Morgunblaðið - 03.11.2012, Side 30
SVIÐSLJÓS
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
U
mhverfis- og sam-
göngunefnd Alþingis
er með til umfjöllunar
þingsályktunartillögu
um áætlun um vernd
og nýtingu orkusvæða, rammaáætl-
unina svonefndu. Óljóst er hvenær
nefndaráliti verður skilað fyrir síðari
umræðu á Alþingi eða hvort meiri-
hluti sé fyrir tillögunni.
Óskað var eftir viðbótarumsögnum
um rammaáætlunina og meðal þeirra
sem skiluðu slíkri umsögn var Lands-
virkjun. Þar er aðallega fjallað um
Bjarnarflagsvirkjun en einnig virkj-
anir í neðri hluta Þjórsár, þar sem
ítrekuð er afstaða í fyrri umsögn
Landsvirkjunar um að virkjunar-
kostir í neðri hluta Þjórsár verði
færðir aftur í virkjunarflokk.
Langt rannsóknarferli
Varðandi Bjarnarflagsvirkjun þá
segir Landsvirkjun í sinni umsögn að
samkvæmt þingsályktunartillögunni
sé virkjunin sett í nýtingarflokk. Bent
er á að langt ferli liggi að baki þróun
fyrirhugaðra framkvæmda í Bjarnar-
flagi. Undirbúningurinn hófst árið
1992 og vinna vegna umhverfismats
fyrir síðustu aldamót. Jarðhita-
rannsóknir á svæðinu ná enn lengra
aftur, eða til byrjunar 7. áratugar 20.
aldar.
Á grundvelli þeirra rannsókna
gerði Landsvirkjun áætlun um 40
MW virkjun í Bjarnarflagi og lagði
fram skýrslu um mat á umhverfis-
áhrifum. Eftir úrskurð Skipulags-
stofnunar árið 2000 var ráðist í frek-
ari rannsóknir, m.a. varðandi affall og
hveravirkni. Á grunni nýrra gagna,
eins og um stærð hitasvæðisins, voru
lagðar fram áætlanir um 90 MW
virkjun í tveimur áföngum.
Í umsögn sinni segist Lands-
virkjun áforma „varfærna uppbygg-
ingu“ á svæðinu með því að reisa
fyrst 45 MW virkjun. Ákvörðun um 2.
áfanga verði ekki tekin fyrr en fyrir
liggi niðurstöður úr vöktun grunn-
vatns sem berst til Mývatns og vökt-
un á hveravirkni í Hverarönd og
gufuuppstreymi í Jarðbaðshólum. Sú
breyting hefur verið gerð á áformum
um meðferð affallsvatns frá virkjun-
inni að förgun á yfirborði verður hætt
og vatninu dælt niður fyrir botn Mý-
vatns.
Fram hafa komið áhyggjur af áhrif-
um affallsvatnsins á volga jarðvatns-
strauma í Mývatn og áhrifum á lífríki
vatnsins. Landvernd hefur þannig
lýst miklum áhyggjum sínum og kraf-
ist þess að Landsvirkjun stöðvi fram-
kvæmdir í Bjarnarflagi og að fram
fari nýtt mat á umhverfisáhrifum
virkjunarinnar.
Góð reynsla af Kröflu
Einnig hafa komið fram áhyggjur
af óvissu um áhrif niðurdælingar, með
vísan til skjálftanna á Hellisheiði þeg-
ar Orkuveita Reykjavíkur dældi af-
fallsvatni þar niður. Í umsögn Lands-
virkjunar, sem undirrituð er af Herði
Arnarsyni forstjóra, segir að með vís-
an til góðrar reynslu af niðurdælingu
við Kröfluvirkjun sé óvissan um áhrif
niðurdælingar talin hverfandi.
Hins vegar sé gert ráð fyrir svig-
rúmi til tilrauna áður en endanleg
lausn verður valin. Í því sambandi sé
mikilvægt að Landsvirkjun áformi
varfærna uppbyggingu virkjunar-
innar. Jafnframt er bent á það í
viðbótarumsögn Landsvirkjunar að
affallsvatn frá núverandi Bjarnar-
flagsvirkjun, sem hefur verið í rekstri
frá árinu 1969, sé lítið brot af volgu
innrennsli til Mývatns, innan við 1%,
og ekki merkjanlegt í grunnvatninu
hvort það hafi minnkað eða aukist.
„Í raun eru áhrifin þau að ástandið
á innrennslinu færist í það horf sem
var fyrir vinnslu í Bjarnarflagi en
verður áfram undir áhrifum af um-
brotum vegna Kröfluelda,“ segir í
umsögn Landsvirkjunar.
Áhrif niðurdælingar
talin hverfandi
Morgunblaðið/Birkir Fanndal
Bjarnarflag Landsvirkjun hóf síðsumars undirbúningsframkvæmdir fyrir
Bjarnarflagsvirkjun, sem Landvernd krefst að verði stöðvaðar.
30
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2012
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Íbúar austur-strandarBandaríkj-
anna og íbúar hér
á landi hafa fengið
að kynnast ógn-
arafli náttúrunnar
síðustu daga.
Stormurinn Sandy olli miklum
skaða í Bandaríkjunum, þar
með talið mannskaða, og munu
Bandaríkjamenn þurfa að
glíma við afleiðingar hans
mánuðum saman.
Stormurinn sem nú gengur
yfir Ísland hefur að vísu ekki
fengið nafn eins og fellibylj-
irnir í Bandaríkjunum, en ofs-
inn í veðrinu er engu minni. Í
hviðum fór hann yfir 60 metra
á sekúndu og fólk hefur bók-
staflega fokið um koll. Á slysa-
varðstofunni í Reykjavík
muna menn ekki annan eins
storm.
Í Bandaríkjunum skall
stormurinn á þéttbýlum svæð-
um þegar kosningabaráttan
fyrir forsetakosningarnar stóð
sem hæst og búast má við að
hann kunni að hafa pólitískar
afleiðingar. Ef til vill hefur
hann hindrað sókn Romneys,
en um það er þó enn of
snemmt að fullyrða.
Nafnlausi stormurinn ís-
lenski hefur tæpast pólitísk
áhrif, enda engin ástæða til.
Hann má hins vegar að ósekju
verða landsmönnum öllum til
umhugsunar um innlend ör-
yggismál. Í Bandaríkjunum
hafa lögreglumenn, slökkvilið
og fjöldi sjálfboðaliða tekist á
við storminn og afleiðingar
hans. Til viðbótar hefur herinn
verið kallaður til og munar um
minna þegar svona stendur á.
Hér á landi hafa sömu aðilar
tekist á við vandann, fyrir ut-
an að hér er enginn her að
grípa til við slíkar aðstæður.
Hér lendir meg-
inþungi aðgerða á
lögreglu og sjálf-
boðaliðum björg-
unarsveitanna sem
vinna ótrúleg
þrekvirki í hvert
sinn sem slíkar að-
stæður koma upp hér á landi.
Afar mikilvægt er að þeir
sem borgararnir treysta á
þegar á reynir séu þannig
mannaðir og þannig búnir að
þeir ráði við aðstæðurnar.
Þetta leiðir hugann að stöðu
lögreglunnar, sem hefur á
liðnum árum tekist á við gríð-
arlega erfiðar aðstæður en
hefur á sama tíma þurft að
þola mikinn niðurskurð. Og
lögreglan hefur einnig fundið
fyrir niðurskurði annars stað-
ar hjá hinu opinbera, eins og
greint var frá um daginn, því
að hún er oftar kölluð til að-
stoðar en áður vegna mann-
eklu í velferðarkerfinu.
Niðurskurður hjá lögregl-
unni getur ekki haldið áfram,
sér í lagi vegna þess að Íslend-
ingar verða að geta treyst á að
hún sé nægilega vel búin og
nægilega mönnuð. Við köllum
ekki út herinn ráði lögreglan
ekki við aðstæður.
Um leið er brýnt að björg-
unarsveitir landsins hafi þann
búnað sem nauðsynlegur er til
að geta sinnt áfram því um-
fangsmikla sjálfboðastarfi
sem þær hafa tekið sér fyrir
hendur. Stormurinn sem nú
geisar hér á landi er enginn
aufúsugestur en hann mætti
að ósekju hafa þau jákvæðu
áhrif að minna á mikilvægi öfl-
ugrar löggæslu og vel búinna
björgunarsveita. Það neyð-
arkall, sem báðir þessir aðilar
senda frá sér með reglubundn-
um hætti, hverfur vonandi
ekki í háværu hvassviðrinu.
Íslendingar og
Bandaríkjamenn
hafa síðustu daga
fengið að kynnast
óblíðri náttúrunni}
Stórviðri
Stjórnarliðartala mikið um
bata og árangur
ríkisstjórnarinnar
í efnahagsmálum
en aðrir eiga erf-
iðara með að koma
auga á afrekin. Ekki verður
það auðveldara við lestur nýrr-
ar þjóðhagsspár Hagstof-
unnar, sem lækkar hagvaxt-
arspár sínar fyrir þetta ár og
næsta frá spá sinni í sumar.
Þróun atvinnuvegafjárfest-
ingar er ekki minna áhyggju-
efni. Hagstofan spáir því að
vöxturinn fari úr því að vera of
lítill í ár í að vera enginn á
næsta ári.
Skýringin á þessari stöðnun
er vitaskuld sú að ríkisstjórnin
stendur þvert gegn allri upp-
byggingu í atvinnulífinu. Eitt
dæmið um fyr-
irstöðuna er
þrautaganga
rammaáætlunar í
gegnum ráðuneyti
og þing sem ekki
sér fyrir endann á.
Undir núverandi ríkisstjórn
er Ísland að festast á allt of
lágri fjárfestingar- og hag-
vaxtarbraut með ömurlegum
afleiðingum fyrir landsmenn
þegar fram í sækir. Þessi
stefna verður að óbreyttu til
þess að Ísland fellur niður lista
yfir best settu þjóðir heims og
mun skipa sér á bekk með
Grikklandi og öðrum fórn-
arlömbum evrunnar í stað þess
að vera áfram í fremstu röð. Af
þessari neikvæðu braut er
hægt að snúa – og af henni
verður að snúa.
Batinn sem
ríkisstjórnin boðar
verður ekki lesinn út
úr nýjum hagtölum}
Hagsæld í hættu Þ
að vakti hneykslan margra þegar
Morgunblaðið sagði frá því fyrir
skömmu að rekstrarfélag Kringl-
unnar innheimti leigu af Slysa-
varnafélaginu Landsbjörg fyrir að
fá að selja Neyðarkallinn á göngugötum húss-
ins. Guðmundur Örn Jóhannsson, fram-
kvæmdastjóri Landsbjargar, sagði í samtali
við Morgunblaðið að svona hefði þetta reyndar
verið í nokkur ár en félagið hefði einfaldlega
reiknað út að það borgaði sig að greiða leiguna.
Fyrirtækið Kraftvélar var þó ekki lengi að
bregðast við fréttunum og ákvað að styrkja
Landsbjörg um leiguupphæðina, 300.000 krón-
ur. Það var sölustjóri hjá Kraftvélum sem af-
henti styrkinn en fékk það að launum að mynd
frá afhendingunni var birt flennistór í DV fyrir
helgi, með umfjöllun um meint gjaldeyrisbrask
Guðmundar, sem hefur tekið sér leyfi frá störfum vegna
málsins.
Tímasetning hneykslisins, ef svo má að orði komast,
hefði vart getað verið verri en björgunarsveitarfólk kallar
nú ekki allt ömmu sína og hóf ótrautt sölu á Neyðarkall-
inum á fimmtudag, sem að þessu sinni er íklæddur kaf-
arabúningi. Ólafur Ragnar og Dorrit keyptu fyrstu kall-
ana, tvo hvort, og þar með var átakinu formlega hrint úr
vör.
En þá gerði aftakaveður. Og í stað þess að standa á
hverju götuhorni og bjóða fólki að kaupa Neyðarkall til
styrktar starfinu, fékk björgunarsveitarfólkið okkar sjálft
neyðarkall; um að tryggja þakplötur og lausamuni, hjálpa
fólki á bílum föstum í snjó og aka fólki í umönn-
unarstörfum til vinnu, svo dæmi séu tekin.
Hvar værum við án þessa fólks?
Í flestum stærri björgunarsveitum þurfa ný-
liðar að klára 18 mánaða nýliðaþjálfun og sitja
10-15 námskeið en eftir nýliðaþjálfunina tekur
síðan við sérhæfing.
Björgunarsveitarfólk sinnir sjálft fjáröflun
fyrir sveitirnar og það er ekki óalgengt að það
gefi yfir 100 klukkustundir af tíma sínum í fjár-
öflunarverkefni á ári. Þar með talin er flug-
eldasalan milli jóla og nýárs, sem kallar á langa
daga, og kvöld, fjarri fjölskyldunni.
Þegar útkall kemur er ekki spurt að því
hvort björgunarsveitarfólkið sé þreytt, svangt
eða upptekið. „Þú bara mætir og leysir þau
verkefni sem þér eru falin,“ segir ein sem
þekkir til. Margt björgunarsveitarfólk er
launalaust ef útkall ber upp á vinnutíma en að sama skapi
eru margir atvinnurekendur sem líta á það sem sitt fram-
lag að greiða fólki laun fyrir þann tíma sem það ver í að
hjálpa öðrum.
Samkvæmt lögum nr. 43 frá 2003 er björgunarsveitum
„skylt að hefja björgun, leit og gæslu ef stjórnvöld óska
þess“. Hlutverk þeirra er samkvæmt lögunum „að starfa í
þágu almannaheilla með þátttöku við björgun, leit og
gæslu á ábyrgð stjórnvalda og í samvinnu við þau“.
Það er vonandi að þetta leiðindaveður verði ekki til þess
að draga úr sölu á Neyðarkallinum, heldur minni fólk á
nauðsyn þess að styrkja starf björgunarsveitanna.
holmfridur@mbl.is
Neyðarkall í vonskuveðri
Pistill
Hólmfríður
Gísladóttir
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
Virkjun háhitasvæða hefur
óhjákvæmilega í för með sér
förgun skiljuvatns. Dæling
þess niður í jarðhitageyminn
er um margt skynsamleg að-
gerð og skiptir litlu hvort er
litið til umhverfis eða jarðhita-
vinnslu. Aðgerðin er hins vegar
flókin og þarfnast mikils und-
irbúnings og eftirlits.
Þetta kemur fram í minnis-
blaði Snorra P. Snorrasonar,
jarðfræðings hjá Almennu
verkfræðistofunni, til umhverf-
is- og samgöngunefndar Al-
þingis. Segir Snorri að nið-
urdæling hafi ýmsa kosti en
hún sé dýr og valdi alltaf
skjálftavirkni.
Skynsamlegt
en flókið
NIÐURDÆLING VATNS
Niðurdæling Vatni hefur verið dælt
niður frá Hellisheiðarvirkjun.