Morgunblaðið - 03.11.2012, Síða 23
FRÉTTIR 23Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2012 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Það er margt sem hjálpaðist að. Markaðir fyrir fisk voru ágætir og veiðar og vinnsla gekk vel, bæði hér á landi og hjá dótturfélögum Samherja erlendis,“ segir Þorsteinn Már Bald- vinsson, forstjóri Samherja. Félag- ið skilaði 8,8 millj- arða króna hagn- aði á síðasta ári sem er mesti hagnaður í sögu félagsins. Rekstrartekjur Samherja og dótt- urfélaga voru um 80 milljarðar króna á árinu 2011 sem er 12 milljörðum meira en á árinu á undan. Fram kemur í frétta- tilkynningu að hagnaður fyrir af- skriftir og fjármagnskostnað nam 18,2 milljörðum og hagnaður fyrir tekjuskatt nam 11,1 milljarði kr. Þeg- ar tekið hefur verið tillit til tekju- skatts var hagnaður ársins 8,8 millj- arðar króna. Öflugt markaðsnet skilar sér Samherji er með rekstur í ellefu löndum. Allar afkomueiningar félags- ins skiluðu hagnaði á síðasta ári, eins og árin tvö þar á undan. Þorsteinn segist ánægður með af- komu Samherja og erlendra dóttur- félaga. Félögin hafi sótt fram á mörg- um sviðum og hafi starfsfólki tekist afar vel að leysa þau krefjandi verk- efni sem fylgdu auknum umsvifum. Kaup Samherja á Útgerðarfélagi Akureyringa voru helsta fjárfesting félagsins á síðasta ári. Keyptar voru fasteignir og rekstur á Akureyri og Laugum í Reykjadal auk tveggja ís- fiskskipa með 6 þúsund tonn í afla- heimildum. Í tilkynningu frá Sam- herja er lýst ánægju með það hversu vel íbúar við Eyjafjörð hafi tekið kaupunum. Önnur viðbót við reksturinn er fyr- irtæki með rekstur í Frakklandi og á Spáni sem keypt var í lok árs 2010. Þá var árið 2011 fyrsta heila rekstrarár fyrirtækis sem Samherji keypti í Kanada og gengið hefur vel. Rúm 60% af starfsemi Samherja eru erlendis. „Þetta endurspeglar fjölbreytnina í rekstri Samherja,“ segir Þorsteinn Már. Hann vekur at- hygli á því að lögð hafi verið mikil vinna í uppbyggingu öflugs markaðs- nets sem nái um allan heim. „Til dæmis tel ég að starfsmenn félaga Samherja hafi rutt brautina í sölu uppsjávarafurða til Afríku sem er nú mjög mikilvægur markaður fyrir ís- lenskar uppsjávarafurðir,“ segir Þor- steinn. Samherji flutti til landsins 5.200 tonn af hráefni frá dótturfélögum sín- um erlendis og tókst með því að tryggja samfellda atvinnu í vinnslum félagsins á Eyjafjarðarsvæðinu. Um 350 manns starfa í landvinnslunni og þurfti Atvinnuleysistryggingasjóður ekki að greiða neinum starfsmanni þar laun vegna hráefnisskorts. Samherji greiddi 1,7 milljarða króna í opinber gjöld fyrir árið 2011. Í tilkynningu Samherja er á það bent að önnur félög Samherja á Íslandi greiði tæpar 100 milljónir til viðbótar í tryggingagjald. Með álögðu veiði- gjaldi sem var 400 milljónir á árinu hafi opinber gjöld félagsins numið rúmum 2,2 milljörðum króna. Sam- herji hafi þannig verið það fyrirtæki sem hafi verið næsthæsti greiðandi opinberra gjalda það árið. Áætlað er að veiðigjald Samherja, sem Alþingi hefur ákveðið, þrefaldist í ár og verði 1,4 milljarðar kr. Óveðursský á mörkuðum Þorsteinn Már segist ekki áður hafa staðið frammi fyrir jafn krefj- andi verkefni í rekstri Samherja og nú. „Það vita allir að mikill ófriður er um þessa grein hér á landi á sama tíma og óveðursský hafa verið að hrannast upp á mörkuðum,“ segir Þorsteinn og vísar til þess að vegna efnahagsástandsins í Evrópu eigi við- skiptavinir ekki jafn greiðan aðgang að fjármögnun og áður auk þess sem neytendur hafi snúið sér í einhverjum mæli að ódýrari afurðum. Þá hafi mikil aukning þorskkvóta í Barents- hafi og gríðarlegur vöxtur fiskeldis sín áhrif. „Samkeppni við aðrar þjóðir á mörkuðum er gríðarlega hörð og ólíku saman að jafna í starfsumhverfi okkar og keppinauta okkar erlendis,“ segir Þorsteinn Már. Besta afkoma Samherja  Samherji hagnaðist um 8,8 milljarða á síðasta ári  Óveðursský á mörkuðum  Þorsteinn Már Baldvinsson segir að gríðarlega hörð samkeppni sé á mörkuðum Loðnuveiðar Aflaskip Samherja, Vilhelm Þorsteinsson EA, skilaði miklum tekjum í rekstur Samherja á síðasta ári. Hér er hann fremstur í flokki á loðnuveiðum. Meirihluti tekna Samherja er þó af rekstri erlendis. Efnahagur » Eignir Samherja námu 108,6 milljörðum króna í lok síðasta árs og heildarskuldir og skuld- bindingar 71,2 milljörðum. » Í níu af þeim tíu löndum sem erlend dótturfélög starfa er reksturinn fjármagnaður hjá erlendum fjármálastofnunum. » Samherji skuldaði 46,5 milljarða hjá íslenskum lána- stofnunum. Félagið hefur eng- in lán fengið felld niður eða endurreiknuð. Félög samstæð- unnar eru með öll lán í skilum. Þorsteinn Már Baldvinsson IKEA og gestir hafa styrkt slysa- varnir barna með veglegri upphæð. Bakaranemar úr Hótel- og mat- vælaskólanum, þær Telma Rós Björgvinsdóttir og Hrafnhildur Anna Kroknes Sigurðardóttir, þóttu baka besta kanilsnúðinn í kanilsnúðakeppni IKEA sem haldin var í versluninni helgina 12.-13. október. Gestir IKEA þessa daga gáfu frjáls framlög í bauk fjögurra bakaraliða sem kepptu, og það lið sem safnaði mestu sigraði. IKEA tvöfaldaði svo söfnunarféð og rann heildarupphæðin óskipt til Árvekni – verkefnis um slysavarnir barna, eða 835 þúsund krónur. Árvekni sinnir afar mikilvægu starfi þar sem flest börn slasast á heimilum sínum. Slysum á börnum hefur fækkað mikið undanfarin ár og það er ekki síst námskeiðum og fræðslu á vegum Árvekni að þakka. Afhending Thelma Rós, Hrafnhildur Anna Kroknes og Herdís Storgaard hjá Árvekni. Afhentu Árvekni veglega upphæð Ólöf Nordal, myndlistar- maður, mun á sunnudag spjalla við gesti á sýn- ingunni Musée Islandique í Listasafni Ís- lands við Tjörn- ina. Fram kemur í tilkynningu að verk Ólafar hafi vakið mikla at- hygli og sé hér komið síðasta tæki- færi til að sjá sýninguna því sunnu- dagurinn sé jafnframt síðasti sýningardagur. Á sama tíma lýkur einnig sýning- unum Ölvuð af Íslandi og Dáleidd af Íslandi. Ólöf spjallar við gesti á Listasafninu Ólöf Nordal Læknaráð Sjúkrahússins á Akur- eyri hefur sent frá sér ályktun þar sem tekið er undir þær áhyggjur sem fram hafi komið hjá forstjóra og framkvæmdastjórum sjúkra- hússins varðandi mönnun og tækja- kost. „Það er hægt að draga úr endur- nýjun og kaupum nýrra tækja í örfá ár en nútímasjúkrahúsþjónusta verður ekki veitt án nútímatækja- búnaðar,“ segir meðal annars í ályktuninni. Læknar lýsa áhyggj- um af tækjakosti STUTT Bryndís Lofts- dóttir gefur kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokks- ins í Suðvest- urkjördæmi. Hún sækist þar eftir 4.-6. sæti. Bryndís er fædd árið 1970, lauk leikaraprófi frá ALRA í London árið 1994 og hefur starfað við bóksölu í tæp 20 ár. Hún var verslunarstjóri Eymundsson, Austurstræti, um ára- bil en gegnir nú starfi vörustjóra ís- lenskra bóka og tónlistar. Bryndís situr nú í allsherjar- og mennta- málefnanefnd Sjálfstæðisflokksins sem undirbýr drög fyrir landsfund. Í tilkynningu segir að meðal stefnumála Bryndísar séu styrking atvinnulífs og nýting auðlinda, skýr stefna og einföldun á skattkerfinu, lagfæring á brotalömum í heilbrigð- iskerfinu, úrbætur á lagaheimildum lögreglunnar, vinna gegn brottfalli nemenda á framhaldsskólastigi og stytta nám fyrir háskólastig. Bryn- dís segist ekki hlynnt inngöngu Ís- lands í Evrópusambandið á meðan ekki sé ljóst hvert stefni þar. Framboð í 4.-6. sæti Teitur Atlason gefur kost á sér í fjórða til fimmta sætið á framboðs- lista Samfylking- arinnar í Reykja- vík í forvali flokksins. Teitur heldur úti bloggsíðu á DV.is þar sem hann fjallar um þjóð- félagsmál með gagnrýnum hætti. Hann hefur m.a. unnið við smíðar, komið við í blaðamennsku og starf- að í söludeild EJS. Hann er giftur og þriggja barna faðir. „Teitur telur að endurreisn landsins verði að haldast í hendur við þéttingu öryggisnetsins, rétt- láta skiptingu sameiginlegra auð- linda og jöfn tækifæri fyrir alla Ís- lendinga. Þetta er hefðbundin jafnaðarmannastefna og hefur ver- ið ástunduð með góðum árangri á Norðurlöndum og í Evrópu um ára- tuga skeið. Fyrirmyndirnar eru þar – ekki í frjálshyggjutilraunum Bretlands og Bandaríkjanna sem hálf heimsbyggðin er nú að súpa seyðið af,“ segir m.a. í tilkynningu um framboðið. Framboð í 4.-5. sæti

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.