Morgunblaðið - 03.11.2012, Síða 28

Morgunblaðið - 03.11.2012, Síða 28
FRÉTTASKÝRING Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is „Fjórir dagar í viðbót!“ hrópuðu stuðningsmenn Mitts Romneys, for- setaefnis repúblikana, þegar hann ávarpaði kosningafund í Wisconsin í gær, áður en hann hélt til Ohio, þar sem keppinautur hans, Barack Obama, reyndi einnig að afla sér stuðnings á lokasprettinum fyrir kosningarnar á þriðjudag. Skoðanakannanir sýna að litlu munar á fylgi frambjóðendanna en Obama virðist þó hafa örlítið forskot á Romney í flestum þeirra ríkja þar sem stuðningur við hvorugan er af- gerandi. Þessi ríki eru, samkvæmt CNN, Ohio, Colorado, Iowa, New Hampshire, Nevada, Virginia, Wis- consin og Flórída, sem Romney verð- ur að vinna ætli hann að eiga mögu- leika á forsetaembættinu. Nýjar atvinnuleysistölur sem komu út í gær sýndu að atvinnuleysi jókst um 0,1 prósentustig milli mán- aða og stendur nú í 7,9%. Á sama tíma fjölgaði störfum um 171 þúsund en sérfræðingar höfðu spáð því að störf- um myndi fjölga um 125 þúsund. Niðurstöðurnar eru sagðar mikill léttir fyrir Obama en slæmar tölur hefðu mögulega getað kostað hann kosningarnar. En þrátt fyrir að nýj- um störfum hafi fjölgað í 25 mánuði, um 580.000 alls frá því að Obama tók við embætti, þótti Romney ekki mikið til koma. „Í fjögur ár hefur stefnumótun Obama forseta sligað millistéttina,“ sagði Romney. „Þegar ég verð forseti mun ég gera raunverulegar breyting- ar sem munu leiða til raunverulegs bata, þannig að næstu fjögur ár verði betri en þau síðustu,“ sagði hann. Slagsmál brutust út í löngum bið- röðum við þær fáu bensínstöðvar sem enn voru opnar í New York-ríki og New Jersey í gær. Þá var eldsneyti orðið af skornum skammti og yfirvöld í sumum bæjum og borgum höfðu neyðst til að grípa til skömmtunar, jafnvel til lögreglunnar. Vandamálið var þó ekki alls staðar skortur á eldsneyti, heldur neyddust sumar stöðvarnar til að hafa lokað þar sem ekkert rafmagn var á dælunum en 4,5 milljónir heimila og fyrirtækja í 15 ríkjum voru enn án rafmagns. Alls hefur verið tilkynnt um 98 dauðsföll í Bandaríkjunum eftir að fellibylurinn Sandy gekk á land að- faranótt þriðjudags en þá hafði fár- viðrið þegar valdið 69 dauðsföllum í Karíbahafinu. Hart barist á loka- spretti baráttunnar  Eldsneytisskortur og rafmagnsleysi á austurströndinni AFP Forsetinn Borgarstjóri New York-borgar, Michael Bloomberg, lýsti yfir stuðningi við Obama í gær. AFP Áskorandinn Kannanir benda til þess að kosningarnar á þriðjudag verði af- ar tvísýnar en Romney þarf að sigra í Flórída til að eiga möguleika. Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2012 Mannréttindafulltúi Sameinuðu þjóðanna, Navi Pillay, kallaði eftir því í gær að Kína tæki til athug- unar þau mörgu ágreiningsefni sem leitt hefðu til fjölda örvænting- arfullra mótmæla í Tíbet á síðustu misserum. Um 60 Tíbetar, margir þeirra munkar og nunnur, hafa kveikt í sér í Kína síðan í febrúar 2009 í mótmælaskyni við yfirráð Kína í Tíbet, þar af sjö í síðustu viku. „Ég skil mikla gremju og ör- væntingu Tíbeta, sem hefur orðið til þess að þeir grípa til róttækra aðgerða sem þessara,“ sagði Pillay og biðlaði til kínverskra stjórnvalda um að leyfa Tíbetum að tjá tilfinn- ingar sínar án þess að eiga það á hættu að þeim hefndist fyrir. Hún sagðist vera uggandi vegna ásak- ana um að Tíbetar væru beittir of- beldi fyrir að neyta réttar síns, grundvallarmannréttinda á borð við tjáningarfrelsið, og harmaði fregnir af handtökum og mannshvörfum og ofbeldi gegn friðsömum mótmæl- endum. „Ég skora á stjórnvöld að virða rétt fólks til að koma saman og tjá sig í friðsamlegum tilgangi og að láta þá lausa sem hafa verið hand- teknir fyrir að neyta þessara al- gildu réttinda,“ sagði hún. Þá hvatti hún Tíbeta til að finna aðrar leiðir til að mótmæla en að fórna lífi sínu. Skorar á Kína að virða rétt Tíbeta til mótmæla AFP Vaka Tíbetar á Indlandi biðja fyrir ungum manni sem kveikti í sér.  Tíbetar geti tjáð sig óhræddir Mótmæli » Margir Tíbetar hafa ásakað stjórnvöld í Kína um trúar- ofsóknir og segja þau vega að tíbeskri menningu. » Pillay tók dæmi um 17 ára stúlku sem var beitt ofbeldi og dæmd í 3 ára fangelsi fyrir að dreifa bréfum þar sem kallað var eftir frjálsu Tíbet.KORTIÐ GILDIR TIL 31. janúar 2013 – MEIRA FYRIR ÁSKRIFENDUR MOGGAKLÚBBURINN MOGGAKLÚBBSFÉLÖGUM BJÓÐAST FJÖLMÖRG FLOTT TILBOÐ Í NÓVEMBER Ertu ekki örugglega áskrifandi! MOGGAKLÚBBURINN FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT Á MBL.IS/ASKRIFT EÐA Í SÍMA 569 1100 Moggaklúbburinn er fríðindaklúbbur Morgunblaðsins. Allir áskrifendur Morgunblaðsins eru sjálfkrafa meðlimir í Mogga- klúbbnum, hvort sem um er að ræða blaða- eða net- og iPad-áskrifendur. Áskrifendur njóta ýmissa fríðinda og tilboða á m.a. veitinga- stöðum, bíóhúsum, utanlandsferðum, listviðburðum og bókum. Tilboð og fríðindi Moggaklúbbsins eru birt í Morgunblaðinu og er að finna á mbl.is/moggaklubburinn. Skráning á póstlista Moggaklúbbsins fer fram á mbl.is/postlisti Hafðu samband í síma 569 1100 eða askrift@mbl.is hafi Moggaklúbbskortið ekki borist þér.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.