Morgunblaðið - 03.11.2012, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 03.11.2012, Qupperneq 35
UMRÆÐAN 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2012 En svo verður það þitt að meta, kjósandi góður, hvort þú viljir leggja traust þitt og at- kvæði á mig. Ég er þátttakandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi þann 10. nóvember nk. Ég tel mig eiga erindi í stjórnmál vegna víð- tækrar starfsreynslu og einnig menntunar á sviði mannlegra sam- skipta. Ég hef starfað í barnavernd- arnefnd og félagsmálaráði og veit að margir eiga um sárt að binda í okkar þjóðfélagi. Ég veit líka hvernig er að vera lítill atvinnurekandi með öllu sem því fylgir. Að bjóða sig fram til pólitískra starfa í dag er stundum líkt við eitt- hvert stundarbrjálæði viðkomandi. Hvernig dettur nokkrum einstaklingi í hug að leggja sig á vogarskálar al- menningsálits, í samfélagi þar sem ríkir mikið vantraust á stjórnvöldum? Við erum rétt að hefja ferð okkar inn í nýja tíma. Enn ríkir óvissa um lögmæti gengistryggða lána og hvernig fer með lögmæti verðtrygg- ingar á neytendalánum. Enn ríkir uppnám vegna skuldavanda heim- ilanna í landinu og margra fyr- irtækja. Yfir okkur hangir snjó- hengja erlends fjármagns sem sagt er að vilji komast úr landi við afnám gjaldeyrishafta. Við búum við höft og í lokuðu hagkerfi þar sem samkeppn- isumhverfi fyrirtækja er illa skekkt. Núverandi ríkisstjórn hefur sýnt sig ófæra eða óviljuga til að leysa vandann. Hún hefur þá einu lausn að hækka skatta á öllum almenningi en heldur sinni eftirlaunaauðlegð fyrir utan skatta. Enginn ráðherra í rík- isstjórninni hefur nokkru sinni þurft að taka ábyrgð á rekstri eða starfs- fólki. Við erum lokuð inni með skuldir heimila og fyrirtækja sem þurfa að borga af stökkbreyttum lánum og eiga því í al- gerum forsendubresti við lánastofnanir. Hing- að þora ekki erlendir fjárfestar að koma með óþreyjufullt fjármagn sem vill komast inn þar sem að gestkomandi augu sjá hversu auðugt þetta land okkar raun- verulega er ef það gæti treyst stjórn- völdum landsins. En núverandi rík- isstjórn hefur rúið okkur trausti og skaðað álit landsins til lengri tíma. Ég býð mig fram til þjónustu því það er verk að vinna. Ég býð mig fram Eftir Karen Elísabetu Halldórsdóttur Karen Elísabet Halldórsdóttir »Núverandi ríkis- stjórn hefur sýnt sig ófæra eða óviljuga til að leysa vandann. Höfundur er varabæjarfulltrúi, MS í mannauðsstjórnun og BA í sálfræði. - með morgunkaffinu Eitt af höf- uðáhersluatriðum í kosningabaráttu minni fyrir prófkjörið í Suð- vesturkjördæmi (Kraganum) laug- ardaginn 10. nóv- ember snýr að grund- vallarlögmáli heilbrigðrar efnahags- starfsemi sem ég vil ýta undir hér á landi í ríkara mæli en nú er, með eftirfarandi orð Jóns Þorláks- sonar, fyrsta formanns Sjálfstæð- isflokksins, að leiðarljósi: „Sá sem vill leita eftir efnalegri velgengni fyrir sjálfan sig verður að gjöra það með því fyrst og fremst að leit- ast við að fullnægja sem bezt þörf- um annarra.“ Við Íslendingar þurfum að taka þessi orð Jóns Þorlákssonar til eft- irbreytni en því miður eru alltof margir í okkar þjóðfélagi tilbúnir að maka krókinn ef þeir komast í aðstöðu til þess á kostnað annarra. Hér er þörf á hugarfarsbreytingu og þar á Sjálfstæðisflokkurinn að vera í fararbroddi. Aukin verðmætasköpun Við þurfum að leggja okkur öll fram sjálfstæðismenn um að ná sem bestum árangri í kosningunum í apríl næstkomandi. Æskilegt væri að flokkurinn státaði af að minnsta kosti 25 manna þingflokki og að næsta ríkisstjórn verði mynduð undir forystu flokksins. Strax verður að hefj- ast handa við að koma atvinnulífinu aftur í fullan gang, meðal annars með því að virkja þar sem það er hagkvæmast. Með því að auka verðmætasköpun verða til fleiri störf og við eyðum atvinnu- leysinu sem nú er orðið landlægt. Nýjustu tölur, sem meira að segja forseti ASÍ tekur undir, sýna að það hafa ekki verið færri störf í landinu frá hruni en í dag og það segir allt um meintan árangur rík- isstjórnarinnar við hagstjórnina. Fjöldi fólks hefur flúið land, aðrir eru ekki lengur á atvinnuleysisskrá því réttur þeirra til atvinnuleys- isbóta er útrunninn. Við nýtum ekki krafta fólksins okkar og tæki- færin til þess að skapa hér aukna velsæld fara forgörðum. Skuldavandi fólks með húsnæð- islán sem lenti í hruninu er enn óleystur og þann vanda verðum við sjálfstæðismenn að hafa forystu um að leysa. Mörg dæmi eru um að fólk sem átti milljónir í eigin fé í fasteignum sínum og lenti í hruninu sitji nú uppi með neikvæða eiginfjárstöðu. Lánin hækka og hækka vegna aukinnar verðbólgu. Þetta getur ekki gengið svona. Skattastefna stjórnvalda er svo sér- kafli og eitt af fyrstu verkum nýrr- ar ríkisstjórnar verður að vinda of- an af ofsköttunaráráttu ríkisstjórnarinnar. Skattastefna hennar miðar að því að gera alla fátækari í stað þess að hvetja vinnufúsar hendur til að bæta hag sinn. Skylda að skila betra búi Skuldasöfnun ríkisins og út- þensla þess er orðin geigvænleg og með sama áframhaldi verður það bú sem við afhendum til næstu kynslóðar ekki sérlega sællegt. Það er að mínum dómi skylda hverrar kynslóðar að skila af sér betra búi en hún tók við til þeirrar næstu. Þegar ríkið er orðið svona stórt verður fjárþörf þess óseðjandi og skattgreiðendur þurfa að vinna fram yfir mitt ár til að borga reikn- inginn, ár eftir ár. Þegar svo er komið er löngu tímabært að staldra við og hugsa hlutina upp á nýtt. Stjórnmál eru tæki í höndum manna til að skapa skilyrði og stuðla að meiri lífshamingju ein- staklingsins eftir því sem það er á þeirra færi. Lífshamingjan felst þó ekki eingöngu í góðum lífskjörum þrátt fyrir að þau skipti miklu máli. Sjálfsímynd okkar sem þjóðar, tungumál og menning er líka und- irstaða hagsældar okkar. „Fortíðin varðar miklu, nútíðin meiru, en mestu þó framtíðin,“ sagði Ólafur Thors, fyrrverandi for- maður Sjálfstæðisflokksins. Með þetta hugfast beini ég sjónum mín- um fyrst og fremst fram á veginn og geng ótrauð til verka við að styðja bætt umhverfi fyrir efna- hagslegar framfarir með blómlegu atvinnulífi, fái ég til þess braut- argengi. Góð orð Jóns Þorlákssonar Eftir Elínu Hirst Elín Hirst » „Sá sem vill leita eft- ir efnalegri vel- gengni fyrir sjálfan sig verður að gjöra það með því fyrst og fremst að leitast við að fullnægja sem bezt þörfum ann- arra.“ Höfundur óskar eftir stuðningi í 3. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suð- vesturkjördæmi í prófkjörinu 10. nóv- ember nk. Faxafeni 14 - 108 Reykjavík - Sími 551 6646 Opið virka daga frá 10 -18 og laugardaga frá 11-15 gisting.dk 499 20 40 (Íslenskur sími) 32 55 20 44 (Danskur sími) Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 900 Kaupmannahöfn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.