Morgunblaðið - 03.11.2012, Side 37

Morgunblaðið - 03.11.2012, Side 37
UMRÆÐAN 37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2012 Þrátt fyrir að allir bæjarfulltrúar Garða- bæjar féllust á sam- þykkt um að sameina skyldi Garðabæ og Álftanes reyndust 47% íbúa sem kusu vera því ósammála. Líkindi segja að ef nei-sinnar hefðu skipulagt sig tím- anlega og unnið með þeim fagmannlega hætti sem gert var þá hefði sameining verið felld. Lýðræðið tapaði á því að kjörnir fulltrúar bæjarbúa og embætt- ismenn tóku eindregna afstöðu. Samfylkingin og Fólkið í bænum tóku þar þátt. Það er mat undirrit- aðra að ekki hafi verið gætt hags- muna Garðbæinga í málflutningi. Því miður. Á kjördag tóku 2.822 Garðbæing- ar, 25% íbúa, ákvörðun um það fyr- ir hönd 11.500 Garðbæinga að greiða kröfuhöfum Álftaness 3,2 milljarða. Þessi ákvörðun getur reynst Garðbæingum dýrkeypt. Fram hjá því verður ekki komist að kynning og framsetning valkosta var einhliða. Vefurinn okkarval.is var vægast sagt á gráu svæði. Það er mál sem verður að draga lær- dóm af. En áfram skal haldið og þá er mikilvægt að tekið sé tillit til tæp- lega helmings Garðbæinga, sem höfnuðu sameiningu. Tryggja þarf að staðið verði að fullu við loforð forsvarsmanna Garðabæjar og Álftaness. Það er: a) Garðbæingar samþykktu að taka yfir 3,2 milljarða skuldir Álft- nesinga. Óháðir aðilar þurfa að staðfesta að 1. janúar 2013 komi að hámarki 3,2 milljarður af skuld Álftnesinga inn í sameiginlegan ársreikning nýja Garðabæjar. Garðbæingar samþykktu ekki opinn reikning fyrir kröfuhafa Álftaness í bæjarsjóð og útsvar Garðbæinga. Ef hærri skuld birtist hvað skal gera þá? b) Snorri Finnlaugsson fullyrðir að ekki þurfi að ráðast í fram- kvæmdir á Álftanesi næstu árin. Staðfesta þarf að svo verði. Ef framkvæma þarf hvað gerist þá? c) Ekki komi til skerðingar á þjónustu eða framkvæmdum í gamla Garðabæ á næstu árum. Finna þarf aðferð til að mæla sem upplýsir kjósendur. d) Álögur á Garðbæinga verði óbreyttar og engar hækkanir vegna samruna. Finna þarf aðferð til að mæla sem upplýsir kjósendur. Réttast væri nú að já-sinnar og nei-sinnar í Garðabæ ynnu saman að því að hér yrði það besta gert úr samrunanum fyrir íbúa Garða- bæjar. Setjum saman nefnd á jafn- réttisgrunni sem fer með eftirlit á samrunanum og sinnir ráðgjaf- arhlutverki svo þetta verði sem best úr garði gert. Ákvörðun um sameiningu er þegar tekin. Mik- ilvægasta ferlið er að hún verði hagkvæm, að kostir sameining- arinnar raungerist og að gallarnir verði lágmarkaðir. Nefnd valinna Garðbæinga, já- og nei-manna, tæki allt að 3ja ára skipunartíma eða til ársloka 2016 vegna þessa. Áskorun um samstarf Eftir Jón Árna Bragason og Braga Þorstein Bragason Jón Árni Bragason »Réttast væri nú að já-sinnar og nei- sinnar í Garðabæ ynnu saman að því að hér yrði það besta gert úr sam- runanum fyrir íbúa Garðabæjar. Jón Árni er verkfræðingur og Bragi er rekstrarhagfræðingur. Báðir eru íbúar í Garðabæ. Bragi Þorsteinn Bragason Allt fram á seinni hluta síðustu aldar þótti sjómönnum vont að fá skötusel í net sín. Flestir landsmenn fúlsuðu við þessum ljóta fiski og yfirleitt var honum hent. Skötuselurinn er vissulega með ljót- ari fiskum sem veiðast við Ís- landsstrendur en smátt og smátt tókst fólki að líta framhjá því og í dag er skötuselur borinn fram á fínni veitingahúsum bæjarins sem herra- mannsmatur. Eitt þekktasta dæmið á verald- arvísu um það hvernig viðhorf getur breytt virði hluta er ævintýrið um „gælugrjótið“ eða „Pet Rock“ sem gerðist á áttunda áratug síðustu ald- ar. Þar var á ferðinni Gary nokkur Dahl, amerískur markaðsmaður og yfirmaður á auglýsingastofu. Dahl þessi sat á spjalli við félaga sína eitt aprílkvöldið árið 1975 þegar talið barst að því umstangi sem fylgdi því að eiga gæludýr. Dahl nefndi í hálfkæringi að auðveldast væri hrein- lega að eiga grjót fyrir gæludýr – því þyrfti ekkert að sinna og uppihald þess kostaði ekki neitt. Stuttu seinna ákvað Dahl að setja hefðbundið fjöru- grjót í gjafaöskjur ásamt umhirðu- leiðbeiningum í gamansömum tón og á fáeinum mánuðum tókst Dahl að selja yfir eina og hálfa milljón af öskj- um með „gælugrjóti“. Þar með var hann orðinn milljónamæringur á því að selja grjót í gjafaöskjum! Það er öllum hollt að taka Dahl sér til fyrirmyndar og skoða tækifærin sem felast í verðlitlum hversdags- legum hlutum allt í kringum okkur. Um þessar mundir gefst framhalds- skólanemum gott tækifæri til þess því nú stendur yfir hugmynda- samkeppni þeirra á meðal sem geng- ur einmitt út á þetta: Að gera sem mest virði úr verðlitlum hlutum. Inn- ovit nýsköpunar- og frumkvöðlasetur hefur fengið hátæknifyrirtækið Mar- el og Samtök atvinnulífsins með sér í lið en saman standa þessir aðilar að Snilldarlausnum Marel – hugmynda- samkeppni framhaldsskólanema. Fyrir utan ánægjuna af því að skapa eru bestu hugmyndirnar verðlaun- aðar með peningaupphæðum sem vonandi skapa þessum ungu frum- kvöðlum tækifæri til frekari dáða. Á heimasíðu keppninnar snilldarlausn- ir.is er allt annað sem þarf að vita um hana. Hagsæld Íslands næstu áratugi byggist á nýsköpun, frjórri hugsun og framkvæmdagleði ungs fólks. Því er ekki seinna vænna en að hefjast handa strax í dag. STEFÁN ÞÓR HELGASON, framkvæmdastjóri Snilldarlausna Marel. Skötuselur og gælugrjót framtíðarinnar Frá Stefáni Þór Helgasyni Stefán Þór Helgason Bréf til blaðsins Aukablað alla þriðjudaga Hátún 6 105 Reykjavík Glæsileg Penthouse íbúð Stærð: 123 fm Fjöldi herbergja: 3 Byggingarár: 1961 Fasteignamat: 22.150.000 Opið hús MÁNUDAGINN 5.NÓV FRÁ KL 18:00 - 18:30 Verð: 39.900.000 RE/LIND KYNNIR: STÓRGLÆSILEGA, MIKIÐ ENDURNÝJAÐA 2-3 HERBERGJA ÚTSÝNISÍBÚÐ Á 9. HÆÐ (efstu hæð) VIÐ HÁTÚN 6 Í RVÍK. Eignin er skráð hjá FMR sem 88,5 fm, en samkvæmt nýjum teikning- um er eignin 123 fm að stærð. EIGNIN ER SÉRLEGA VEL HEPPNUÐ Í ALLA STAÐI. SJÓN ER SÖGU RÍKARI RE/MAX Lind - Hlíðasmára 6 - 201 Kópavogur - Sími 5107900 - www.remax.is Gunnar Valsson Sölufulltrúi 699-3702 gv@remax.is Þórarinn Jónsson Lögg. fast. hdl. 510-7900 thorarinn@remax.is TIL SÖLU HÓTEL HÖFN Á HORNAFIRÐI Hótelið er þriggja stjörnu, í rekstri allt árið, með 68 velbúnum herbergjum, með veitingasal, fundaraðstöðu, bar og á A la carde veitingastað sem hefur verið í farabroddi með hráefni úr héraði og humarinn sem aðalsmerki. Hér er er einstakt tækifæri til að eignast rótgróið og vel rekið hótel með öfluga viðskiptavild. Allar frekari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Fasteignasölunnar Inni, www.inni.is, sími 580-7915 Snorri Snorrason, lögg, fasteigna- og fyrirtækjasali INNI fasteignasala • Sími 580 7905 • www.inni.is ◆ Ársalir - fasteignamiðlun ◆ Ársalir - fasteignamiðlun ◆ Ársalir FASTEIGNAMIÐLUN Engjateigi 5, 105 Rvk 533 4200 Ársalir fasteignasala - fyrirtækjasala - leigumiðlun 533 4200 og 892 0667 Engjateigi 5, 105 Rvk MÁVAHRAUN HAFNARFIRÐI – Opið hús Björgvin Björgvinsson, löggiltur fasteignasali Til sölu gott 158 m² einbýlishús á einni hæð, með sambyggðum 40 m² bílskúr, við Mávahraun 1, Hafnarfirði. Húsið stendur á skjólsælum stað á hornlóð með fallegum garði og stórri verönd mót suðri. Áhugasamir velkomnir að skoða húsið í dag milli 14-16.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.