Morgunblaðið - 03.11.2012, Síða 26

Morgunblaðið - 03.11.2012, Síða 26
26 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2012 Walker sem framkvæmdastjóra. Hann er kannski að gera mér ein- hvern greiða. Ég held að það sé þessi persónulegi kunningsskapur við Jón Ásgeir og okkur, sem gerir þetta að verkum. Þegar ég missti Haga vildi hann endilega gera eitt- hvað fyrir okkur og styðja við bakið á mér. Úr því ég var í stuði til að byrja aftur, þá vildi hann gjarnan vera með. Ég held að það sé mjög mikill styrkur fyrir mig, að hafa Iceland sem bakhjarl. Ég get því boðið upp á öðruvísi vörur og keypt þær ódýrt.“ – Hvað þýða þessi kaup á 35% hlut í Iceland? „Þetta styrkir mig í áframhald- andi rekstri og uppbyggingu. Þetta er mjög af hinu góða.“ – Fyrst þú nefnir áframhaldandi uppbyggingu, treystirðu þér til að opna fleiri verslanir? „Já, ég mun opna eina 1. desem- ber og svo er ég opinn fyrir tæki- færum.“ – Fyrst þú segir uppbygging, ætl- arðu að auglýsa meira, eða hvað þýðir þetta? „Nei, nei. Ég reyni að reka Ice- land-verslanirnar vel. Náttúrulega ertu betur í stakk búinn til inn- kaupa þegar þú hefur nægilegt fjár- magn.“ Jóhannes segir að 60-70% af mat- vöru sem Iceland selji sé innlend framleiðsla og nefnir sem dæmi landbúnaðarvörur, gosdrykki, kex og bakkelsi. „Við eigum því í mikl- um viðskiptum við innlenda aðila,“ segir hann Iceland í Bretlandi og Hagar Jóhannes þekkir vel til Iceland en Baugur, félag í eigu fjölskyldu hans, keypti í félagi við aðra matvörukeðj- una í uppsveiflunni. Samstarfsaðilar Walker keyptu 77% hlut í fyrirtæk- inu af slitastjórn Landsbankans en fyrir kaupin átti hann 23% hlut. Fjölskylda Jóhannesar átti einnig Haga, móðurfélag Bónuss og fleiri verslanir, en Arion banki tók yfir fé- lagið eftir bankahrun. Fram kom í Viðskiptablaðinu í maí að sam- kvæmt tólf mánaða starfslokasamn- ingi sem Jóhannes gerði við Haga þegar hann fór úr stjórn fyrirtæk- isins í ágúst 2010 hefði hann ekki mátt fara í samkeppni við Haga í 18 mánuði. Sá tími væri nú liðinn. Hann fékk 90 milljóna króna ein- greiðslu við starfslokin. Walker í hluthafahóp Iceland-búða Jóhannesar  Jóhannes Jónsson segir að skriffinnska í Bretlandi hafi dregið ferlið á langinn Morgunblaðið/Árni Sæberg. Matvara Fólk streymdi í verslun Jóhannesar við Engihjalla og leit úrvalið augum þegar hún var opnuð. Næsta verslun verður opnuð eftir mánuð. Löng bið » Jóhannes Jónsson hefur alltaf sagt að Malcolm Walker mundi eiga Iceland með hon- um. » Walker er ekki enn hluthafi í fyrirtækinu en Jóhannes segir að Walker muni eignast hlut í næstu viku. » Skriffinnska í Bretlandi hef- ur að sögn Jóhannesar tekið mikinn tíma. Jóhannes Jónsson Malcolm Walker BAKSVIÐS Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Bretinn Malcolm Walker, stofnandi Iceland-matvörukeðjunnar, mun ganga í hluthafahóp íslensku Ice- land-verslunarinnar, sem Jóhannes Jónsson kaupmaður stofnaði í ár, í næstu viku. Walker mun líklega eignast 35% í íslenska fyrirtækinu og Jóhannes mun eiga 65%. Þetta segir Jóhannes í samtali við Morg- unblaðið. „Þetta er alveg að bresta á; verður í næstu viku.“ Upplýst var að Jóhannes myndi opna Iceland-matvöruverslun hér á landi í vor. Hann hefur frá þeim tíma sagt að Walker mundi eiga hlut í íslenska fyrirtækinu. Þó er hann ekki hluthafi í dag. Jóhannes segir að vegna skriffinnsku í Bret- landi hafi þetta mál dregist mjög á langinn. „Það eru lögfræðingar sem stýra þessu,“ segir hann. Fyrsta verslunin var opnuð í lok júlí í Engi- hjalla í Kópavogi. Opna á aðra verslun 1. desember út við Fiskislóð í húsnæði sem áður hýsti verslun Europris. Fær sæti í stjórn Fulltrúi frá Walker mun að sögn taka sæti í stjórn Iceland á Íslandi ásamt Jóhannesi. Jóhannes segir Walker að líkindum ekki munu setj- ast sjálfur í stjórn fyrirtækisins. „En einhver frá honum.“ Þetta verði tveggja manna stjórn. – Það er ekkert sjálfgefið að Wal- ker fjárfesti hér á landi. Krónan getur hoppað og skoppað jafnvel þótt verslunin gangi vel. „Já. Þetta er bara fyrir tilstuðlan fyrri kunningsskapar. Við [Baugur] áttum Iceland á tímabili og réðum ● Arion banki hefur hafið end- urútreikning tiltekinna ólögmætra gengistryggðra lána sem eiga sér sam- bærilega greiðslusögu og lán sem ný- legur hæstaréttardómur í máli Borg- arbyggðar fjallaði um, samkvæmt því sem fram kemur í fréttatilkynningu frá Arion banka. „Um er að ræða lán til einstaklinga og minni fyrirtækja þar sem fulln- aðarkvittun um greiðslu á vöxtum og höfuðstólsafborgun liggur fyrir sam- kvæmt skilmálum lánsins, óháð láns- tíma,“ segir orðrétt í tilkynningunni. Arion banki áætlar að innan þriggja mánaða verði endurútreikningi fram- angreindra lána að mestu lokið og nið- urstaðan verði aðgengileg í netbanka viðskiptavina. Endurreikna lánin ● Standard & Poor’s hefur lækkað lánshæfiseinkunn fyrirtækisins Panaso- nic í annað sinn á einu ári. S&P lækkaði lánshæfið um tvo punkta niður í BBB. Í yfirlýsingu frá matsfyrirtækinu kemur fram að þetta sé annað árið í röð sem félagið muni tapa miklum fjármunum. Það veiki láns- hæfi þess. Í gærmorgun lækkaði mats- fyrirtækið Fitch lánshæfi Sharp niður í ruslflokk en Sharp hafði líkt og Panaso- nic varað við miklu tapi. S&P lækkar Panasonic Stuttar fréttir…                                          !"# $% " &'( )* '$* +,-.,/ ,01.,2 +,-./3 ,+.234 ,,.+,- +3.33- +1/.-2 +.42+, +51.4- +-,.4/ +,-.4/ ,01.2- +,-.34 ,+.3/5 ,,.+5+ +3.5/+ +14.04 +.4243 +5/.+/ +-,.55 ,,4.,-35 +,-.3/ ,0/.,4 +,2.,, ,+.5+1 ,,.,4- +3.55- +14./1 +.430/ +5/.2, +-1.// Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á Steinþór Pálsson,bankastjóri Lands- bankans, hefur gefið til kynna að hann vonist til að hægt verði að lengja skuldabréfið um 10-20 ár. Í markaðs- punktum Arion banka er þessi mögu- leiki ræddur og þar sagt, að nái slík áform fram að ganga, gætu þau valdið straumhvörfum. Orðrétt segir í markaðspunktum bankans í fyrradag: „Ljóst má vera að Landsbankinn hefur safnað umtals- verðum gjaldeyri á síðustu misserum, eins og batnandi gjaldeyrisstaða bankans gefur til kynna. Ef umrædd framlenging nær fram að ganga er ljóst að gjaldeyrisþörf bankans mun snarminnka á næstu árum sem mun að öðru óbreyttu draga úr þrýstingi á gengi krónunnar. Í raun má ganga svo langt að segja að þetta gæti valdið straumhvörfum.“ Þar segir ennfremur að áhrifin komi líklega fljótt fram, þrátt fyrir að enn sé nokkuð í næstu höfuðstóls- greiðslu (árið 2015), þar sem Lands- bankinn þurfi ekki lengur að einbeita sér í jafn ríkum mæli að gjaldeyris- söfnun og áður. Hversu sterk áhrifin verði sé erfitt að segja til um í dag, þar sem ekki sé vitað með vissu hversu umsvifamikill bankinn hefur verið á gjaldeyrismarkaði. Morgunblaðið/Kristinn Landsbankinn Lenging á skuldabréfi bankans um 20 ár gæti breytt miklu. Lenging skuldabréfs gæti breytt miklu  Gjaldeyrisþörfin myndi minnka

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.