Morgunblaðið - 03.11.2012, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 03.11.2012, Qupperneq 38
38 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2012 ✝ Jón Ellert Stef-ánsson fæddist í Reykjavík 30. nóv- ember 1934. Hann lést á heimili sínu í Hjallatúni, Vík í Mýrdal, hinn 25. október 2012. Foreldrar hans voru Stefán Karls- son rafvirkjameist- ari, f. 10. maí 1913, d. 13. maí 1991, og Guðríður Kristjana Jónsdóttir húsmóðir, f. 13. ágúst 1910, d. 3. ágúst 1986. Systkini Jóns eru Þórdís Guðjónsdóttir, f. 21. sept- ember 1929, Karl Júlíus Stef- ánsson, f. 24. nóvember 1937 og Stefán Már Stefánsson, f. 14. desember 1945. Jón kvæntist hinn 26. júlí 1957 í Reykjavík Elísabetu Guðrúnu Ólafsdóttur, f. 23. maí 1930, d. f. 1955. Dætur þeirra eru: a) Karen Dröfn, f. 1980, m. Hannes Ingi Geirsson, börn þeirra: Ask- ur Hrafn, Una Kristjana og Kjartan Geir. b) Silja Rún, f. 1982, m. Stefán Geirsson, dætur þeirra: Melkorka Álfdís, Mar- grét Lóa og Kristjana Ársól. c) Mónika Elísabet, f. 1984, m. Daníel Ívar Jensson, börn þeirra: Ylfa Mjöll og Ýmir Jens. d) Írena Sif, f. 1992. 3) Ragnhildur Birna, f. 28. janúar 1962, gift Böðvari Bjarnasyni, f. 1962. Börn þeirra eru: a) Kristín Bjarnveig, f. 1982, m. Anton Kári Halldórsson, dæt- ur þeirra: Jódís Assa og Jórunn Edda. b) Jóhann Gunnar, f. 1987, m. Eyrún Elvarsdóttir, synir þeirra: Böðvar Snær og Sæþór Elvar. c) Snædís Sól, f. 1996. 4) Sveinn Ásgeir, f. 31. ágúst 1971, kona hans er Elísabet Valdi- marsdóttir Long, f. 1978. Synir þeirra eru: a) Logi, f. 1999, b) Valdimar, f. 2001, c) Jón Garpur, f. 2006, og d) Víkingur Ólafur Fjarki, f. 2010. Útförin fer fram frá Stórólfs- hvolskirkju á Hvolsvelli í dag, 3. nóvember 2012, kl. 14.30. 26. ágúst 2011. For- eldrar hennar voru Ólafur Björnsson, bóndi í Núpsdals- tungu, f. 20. janúar 1893, d. 19. ágúst 1982, og Ragnhild- ur Jónsdóttir, hús- móðir í Núpsdals- tungu, f. 15. október 1895, d. 18. júní 1986. Börn Jóns og El- ísabetar eru: 1) Ólafur Björn, f. 8. nóvember 1956, kvæntur Ragnheiði Lilju Harðardóttur, f. 1956. Börn þeirra eru: a) Kol- brún Dóra, f. 1976, m. Heiðar Már Hlöðversson, börn þeirra: Þóra Lilja, Atli Már og Guðrún Dóra. b) Hörður Ellert, f. 1979, m. Eydís Helena Evensen. 2) Kristjana Karen, f. 15. júlí 1958, gift Kjartani Má Benediktssyni, Pabbi, þetta er erfitt en ég má ekki vera kvíðin eins og þú sagðir. Nú ertu kominn til henn- ar mömmu og hún hefur eflaust tekið höfðinglega á móti þér. En minningar streyma um hugann, það er allur skalinn en efst standa þær góðu og ætla ég að varðveita þær. Það var gam- an að fylgjast með þér og mömmu eftir að þið fluttuð til Víkur, það fór svo vel um ykkur, ykkur var tekið svo vel og vel var hugsað um ykkur. Allar skemmtilegu heimsóknirnar, bíl- túrarnir og skreppitúrarnir hjá okkur til Vestmannaeyja, Þing- valla, Kirkjubæjarklausturs, Hvolsvallar og svo mætti lengi telja. Og svo rúntarnir um Vík, að skoða veðrið og hitastigið á upplýsingaskiltunum. Já, allt með fastri rútínu og allir hlutir á réttum stað. Og hvað þú náðir að dunda þér við, allt sem þú föndraðir svo tókst hverja klukkuna á fætur annarri, lagað- ir og stilltir, já, þú hafðir ótrú- lega styrkar hendur og góða sjón. Last allar fréttir og skoð- aðir allt mögulegt í tölvunni. Svo fylgdist þú vel með okkur öllum og ef þér fannst eitthvað langt á milli heimsókna hringdir þú til að athuga með okkur, barna- börnin og barnabarnabörnin hvort einhverjar fréttir væru og hvort allt væri nú ekki örugg- lega í föstum skorðum. Já, nú kveð ég þig, kæri pabbi, hvíldu í friði. Þín dóttir Ragnhildur (Ranka). Fallin eru frá með skömmu millibili þau heiðursjón Elísabet Ólafsdóttir og Jón Stefánsson. Þessi fögru sumarblóm sem öll- um vildu vel, glaðsinna, vel gefin og gestristin með afbrigðum. Ógleymanlegt var þegar ég birt- ist, með dóttur þeirra og æsku- ástinni minni henni Sjönu, hvað þau voru yndisleg. Með þessum fátæklegu orðum kveð ég þau með söknuði. En eftir stendur fagur blómagarður – afkomend- ur þeirra. Hvílið í friði. Kjartan Már Benediktsson. Notaðar bláar stórar 1,5 volta Hellesens sveitasímarafhlöður og bláir og gulir símavírar, breytilegt viðnám úr Sölunefnd varnarliðseigna sem við keypt- um og hátalari úr gömlu útvarpi sem við rifum og símadós úr síma, þetta allt tengt saman og ég sat tímunum saman og kall- aði í þig við og við og þú hjálp- aðir mér. Ég var bara sex eða sjö ára og fólk sem kom í heim- sókn og sá þessa víraflækju botnaði ekki neitt í þessu undra- leikfangi sem ég lék mér að tím- unum saman. Ég rifja þetta upp með bros á vör og gleðst yfir því að eiga þessar minningar um þig við að hjálpa mér með alla þessa tæknidellu sem ég greinilega erfði frá þér. Mér eru líka minn- isstæð öll þau tæki sem þú varst að gera við fyrir fólk úti um allt, sjónvörp, þvottavélar, símar, út- vörp og klukkur. Núna þegar þú ert farinn og ég hugsa um okkar líf saman þá er það þetta sem stendur upp úr. Það er kannski ágætt því að okkar samleið var víða þyrnum stráð og áttum við báðir okkar hlut í því. Það hefði svo oft get- að farið illa. Þetta er eins og ljúfsárt ævintýr sem hefur nú endað á góðan hátt. Ég get með sanni sagt að það var ekki neitt sem stóð út af borðinu þegar þú skildir við sáttur og ánægður í góðum höndum starfsfólks á Hjallatúni í Vík. Það varð til þess að ég átti góðar stundir með þér seinustu árin og strák- unum mínum fannst svo spenn- andi að hitta þig og sjá hvað þú vast að bauka, hvort heldur það var módelsmíði eða klukkuvið- gerð. Já, við Beta og strákarnir allir fjórir kveðjum þig með bros á vör og tár á kinn. Þinn sonur, tengdadóttir og sonarsynir Sveinn, Elísabet, Logi, Valdimar, Jón Garpur og Víkingur Ólafur. Afi Þú varst hin mikla hetja. Í baráttunni við brostinn mátt. Muntu nú alla hvetja. Að kveðja þig smátt og smátt. Nú ertu farinn til guðs. Og skilur eftir þig lítið ljós. Sem mun fylgja mér hvert sem ég fer. Sú minning sem ég ber. Aldrei gleymi að ég átti þig að. Þegar þú kvaddir okkur frá þessum stað. Á erfiðum tímum þú veitir mér styrk. Jafnvel þegar nóttin er myrk. Þú ert og munt alltaf vera. Sú hetja sem ég mun geyma í mínu hjarta. Þú munt ætíð vera hetjan mín bjarta. Þín Snædís Sól. Það er erfitt að kveðja þig, afi minn, en nú ert þú kominn til ömmu Elsu og mikið held ég að hún sé glöð að fá þig. Jórunn Edda langafastelpan þín hefur í hvert skipti sem við höfum farið að leiðinu hennar ömmu Elsu viljað grafa hana upp og fara með hana til langafa í Vík. En nú verðið þið saman á ný. Mig langar að rifja upp eitt- hvað af skemmtilegum og góð- um minningum sem ég og örugglega fleiri eigum um afa á Tindum. Afi fór alla morgna hjólandi á bláa hjólinu sínu í vinnu, fyrir allar aldir í frysti- húsið, klæddur lopahúfu með vettlinga með tveimur þumlum á og blárri úlpu með loðkraga. Þegar amma og afi fluttu á Hjal- latún í Vík, fékk afi gamla rauða hjólið hennar mömmu og hjólaði hann á því út um alla Vík. En síðasta sumar sendi afi okkur Kára með það á Klaustur, því hann vildi að nú færi ég að nota það. En þá var það orðið svo ryðgað að það var ekki hægt að hjóla á því. Það hefði svo sann- arlega þurft að fá smá smurning úr könnunni góðu sem afi átti. Ég man að þegar ég var yngri, hvað afi smurði hjólin okkar Jóa bróður alltaf vel, það láku taum- ar af olíu úr keðjunni lengi á eft- ir og þegar rigndi komu þessir líka flottu olíupollar og ekki má gleyma hvað buxurnar voru oft útataðar af smurningi. Amma og afi höfðu endalausa þolinmæði fyrir okkur krakka- skaranum og get ég ekki ímynd- að mér annað en að það hafi ver- ið líflegt þegar við frænkurnar vorum samankomnar og búnar að leggja undir okkur Tindana. Afi veiddi mýs niðri í kjallara og amma setti þær í glerkrukku með upprúlluðum lopasokk. Þau nostruðu við þær, gáfu þeim vel og svo hleypti amma þeim út þegar vel viðraði. En ég er nú viss um að þær komu jafnharðan inn í kjallara til afa, aftur í dekr- ið. Afa fannst skemmtilegt að vesenast í rafmagni og þótti mér alltaf gaman að sjá allar jólaserí- urnar á Tindum sem afi var bú- inn að mixa saman. Sumar per- urnar voru með vökva inni í og bobbluðu, þær máttum við alls ekki snerta, aðrar voru misjafn- lega ljósamargar og notaði afi þá álpappír í stað peru til að leiða út í alla seríuna og hann máttum við heldur ekki snerta. Fyrir jól- in í fyrra var afi búinn að mixa ljósaseríu úr símahleðslutæki og skartaði sú sería heilum þremur perum. Síðasta heimsókn okkar til afa á Hjallatúni var afi að vesenast í rafmagninu í herberginu sínu, vírar út úr dósum og tveir stórir lampar á borðinu. Leit þetta frekar glæfralega út fannst mér. Kári bauðst til að hjálpa honum við þetta, en þá svaraði afi mjög undrandi „Við hvað?“Hann hafði sem sagt enga trú á drengnum í rafmagnið. Mikið skelfing var gott að sjá hvað ömmu og afa leið vel á Hjallatúni í Vík. Þau blómstruðu bæði. Það verður skrítið að keyra framhjá Víkinni án þess að stoppa og fá sér kaffisopa og létt spjall, ég veit líka að stelpu- skotturnar eiga eftir að sakna langafa og þess hversu vel hann fóðraðir þær með sælgæti, ís og gosi, sama hvaða dagur var, allir dagar voru nammidagar hjá langafa. Þín Kristín Bjarnveig, Anton Kári, Jódís Assa og Jórunn Edda. Elsku afi og langafi. Mig langar að kveðja þig með örfáum orðum. Maður er aldrei undirbú- inn fyrir svona kveðjustund og mér finnst erfitt að hafa ekki náð að kveðja þig betur. Tvö síð- ustu ár eru búin að vera mjög skemmtileg og sérstök, þó svo að hin fyrri hafi verið góð líka. Þau hafa verið næstum eins og bónus á okkar fyrri kynni og það er mér mikils virði að strákarnir og Eyrún fengu að kynnast þér. Ég veit líka að nú ertu kominn heim til hennar ömmu og sjálf- sagt er hann Nemó litli (eða Memó eins og amma kallaði hann) á vappinu í kringum ykk- ur líka. Það var alltaf svo gaman að stoppa hjá þér í Vík þegar mað- ur var á leið á Hvolsvöll eða á heimleið á Klaustur. Það var orðinn fastur liður í tilverunni. Þú varst mjög handlaginn og varst alltaf að dunda í einhverju. Skreyta fallega lampa, gera við gamlar klukkur og útbúa ýmsa fallega hluti úr því sem hendi var næst. Það lék allt í hönd- unum á þér og líka varstu afar laginn við tölvur og óhræddur við að kynnast heimi netsins. Iðulega, þegar maður kom, varstu að lesa þér til um það sem þér þótti merkilegt á netinu og alltaf með nýjustu fréttir á hreinu. Það var alltaf allt á sín- um stað hjá þér. Verkfærunum snyrtilega raðað í töskuna og hver hlutur átti sinn stað og sitt hlutverk. Þú sýndir litlu strákunum mínum mikinn áhuga og vildir alltaf halda á honum Sæþóri Elvari, kleipst í hann og potaðir. Þér þótti hann nú heldur vel í holdum. Þú varst alltaf svo hress og kátur, sama á hvaða tíma sól- arhringsins maður kom við hjá þér. Píndir mig til að fá mér kaffibolla svo ég myndi ekki verða þreyttur að keyra heim. Og ég sem drekk ekki kaffi. Eft- ir þessar góðgjörðir var ég í koffínsjokki í nokkra tíma á eftir (og engin hætta á að ég sofnaði á heimleiðinni). En vildi ekki segja nei við kaffinu sem þú haf- ir alltaf svo mikið fyrir að hella upp á í Senseo-kaffivélinni þinni. Það var svo gaman hve einfalt það var að gleðja þig. Bara að kíkja í heimsókn til þín þá ljóm- aði Víkin. Við áttum okkur leik þar sem ég sá um að kaupa lottómiða og þú sást um að fara yfir þá, strikaðir undir hverja tölu sem við vorum með rétta og svo deildum við vinningnum sem voru nú aldrei stórir, því miður. Ég veit að þó svo að strákannir mínir séu litlir eiga þeir eftir að sakna þess að koma ekki við hjá þér og fá að borða sig pakk- sadda af alls kyns sælgæti og gosi og að hlaupa um ganga dvalarheimilisins bæði þér og öðrum íbúum til skemmtunar. Ég er farinn að kvíða því að leiðin á milli Hvolsvallar og Klausturs verður lengri en áður þegar ekki er lengur hægt að koma við hjá þér og einn af föst- um punktum í tilverunni er ekki lengur fyrir hendi. Blessuð sé minning þín. Þín, Jóhann Gunnar, Eyrún, Böðvar Snær og Sæþór Elvar. Á gamalli ljósmynd má sjá afa og ömmu kornung í sólskini 17. júní. Þau eru bæði píreyg af sól- inni og með geislandi bros. Amma er í upphlut og afi í jakkafötum með bindi sem flaks- ar í golunni. Líklega er erfitt að finna mynd sem er jafn táknræn fyrir hamingjusöm hjón. Þau viðhéldu líka ást sinni hvort á öðru alla tíð. Hann horfir stoltur til ljósmyndarans og amma held- ur báðum höndum utan um handlegg afa. Það er greinlegt að henni þykir hún hafa verið heppin. Afi var líka alla tíð óvenjulega fríður maður, blíður og greindur. Hann lét aldrei mikið á sér bera en öllum sem honum kynntust hefur eflaust verið ljóst hve mikið bjó í hon- um. Á heimili þeirra ömmu var líka hægt að finna mikinn fjölda bóka um margvísleg efni, svo sem um rafmagn sem heillaði afa alla tíð, stjórnmál, tungumál og svo auðvitað helstu bók- menntir, Íslendingasögurnar, Laxness og svo þýdda gullmola svo sem bækur Isaac Bashevis Singer sem afi hélt mikið upp á. Þegar við systur rifjuðum upp minningar af afa komu vitanlega upp í hugann ótrúlegustu raf- magnstilraunir hans og klukku- viðgerðir og sú staðreynd að þótt hann virtist geta gert við allar klukkur hafði hann eitt klukkuverk alltaf eitt og sér uppi á vegg. Þetta þótti okkur fyndið og fremur lítil prýði að en afa stóð á sama því verkið og vísarnir gengu alveg hárrétt. Honum þótti því alveg óþarfi að spilla því með einverjum umbúð- um. Þannig vildi þó til að eitt af síðustu verkum afa var gera við gamla skipsklukku sem mamma kom með til hans. Verkið leysti afi með því að setja verkið í klukkuna og allt féll í skorður. Skömmu seinna dó afi og komst aftur til ömmu. Alveg erum við vissar um að ef líf sé eftir dauð- ann séu afi og amma saman á ný í rólegheitum að hlusta á guf- una, aðeins farin að huga að jól- unum og bökunarilmur kominn í loftið, ef við þekkjum afa rétt er hann líka eflaust búinn að viða að sér gömlum jólaseríum og gera sem nýjar. Góðum mönnum gefin var sú glögga eftirtekt. Að finna líka fegurð þar, sem flest er hversdagslegt. (Jóhanna Kristjánsd. frá Kirkjubóli.) Þínar, Karen, Silja, Mónika og Írena. Jón Ellert Stefánsson Við minnumst með söknuði ömmu okkar, Stefaníu Óskar Júlíusdóttur, sem opnaði augu okkar fyrir heimi íslenskra sagna og ævintýra og tengdi okkur við níu systkini mömmu , Önnu Þórarinsdóttur, og að auki 22 systkinabörn á Sögueyjunni langt norður í höfum. Hún bjó hjá okkur veturna sem við vorum eins og tveggja ára, tveggja og þriggja ára og líka um tíma þegar við vorum fjögurra og fimm ára. Hún söng fyrir okkur íslenskar barnagæl- ur, sagði okkur sögur af álfum og dvergum, Grýlu og jólasveinum Stefanía Ósk Júlíusdóttir ✝ Stefanía ÓskJúlíusdóttir fæddist í Bolung- arvík 3. janúar 1917. Hún andaðist á öldrunardeild Landspítalans í Fossvogi 6. október 2012. Útför Stefaníu fór fram frá Dóm- kirkjunni í Reykja- vík 19. október 2012. og hetjunum í Ís- lendingasögunum. Herbergið sem hún svaf í er ennþá kall- að „ömmuherbergi“ hjá okkur. Við eigum marg- ar góðar minningar frá áramótafagnaði í Reykjavík og ferðalögum um allt land og heimsókn- um í allar sundlaug- arnar. Amma tók alltaf á móti okkur með eplaköku með þeyttum rjóma á Sólvallagötunni. Takk fyrir allt, amma, – við erum þess fullvissir að frænkurnar og frændurnir eru líka reiðubúin til að taka á móti okkur hvenær sem er þegar við komum með flugrútunni frá Keflavík. Magnus og Sindri Knuts- synir, barnabörn frá Ósló. Elskuleg tengdamóðir mín, Stefanía Ósk Júlíusdóttir, hefur tekið sín síðustu spor á þessari jörð, lagt augun aftur og vaknað á öðru tilverustigi. Hún ól upp fimm þróttmiklar dætur og ein þeirra varð eigin- kona mín. Það hefur verið við- kvæði hjá mér, sem ég sagði í ræðu þegar hún varð níræð, að ég hefði gjarnan kvænst öllum fimm dætrunum ef lögin hefðu leyft það og íslenski kvótinn fyrir tengdasyni hefði ekki verið full- nýttur. Það var hugsað sem hrós til hennar. Stefanía bjó oft hjá okkur í Ósló þegar synir okkar, Magnus og Sindri, voru litlir og hún ól þá upp sem ekta Íslendinga. Við vorum ætíð aufúsugestir á heim- ili hennar þegar við heimsóttum fjölskylduna á Íslandi. Árum saman fórum við að minnsta kosti einu sinni ári til Reykjavík- ur og oft urðu heimsóknirnar fleiri. Ég sagði henni frá föður mín- um, Knuti Knutsyni, sem ég hitti því miður aldrei sjálfur, að hann hefði verið áhugasamur um nor- ræn málefni, – og að hann hefði verið grýttur er hann ók um á vörubílspalli í Þrándheimi árið 1928. Þar áttu að fara fram kosn- ingar um hvort bæjarnafnið skyldi verða Trondheim, Trond- hjem (Þrándheimur) eða Nid- aros (Niðarós). Hann kaus auð- vitað að nafn bæjarins skyldi verða Niðarós, en Þrándverjar, sem annars eru ekki þekktir fyr- ir óspektir, brugðust svona heift- úðlega við skoðunum hans. Nokkrum árum seinna réðst hann í að byggja hús fyrir fjöl- skylduna, æskuheimili mitt, og húsið nefndi hann Hlíðarenda. Í hillunum í því húsi voru margar bækur íslenskar. Sjálfum fannst mér ég vera töluvert íslenskur og ég laðaðist mjög að landi og þjóð. Ég hafði heimsótt Ísland mörgum sinnum áður en ég hitti Önnu eiginkonu mína. Stefanía hélt því fram af sínu einstaka innsæi, að hjónaband okkar Önnu hlyti að hafa verið afráðið af forfeðrum okkar í himnaríki. Það hefur hún vafalaust fengið staðfest núna. Við Stefanía áttum mörg góð samtöl þann tíma sem við urðum samferða í lífinu. Við höfðum bæði áhuga á tungumálum, ferðalögum, framandi menningu, bókmenntum, sögu og þjóð- félagsumræðum og oft var setið lengi að borðum á Sólvallagötu og málin rædd í þaula. Umræð- urnar áttu það til að verða enn háfleygari ef við nutum góðs víns með matnum, sem oft gerðist. Við kistulagninguna hvíslaði ég að henni að við skyldum taka upp þráðinn næst þegar við hittumst. Ég sakna tengdamóður minn- ar og er þakklátur fyrir allar góðu og hlýju minningarnar sem hún gaf mér. Þær geymi ég í hjartanu. Knut Lage Knutsson Bø, tengdasonur í Noregi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.