Morgunblaðið - 03.11.2012, Blaðsíða 27
FRÉTTIR 27Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2012
Hagstofan hefur lækkað tölur sín-
ar um hagvöxt á næsta ári um 0,2
prósentustig. Þetta mun hafa áhrif
á tekjuspá sem lögð er til grund-
vallar við gerð fjárlagafrumvarps-
ins og gera stjórnvöldum erfiðara
fyrir með að ná markmiðum sínum
í ríkisfjármálum.
Þegar fjárlagafrumvarpið var
lagt fram í haust var miðað við spá
Hagstofunnar um hagvöxt sem birt
var í byrjun júlí. Sú spá gerði ráð
fyrir 2,8% hagvexti í ár og 2,7% á
næsta ári. Oddný Harðardóttir
fjármálaráðherra sagði þegar hún
kynnti frumvarpið að hún gerði
sér vonir um að við endurskoðun
hagspár í haust myndu tölurnar
hækka sem myndi þýða meiri
tekjur fyrir ríkissjóð.
Nú liggur fyrir ný hagspá frá
Hagstofunni og spáin er minnk-
andi hagvöxtur, ekki aukinn. Út
frá þessari spá vinnur fjár-
málaráðuneytið nýja áætlun um
tekjur ríkissjóðs á næsta ári, en sú
áætlun er lögð fram í fjár-
laganefnd sem nú er með frum-
varpið til umfjöllunar.
Nokkrar ástæður eru fyrir þess-
ari lækkun. Í nýju spánni er reikn-
að með að einkaneysla verði held-
ur minni er í fyrri spá.
Mest munar þó um að fjárfesting
verður 1 prósentustigi minni en í
fyrri spá. Í sumarspánni var reikn-
að með að atvinnuvegafjárfesting
yrði 1,5%, en nú reiknar Hagstofan
með að hún verði ekki nema 0,4%.
Þá er reiknað með að útflutningur
á vöru og þjónustu verði heldur
minni en spáð var í sumar.
Morgunblaðið/Ómar
Fjárfesting Samkvæmt nýrri þjóðhagsspá dregst fjárfesting saman um 1,1%.
Hagvöxtur verður
2,7% á árinu 2012
Spáð er 2,5% hagvexti á árinu 2013
Nú geta allir fengið iPad-áskrift
Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/
Heildsöludreifing: ACT ehf, Dalvegi 16b, 201 Kópavogi, sími 577 2150
60 ára reynsla á Íslandi
George Foreman vinsælu
heilsugrillin komin í verslanir
Útsölustaðir:
Verslanir Húsasmiðjunnar, Verslanir ELKO ,
Byggt og Búið, Verslanir Ormsson, BYKOAkureyri,
Þristur, Hljómsýn, Geisli, Skipavík, Kaupfélag
Skagfirðinga og Johann Rönning,
veitingastaðurinn caruso kynnir
kósýkvöld með eyfa
4. árið í röð bjóðum við nú upp á hin geysivinsælu
„Kósýkvöld með Eyfa“, þar sem hinn ástsæli tón-
listarmaður Eyjólfur Kristjánsson leikur og syngur
íslenskar og erlendar dægurperlur, meðan matar-
gestir njóta þriggja rétta ljúffengrar máltíðar á hinni
rómantísku og notalegu 3. hæð okkar.
Fimmtudagskvöldin 8., 15., 22. og 29. nóvember
Fimmtudagskvöldin 6., 13. og 20. desember
MATSEÐILL
Forréttir
Humarsúpa að hætti Caruso
Tómatsalat, mozzarella og rucola í jurtaolíu
Ofnbakaðir sniglar með hvítlaukssmjöri
Aðalréttir
Lambakóróna með rauðvínssósu
Nautalund bernaise - Surf´n Turf - með humri og steiktu grænmeti
Ofnbakaður lax með stökkum kryddhjúp og lime-hunangssósu
Ofnbakaður saltfiskur með tómatmauki, ólífuolíu og verdesósu
Eftirréttir
Caruso fljótandi súkkulaðikaka með ís
Blandaður ítalskur krapís með ávöxtum
Kaffi og konfekt
Verð fyrir þriggja rétta máltíð og tónleika – kr. 6.890
Borðapantanir í síma – 562-7335 – www.caruso.is