Morgunblaðið - 03.11.2012, Side 39

Morgunblaðið - 03.11.2012, Side 39
MINNINGAR 39 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2012 ✝ Ólafur FelixHaraldsson var fæddur á Patreks- firði 14.10. 1970, hann lést 20. októ- ber síðastliðinn af slysförum. Foreldrar hans voru Haraldur Að- alsteinsson vél- virkjameistari, f. 14. apríl 1927, d. 27. okt. 1992, og Arnbjörg Guðlaugsdóttir hús- móðir, f. 17. júní 1930, d. 19. ágúst 1998. Felix var ellefti í röð tólf systkina elst er Ingibjörg f. 13. maí 1952, d. 24. maí 2010, Guðlaug Jóhanna, f. 4. júlí 953, Erlingur, f. 14. júlí 1954, Helga, f. 28. nóv. 1955, Aðalsteinn Unn- ar, f. 16. nóv. 1956, Rannveig, f. 8. febrúar 1958, Skúli Theodór, Felix er Björg Sæmundsdóttir, f. 27. apríl 1967, bjuggu þau á Mýrum 10. Börn hennar eru Sæ- dís Eiríksdóttir, f. 16.11. 1986. Sambýlismaður hennar er Davíð Þ. Valgeirsson, f. 16.1. 1983. Davíð Jónsson, f. 2.12. 1990, og Stefán Dagur Jónsson, f. 19.12. 2002. Felix starfaði alla tíð við sjó- inn, lengst af starfaði hann á Vestra BA 63 sem skipstjóri og síðar á þeim stærri sem kokkur allt þar til yfir lauk. Hann átti einnig smábát, Tjald BA 294, ásamt Haraldi Ólafssyni sem þeir gerðu út á strandveiðar á sumrin. Felix var þúsundþjala- smiður, það var alveg sama hvað hann tók sér fyrir hendur það lék allt í höndunum á hon- um. Hann sinnti tómstundum sínum vel, hann var virkur fé- lagi í Golfklúbbi Patreksfjarðar, mótorhjólaklúbbnum Þeysi, Módelklúbb Vestfjarða og Fis- félaginu Sléttunni. Útför Felix fer fram frá Pat- reksfjarðarkirkju 3. nóvember 2012 og hefst athöfnin kl. 14. f. 25. mars 1959, Þröstur, f. 24. okt. 1960, Þórey Arna, f. 7. janúar 1966, Brynja, f. 26. mars 1968, Regína, f. 9. júní 1974. Felix stofnaði heimili á Bjarka- götu 5 og síðar á Hólum 17 ásamt Bjarnveigu Guð- bjartsdóttur, f. 12. maí 1972. Þau slitu samvistum. Þau eignuðust 3 börn; Alex- andra Hólm, f. 13. apríl 1991. Sambýlismaður hennar er Ísak Már Símonarson. Melkorka Marsibil, f. 9. júní 1994, sam- býlismaður hennar er Ásþór Elvarsson. Guðbjartur Ingi, f. 25. nóvember 2000. Eftirlifandi sambýliskona Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. Drottinn minn faðir lífsins ljós lát náð þína skína svo blíða. Minn styrkur þú ert mín lífsins rós tak burt minn myrka kvíða. Þú vekur hann með sól að morgni. Faðir minn láttu lífsins sól lýsa upp sorgmætt hjarta. Hjá þér ég finn frið og skjól. Láttu svo ljósið þitt bjarta vekja hann með sól að morgni. Drottinn minn réttu sorgmæddri sál svala líknarhönd og slökk þú hjartans harmabál slít sundur dauðans bönd. Svo vaknar hann með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens.) Elska þig og sakna þín meira en orð fá lýst. Þín Björg. Elsku Felix. Lífið getur verið svo ósann- gjarnt, að þú skulir vera tekinn frá okkur munum við aldrei geta skilið. Við erum ævinlega þakklát fyrir að hafa kynnst þér og hafa fengið að vera í kring- um þig. Þegar þú komst inn í líf mömmu/Bjargar varð okkur fljótlega ljóst að þið áttuð svo vel saman og þið ljómuðuð í ná- vist hvort annars, þið bættuð hvort annað upp, mamma róleg og með jafnaðargeð en þú ávallt kvikur eins og fjöður. Þegar við hugsum um þig kemur fyrst upp í hugann dugnaður, ótrú- lega laginn og brandararnir þín- ir sem aldrei voru langt undan. Það sem maður gat alltaf verið viss um var að alltaf varst þú boðinn og búinn að taka til hendinni ef á þurfti að halda. Við munum sakna þín sárt og um leið erum við minnt á að enginn veit hvað morgundagur- inn ber með sér. Grátið ei við gröf mína ég er ekki þar. Er norðurljósin leiftra þá njóttu þess að sjá að orku mína og krafta þú horfir þar á. (Þýð/H.S.S.) Minning þín mun lifa í hjört- um okkar alla tíð. Sædís og Davíð. Með söknuði og sorg kveð ég litla bróður minn, hann Felix. Þú fórst allt of fljótt og með engum fyrirvara var veröldin sett á hvolf og maður hugsar af hverju þú? En maður verður að reyna að trúa að þín bíði stærri verkefni hinum megin, kominn til mömmu, pabba og Ingu syst- ur. Hvað þetta er allt ósann- gjarnt, lífið blasti við þér ný- komnum heim úr frábærri siglingu um Miðjarðahafið með henni Björgu. Þú varst svo ham- ingjusamur. Þú varst afskaplega orðhepp- inn maður og hafðir góðan frá- sagnarhæfileika og kunnir ógrynni af bröndurum, það var alltaf stutt í grínið hjá þér þó að þú hafir ekki alltaf verið bros- andi. Það var nú aldrei leiðinlegt að hlusta á ykkur bræðurna, það var hægt að hlæja endalaust þegar þið skiptust á að segja sögurnar. Hugurinn reikar, það eru margar golfferðir sem við höfum farið saman bæði innan- og ut- anlands og alltaf var jafn gam- an. Þú varst nú oft að skamma okkur Björgu fyrir hvað við værum fljótfærar og að við þyrftum að vanda okkur meira. Metnaðarfullur varstu í öllu sem þú tókst þér fyrir hendur og þó að við værum ekki alltaf sam- mála vorum við alltaf góðir vin- ir. Flugið átti hug þinn allan þessa stundina og það geislaði af þér þegar þú talaðir um flugtím- ana. Nýbúinn að kaupa fisflug- vél ásamt vini þínum. Þú hlakk- aðir svo til þegar þú gætir farið með börnin þín í útsýnisflug. Þú varst frábær bróðir og yndisleg- ur vinur og mun ég geyma minningar um þig í brjósti mínu um ókomna tíð. Ég elska þig, elsku hjartans bróðir minn, og innilegar þakkir fyrir allt sem þú gafst mér um ævina. Ég bið guð og englana að varðveita þig Þín systir, Brynja. Elsku Felix, ég kann svo sannarlega ekki á lífið án þín, enda varstu litli bróðir mömmu. Við vorum svo góðir vinir og gátum talað saman um hvað sem er. Þú varst og ert ein af mínum uppáhaldspersónum. Missirinn er svo mikill og svo hrikalega sár. Ég á mér varla eitt áhuga- mál en þín voru alveg milljón. Þú varst svo yndislegur, góður og svo klár. Þú varst svo ást- fanginn og ánægður með lífið. Þið Björg voruð svo frábær saman. Ég gæti skrifað endalaust áfram en læt þetta duga. Ég er svo heppin að eiga stútfullt hjarta af minningum um þig og þær mun ég varðveita. Elsku Björg og fjölskylda. Alexandra, Melkorka, Guðbjart- ur og Haraldsbörn. Megi Guð styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Þín systurdóttir, Erla Maren. Elsku Felix Það er með söknuði og hryggð sem ég skrifa þessi kveðjuorð til þín. Hver er tilgangur lífsins að hrífa burt ungan, glæsilegan og góðan dreng frá sambýliskonu, börnum og allri fjölskyldunni? Minningarnar sækja að og hug- urinn hvarflar til baka. Síðan þú komst í þennan heim hefur þú verið hluti af lífi okkar frænda þíns, alltaf búið nálægt okkur og við sést nær daglega. Þú kemur ekki lengur hljóðlega inn og seg- ir hvar er frændi? Þú varst ætíð reiðubúinn að hjálpa okkur, sama hvað var. Síðast þegar ég hringdi og bað um hjálp þá var svarið: „þú þurftir ekki að biðja mig, ég ætlaði að smala.“ Og ef eitthvað bilaði á heimilinu, þá varst þú beðinn að lagfæra það. Allt lék í höndunum á þér. Sama hvað það var. Ég man þann dag í sumar þegar þú komst og sýndir okkur myndir af flugvélinni þinni. Ánægjan leyndi sér ekki og fallega brosið þitt skein svo skært og augun ljómuðu. Þú átt- ir gott með að koma öllum í gott skap með þínum skemmtilega húmor, alltaf var góður brandari vel þeginn og hlegið dátt. Nú er komið að kveðjustund. Það er þungt og sárt að kveðja. Minn- ingin um góðan dreng er dýr- mæt, hún lifir með okkur. Þökk fyrir samfylgdina í fjörutíu og tvö ár. Við vitum að vel var tekið á móti þér af þeim sem á undan eru farnir. Guð geymi þig elsku Felix. Í dagsins önnum dreymdi mig þinn djúpa frið, og svo varð nótt. Ég sagði í hljóði: Sofðu rótt, þeim svefni enginn rænir þig. En samt var nafn þitt nálægt mér og nóttin full af söngvaklið svo oft, og þetta auða svið bar ætíð svip af þér. Og þungur gnýr sem hrynji höf mitt hjarta lýstur enn eitt sinn: Mín hljóða sorg og hlátur þinn, sem hlutu sömu gröf. (Steinn Steinarr) Innilegar samúðarkveðjur til ástvina allra. Laufey og Trausti. Satt að segja finnst mér að ég eigi ekki að vera að skrifa minn- ingargrein um þig, elsku Felix. En lífið getur víst verið jafn óréttlátt og það getur verið rétt- látt. Að þurfa að kveðja þig er eitthvað sem ég bjóst ekki við að gera fyrr en í fjarlægri framtíð og að þurfa að hugsa til þess að ég fái ekki að sjá hressa og skemmtilega frænda minn aftur með bros á vör er hrikalega sárt. Þú varst alltaf svo tilbúinn í allt, til í að hjálpa við hvað sem er eins og öll systkini þín. Þið eigið það öll sameiginlegt að vera þannig að ef einhvern vant- ar eitthvað eruð þið öll mætt á staðinn, boðin og búin til að gera allt sem þarf að gera. Þú og bræður þínir, ofurhetjurnar, það er eina orðið sem passar. Þið óhræddir við allt og ef þið voruð ekki á spíttbát voruð þið hang- andi aftan á honum á bretti eða sjóskíðum. Það sem við krakk- arnir fengum ekki að sjá þegar við vorum yngri, öll ævintýrin sem ykkur datt í hug og við fengum að taka þátt í. Þið voruð alveg ótrúlegir. Þú varst svo hæfileikaríkur og það eru mörg listaverkin sem til eru eftir þig, þú varst svo handlaginn, teiknaðir, smíðaðir og gerðir í raun allt sem hug- urinn girntist. Þú varst svo klár. Ég mun alltaf geyma það sem þú gafst mér og minnast þín sem góða og hressa ofurhugans frænda míns sem hló svo skemmtilega. Þú verður alltaf í hjarta mínu og þú munt aldrei gleymast. Þetta er handa þér, Felix. Þú flýgur til himins, til fjarlægra fjalla. Þú skrifar í skýin, til stjarnanna kallar. Felix nú flýgur, á fjarlægar slóðir. Að eilífu og alltaf, kæri bróðir. Himininn hefur þig hjá sér um stund. Á meðan við bíðum að koma á þinn fund. (Elva Dögg.) Elsku Björg og fjölskylda, Alexandra, Melkorka og Guð- bjartur. Elsku systkini. Megið þið finna styrk til að komast í gegn- um erfiða tíma. Þín frænka, Elva Dögg Pálsdóttir. Það eru bara nokkrir dagar síðan Felix og Björg settust inn í kaffi hjá Ingibjörgu bekkjar- systur á Kjalarnesinu. Hann sat reyndar ekki lengi kyrr, sá strax að dytta þyrfti að uppþvottavél- inni og hófst strax handa. Fyrir Felix var reyndar fínt meðlæti með kaffinu að kíkja á eina upp- þvottavél því hann var bæði ið- inn, handlaginn og hjálpsamur. Úttektinni lauk svo með léttu gríni eins og hans var von og vísa. Og þannig munum við bekkj- arsystkinin eftir Felix frá fyrstu tíð. Upp í huga okkar koma myndir af honum að skrúfa eitt- hvað sundur eða saman, smíða eitthvað alveg nýtt – nú eða þá arka á undan okkur beint upp í fjall. Það var hann sem fann bestu skíðabrekkurnar, nýjustu svellin og allt sem gerir hvers- daginn að hverfishátíð. Ný tæki- færi voru allt í kring og í barn- mörgu þorpi var stundum haft á orði að krökkunum „entist ekki dagurinn til að djöflast“. Þetta átti við okkur öll en allra best við Felix. Við upplifðum aldrei neina lognmollu með honum og það var gaman að vera með. Aldrei hik, bara kraftur. Felix var góður íþróttamaður og ef hann hefði t.d. lagt fyrir sig hlaup, sund eða fótbolta þá hefði hann náð langt. Handverk og tækni áttu hins vegar hug hans alla tíð og það er fátt í þeim heimi sem hann kunni ekki skil á. Við munum minnast hans alla tíð. Okkar innilegustu samúðar- kveðjur fá Björg kona hans, börnin hans þrjú og stjúpbörn. Þeirra missir er mikill. Fyrir hönd bekkjarsystkina í árgangi 1970, Jón Páll og Jóhanna. Ólafur Felix Haraldsson ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, VIGFÚS ÓLAFSSON, Víðilundi 9, Akureyri, lést á Sjúkrahúsi Akureyrar föstudaginn 19. október. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju miðvikudaginn 7. nóvember kl. 13.30. Anna Gunnur Vigfúsdóttir, Sölvi Antonsson, Sigurlaug María Vigfúsdóttir, Sigurður Vigfússon, Þóra Elísabet Leifsdóttir, Hulda Vigfúsdóttir, Ómar Stefánsson, Gunnar Vigfússon, Jóhanna María Friðriksdóttir, Dóra Vigdís Vigfúsdóttir, Ámundi Sjafnar Tómasson, afa- og langafabörn. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐNÝ ANNA JÓNASDÓTTIR, Aðalgötu 1, Keflavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þriðjudaginn 30. október. Útförin fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju þriðjudaginn 6. nóvember kl. 13.00. Stefán J. Kristinsson, Barði Jónsson, Lena Jónsson, Ragnhildur Stefánsdóttir, Sigurgeir S.T. Þórarinsson, Inga Sif Stefánsdóttir, Kjartan Þór Eiríksson og barnabörn. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, EINAR KR. JÓNSSON frá Neðri-Hrepp, lést mánudaginn 29. október síðastliðinn. Steinunn Á. Einarsdóttir, Sigurður Einarsson, Björn H. Einarsson, Ástríður Guðmundsdóttir og barnabörn. ✝ Ástkær móðir, tengdamóðir, amma, dóttir, systir, mágkona og frænka, GUÐRÚN DÝRLEIF KRISTJÁNSDÓTTIR lögmaður og hjúkrunarfræðingur, sem lést miðvikudaginn 24. október, verður jarðsungin frá Neskirkju við Hagatorg miðvikudaginn 7. nóvember kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast Dýrleifar er bent á minningarsjóð í hennar nafni til að efla rannsóknir á sviði auðlinda- og umhverfisréttar og á sviði geðverndar, bankareikningur: 0331-13-307298, kt. 570297-2289. Fyrir hönd vina og ættingja, Kristján Gerhard, Hjördís Erna Sigurðardóttir, Rebekka Rut, Rannveig Lára og Rúnar Máni, Unnur Jónsdóttir, Stefán Kristjánsson, Ólöf H. Bjarnadóttir, Guðríður A. Kristjánsdóttir, Ómar B. Hansson, Kristín Jóna Kristjánsdóttir, Hafsteinn Már Einarsson og systkinabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamamma, amma og langamma, HALLFRÍÐUR MARGRÉT MAGNÚSDÓTTIR, lést á Heilbrigðisstofnun Fjallabyggðar, Siglufirði, laugardaginn 27. október. Útförin fer fram frá Ólafsfjarðarkirkju laugardaginn 10. nóvember kl. 14.00. Kristinn Kristófer Ragnarsson, Ása Jóhanna Ragnarsdóttir, Ingi Vignir Gunnlaugsson, Sigríður Anna Ragnarsdóttir, Haukur Friðriksson, Sveina Guðbjörg Ragnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.