Morgunblaðið - 03.11.2012, Síða 36
36 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2012
Kjaranefndin minn-
ir á, að kjara-
málanefnd LEB og
kjaranefnd FEB sam-
þykktu 9. desember
2011, að markmið end-
urskoðunar laga um
almannatryggingar
ætti að vera að bæta
kjör aldraðra (og ör-
yrkja). Sú tillaga, sem
starfshópur um endurskoðun al-
mannatrygginga hefur samþykkt
um málefni aldraðra, felur ekki í sér
neinar beinar kjarabætur til handa
öldruðum heldur sameiningu bóta-
flokka án kjarabóta og lítilsháttar
breytingu á tekjutengingum. Kjara-
nefnd FEB óttast, að stjórnvöld
ætli að hafa af öldruðum réttmætar
kjarabætur og hyggist vísa í endur-
skoðun almannatrygginga í staðinn.
Kjaranefndin bendir á, að enn hafa
stjórnvöld ekki afturkallað kjara-
skerðingu aldraðra og öryrkja frá 1.
júlí 2009 enda þótt því væri lýst yfir,
þegar kjaraskerðingin tók gildi, að
hún ætti að vera tímabundin.
Þá hafa kjör aldraðra ekki enn
verið leiðrétt vegna kjaraskerð-
ingar og kjaragliðnunar krepputím-
ans. En eins og kjaranefnd hefur
áður tekið fram þarf lífeyrir aldr-
aðra að hækka um a.m.k. 20% til
þess að ná þeirri hækkun sem varð
á kaupi láglaunafólks á umræddu
tímabili. Kjaranefndin krefst þess,
að kjaraskerðingin frá 1. júlí 2009
verði þegar í stað afturkölluð og líf-
eyrir aldraðra hækkaður um 20% til
þess að uppfylla ákvæði laga um, að
lífeyrir aldraðra og öryrkja hækki
hliðstætt hækkun launa og verð-
lags.
Eldri borgarar drógust aftur
úr launþegum
Þessi ályktun var samþykkt í
kjaranefnd Félags eldri borgara í
Reykjavík 7. september sl. Stjórn-
völd vísa alltaf í endurskoðun TR,
þegar þau eru innt eftir kjarabótum
til handa öldruðum og öryrkjum.
Allt bendir til þess, að ríkisstjórnin
ætli að hafa af öldruðum réttmætar
kjarabætur. Ríkisstjórnin hefur enn
ekki afturkallað kjaraskerðinguna,
sem tók gildi 1. júlí 2009 en þá var
því lýst yfir, að sú kjaraskerðing
væri tímabundin og voru 3 ár nefnd
í því sambandi. 3 ár voru liðin 1. júlí
sl. Ríkisstjórnin hefur heldur ekk-
ert gert til þess að leiðrétta þá
kjaraskerðingu sem aldraðir og ör-
yrkjar urðu fyrir á krepputímanum.
Frá ársbyrjun 2009 til 2012 urðu líf-
eyrisþegar fyrir verulegri kjara-
skerðingu. Lágmarkslaun hækkuðu
um 48 þús. kr. á mánuði eða um 33%
en á sama tímabili hækkaði lífeyrir
aldraðra um 23 þús. kr. á mánuði
eða um 12,8%. Til þess að leiðrétta
þessa kjaraskerðingu og kjaragl-
iðnun þarf að hækka lífeyri eldri
borgara um 20%.
Stór hópur aldraðra sviptur
grunnlífeyri
Þegar kjör aldraðra og öryrkja
voru skert 1. júlí 2009, var stór hóp-
ur lífeyrisþega sviptur grunnlífeyri.
Yfir 5000 eldri borgarar urðu þá
fyrir kjaraskerðingu. Það var farið
að reikna greiðslur úr lífeyrissjóði
með tekjum með útreiknings grunn-
lífeyris. Þetta var mjög ranglát ráð-
stöfun. Hún þýddi það, að stór hóp-
ur lífeyrisþega sem hafði greitt til
almannatrygginga,
beint og óbeint, alla
sína starfsævi, datt al-
veg út úr almanna-
tryggingakerfinu og
fær ekki krónu úr kerf-
inu síðan. Eldri borg-
arar og öryrkjar hafa
litið svo á að grunnlíf-
eyrir væri heilagur og
ekki mætti hreyfa við
honum. Það var því
mikið áfall, þegar hann
var afnuminn.
Endurskoðun TR: Engar bein-
ar kjarabætur – sáralitlar
óbeinar
Færir endurskoðun almanna-
trygginga lífeyrisþegum einhverjar
beinar kjarabætur? Svarið er nei.
Endurskoðunin færir lífeyrisþegum
engar beinar kjarabætur, aðeins
hagræðingu. Það verður örlítil
breyting á tekjutengingum næsta
ár en þær skipta litlu sem engu
máli. Einhleypur ellilífeyrisþegi
sem hefur 70 þús. kr. á mánuði úr
lífeyrissjóði fær 4000 kr. meira á
mánuði frá almannatryggingum
næsta ár vegna endurskoðunar al-
mannatrygginganna. Það eru öll
ósköpin. Hjá þeim sem hafa at-
vinnutekjur er ávinningurinn eng-
inn næsta ár. Hjá ellilífeyrisþega
sem hefur 30 þús. kr. á mánuði í at-
vinnutekjur er „ávinningurinn“ 6
þús. kr. á mánuði næsta ár en það er
minna en frítekjumarkið er í dag hjá
þeim sem hafa atvinnutekjur. Frí-
tekjumarkið er 40 þús. kr. á mánuði
í dag þannig að 6 þús. krónurnar
skipta engu máli. Og frítekjumarkið
vegna atvinnutekna var 110 þús. kr.
á mánuði fram til 1. júlí 2009 þ.e. áð-
ur en kjaraskerðingin átti sér stað.
Það er því mikilvægara að aft-
urkalla kjaraskerðinguna frá 1. júlí
2009 en að fá niðurstöðu endurskoð-
unar almannatrygginga. Ef eldri
borgari hefur 70 þús. kr. á mánuði í
fjármagnstekjur er nettóávinningur
6 þús. kr. á mánuði. Það vigtar ekki
mikið.
Svikist um að afturkalla
kjaraskerðinguna
Það er alveg orðið ljóst að rík-
isstjórnin er að humma það fram af
sér að veita eldri borgurum og ör-
yrkjum réttmætar kjarabætur. Það
er ekki einu sinni verið að afturkalla
þá kjaraskerðingu sem lofað var að
yrði afturkölluð. Og ríkisstjórnin
skýtur sér á bak við endurskoðun
almannatrygginganna og segir við
lífeyrisþega, þegar þeir biðja um
kjarabætur: Þið fáið endurskoðun
almannatrygginga. Þið fáið færri
bótaflokka. Aldraðir og öryrkjar
kaupa ekki mat, klæði og húsnæði
fyrir hagræðingu bótaflokka. En
það hefur tekist að blekkja suma
með því að gefa í skyn, að endur-
skoðun almannatrygginganna feli í
sér beinar kjarabætur en svo er
ekki eins og sýnt hefur verið fram á
í þessari grein.
Ríkisstjórnin hefur
af öldruðum rétt-
mætar kjarabætur
Eftir Björgvin
Guðmundsson
Björgvin Guðmundsson
» .. tillagan (um endur-
skoðun TR) felur
ekki í sér neinar beinar
kjarabætur til handa
öldruðum heldur sam-
einingu bótaflokka án
kjarabóta.
Höfundur er viðskiptafræðingur og
formaður kjaranefndar FEB
...alveg með’etta
Fylgir Morgunblaðinu alla fimmtudaga
Miðstöð innan-
landsflugs á áfram að
vera á Reykjavík-
urflugvelli í Vatns-
mýrinni. Þessari
kröfu eru flestir íbúar
landsbyggðarinnar
sammála og könnun
sem gerð var nýlega
sýndi að 82% íbúa
höfuðborgarsvæðisins
eru sama sinnis.
Ástæðurnar eru
margar en væntanlega er ein af
aðalástæðunum nálægð við Land-
spítalann.
Á síðasta ári eða árið 2011 voru
sjúkraflugferðir 476 og flogið var
með yfir 500 sjúklinga til Reykja-
víkur. Tveir af hverjum þremur
sjúklingum voru fluttir á Land-
spítalann til aðhlynningar og því
er það nauðsynlegt að flugvöll-
urinn verði staðsettur í nálægð við
best útbúna sjúkrahús landsins
því oftar en ekki er þetta spurning
um mínútur. Í vikunni mátti sjá
frétt á mbl.is að nú þegar hefðu
417 sjúklingar notið þjónustu
sjúkraflugsins og árinu er ekki
lokið.
Miðstöð innanlandsflugs
og stjórnsýsla landins til
Keflavíkur?
Einhverjir hafa bent á að færa
eigi miðstöð innanlandsflugsins til
Keflavíkur sem þýðir í mínum
huga að þá þarf einnig að færa
starfsemi og uppbyggingu Land-
spítalans þangað. Það er vissulega
möguleiki ef starfsfólk spítalans
og höfuðborgarbúar eru tilbúnir
til þess. Þá má búast við að önnur
þjónusta muni færast nær flug-
vellinum. Þetta er vissulega mögu-
leiki.
Nýverið kom fram
skýrsla um áhrif þess
að færa miðstöð inn-
anlandsflugs úr
Vatnsmýrinni til
Keflavíkur. Meginnið-
urstöður skýrslunnar
gefa til kynna að sam-
göngur innanlands
verða, með aðgerð-
inni, dýrari og óhag-
kvæmari kostur fyrir
samfélagið. Endur-
skoða þyrfti sam-
kvæmt skýrslunni nú-
verandi fyrirkomulag
allrar stjórnsýslu landsins, meta
aðgengi og skipuleggja upp á nýtt
uppbyggingu hennar á lands-
byggðinni. Í stuttu máli ef flug-
völlurinn verður færður úr Vatns-
mýrinni mun höfuðborgin
einangra sig frá landsbyggðinni.
Það er hægt að slengja fram
hugmyndinni um að landsbyggð-
arfólk vilji hafa flugvöllinn áfram í
Vatnsmýrinni vegna nálægðar við
miðbæinn eins og einn borg-
arfulltrúi Reykjavíkur hefur leyft
sér að segja. Það getur verið
ágætis rökstuðningur í sjálfu sér
enda hefur miðbær höfuðborg-
arinnar upp á margt að bjóða því
landsbyggðarfólki sem vill njóta
þess sem þar er að finna, m.a.
verslanir og afbragðs veit-
ingastaði.
Öryggi heilbrigðisþjónustu
En aftur að kjarna málsins. Það
er ekki einungis sjúkraflugið, sem
oftast nær fer með sjúklinga í
bráðameðferð, sem nauðsynlega
þarf á nálægð flugvallarins við
Landspítala að halda. Það er fjöld-
inn allur af sjúklingum sem sækir
meðferð á sjúkrahúsið. Fólk sem
þarf í ýmiskonar meðferð vegna
krabbameins, kransæðasjúkdóma,
sérhæfðra skurðaðgerða og fleiri
dæmi væri örugglega hægt að
nefna. Staðsetning sjúkrahússins
við innanlandsflugvöll skiptir öllu
máli.
Miðstöð innanlandsflugs
til Akureyrar?
Ég fékk einu sinni þá hugmynd
í kollinn að færa ætti miðstöð inn-
anlandsflugsins til Akureyrar.
Nýbúið er að lengja flugbrautina
og aðstæður með ágætum. Flug-
stöðina má stækka þar sem pláss
er til þess og tillögur að stækkun
liggja nú þegar á borðinu. Á sama
tíma ætti að færa og byggja upp
starfsemi Landspítala – háskóla-
sjúkrahúss við Fjórðungssjúkra-
húsið á Akureyri. Þar er einnig
nægt landrými fyrir uppbyggingu
sjúkrahúss og Háskólinn á Ak-
ureyri rétt hjá. Almennings-
samgöngur eru til fyrirmyndar,
frítt er í strætó og næg leik-
skólapláss svo eitthvað sé nefnt.
Mörgum finnst þetta galin hug-
mynd og það getur vel verið en
hvað á þá að segja um hugmyndir
þeirra sem vilja miðstöð innan-
landsflugsins burt úr Reykjavík,
frá Landspítala – háskólasjúkra-
húsi.
Eftir því sem ég best veit er
enginn að ræða um að flytja þá
starfsemi burt úr höfuðborginni
Reykjavík, höfuðborg allra lands-
manna.
Flugfélag Íslands tilkynnir
brottför til Reykjavíkur?
Eftir Önnu Kol-
brúnu Árnadóttur » Staðsetning sjúkra-
hússins við innan-
landsflugvöll skiptir öllu
máli.
Anna Kolbrún Árna-
dóttir
Höfundur er sérkennari og býður sig
fram í 2. sæti á lista Framsókn-
arflokksins í NA-kjördæmi.
Í fölskvalausri að-
dáun minni á konum,
í virðingu fyrir þeim
og með þakklæti fyrir
þær, einkum með
móður mína og eig-
inkonu í huga, leyfi
ég mér að skerpa á
eftirfarandi atriðum:
Konur, þvílík
snilldarhönnun. Þær
geta margt í einu:
Unnið úti, stjórnað, hannað og
skipulagt. Alið upp saklaus börn
og klaufska eiginmenn. Þær geta
málað sig og snyrt, talað í síma,
bakað og straujað, ryksugað og
skúrað, þvegið þvotta, vaskað upp
og eldað, málað og flísalagt og
borið sig glæsilega um leið og þær
verkstýra heimilinu, heilu fyr-
irtækjunum og jafnvel þjóðfélög-
unum. Verið allt í öllu, nánast allt
í einu.
En karlmenn, hvað geta þeir?
Allavega ekki margt í einu og eru
sumir hverjir oft ekki annað en
umkomulaus einskis nýt sófadýr
sem engan hirði hafa.
Með völdin í veröldinni
Hversu dásamlegt yrði það ef
konurnar hefðu bara völdin í ver-
öldinni og stjórnuðu heiminum
með sínu kvenlega innsæi og fín-
lega eðli. Með hagsýni húsmóð-
urinnar að leiðarljósi, umhyggju
móðurinnar og þokka gyðjunnar.
Og verkstýrðu svo körlunum með
töfrum sínum af sinni alkunnu
mýkt. Yrði mannlífið ekki fegurra
og heimurinn betri? Því að þær
eru almennt ábyrgðarfyllri, næm-
ari á tilfinningar og skilningsrík-
ari.
Bara að þær taki
ekki upp á því að
beita aðferðum og
stjórnunarstíl karl-
manna eða hegða sér
og líta út eins og þeir.
Kannski eru það
eftir allt saman kon-
urnar sem stjórna
veröldinni þótt þær
sitji kannski illu heilli
ekki alltaf við endann
á stjórnarborðinu eða
í öllum ráðum eða
nefndum og fái því miður ekki
greitt fyrir framlag sitt í samræmi
við ábyrgð sína og áhrif.
Konur eru svo snilldarlega klók-
ar. Þær kunna nefnilega að koma
því þannig fyrir að leyfa körlunum
að finnast og láta þá halda að þeir
séu við stjórnvölinn. En flestar
vita betur innst inni, enda kannski
eins gott.
Áhrif konunnar
á mannkynssöguna
Konur eru algjörlega ómissandi.
Þær ganga með börnin okkar og
fæða þau. Sjálfur Guð valdi konu,
Maríu að nafni, til þess að koma
syni sínum, Jesú Kristi, sjálfum
frelsaranum í heiminn.
Og takið eftir því að það var
kona, sem einnig hét María, vin-
kona Jesú, sem forðum kom fyrst
að hinni tómu gröf. Hún hélt síðan
rakleiðis til vina hans, hinna svo-
kölluðu lærisveina, sem höfðu
safnast saman óttaslegnir og læst
sig inni vegna vonbrigða og
hræðslu. Hún sagðist hafa séð
Jesú upprisinn frá dauðum og
meira að segja talað við hann.
Frásögnin um upprisu Jesú Krists
frá dauðum sem er grundvöllur
kristinnar trúar byggist því á vitn-
isburði konu. Og takið eftir því að
konur þóttu varla marktækar í
samfélaginu fyrir tvö þúsund ár-
um.
Hlutverk konunnar í mannkyns-
sögunni er því einstakt og skiptir
mannkynið sköpum. Það er áhrifa-
ríkara og blessunarríkara en fólk
almennt gerir sér grein fyrir.
Sanngirni, virðing og reisn
Framlag og áhrif kvenna auðga
lífið og gera tilveruna ríkari.
Stöndum saman að því að uppræta
launamun kynjanna og að sjálf-
sögðu að vinna gegn ofbeldi gegn
konum og kúgun þeirra.
Gætum þess síðan að þær konur
sem komnar eru á lífeyrisaldur og
hafa ekki greitt í lífeyrissjóði
nema kannski að litlu leyti þar
sem þær voru heimavinnandi
stærstan part starfsævinnar fái
það metið í mannsæmandi lífeyr-
isgreiðslum við starfslok svo þær
fái lifað með eðlilegri reisn og
þjóðfélagið þannig komið fram við
þær af sanngirni og sjálfsagðri
virðingu.
Óður um konuna
Eftir Sigurbjörn
Þorkelsson » Þær konur sem
komnar eru á lífeyr-
isaldur fái metið að hafa
verið heimavinnandi
nær alla starfsævina svo
þær fái lifað með reisn
og sanngirni.
Sigurbjörn Þorkelsson
Höfundur er rithöfundur.