Morgunblaðið - 03.11.2012, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 03.11.2012, Blaðsíða 31
31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2012 Hjólhesturinn haminn Þessi vaski hjólreiðamaður lét ekki hávaðarokið í gær aftra sér frá því að hjóla um bæinn en átti í mestu erfiðleikum með að hemja hjólhest sinn við Höfðatorg. Golli Undanfarnar vikur hafa margir innan þjóðkirkjunnar, bæði lærðir og leikir, vakið at- hygli á þeim áformum um niðurskurð framlaga til kirkjunnar, sem birtast í fjár- lagafrumvarpi ríkisstjórn- arinnar. Þar er gert ráð fyrir áframhaldandi skerðingum á framlögum til kirkjunnar, meðal annars með þeim hætti að í stað þess að innheimt sóknargjöld skili sér að fullu til kirkjunnar – og raunar annarra trúfélaga í réttum hlutföllum – taki ríkið sjálft sífellt meira til sín. Með öðrum orðum er gert ráð fyrir því að talsverðar upphæðir séu innheimtar af borgurunum á þeirri forsendu að um gjöld til sókna og trú- félaga sé að ræða, en aðeins hluti þeirra fjármuna skili sér síðan til þessara aðila. Þannig hefur fyrirkomulagið verið undanfarin 3-4 ár og fjárlaga- frumvarpið gerir ráð fyrir að framhald verði á þessu á næsta ári. Eins og gefur að skilja hefur þessi þróun kom- ið verulega niður á starfinu í sóknunum, ekki síst mik- ilvægu félagsstarfi, meðal annars barna- og æskulýðs- starfi, starfi með öldruðum og tónlistarstarfi, svo nefnd séu nokkur dæmi. Í þessu sambandi er rétt að minna á, að sóknargjöldin eru að uppruna og eðli ekki venjulegur skattur til ríkisins, árinu 1997.“ Ég hef ekki orðið þess var að talsmenn ríkisstjórn- arinnar eða ríkisstjórn- arflokkanna á Alþingi hafi gert grein fyrir forsendum sínum fyrir því að gera til- lögur af þessu tagi í fjárlaga- frumvarpinu. Rétt er að minna á að þótt fjár- málaráðherra leggi frum- varpið fram hefur það hlotið samþykki bæði í ríkisstjórn og þingflokkum áður en það kemur fyrir Alþingi. Ég hef ekki orðið þess var að þing- menn stjórnarflokkanna hafi nokkurs staðar upplýst um það hvort þeir eru tilbúnir til að gera breytingar á þessum þætti frumvarpsins, nú þegar málið er til meðferðar á þingi. Ekki hef ég heldur orðið þess var, að fyrir þingið hafi verið lagðar neinar tillögur um breytingar á lögum um stöðu, stjórn og starfshætti kirkj- unnar eða á samkomulagi rík- is og kirkju frá 1997, sem vís- að er til hér að framan. Er til of mikils mælst að rík- isstjórnarflokkarnir útskýri áform sín um breytingar á samskiptum ríkis og kirkju að þessu leyti? sem ríkið getur síðan ráðstafað til einstakra stofn- ana eða verkefna samkvæmt ákvörðun á fjár- lögum. Gjöldin eru sérstaks eðlis – nær því að vera nokkurs konar félagsgjöld. Á þessu er auðvitað mikill munur. Ríkið er að sönnu innheimtuaðili sóknargjaldanna lögum sam- kvæmt, en varðandi ráðstöfun þeirra er það bundið bæði af sérlögum á þessu sviði og sér- stöku samkomulagi ríkis og kirkju frá því fyrir 15 árum. Nauðsynlegt er að minna á að samkomulagið frá 1997 um fjárhagslegan aðskilnað ríkis og kirkju átti sér langan að- draganda og fól í sér mik- ilvægt skref í þá átt að auka sjálfstæði kirkjunnar gagn- vart ríkisvaldinu. Sú stefnu- mörkun, sem birst hefur í fjárlögum síðustu ára og kemur fram í fjárlaga- frumvarpi næsta árs, gengur raunverulega gegn grundvall- arforsendum þess sam- komulags. Þetta er raunar viðurkennt í greinargerð fjár- lagafrumvarpsins því þar seg- ir: „Til þess að breytingar á fjárveitingum til þjóðkirkj- unnar gangi eftir er nauðsyn- legt að gera breytingu á lög- um nr. 78/1997 um stöðu, stjórn og starfshætti kirkj- unnar, þar sem kveðið er á um forsendur fyrir greiðslum ríkisins til kirkjunnar. Jafn- framt þarf að gera samsvar- andi breytingu á sam- komulagi ríkis og kirkju frá Eftir Birgi Ármannsson »Er til of mikils mælst að ríkisstjórnar- flokkarnir útskýri áform sín um breyt- ingar á samskiptum ríkis og kirkju að þessu leyti? Birgir Ármannsson Höfundur er þingmaður Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík. Fjárlagafrumvarp, sókn- argjöld og þjóðkirkjan Kosningadaginn 6. nóvember halda millj- ónir Bandaríkjamanna á kjörstað til að kjósa forseta auk þúsunda annarra opinberra embættismanna. Kosn- ingarnar í ár ætla að verða hnífjafnar og Obama forseti og keppinautur hans, Mitt Romney, berjast um hvert einasta atkvæði. Á því leikur hins vegar enginn vafi að ferlið verð- ur friðsamlegt og í samræmi við löngu viðteknar reglur. Fyrir 150 ár- um var þetta ekki tilfellið. Landið okkar var sundurtætt af átökum um grundvallarspurningar, sérstaklega þrælahald. Forseti þess tíma, Abra- ham Lincoln, gegndi lykilhlutverki í að leiða þjóð okkar út úr þessari kreppu og móta stofnanir okkar og þjóðarvitund. Fyrir utan kosninga- baráttuna verður ævisaga Abrahams Lincolns eftir Thorolf Smith endur- prentuð á íslensku í þessum mánuði, við bíðum eftir frumsýningu kvik- myndar Stevens Spielbergs um Lin- coln, og í janúar verða 150 ár liðin frá yfirlýsingu Lincolns um afnám þrælahalds. Bandaríkjamenn eru alltaf tilbúnir að velta fyrir sér fram- lagi Lincolns og nú höfum við enn meiri ástæðu til þess. Frá stofnun Bandaríkjanna til tíma Lincolns og allt fram til þessa dags hafa bandarískir stjórn- málamenn boðið fram gagnstæðar hugmyndir um vald landstjórn- arinnar annars vegar og stjórna ein- stakra ríkja hins vegar, í lífi Banda- ríkjamanna. Með öðrum orðum, úrslit kosninganna ákvarða hve stóru hlut- verki alríkisstjórnin gegnir í tengslum við vald einstakra ríkja og í raun hlutverk mismun- andi stjórnsýslustiga í lífi einstakra borgara. Þótt möguleikinn á stórfelldum breyt- ingum á þessu jafnvægi á milli alríkisvalds og valds einstakra ríkja skipti miklu máli hægja eðlilegar væntingar um friðsamleg umskipti frá einni rík- isstjórn til annarrar á öllu ferlinu, jafnvel í harðvítugum kosningum eins og árið 2000 á milli George W. Bush og Al Gore. Þótt orðræðan í að- draganda kosninga, og jafnvel eftir að ný ríkisstjórn hefur tekið við völd- um, geti verið neikvæð og bitur ganga flestir Bandaríkjamenn út frá því sem vísu að ástandið þróist ekki yfir í ofbeldisfulla uppreisn. Það var því miður ekki tilfellið þegar Lincoln var kosinn forseti 1860. Lincoln og þrælastríðið Árið 1861 sögðu ellefu ríki sig úr lögum við Bandaríkin þegar stjórn nýs forseta tók við. Þungamiðjan í þessari kreppu var deiluefnið um al- ríkisvald annars vegar og rétt ein- stakra ríkja hins vegar þegar kom að spurningunni um þrælahald. Borg- arastríðið sem fylgdi í kjölfarið var blóðugustu átök í sögu okkar og kostaði 600.000 mannslíf og olli sár- um í þjóðarþeli okkar sem enn sér stað. Lincoln hafði forystu í stríðs- rekstrinum og í nokkrum ódauðleg- um ræðum endurnýjaði hann yfirlýs- ingu stofnenda Bandaríkjanna um að „allir menn eru skapaðir jafnir“ með því að veita Bandaríkjamönnum af afrískum uppruna full borgararétt- indi og styðja það með valdi alrík- isstjórnarinnar. Sextándi forsetinn okkar er rétti- lega talinn hetja í sögu Bandaríkj- anna. Staðfesta hans í að binda enda á þrælahald og að halda ríkja- sambandinu heilu virðist augljós kostur þegar við lítum um öxl með okkar sögulegu þekkingu. En Lin- coln mætti heiftarlegri andstöðu þeirra sem töldu að mál eins og þrælahald væru best komin í hönd- um ríkis en ekki alríkisvalds. Yfirlýsing Lincolns um afnám þrælahalds, tilskipunin sem gefin var úr 1. janúar 1863, kunngerði að allir þrælar í Suðurríkjasambandinu skyldu lausir úr ánauð. Yfirlýsingin gerði afnám þrælahalds að meg- inmarkmiði í borgarastríðinu ásamt því að sameina bandalagsríkin á ný. Útgáfa yfirlýsingarinnar um afnám þrælahalds varð til þess að auka stuðning í norðurríkjunum og ruddi í raun brautina fyrir samþykkt þrett- ándu stjórnarskrárbreytingarinnar sem gerði þrælahald ólöglegt í öllum ríkjunum þegar hún tók gildi í des- ember 1865. Arfleifð Lincolns forseta er sterk og skiptir ekki minna máli nú á tím- um en áður. Andi hans er þróttmikill og lifir góðu lífi í stjórnmálaumræðu okkar. Þessi virka spenna á milli ólíkra stjórnsýslustiga hefur verið undirliggjandi þáttur í þróun laga sem tengjast mörgum umdeildum málum í sögu Bandaríkjanna. Á með- al þessara málefna sem hafa mótað hið félagslega, pólitíska og efnahags- lega landslag í Bandaríkjunum eru þrælahald, kosningaréttur kvenna, borgaraleg réttindi, dauðarefsingar, takmörkun byssueignar, menntun, fóstureyðingar, kvenréttindi og rétt- indi samkynhneigðra, svo aðeins fá- ein séu nefnd. Umbætur í heilbrigðismálum eru aðeins eitt af nýlegum málum sem undirstrika togstreituna á milli ein- stakra ríkja og alríkisstjórnar. Málið krafðist þess að Bandaríkjamenn at- huguðu stjórnarskrána til að ákvarða hvaða stjórnsýslustig skyldi hafa lokaorðið. Í þessu tilfelli, eins og í mörgum umdeildum málum, barst deilan til Hæstaréttar sem úrskurð- aði í málinu. Umfjöllun Hæstaréttar um Lög um heilsugæslu á viðráðanlegu verði (stundum kallað „Obama Care“) leiddi til flókinnar niðurstöðu. Dóm- ararnir úrskurðuðu að alríkið hefði ekki stjórnarskrárvarið vald til að leggja á „einstaklingsbundna til- skipun“ þegar málið var skoðað í gegnum lögfræðilega linsu milli- ríkjaviðskipta. Vitnað var til versl- unarákvæðis stjórnarskrárinnar þegar úrskurðað var að ekki mætti sekta Bandaríkjamenn sem neituðu að kaupa sjúkratryggingu. Hins veg- ar komst Hæstiréttur að þeirri nið- urstöðu að sú borgun sem krafist er fyrir að hafa ekki sjúkratryggingu væri ígildi skatts og að alrík- isstjórnin hefði vissulega vald til að leggja slíkan skatt á. Þannig stendur tilskipunin og stjórnir einstakra ríkja verða að lúta alríkisvaldinu í þessu tilfelli. Núverandi kosningabarátta og Lincoln Það er engin tilviljun að Obama forseti skírskotaði til Abrahams Lin- colns í fyrstu kappræðum forseta- frambjóðendanna í núverandi kosn- ingabaráttu þegar hann sagði: „Eins og Abraham Lincoln hafði skilning á, þá gerum við sumt betur saman.“ Obama var að rökstyðja það mik- ilvæga hlutverk sem stjórnvöld gegna í að verja þegnana og skapa umhverfi þar sem allir geta dafnað. Það er heldur engin tilviljun að repúblikanar benda á það með stolti að Lincoln var á sínum tíma félagi í Repúblikanaflokknum. Repúblik- anar undirstrika oft ábyrgð ein- staklingsins og þörfina á því að fólk geti hagað lífi sínu óháð óhóflegum afskiptum stjórnvalda. Frambjóð- andi þeirra, Mitt Romney, leggur að- aláherslu á þennan kjarna í kosn- ingabaráttu sinni. Allir forsetar, bæði á undan og eft- ir Lincoln, hafa orðið að kljást við hvernig best sé að halda jafnvægi á milli alríkisvaldsins og réttinda ein- stakra ríkja. En kannski hefur eng- inn gert það á jafnerfiðum tímum og af jafnmikilli staðfestu og Abraham Lincoln. Staða ríkjasambandsins er sterk og viðvarandi umræður okkar um viðeigandi hlutverk ríkisstjórna einstakra ríkja og ríkjasambandsins í lífi borgaranna eru hluti af til- raunum okkar til þess, eins og stend- ur í stjórnarskránni, „að mynda full- komnara ríkjasamband.“ Eftir Luis E. Arreaga » Allir forsetar, bæði á undan og eftir Lin- coln, hafa orðið að kljást við hvernig best sé að halda jafnvægi á milli al- ríkisvaldsins og réttinda einstakra ríkja. Luis E. Arreaga Höfundur er sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Arfleifð Abrahams Lincoln
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.