Morgunblaðið - 03.11.2012, Page 40
40 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2012
✝ Hörður Jó-hannsson for-
stjóri, fæddist á
Þórhöfn á Langa-
nesi 18. júlí 1934.
Hann lést á Sjúkra-
húsi Akraness 28.
október 2012.
Foreldrar hans
voru hjónin Jóhann
Snæbjörn Snæ-
björnsson, húsa-
smiður frá Barká,
Hörgárdal, f. 2. sept. 1902, d. 2.
sept. 1978, og Lára Lárusdóttir
húsfreyja, frá Heiði á Langanesi,
f. 12. des. 1908, d. 8. apr. 1998.
Systkini Harðar eru Erla, f. 23.
júní 1930, Bragi, f. 7. okt. 1931, d.
18. júní 2010, Arnþrúður Heið-
rún, f. 15. des. 1932, d. 21. mars
1990, Baldur, f. 18. júlí 1934,
Birna, f. 26. sept. 1938, Her-
mann, f. 25. sept. 1941, Sigrún, f.
15. des. 1942, Sæmundur Snorri,
f. 22. mars 1947, Lárus Margeir,
f. 11. ágúst 1948, Trausti, f. 12.
maí 1951.
Hörður Jóhannsson kvæntist
Þuríði Mýrdal Jónsdóttur 18. júlí
1965. Hún lést 14. desember
2006. Foreldrar hennar Jón Mýr-
Rikka Emilía, f. 12 júní 2009, og
Hörður, f. 29. júní 2011.
Hörður ólst upp á Þórshöfn á
Langanesi til 10 ára aldurs, þá
flutti fjölskylda hans í Borg-
arnes. 14 ára gamall fór að hann
að vinna hjá Álafossi í Mos-
fellsbæ og ári seinna fór hann í
byggingarvinnu við herstöðina í
Hvalfirði og síðar við uppbygg-
ingu á herstöð á Miðnesheiði.
Fluttist hann svo aftur til Borg-
arness þar sem hann og Baldur
tvíburabróðir hans unnu í nagla-
verksmiðjunni í Brákarey og fór
hann á hennar vegum til Þýska-
lands að læra galvaniseringu og
krómhúðun. Hörður fékkst við
ýmis tilfallandi störf, allt frá sjó-
mennsku til byggingarvinnu frá
árunum 1950 til 1963. Árið 1964
stofnaði Hörður Bifreiðaþjón-
ustuna í Borgarnesi á Borg-
arbraut 59, þar byrjaði hann með
dekkjaviðgerðir og smurþjón-
ustu og gerði það að ævistarfi
sínu. Hörður átti þátt í að stofna
vídeófélag og voru gerðir sjón-
varpsþættir í bílskúrnum á
Kveldúlfsgötunni. Hölli tók
ógrynni videómynda af mönnum
og mannvirkjum með nýjustu
tækni þess tíma. Mörg af þessum
vídeóum eru varðveitt á Héraðs-
bókasafni Borgarfjarðar.
Útför Harðar verður gerð frá
Borgarneskirkju í dag, 3. nóv-
ember 2012, og hefst athöfnin
klukkan 14.
dal Sigurðsson,
fæddur 1. júní 1901,
d, 21. mars 1993 og
Rikka Emilía Sig-
ríksdóttir, f. 14.
mars 1910, d. 29.
apríl 1972. Börn
þeirra eru 1) Rík-
harður Mýrdal mat-
reiðslumaður, f. 7.
febrúar 1964, maki
Eva Lára Vilhjálms-
dóttir, f. 2. febrúar
1983, saman eiga þau börnin Vil-
hjálm Inga, f. 1. júní 2004, og
Aletu Von Mýrdal, f. 21. apríl
2012. Fyrri maki Ríkharðs var
Ágústa Einarsdóttir, f. 24. des-
ember 1966, börn þeirra eru Al-
exander Jarl, f. 5. janúar 1988,
Gabríela Sól, f. 28 janúar 1994,
Mikael Aron, f. 10 mars 2000. 2)
Jón Mýrdal framkvæmdastjóri, f.
15. apríl 1974, maki hans Sigrún
Guðlaugsdóttir, f. 15. júní 1973,
barn þeirra er Embla Mýrdal, f.
11. maí 2006. 3) Jóhann Mýrdal
iðnaðarmaður, f. 16. ágúst 1976.
4) Dagmar Mýrdal húsmóðir, f.
24. júní 1978, maki Einar Örn
Arnarson, f. 21. ágúst 1980, börn
þeirra eru Örn, f. 26. apríl 2005,
Í dag kveð ég góðan vin minn
til margra ára, Hörð Jóhanns-
son, Borgarnesi, eða Hölla eins
og hann var oftast kallaður. Ég
vissi ekki að þegar ég heimsótti
Hölla á spítalann fyrir stuttu að
það væri í síðasta skipti sem ég
sæi hann á lífi en Hölli veiktist
alvarlega núna í haust og náði
sér ekki aftur á strik og lést eft-
ir stutta sjúkrahúslegu.
Leiðir okkar Hölla lágu sam-
an þegar ég hóf störf hjá honum
á Bifreiðaþjónustunni „dekkjó“ í
Borgarnesi árið 1976. Ég skynj-
aði strax mikla hlýju og vináttu
frá Hölla, aldrei hefur borið
skugga á vináttu okkar. Hölli
reyndist mér afar vel, hvatti
mig áfram, bar hag minn fyrir
brjósti, ráðlagði mér og kenndi
mér svo margt. Ég man að eitt
sinn sagði Hölli: „Steini, ég held
að þú ættir að fjárfestra í íbúð.“
Ég var ekki alveg tilbúinn í svo
stóra skuldbindingu en Hölli
hvatti mig áfram og í framhaldi
af því var íbúðin á Kveldúlfs-
götu 24 í Borgarnesi keypt.
Þarna lagði Hölli grunn að
framtíð minni, þökk sé honum.
Það var oft glatt á hjalla á
„dekkjó“ á vorin og haustin þeg-
ar dekkjavertíðin byrjaði, já það
var annasamur og skemmtilegur
tími. Þá var tekið á því og
stemningin í fyrirrúmi, allir
kepptust við að gera viðskipta-
vinum til hæfis og var þá Hölli
oftast í forsvari, ræddi við fólkið
og ráðlagði með dekkjakaup og
fleira enda sérstaklega velvilj-
aður og þjónustulundaður mað-
ur.
Þá má ekki gleyma filters-
lausa Camel en stundum var
Hölli með 3-4 sígarettur í gangi í
einu þegar mikið var að gera hjá
honum. Þá ilmaði allt verkstæð-
ið af dekkjalykt í sambland við
sígarettulyktina.
Ég veit að það eru margir
sem eiga eftir að sakna Hölla,
þjónustulundarinnar, snöggu
hreyfinganna og plampsins í
klossunum sem einkenndi hann.
Hölli var mikill Borgnesingur
og vildi hvergi annars staðar
vera en í Nesinu. Þá lék allt í
höndunum á Hölla hvort sem
það var viðgerð á bílum, smíðar,
að mála, múra, rækta garða,
elda mat o.fl. Þá var Hölli sér-
staklega barngóður og börn
hændust að honum, þar á meðal
börnin mín.
Ekki má gleyma „dekkjas-
leikjóunum“ hans Hölla sem
börnin fengu þegar þau komu í
heimsókn.
Fyrir nokkrum árum missti
Hölli, Þuríði eiginkonu sína, það
var honum mikið áfall enda voru
þau mjög náin og góðir vinir.
Kæri vinur, það er komið að
leiðarlokum, ég þakka þér fyrir
allt það sem þú gerðir fyrir mig í
gegnum árin hlý orð og um-
hyggju, Guð blessi þig, Hölli
minn, og varðveiti. Ég veit að þú
ert kominn til Þuríðar þinnar og
hún hefur tekið á móti þér með
opnum örmum.
Nú ert þú vinur minn á förum
fluttur er líkaminn héðan á börum,
nn sál þín hún flýgur til framandi
landa.
Þar frændur og vinir í varpanum
standa.
Þeir fagna með brosi og blíðu sinni,
blómskrúðið angar þar úti og inni.
Þar verða öldurnar engum að granda,
um eilífð þú gistir í Sumarsins landi.
(Höf. ókunnur.)
Elsku Rikki, Jón, Jóhann,
Dagmar og fjölskyldur ykkar,
ég sendi innilegar samúðar-
kveðjur og megi minning um
góðan dreng lifa að eilífu.
Steinar Þór Snorrason
og fjölskylda.
Fallinn er nú frá faðir vinar
okkar Jóns Mýrdals Harðarson-
ar, Hörður Jóhannsson forstjóri
í Borgarnesi, sem aldrei var
kallaður annað en Hölli. Hans er
sannarlega saknað enda magn-
aður maður. Þegar við félagarn-
ir tókum upp á því að flækjast
um landið í veiðiferðir fyrir all-
mörgum árum var það fastur
liður að koma við á heimili Hölla
sem ávallt tók mannskapnum
með kostum og kynjum. Seinni
ár var hann farinn að tapa
heyrn, það lýsti sér í því að hann
heyri aldrei orðið nei. Þannig að
þegar menn runnu í hlað var
ekki við annað komandi en
þiggja veitingar.
Við kynntumst honum ekki
eingöngu við þessar heimsóknir
heldur var Hölli oftar en ekki
aðalpersónan í ævintýralegum
frásögnum sonar hans; svo
mögnuðum stundum að hárin
risu á þeim sem heyrðu. Og allt
náttúrlega sannleikanum sam-
kvæmt; eins og ýmsar sögur
sem tengjast frumkvöðlastarfi
hans við myndbandagerð. Hölli
lét sér ekkert minna duga, þeg-
ar hann fékk áhuga á þessum
nýja frásagnarmáta, en eiga
fullkomnasta búnað sem at-
vinnumennirnir fyrir sunnan öf-
unduðu hann af. Og svo var
skrásett vandlega með kvik-
myndatökuvélum, allt frá ómet-
anlegum heimildum um byggð-
arþróun í Borgarnesi til
jólahátíða fjölskyldunnar, sem
mátti um nokkurra ára skeið
snæða jólasteikina undir brenn-
heitum kösturum sem fylgdu
tækjabúnaði áhugakvikmynda-
gerðarmannsins.
Og slíkur höfðingi var Hölli,
sem rak Bifreiðaþjónustuna
áratugum saman (þó að áhuga-
svið hans væru víðfeðm og
tengdust ekkert endilega
dekkjaviðgerðum), að það þótti
í frásögur færandi og greint frá
í annálum þegar hann hélt upp
á fimmtugsafmæli sitt fyrir
tæpum þrjátíu árum. Þá var
bjórlíki komið til landsins og
var þá öllum í Borgarnesi og
nærsveitum boðið upp á þetta
nýmæli og var svo vel veitt að
afmælisveislan breyttist í eitt
allsherjar húllumhæ, bæjarhá-
tíð og má þetta afmæli heita
fyrsti vísir þess sem koma
skyldi í þeim efnum um land
allt.
Með þessum fátæklegu
kveðjuorðum sendum við að-
standendum, ættingjum og vin-
um Hölla okkar dýpstu samúð-
arkveðjur. Sannarlega
sjónarsviptir að þessum mæta
og skemmtilega manni.
Baldvin Kristinsson og
Jakob Bjarnar Grétarsson.
Hörður
Jóhannsson
HINSTA KVEÐJA
Kæri afi.
Ég á eftir að sakna þín
mjög mikið. Mér fannst
alltaf svo gaman að vera
heima hjá þér, að spila og
að leika.
Núna eru þið amma sam-
an og hafið það gott. Það
var svo leiðinlegt að þú
dóst. Hafðu það notalegt.
Elska þig, afi.
Örn Einarsson (afastrákur.)
Í minningu góðs vinar.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
(Vald. Briem)
Steinþór Grönfeldt
(Dússi) og Cora.
✝ Dagmar AnnaGuðbjartsdóttir
var fædd í Vest-
mannaeyjum 10.
febrúar 1962. Hún
lést á líknardeild í
Reykjavík 16. okt.
2012.
Foreldrar henn-
ar Ester Anna Ara-
dóttir, f. 3.3. 1927,
og Guðbjartur
Andrésson, f. 22.1.
1922, d. 8. des. 2010. Dagmar átti
einn son, Bjarka Þór Tryggva-
son, f. 31.3. 1980. Faðir Tryggvi
Högnason. Dagmar giftist Smára
Harðarsyni, þau
skildu.
Systkini hennar
eru Jakob, Selma,
Ari, Andrés, Guðný,
Bryndís, Þórdís og
María. Hún vann
ýmis störf í Vest-
mannaeyjum, meðal
annars í Vinnslu-
stöð, Eimskip og
Fes. Eftir að hún
flutti til Rvk. vann
hún í byggingarvinnu, vegagerð
og síðast vann hún veslunarstörf.
Dagmar var kvödd frá Fíladel-
fíukirkju 30. okt. 2012.
Dýrmæta Dagmar,
djásnið mitt kæra,
angist mig faðmar,
en fær mig ei næra.
Með kraft sinn
og kærleik kemur,
heilagur andinn
allt hann kremur.
Staðföst vissan er,
ég efa engan ber,
á jólum verðum saman,
höfum glatt og gaman.
Í angist minni dró ég manna-
korn. 1. Kron 19,13.
„Vertu hughraustur og sýnum
nú af oss karlmennsku fyrir þjóð
vora og borgir Guðs vors, – en
Drottinn gjöri það sem honum
þóknast.“
Ákaft ég ákalla,
ákaft ég hrópa,
ákaft ég bið
þig heilagur andi,
kom með þinn
kraft og kærleik.
En verði sem
þér þóknast Guð
og bæn mín er
þér þóknist vel
til handa
Dagmar.
Og Guði þóknaðist að taka þig
til sín. Mikið má hann hafa fyrir
sér í því, því þín er svo sárt sakn-
að. Guðný sagði: Ég bara skil
þetta ekki, í báðar ættir deyr
fólk í elli. – Nei, ég skil þetta
engan veginn, eftir allt sem á
undan er gengið og eins og fram-
tíðin kallaði.
Bjarki Þór, huggunarorð
stoða lítt en trúðu mér, ég finn
svo óendanlega til með þér. Þú
hefir staðið þig eins og hetja í
öllu þessu ferli sem ber svo brátt
að og stóð svo stutt.
Megi algóður Guð hugga þig,
styrkja og leiða og eins og þú
sagðir svo réttilega: Við eigum
öll eftir að hittast aftur.
Þetta ótímabæra fráfall hlýtur
að hafa einhvern tilgang og nú er
það okkar allra að finna hver
hann er.
Elsku mamma, þungt er þetta
þér og ég þykist vita að þú hugs-
ar: Hvers vegna ekki ég? Ég bið
Guð að gefa þér styrk og skiln-
ing.
Blómin hvert á fætur öðru,
fölna og falla í lífi hörðu,
dauðinn spyr ekki um aldur,
né drauma, drottnar einvaldur.
Sjáandi manni er lífið unaður,
látleysi ríkir, lítill er munaður,
á mælikvarða manns í dag,
sérhver unir sínum hag.
Ég kveð þig nú að sinni kæra
Dagmar mín og geyma mun í
minni allar okkar stundir. Vinnu-
kraftur þinn var mikill í lífi hér
og undruðust allir þennan óbil-
andi kraft. Þú vílaðir ekki fyrir
þér karlmannsstörf, varst á
stærðar tækjum á Kárahnjúkum,
35 tonna lyftara í Friðarhöfn. Og
þar varstu góð, nei, þú varst best.
Kveð þig að sinni.
Þín elskandi systir,
Bryndís Hrafnar
og börn.
Kær mágkona og systir er lát-
in.
Dagmar var ein af stórum
systkinahóp og var sú eina sem
var kölluð gælunafni, meðan öll
hin voru kölluð sínu eiginnafni,
henni fannst það óréttlátt. En
hún var alltaf kölluð Dagga.
Nánari kynni okkar hófust
með því að stóri bróðir hennar
þurfti aðstoð hennar til að grafa
fyrir sólstofu við sumarhúsið
okkar og hún var með próf á
gröfu. Mér fannst gaman að
fylgjast með henni grannri og
snaggaralegri skella sér í gröfu-
gallann og grafa. Öðru hvoru
skellti hún sér út og horfði yfir
svæðið með spekingssvip til að
komast hjá því að grafa í sundur
einhverjar leiðslur. Lá við að það
yrði og við þóttumst heppin en
hún sagði „ég var blessuð“. Síð-
an kom hún nokkrum sinnum til
okkar og hennar mottó var að
hún væri sko alls ekki komin til
að gera ekki neitt svo við mál-
uðum pallana og vorum svo
ánægðar með afraksturinn að
aðalpallinn skýrði hún Picassó-
pall. Hún sótti námskeið í grjót-
og torfhleðslu eins og bæir voru
hlaðnir í gamla daga og það átti
að vera næsta verkefni hjá
henni, fyrir okkur, að hlaða
torfi utan um geymsluskúr sem
enn á eftir að byggja. Hún kom
aldrei tómhent, alltaf með eitt-
hvað smá, í farteskinu og þegar
hundurinn okkar slasaðist og
var lystalítill kom hún færandi
hendi með mat handa honum.
Undanfarin ár skárum við út
og steiktum laufabrauð saman
fyrir jólin og án þess að halla á
okkur hin þá stóð hún vaktina
við pottinn af mesta kraftinum.
Svo fannst henni spennandi
hvernig lagt yrði á borð og
hvernig skreytingar yrðu not-
aðar við borðhaldið, þegar við
gæddum okkur á laufabrauðinu
með hangikjötinu því listræn
var hún og hafði gaman af fal-
legum hlutum.
Einn daginn mætti hún með
gamlan og illa farinn lítinn tré-
bát. Ari gæti gert hann upp og
krakkarnir litlu gætu síðan leik-
ið sér í honum, búið er að finna
nafn á bátinn þótt viðgerðinni
sé ekki lokið. Dagmar skal hann
heita.
Dagmar var frekar dul á sín-
ar hugsanir og langanir og þeg-
ar maður hugsar til baka koma
upp mörg ef og kannski og hefði
átt.
Lífið fór ekki alltaf mjúkum
höndum um Dagmar en sólar-
geislinn í lífi hennar var Bjarki
sonur hennar og vildi hún allt
fyrir hann gera og svo sann-
arlega vona ég, að hann taki
elju hennar og dugnað til fyr-
irmyndar og votta ég honum
mína innilegustu samúð, því
hans missir er mikill.
Dagmar hafði ekki tök á að
heimsækja okkur í sumar, enda
sést það vel á Picassópallinum
okkar.
Ég votta elsku Sjúddu móður
hennar og systkinum hennar öll-
um, samúð mína við fráfall
Döggu sem bar svo brátt að, því
fyrir nokkrum vikum var hún
hress, en eins og hendi væri veif-
að greindist hún með ólæknandi
krabbamein.
Blessuð sé minning Döggu.
Aðalbjörg Ragna
Hjartardóttir.
Ég ætla að kveðja þig Dagga í
örfáum orðum. Ég og fjölskyldan
mín vorum hissa og sjokkeruð
þegar Vilborg frænka hringdi og
sagði að þú ættir stutt eftir ólif-
að. Ég ætlaði að heimsækja þig
einhverja helgina en gafst ekki
tækifæri til þess því rúmri viku
síðar hringdi Vilborg aftur og
sagði að þú værir dáin. Það var
oft gaman þegar við unnum í
vinnslustöðinni. Um tíma vorum
við og Ingibergur að vinna á
„gólfinu“. Vinnan var stundum
tilbreytingarlaus en við tókum
upp á saklausum prakkarastrik-
um til að lífga upp á daginn. Til
dæmis einu sinni í desember
þegar við hengdum alla kaffi-
brúsana í pásukompunni upp eða
þegar við flögguðum sjóræn-
ingjafána á Vinnslustöðinni. Þú
þurftir oft að vinna langan vinnu-
dag, lengst af einstæð móðir en
kvartaðir aldrei yfir því og alltaf
tilbúin að sjá björtu hliðarnar á
tilverunni. Þú vílaðir ekki fyrir
þér að taka meirapróf og keyra
bæði risastóra Eimskipslyftara
og strætó og vinna í virkjunum.
Undanfarin ár höfum við lítið
sést og nú er orðið of seint að
bæta úr því.
Elsku Bjarki Þór, innilegar
samúðarkveðjur frá mér og fjöl-
skyldu minni.
Valgerður.
Dagmar Anna
Guðbjartsdóttir
MOSAIK Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík
sími 587 1960 • www.mosaik.is
Legsteinar og fylgihlutir
Í tilefni af 60 ára starfsafmæli okkar bjóðum
við fría uppsetningu á höfuðborgarsvæðinu og
fría pökkun á legsteinum sem fara út á land
Mikið úrval - Vönduð vinna - Gott verð
HJARTAVERND
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800