Morgunblaðið - 03.11.2012, Page 25

Morgunblaðið - 03.11.2012, Page 25
næsta ári. Þá koma fyrstu lirfurnar í kerin. Gangi allt að óskum verður hægt að slátra fyrstu fullvöxnu senegalflúrunum hér á landi vorið 2014. Framkvæmdirnar eru allar fjármagnaðar af eigin fé fyrirtæk- isins og hvorki tekin lán né heldur nýtur Stolt Sea Farm skattaíviln- ana hér á landi. „Ef allt gengur vel þá höldum við áfram og klárum næsta áfanga þar sem framleidd verða 1.500 tonn á ári,“ sagði Eyþór. Yfir seinni áfang- ann verða reistar samtals um 54.000 fermetra stórar byggingar. Húsnæði fullbyggðrar stöðvarinnar verður því rúmlega 70.000 fermetr- ar, eða eins og rúmlega tíu fótbolta- vellir, og framleiðslan um 2.000 tonn af senegalflúru á ári. Þótt stöðin muni breiða mjög úr sér þá verður hún ekki áberandi vegna þess hvað hún stendur lágt undir hraunkantinum. Hún mun t.d. hvorki sjást frá Reykjanesvirkjun né Gunnuhver. Húsin verða svargrá á lit og munu því falla vel inn í hraunið þegar horft verður á stöðina frá sjó. Skapar fjölda nýrra starfa Starfsmenn við fyrsta áfanga stöðvarinnar verða 35 talsins. Þeg- ar fiskeldisstörf Stolt Sea Farm verður fullbyggð mun hún skapa 75 bein störf og allt að því jafn mörg óbein störf m.a. við slátrun, pökkun og flutning afurðanna. Þegar er bú- ið að ráða tvo starfsmenn, auk Ey- þórs, annan þeirra fiskeldisfræðing og er þjálfun hans hafin. „Þetta eldi er nákvæmnisvinna, rétt eins og búskapur. Það þarf að fylgjast með fiskinum og sjá hvort hann er að éta eða ekki og með- höndla hann rétt,“ sagði Eyþór. Hann sagði að það hefði tekið Stolt Sea Farm fjórtán ár að þróa senegalflúru sem eldisfisk. Það þurfti að fá hana til að klekjast í búrum, þróa þurrfóður og fá fiskinn til að éta það. Fóðrið verður flutt inn til að byrja með en síðar meir vonast Eyþór til að hægt verði að framleiða fóðrið hér á landi. Til að byrja með verður fullvax- inn fiskurinn fluttur kældur í kör- um frá stöðinni og honum pakkað heilum í Reykjanesbæ eða Grinda- vík. Fiskurinn verður svo fluttur út ferskur og kældur með flugi til Evrópu og Norður-Ameríku. Stolt Sea Farm framleiðir nú um 350 tonn af senegalflúru á ári á Spáni og gengur mjög vel að selja afurð- irnar, að sögn Eyþórs. Stórt í sniðum Dr. Eyþór Eyjólfsson brá sér inn í stórt rör sem mun flytja frárennslið frá fisk- eldisstöðinni út í bunustokk Reykjanesvirkjunar. Stöðvarhús virkjunarinnar sjást í baksýn. Blöndunarstöð Verið er að steypa stöð þar sem 35°C heitum sjó frá Reykjanesvirkjun verður blandað við 8-9°C sjó úr borholum og hann síðan súrefnisbættur áður en hann fer í eldiskerin. FRÉTTIR 25Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2012 Stolt Sea Farm er dótturfélag norska stórfyrirtækisins Stolt- Nielsen Limited, sem er ein stærsta tankskipaútgerð í heim- inum. Einnig annast félagið gas- flutninga og á olíubirgðastöðvar víða um heim auk fiskeldisins. Starfsmenn eru um 5.000. Stolt-Nielsen fjölskyldan á meirihluta í fyrirtækinu sem er skráð í kauphöllinni í Ósló. Jacob Stolt-Nielsen, fyrrver- andi forstjóri Stolt-Nielsen Limi- ted, hóf laxeldi árið 1972 og stofnaði Stolt Sea Farm. Það varð þriðja stærsta laxeldisfyr- irtæki í heiminum með starfs- stöðvar m.a. í Noregi, Kanada og Síle. Laxeldið var selt árið 2006 en Stolt Sea Farm hélt áfram eldi á sandhverfu, styrju, sene- galflúru og túnfiski. Eldisstöðv- arnar eru í Noregi, Frakklandi og Portúgal, á Spáni, í Banda- ríkjunum, Ástralíu og brátt á Ís- landi. Stolt Sea Farm MÓÐURFÉLAGIÐ STOLT-NIELSEN LIMITED ER RISASTÓRT

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.