Morgunblaðið - 03.11.2012, Blaðsíða 34
34 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2012
Þjónusta þjóðkirkj-
unnar við kirkjusókn-
ir miðast við fjölda
íbúa í sóknum. Í vax-
andi kirkjusóknum
fer fram uppbygging
og sífelld endurnýjun
hinnar lifandi kirkju,
sér í lagi í barna-,
unglinga og ferming-
arstarfi sem á sér
stað í samstarfi við fjölskyldurnar
og heimilin í landinu. Bú-
setumynstrið í landinu hefur
breyst mikið á síðustu áratugum.
Fjölskyldur hafa flutt búferlum og
nýjar sóknir hafa verið stofnaðar í
nýjum byggðakjörnum.
Breytingar á búsetumynstri
kalla eðlilega á breytingar í
sóknaskipaninni og er það verk-
efni kirkjustjórnarinnar að bregð-
ast markvisst við og halda uppi
viðunandi þjónustustigi þar sem
fólkið er og draga saman seglin
þar sem þjónustuþörfin dvínar.
Ennfremur er þjóðkirkjan kölluð
til ábyrgðar í safnaðaruppbygg-
ingu þar sem breytingar verða á
högum fólks. Henni ber að leggja
sitt af mörkum og vera jákvætt fé-
lagsmótandi afl í heimabyggð
fólks, ekki síst fyrir aðflutta sem
eru að fóta sig í nýju samfélagi.
Þjónusta presta er miðuð við að
hver prestur nái að hámarki að
þjóna um fjögur þúsund íbúa
byggð. Fjölgi í sóknunum er ann-
aðhvort um að ræða að fjölga
prestum eða sóknum er skipt.
Standi hver einstakur prestur
frammi fyrir þjónustu við fjöl-
mennari byggðir en sem nemur
þessum fjölda bitnar það á öllum
þáttum starfsins sem og prest-
inum sjálfum.
Sjálfgefið er að verkefni eins og
safnaðaruppbygging, barna- og
fermingarstarf fari halloka þegar
þjónustuþörfin verður meiri en að
presturinn kemst yfir – því mörg-
um öðrum verkefnum presta er
einfaldlega ekki komist hjá að
sinna. Þannig fjarar undan safn-
aðaruppbyggingu og samfara
auknu álagi blasir við prestinum
kulnun í starfi og safnaðar-
uppbyggingin molnar vegna lítillar
endurnýjunar. Mikilvægt starf
meðal yngri fjölskyldna dvínar og
börn og unglingar fara á mis við
þjónustu sóknarkirkjunnar.
Margir nýir/ungir söfnuðir berj-
ast í bökkum hvað varðar safn-
aðaruppbyggingu þar sem fjölgun
prestsembætta helst nær und-
antekningalaust ekki í hendur við
fjölgun íbúa.
Í Reykjavík hefur Grafarvogs-
hverfi vaxið hvað hraðast, en þar
hefur sóknin fengið að vaxa með
hverfinu í stað þess að vera skipt
upp eftir því sem sóknarbörnum
fjölgar. Þetta starf tekur sífelldum
breytingum í aðlögun að nýjum
hópum barna. Nýverið skipti einn
presta Grafarvogssóknar um
starfsvettvang að eigin frum-
kvæði. Það lá beint við að bregð-
ast hratt við til að tryggja sam-
fellu í þjónustunni með því að ráða
prest til afleysinga og auglýsa
laust starf til umsóknar til að
koma í veg fyrir þjónustufall.
En í stað þess að bregðast við
þessum aðstæðum þá fer kirkju-
ráð fram á að meta þörfina fyrir
viðkomandi prestembætti upp á
nýtt og frestar því að auglýsa
embættið laust til umsóknar.
Þetta væri vel skiljanlegt ef það
hefði orðið stórfelld fækkun á bú-
setu í sókninni, en því er ekki svo
farið. Meðan þetta ástand varir er
mikið álag á prestunum sem til
staðar eru og safnaðaruppbygg-
ingar-, barna- og fermingarstarf
verður fyrir röskun á mjög
óheppilegum tíma, í upphafi vetrar
og búið að skipuleggja starfið m.v.
fjóra presta fram á næsta vor.
Á svæði Grafarvogssóknar búa
vel yfir átján þúsund íbúar. Við-
miðið um að hver prestur nái að
þjóna fjögur þúsund íbúum þýðir
að sex þúsund íbúar Grafarvogs
eru nú án þjónustu prests. Þessu
má líkja við að enginn prestur
þjónaði prestakalli á stærð við Bú-
staðasókn. Þetta þýðir að þjón-
ustan fer úr því að vera 11% undir
viðmiðum í 33% undir viðmiðum
sem er óviðunandi þjónustuskerð-
ing. Þess má geta að þessi hópur
án þjónustu í
Grafarvogssókn er fjölmennasta
kirkjusókn landsins. Yfirstjórn
þjóðkirkjunnar sendir með þessu
slæm skilaboð til sóknarbarna í
Grafarvogssókn. Meðan þetta
ástand varir er fall í þjónustu sem
sóknarbörnin eiga tilkall til í sam-
ræmi við hlutverk og skyldur
þjóðkirkjunnar, í öllum sóknum
landsins, jafnt fyrir alla lands-
menn.
Það er mikilvægt fyrir kirkju-
þing að veita yfirstjórn kirkjunnar
aðhald í stjórnaraðgerðum þess og
móta stefnu um þjónustu við sókn-
ir þjóðkirkjunnar. Þjóðkirkju-
stjórninni ber að marka skýra
stefnu um forgangsröðun og við-
mið um hvernig þjóðkirkjan rækir
þjónustu við sóknirnar sem tryggi
að engum verði mismunað eftir
búsetu. Það er í anda Lúterskrar
evangelískrar kirkju að stefnan
taki mið af sóknarbörnum. Meðan
látið er hjá líða að móta skýra
stefnu er hætt við að hentistefna,
stjórnleysi og hagsmunapot ríki
þegar ýmsir þættir í innviðum
þjóðkirkjunnar taka breytingum.
Skírnarskipunin um útbreiðslu
fagnaðarerindisins um Jesú Krist
á erindi til kirkjuþings hér: –
„Farið því og gerið allar þjóðir að
lærisveinum og sjá ég mun vera
með ykkur allt til enda veraldar.“
Beina á sjónum að sóknarbörn-
unum sem koma við sögu, að
mestu börn sem verða útundan í
þjónustunni. Þjóðkirkjan stendur
ekki fyrir sérhagsmunum, – þar
eru allir jafnir. Þjóðkirkjustjórn
og kirkjuþing sem snýr baki við
fólki í fjölmennasta barnasöfnuði
landsins er á rangri leið og ávinn-
ur sér ekki traust kirkjunnar,
fólksins í söfnuðunum, með því.
Þjónustuna ber að verja.
Kirkjuþingi ber
að verja þjónustu
þjóðkirkjunnar
Eftir Björn Erlings-
son og Bjarna Kr.
Grímsson
Bjarni Kr. Grímsson
» Fækkun prestsemb-
ætta í Grafarvogi
þýðir að sóknin verður
33% undir þjónustu-
viðmiði þjóðkirkjunnar.
Niðurskurður sem bitn-
ar á þeim sem síst
skyldi.
Björn er safnaðarfulltrúi Grafarvogs-
kirkju. Bjarni Kr. er formaður sókn-
arnefndar Grafarvogskirkju.
Björn Erlingsson
Þegar hin svokallaða
„útrás“ reis hæst voru
gömlu og góðu gildin,
sem jafnan eru kennd
við íhald, vart merkj-
anleg í stefnu og tali
forystumanna Sjálf-
stæðisflokksins.
Afleiðingin var sí-
vaxandi lausung á öll-
um sviðum samfélags-
ins og brjálæðisleg
græðgi í fjármálalífi þjóðarinnar.
Græðgin, ein af dauðasyndunum
sjö, er söm við sig — á öllum tímum
og hver svo sem þjóðfélagsgerðin er.
Besta leiðin til að hafa taumhald á
henni er að efla kristilegt siðgæði, en
segja má að það sé undirstaða hinna
gömlu og góðu gilda.
Því miður hafði kristilegu siðgæði
hnignað mjög með íslensku þjóðinni
þegar hrunadansinn stóð sem hæst.
Í upphafi útrásarskeiðsins vakti
þjóðarathygli þegar forsætisráð-
herra landsins, Davíð Oddsson, tók
sparnað sinn út úr einum bankanum
og vitnaði í Passíusálmana. Þetta var
ákall um að þjóðin sýndi í verki
skömm sína á siðspilltu framferði
hinna uppivöðslusömu fésýslu-
manna.
Því miður svaraði þjóðin ekki því
ákalli.
Svipaða sögu er að segja frá öðr-
um vestrænum löndum. Taumlaus
græðgi setti fjármálakerfi Vest-
urlanda á hliðina, eins og svo oft áður
hefur gerst í fjármálasögu heimsins.
Tæknilegar skýringar á orsökum
alþjóðlegu fjár-
málakreppunnar —
gnótt af lánsfé, of lágir
vextir, ætluð rík-
isábyrgð á bandarísk-
um undirmálslánum
o.s.frv. — hrökkva
skammt ef „græðgin“
er ekki höfð með í
dæminu.
Í hefðbundinni
bankastarfsemi er
reynt að búa svo um
hnútana að banka-
starfsmenn freistist
ekki til að ganga græðginni á hönd.
Því miður var öllum gömlum og góð-
um gildum í bankarekstri kastað fyr-
ir róða í hrunadansi fjármálakerf-
isins á upphafsárum 21. aldar.
Eitt vestrænt ríki var gagnrýnt
mjög fyrir íhaldssama bankalöggjöf
á þessum árum. Var ekki laust við að
ríki þetta væri haft að háði og spotti
meðal hinna kokhraustu banka-
manna sem stigu hrunadansinn hvað
ákafast. Þetta ríki var Kanada.
Það þarf auðvitað ekki að spyrja
að því að bankar í Kanada komu
langbest allra banka í heiminum út
úr fjármálakreppunni.
Hin gömlu og góðu gildi eru und-
irstaða farsældar jafnt í veraldlegum
sem andlegum efnum.
Fall íslensku bankanna hefur ekk-
ert með stefnu Sjálfstæðisflokksins
að gera. Í hugmyndafræði sjálfstæð-
ismanna felst ekki taumlaus græðgi
eða að farið sé á svig við lög og góða
siði.
Síðustu sveitarstjórnarkosningar
sýna glöggt að sjálfstæðisstefnan
höfðar enn til landsmanna. Það er
því víðs fjarri að hrun bankanna hafi
dæmt hugmyndafræði Sjálfstæð-
isflokksins úr leik eins og vinstri
menn og sumir álitsgjafar hafa reynt
að halda að fólki.
Bakfiskurinn í hugmyndafræði
sjálfstæðismanna eru hefðbundin
íhaldsgildi með frjálslyndu ívafi. Þar
ber hæst traust, ábyrgð, góða dóm-
greind, efahyggju og varðstöðu um
siði og venjur sem reynst hafa þjóð-
inni vel í aldanna rás ásamt með vilja
til að breyta og bæta í ljósi reynsl-
unnar.
Sjálfstæðismenn! Sjáum til þess í
væntanlegum prófkjörum að Sjálf-
stæðisflokkurinn tefli fram fólki sem
hægt er að treysta í hvívetna, fólki
með báða fætur á jörðinni sem lætur
ekki loftkastalasmiði rugla sig í rím-
inu og býr yfir sterkri siðferðiskennd
og ríkri ábyrgðartilfinningu.
Búum svo um hnútana að traust,
ábyrgð og heilbrigð skynsemi, ásamt
djúpum skilningi á íslenskum að-
stæðum, verði á ný hugrenninga-
tengslin sem fólk tengir ósjálfrátt
Sjálfstæðisflokknum.
Ísland þarf á því að halda.
Sjálfstæðisflokkurinn,
hrunið og gömlu, góðu gildin
Eftir Jakob F.
Ásgeirsson » Sjáum til þess í
væntanlegum próf-
kjörum að Sjálfstæð-
isflokkurinn tefli fram
fólki sem hægt er að
treysta í hvívetna...
Jakob F. Ásgeirsson
Höfundur er rithöfundur og útgef-
andi.
KORTIÐ GILDIR TIL
31. janúar 2013
– MEIRA FYRIR ÁSKRIFENDUR
MOGGAKLÚBBURINN
Áskrifendur Morgunblaðsins eru sjálfkrafa meðlimir í Moggaklúbbnum og njóta ýmissa fríðinda og tilboða.
Hægt er að fylgjast með hvað er í boði hverju sinni á mbl.is/moggaklubburinn og fá tilboðin send í tölvupósti
með því að skrá sig á mbl.is/postlisti Hafðu samband í síma 569 1100 eða askrift@mbl.is hafi Moggaklúbbskortið ekki borist þér.
FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT Á MBL.IS/ASKRIFT
EÐA Í SÍMA 569 1100
33% AFSLÁTTUR Á GISTINGU FYRIR
TVO Á HÓTEL GRÍMSBORGUM
MOGGAKLÚBBUR
Hótel Grímsborgir er staðsett á glæsi-
legum stað við Sogið í Grímsnesi.
Um 45. mín akstur er frá Reykjavík.
Tveir gistimöguleikar eru í boði:
Hægt er að bóka tilboðið allar gisti-
nætur nema laugardaga á tímabilinu
17. október - 21. desember 2012 og frá
1. janúar - 15. mars 2013.
Gefa þarf upp kennitölu áskrifanda og
taka fram að um Moggaklúbbstilboð
sé að ræða.
Bókaðu á info@grimsborgir.com eða
í síma 555 7878.
• Gisting í 56 fm íbúð með tveimur svefn-
herbergjum, stofu og baðherbergi, með
sturtu. Fjórir geta bókað saman og deilt
íbúð ef óskað er eftir því.
• Tveggja manna hótelherbergi, með
hjónarúmi og baðherbergi, með sturtu.
Fullt verð: 29.600 kr.
Moggaklúbbsverð: 19.900 kr.
m/morgunverðarhlaðborði