Morgunblaðið - 03.11.2012, Page 24

Morgunblaðið - 03.11.2012, Page 24
24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2012 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Silfurgráar stálsperrur rísa nú ein af annarri upp úr svörtu hrauninu yst á Reykjanesi. Þær eru hluti af burðarvirki fyrsta áfanga fiskeldis- stöðvar Stolt Sea Farm Hafnir þar sem senegalflúrum, heitfengum flatfiskum ættuðum frá Senegal í Afríku, mun vaxa fiskur um hrygg í upphituðum sjó frá Reykjanes- virkjun. Fiskeldisstöð Stolt Sea Farm Hafnir er talin vera stærsta einka- framkvæmdin á Íslandi frá hruni bankanna haustið 2008, að því er dr. Eyþór Eyjólfsson, fram- kvæmdastjóri Stolt Sea Farm á Ís- landi, hefur heyrt. Hann má ekki greina frá byggingarkostnaði fisk- eldisstöðvarinnar á þessu stigi því fyrirtækið sem á hana er á hluta- bréfamarkaði og slíkar upplýsingar þarf að birta með formlegri hætti en í blaðaviðtali. Stöðin er kennd við sveitarfélagið Hafnir, þar sem hún er staðsett, til aðgreiningar. Eyþór vonar að hún verði ekki eina fiskeldisstöðin sem Stolt Sea Farm byggir á Íslandi. Vildi fá meira vatn En hvernig kom það til að Stolt Sea Farm ákvað að hefja eldi á senegalflúru hér á landi? „Ég var yfirmaður Stolt Sea Farm í Asíu og Ástralíu með aðset- ur í Japan á árum áður. Eftir að ég hætti hjá þeim hélt ég alltaf sam- bandi við eigendurna,“ sagði Ey- þór. „Fyrir nokkrum árum lét ég bora eftir heitu vatni á jörð sem ég á á Ólafsfirði og fékk upp heitt vatn. Ég lagði til við Stolt Sea Farm að þeir kæmu þangað með styrjueldi. Stolt-Nielsen sagði að þeir þyrftu meira vatn, 4.000 lítra á sekúndu en ekki fjörutíu lítra á sekúndu!“ Eyþór leitaði hófanna hjá HS Orku sumarið 2010 um heitt vatn í miklu magni og segir að sér hafi verið mjög vel tekið. „Þeir hjá HS Orku eru sér mjög meðvitaðir um hvernig hámarka megi nýtingu á jarðhitanum,“ sagði Eyþór. Hvað fiskeldi varðaði var það talinn vera fýsilegur kostur að nýta kælivatn, eða kælisjó, frá hverflum Reykjanesvirkjunar. Heitur sjórinn hefur hingað til runnið ónýttur til sjávar um mikinn bunustokk. Samningar náðust við HS Orku um nýtingu á heita afrennsl- issjónum og Stolt Sea Farm fékk tíu hektara lóð í næsta nágrenni við virkjunina. Eyþór skrifaði grein- argerð fyrir Skipulagsstofnun um eldi á senegalflúru við Reykjanes- virkjun. Skipulagsstofnun ákvað að umhverfisáhrif væru svo lítil að ekki væri þörf á mati á umhverfis- áhrifum vegna fiskeldisins. Síðan var farið í að afla nauðsynlegra op- inberra leyfa og fengust þau öll. „Það er mikið af neikvæðum fréttum á Íslandi en þetta ferli hef- ur allt verið mjög jákvætt og fólk hefur unnið þetta vel,“ sagði Eyþór. Lirfurnar fluttar inn frá Spáni Áður en ráðist var í byggingu fiskeldisstöðvarinnar á Reykjanesi samdi Stolt Sea Farm við Hafrann- sóknastofnunina um að prófa sjóinn á Reykjanesi með tilliti til fiskeldis. Vikulega var sóttur þangað eins sjór og stöðin mun nota og voru ræktuð í honum smágerð hjóldýr og artemia smárækjur. Dýrin þrif- ust mjög vel í vatninu. Lirfur senegalflúranna verða fluttar hingað úr klakstöð Stolt Sea Farm á Spáni. Búið er að flytja inn fimm tilraunasendingar með fisk- lirfum sem vega einungis 0,2 grömm hver. Lirfurnar voru fluttar með flugi í sérútbúnum gámum með súrefnisbúnaði. Þær voru sett- ar í einangrunarstöð í Sandgerði og aldar þar í nokkrar vikur. Flutning- arnir og eldið tókust með ágætum, að sögn Eyþórs. Fullbyggð mun fiskeldisstöðin nota 2.000 sekúndulítra af 35°C heitum sjó frá Reykjanesvirkjun. Honum verður blandað við 2.000 sekúndulítra af 8-9°C heitum sjó sem tekinn er úr fimm borholum við stöðina. Þannig fæst 20°C heit- ur sjór sem er kjörhiti senegalfl- úrunnar. Framkvæmdir á áætlun Framkvæmdir hófust í lok apríl s.l. á lóð Stolt Sea Farm Hafnir. Í þessum áfanga verður lokið við jarðvinnu á allri tíu hektara stórri lóðinni áður en fiskeldið hefst. Allt efni sem er grafið upp er notað aft- ur til uppfyllingar, sumt mulið og harpað í þeim tilgangi. Nú er verið að leggja framtíðarveg að fiskeld- isstöðinni. Verktaki við byggingu fyrsta áfanga er Jáverk og meðal undirverktaka eru Suðurverk, sem annast jarðvinnu, og Stálgæði sem reisir stálgrindurnar. Þessa dagana er verið að smíða inntaks- og blöndunarmannvirki og þau eru engin smásmíði. Risavaxn- ar pípur úr glertrefjum, 1,6 metrar í þvermál, hafa verið lagðar í jörð fyrir að- og frárennsli. Á liðnu sumri var byggður þriggja hólfa tankur sem tekur við heitum sjó frá virkjuninni. Þaðan rennur heiti sjórinn inn í stöð þar sem honum verður blandað við kaldari sjó úr borholum. Sjórinn er súrefn- isbættur áður en 20°C heit sjó- blandan rennur í eldiskerin. Það sem stöðin ekki notar af sjónum fer um yfirfall í bunustokk virkjunar- innar og út í hafið líkt og frárennsl- ið frá stöðinni. Reykjanesvirkjun stendur hærra en fiskeldisstöðin og því er vatnið sjálfrennandi að stöðinni og þarfn- ast ekki dælingar. Sjálfrennandi heitt vatnið og gæði þess auka á hagkvæmni stöðvarinnar, að sögn Eyþórs. 500 tonn í fyrsta áfanga Fyrsti áfangi eldisstöðvarinnar á að framleiða um 500 tonn af senegalflúru á ári í rúmlega 17.000 fermetra húsnæði. Byrjað er að reisa stálgrindarhús sem munu m.a. hýsa skrifstofu, fóðurgeymslu, rannsóknarstofu, móttöku fyrir lirf- ur og seiðaeldi. Einnig verða reist- ar tjaldskemmur úr stálgrindum sem verða klæddar með mjög sterkum dúk. Í þeim verður m.a. áframeldið. Senegalflúra er flat- fiskur og breiðir úr sér, en eld- iskerin þurfa ekki að vera djúp. Vatnið í kerjunum verður aðeins 50-75 sentimetra djúpt. Stefnt er að því að ljúka bygg- ingu 1. áfanga stöðvarinnar í maí á Stolt byggir fiskeldisstöð  Fyrstu byggingar Stolt Sea Farm Hafnir eru að rísa á Reykjanesi  Þar á að ala senegalflúru, verðmætan flat- fisk, í volgu vatni frá Reykjanesvirkjun  Fullbyggð skapar eldisstöðin 75 ný störf og ámóta mörg afleidd störf Framkvæmdastjórinn Dr. Eyþór Eyjólfsson stendur hér við inntaksstöðina, austast á lóðinni. Í baksýn sést burðarvirki fyrsta stálgrindarhússins. Byggt verður á öllu svæðinu þar á milli. Burðarvirkið Stálgæði reisir burðarvirki stálgrindarhúsanna. Páll Ragnar Þórisson véliðn- fræðingur var að vinna við silfurgráa og galvaníseraða stálbitana í nöprum norðangarranum. Morgunblaðið/RAX Stórframkvæmd Lokið verður við jarðvinnu á allri tíu hektara stórri lóðinni í fyrsta áfanganum. Senegalflúra (solea senegalensis) er flatfiskur, koli, og þykir lík sólkola. Fiskurinn er mjög holdmikill og fiskholdið þétt og skjannahvítt. Senegalflúran er heitsjávarfiskur og vex hratt við góðar aðstæður. Fiskurinn nær 350 gramma markaðsstærð á innan við einu ári við kjör- aðstæður. Hún er eftirsóttur matfiskur og þykir mjög bragðgóð. Senegal- flúran selst háu verði á fiskmörkuðum. Senegalflúran er gómsæt AFRÍSKUR FLATFISKUR NEMUR LAND Á REYKJANESI Ljósmynd/Stolt Sea Farm Senegalflúra Fiskurinn nær sláturstærð á tæpu ári við kjöraðstæður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.