Morgunblaðið - 03.11.2012, Side 33
UMRÆÐAN 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2012
Núverandi rík-
isstjórn sem kennir sig
við norræna velferð er
á góðri leið með að eyði-
leggja grunn heilbrigð-
iskerfisins á Íslandi
með því að sýna heilsu-
gæslu og heimilislækn-
ingum algjört af-
skiptaleysi. Formaður
heimilislækna sagði frá
því nú um daginn að
tugþúsundir Reykvík-
inga hefðu ekki skráðan heim-
ilislækni en heilsugæslan er allajafna
fyrsta aðkoma almennings sem þarf
að leita sér lækninga. Jafnframt kom
fram hjá formanni heimilislækna að
aðbúnaður og álag á starfsfólk heilsu-
gæslunnar í Reykjavík er komið að
þolmörkum.
Hvað þýðir það í raun að hafa ekki
sinn heimilislækni? Einstaklingar og
fjölskyldur sem eru án skráðs heim-
ilislæknis ná ekki að byggja upp þann
trúnað og þá þekkingu á heilsufari
viðkomandi sem skráður heim-
ilislæknir hefur sýn yfir. Heim-
ilislæknir er sá aðili í heilbrigðiskerf-
inu sem á að hafa alla sjúkrasögu
viðkomandi hjá sér. Heilsugæslan er í
forystu í forvörnum
gagnvart lífstíl-
ssjúkdómum sem eru í
flestum tilvikum áunnir
sé ekkert að gert. Við
Reykvíkingar höfum
orðið illilega fyrir
barðinu á niðurskurði í
heilbrigðisþjónustunni
á síðustu árum. Velferð-
arráðherra hefur tapast
á teiknistofu SPITAL
og hefur ekki fundist
þrátt fyrir ítarlega leit.
Þó heyrðist misskilið
neyðarkall frá honum er
hann hækkaði laun eins læknis nú um
daginn en sambandið rofnaði við
hann og allt varð við það sama. Öll
orka norrænu velferðarstjórnarinnar
hefur farið í að halda uppi hönnunar-
og verkfræðigeiranum við útfærslu á
nýju sjúkrahúsi. Á meðan eru Reyk-
víkingar afskiptir og þurfa að glíma
einir og sér við sína lífstílssjúkdóma
og mæta ekki til læknis fyrr en í óefni
er komið. Við taka yfirfullar deildir
hátæknisjúkrahússins, þar sem álag-
ið er komið yfir þolmörk eins og ann-
ars staðar í heilbrigðiskerfinu. Þetta
heitir hjá núverandi stjórnvöldum að
hafa „varið“ velferðarkerfið.
Það hlýtur að vera skynsamlegt,
bæði heilsufarslega og ekki síður fjár-
hagslega, fyrir Reykvíkinga og þjóð-
ina alla að huga vel að heilsugæsl-
unni. Þjóðin eldist og þarf betri
upplýsingar og nánara eftirlit til að
koma í veg fyrir ótímabæran heilsu-
missi vegna hás blóðþrýstings, syk-
ursýki, stíflunar kransæða ofl. sjúk-
dóma, sem með reglubundnu eftirliti
á heilsugæslustöð er hægt að koma í
veg fyrir eða uppgötva í tíma þannig
að sem minnstur skaði hljótist af.
Bílaumboð gera það að kröfu fara
með nýkeyptan bílinn í skoðun með
reglubundum hætti hjá umboðsaðila í
fyrirbyggjandi viðhald til að viðhalda
ábyrgðartryggingu sem veitt er við
kaup á bílnum. Við eigum að gera
sömu kröfu til heilbrigðiskerfisins
sem gæti verið í formi reglubundinna,
aldurstengdra skoðana á ein-
staklingum.
Til þess að svo megi verða verður
að hlusta á starfsfólk heilsugæsl-
unnar og koma til móts við kröfur
þess er varðar bæði starfskjör og að-
búnað. Huga verður að nýju rekstr-
arformi heilsugæslunnar án fordóma.
Upplýsingar sem komið hafa frá Sví-
þjóð benda til þess að breytt rekstr-
arfyrirkomulag á heilsugæslu hafi
reynst vel og bætt aðgengi og þjón-
ustu við borgarana þannig að eftir er
tekið. Í kjölfarið hefur læknum fjölg-
að verulega sem velja sér heim-
ilislækningar sem sérgrein í Svíþjóð.
Þessu er öfugt farið hér. Sárafáir
læknar velja heimilislækningar sem
sérgrein og aldurssamsetning starf-
andi heimilislækna er á þann veg, að
innan fárra ára fækkar starfandi
heimilislæknum verulega á Íslandi.
Þessari þróun þarf að snúa við hið
snarasta í nánu samstarfi við starfs-
fólk heilsugæslunnar. Við höfum ekki
efni á öðru, hvorki heilsufarslega né
fjárhagslega.
Heilsutjón í norrænni velferð
Eftir Guðlaug
Gylfa Sverrisson » Það hlýtur að vera
skynsamlegt, bæði
heilsufarslega og ekki
síður fjárhagslega, fyrir
Reykvíkinga og þjóðina
alla að huga vel að
heilsugæslunni.
Guðlaugur Gylfi
Sverrisson
Höfundur er verkefnastjóri og er í
framboði til sætis á lista Framsókn-
arflokksins í Reykjavík.
Lög sem Alþingi
setur eru þverbrotin
af stjórnsýslunni sem
á sama tíma áminnir
aðra og sektar fyrir
að fara ekki að lög-
um. Það kemur sífellt
betur í ljós hversu
stjórnsýslan fer sínu
fram og hundsar allt
og alla þegar vanhæfi
hennar eða hagur
býður svo. Nýjasta dæmið er aum-
legar afsakanir stjórnenda rík-
isfyrirtækja sem hafa ekki skilað
ársreikningum eins og krafist er
af öðrum. Slíkar afsakanir dygðu
skammt ef aðrir ættu í hlut.
Nefna má glöggt dæmi sem snert-
ir litla fjárhagslega hagsmuni en
endurspeglar meira það viðhorf,
að stjórnsýslan geti farið sínu
fram án tillits til laga ef það þykir
þægilegt. Dæmið sem ég nefni er
brot á lögum um þjóðfánann. Í
þeim er skýrt, að allar opinberar
stofnanir eiga að draga fána að
húni alla opinbera fánadaga eða
eins og segir í lögunum:
Draga skal fána á stöng á hús-
um opinberra stofnana, sem eru í
umsjá valdsmanna eða sérstakra
forstöðumanna ríkisins, eft-
irgreinda daga:
1. Fæðingardag forseta Íslands.
2. Nýársdag.
3. Föstudaginn langa.
4. Páskadag.
5. Sumardaginn fyrsta.
6. 1. maí.
7. Hvítasunnudag.
8. Sjómannadaginn.
9. 17. júní.
10. 16. nóvember, fæðingardag
Jónasar Hallgrímssonar.
11. 1. desember.
12. Jóladag.
Þetta er því miður ekki gert, en
lögreglan flaggar alla daga og
stjórnarráðið og e.t.v. örfáar aðrar
stofnanir gera þetta á fánadögum,
– einkum þeim sem falla á virka
vinnudaga. Ekki er nú löghlýðnin
og virðing við þjóðfánann meiri en
svo að menn grípa til afsakana
með vísun til kostnaðar til að
reyna að réttlæta lögbrotin.
Reyndar er þjóðfáninn sem ein-
kenni þjóðríkis og menningar ekki
meira virtur en svo, að það tók
fleiri ár að fá þingið til að hafa
fánann uppi í þingsalnum. Þegar
spurt var að því af hverju fánann
hefði vantað í þingsal-
inn við 5. innsetningu
forseta Íslands var
svarað að menn hefðu
óttast að forsetinn
flækti sig í fánanum á
leið út á svalir þing-
hússins. Einhvern
tíma hefði nú ekki
þótt tiltökumál þótt
forsetinn hefði verið
beðinn að hinkra á
meðan menn færðu
fánann til hliðar við
svalahurðina þannig
að greið leið væri út á þær. En
nei, þetta merki þjóðríkisins var
fjarlægt úr þingsalnum og hlýtur
að teljast til einsdæma í þessum
heimshluta.
En annað dæmi sem ég vildi
nefna um brot stjórnsýslunnar á
lögum er óútkomin reglugerð sem
umhverfisráðuneytið átti skv. lög-
um er tóku gildi 1. júlí 2011 að
gefa út fyrir síðustu áramót þar
sem ákvæði sem hún átti að skýra
áttu þá að koma til framkvæmda.
Þetta hefur valdið verulegu tjóni
sem nú þarf að sækja með dóms-
máli á hendur ráðuneytinu f.h. rík-
isins. Fyrirtæki í landinu þurfa að
hlíta ákvæðum laga og reglugerða
að viðlögðum sektum, en lögin
gilda jafnt um alla, þ. á m. stjórn-
sýsluna. Þótt vitað sé að töluverð-
ur fúaviður sé í starfsliði ríkisins
þá er þar líka afbragðsfólk. Það er
m.a. þetta fólk sem stundum fær
nóg og lekur upplýsingum um
ótrúleg afglöp og óstjórn innan
kerfisins til fjölmiðla. Nú vonast
þjóðin til að Alþingi hysji upp um
sig buxurnar með vandaðri af-
greiðslu stjórnarskrár og fleiri
mála. Jafnframt er mikilvægt að
stjórnarráðið sé sett á sinn stað
sem þýðir að þar eiga menn að
hlýða lögum eins og aðrir og vinna
vel í þágu þjóðarinnar. Og, – við
skulum öll flagga næsta opinbera
fánadag.
Með lögum skal …
Eftir Sigurð
Jónsson
» Það kemur sífellt
betur í ljós hversu
stjórnsýslan fer sínu
fram og hundsar allt og
alla þegar vanhæfi
hennar eða hagur býður
svo.
Sigurður Jónsson
Höfundur er áhugamaður um aukna
notkun þjóðfánans.
LINNETSSTÍG 2 | SÍMI: 565-4854
Mánudag - Föstudag 11:00 - 18:00 | Laugardagur 11:00 - 14:00
Handsmíðað í Hafnarfirði síðan 1993
Svartur demantur 1.00 ct
6stk 0.02ct f/vs1 demantar
14k gull
www.s i ggaog t imo . i s