Morgunblaðið - 03.11.2012, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 03.11.2012, Blaðsíða 29
FRÉTTIR 29Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2012 Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Umdæmisdómstóllinn í Lefortovsky í Moskvu komst að þeirri niður- stöðu í gær að ákvörðun rússnesku rannsóknarnefndarinnar, að neita að rannsaka hvernig staðið var að björgunaraðgerðum þegar tétsnesk- ir skæruliðar tóku 912 leikhúsgesti í gíslingu fyrir áratug, hafi verið ólögmæt. Úrskurður dómstólsins þykir óvenjulegur en því hefur verið hald- ið fram að rússneskir dómstólar hlífi stjórnvöldum venjulega við því að axla ábyrgð og margir hafa lýst yfir efasemdum um að embættis- mennirnir, sem höfðu yfirumsjón með hinni umdeildu björgunarað- gerð, verði nokkurn tímann sóttir til saka. Alls 130 létust þegar rússneskir sérsveitarmenn réðust inn í Du- brovka-leikhúsið 26. október 2002 en það hafði þá verið á valdi téts- neskra skæruliða í þrjá daga, sem höfðu hótað því að sprengja upp bygginguna ef Rússar kölluðu her- afla sinn ekki frá Tétsníu. Í björgunaraðgerðunum notuðu sérsveitirnar óþekkt gas til að taka gíslatökumennina úr umferð en margir af þeim sem lifðu af segja heilsu sína hafa hlotið varanlegt tjón af gasinu og að þeir hafi ekki fengið viðeigandi læknismeðferð þar sem enn sé ekki vitað hvaða gas var um að ræða. „Við höfum þurft að bíða eftir þessu í áratug,“ sagði lögfræðing- urinn Igor Trunov, sem sótti málið, eftir að úrskurður var kveðinn upp í gær. Hann sagði niðurstöðu dóm- stólsins um að ákvörðun rannsókn- arnefndarinnar hefði verið ólögmæt hafa komið á óvart. Draga þurfi menn til ábyrgðar Það var í fyrra sem Mannrétt- indadómstóll Evrópu fyrirskipaði rússneskum stjórnvöldum að taka upp rannsókn á því hvernig dauða gíslanna í Dubrovka-leikhúsinu bar að en rannsóknarnefndin, sem er sambærileg við FBI í Bandaríkj- unum, neitaði. Gagnrýnendur aðgerðanna hafa sagt að refsa hefði átt háttsettum embættismönnum á sviði öryggis- mála í kjölfar atburðarins, annars vegar fyrir að hafa brugðist þegar skæruliðarnir tóku leikhúsið og hins vegar fyrir að hafa lagt blessun sína yfir notkun banvæns gassins. Trunov segir hins vegar að draga þurfi sjúkraliðana sem komu á stað- inn, slökkviliðsmennina og fyrrver- andi borgarstjórann Yury Luzhkov til ábyrgðar. „Í staðinn fyrir að bera meðvit- undarlaust fólkið út klæddu þeir það úr loðkápunum,“ sagði hann. „Rán [þar sem harmleikur hefur átt sér stað] er þekkt fyrirbæri í Rúss- landi. Þeir afklæða lík alls staðar en í Rússlandi gerir enginn neitt í því,“ sagði hann. Ákvörðun rannsóknar- nefndarinnar ólögmæt AFP Minning Þess var minnst í október sl. að tíu ár voru liðin frá harmleiknum.  Máttu ekki neita að rannsaka Du- brovka-gíslatökuna Dubrovka » Gasið, sem sérsveitirnar dældu inn í leikhúsið áður en þær réðust inn, varð flestum af þeim 130 sem létu lífið að bana. » Mörg börn voru meðal gísl- anna í leikhúsinu og af þeim sem létu lífið voru sautján leik- arar og tónlistarfólk sem tók þátt í sýningunni. Frá og með næsta ári verður nýju líffæragjafakerfi komið á í Kína, sem ætlað er að minnka þörfina fyrir líffæragjafir frá dauðadæmd- um föngum. Þetta kemur fram í nóv- emberhefti tímarits Alþjóðaheil- brigðismálastofnunarinnar en þar segir sérfræðingur í kínverska heilbrigðisráðuneytinu að líf- færagjafakerfi sem reiði sig á líf- færi úr föngum sem teknir hafa verið af lífi sé hvorki siðlegt né varanleg lausn. Í fyrra voru um 4.000 fangar teknir af lífi í Kína, þar sem eft- irspurn eftir líffærum er langt umfram framboð. Hætta að reiða sig á líffæri úr föngum KÍNA Þórsteinssjóður auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum. Tilgangur Þórsteinssjóðs er að styrkja blinda og sjónskerta til náms við Háskóla Íslands og að efla rannsóknir á fræðasviðum sem aukið geta þekkingu á blindu og skertri sýn, einkum í félags- og hugvísindum. Umsóknarfrestur er til 16. nóvember 2012. Í ár verða veittir námsstyrkir til blindra eða sjónskertra stúdenta sem stunda nám eða hyggja á nám við Háskóla Íslands skólaárið 2013–2014. Heildarfjárhæð styrkja er að hámarki tvær milljónir króna. Frekari upplýsingar um styrkveitingu og úthlutun er að finna á heimasíðu HÍ, hi.is og sjóðavef HÍ, sjodir.hi.is. Einnig hjá Helgu Brá Árnadóttur, verkefnastjóra styrktarsjóða og hollvina, helgab@hi.is, sími 525 5894. STYRKTARSJÓÐIR PI PA R\ TB W A • SÍ A • 12 31 48 Styrkir til blindra og sjónskertra nemenda við HÍ Markaðsverðlaun ÍMARK verða afhent á Hilton Reykjavík Nordica fimmtudaginn 8. nóvember kl.12 Forseti Íslands afhendir verðlaun fyrir Markaðsfyrirtæki ársins og Markaðsmann ársins. Allir velkomnir 2012 Nánari upplýsingar á imark.is Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is – Afslátt eða gott verð? KALT ÚTI Rafmagnshitablásari 2Kw 1 fasa 6.990 Panelofnar í MIKLU ÚRVALI! FRÁBÆRT VERÐ! KRANAR OG HITASTILLAR FRÁ Ryco-1509 Olíufylltur 2000W rafmagnsofn m/termo stillingum og yfirhitavörn 9 þilja 7.990 Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ Akureyri Vestmannaeyjum Ryco-2006T Rafmagns- þilofn Turbo með yfirhita- vari 3 stillingar 2000w 4.490 Rafmagnshita- blásari 2Kw 1.995
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.