Morgunblaðið - 03.11.2012, Page 41

Morgunblaðið - 03.11.2012, Page 41
MINNINGAR 41 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2012 Við Björgvin bróðir spjölluðum oft saman snemma morguns og ekki síst þá hugsa ég sterkt til hans, en ég hef ekki alveg með- tekið enn að við Björgvin bróðir sjáumst hvorki né heyrumst aft- ur í þessu lífi. Mér finnst sárt að ég náði ekki að koma til hans áður en hann missti meðvitund og því ekki að segja honum margt, sem ég hefði viljað segja þegar við kveddumst í síðasta sinn hérna megin. Ég reyni að hugga mig við Björgvin Þór Kristjánsson ✝ Björgvin ÞórKristjánsson fæddist í Reykjavík 3. nóvember 1956. Hann lést á lungna- deild Landspítalans 8. ágúst 2012. Útför Björgvins fór fram frá Frí- kirkjunni í Reykja- vík 17. ágúst 2012. að okkur var sagt að líklega skynjaði hann nærveru okk- ar og kannski heyrði hann það, sem ég sagði meðan ég sat hjá honum síðasta daginn. Margs er að minnast og ekki auðvelt að velja úr. Þó að ég hafi bara verið smástelpa man ég vel að í fermingarveislu hans var pabbi svo stoltur að sýna hversu hár Björgvin var – og að hann varð ekkert reiður þegar við Snorri tókum fínu mód- elskipin hans til að sigla úti í sandkassa, sem fyllst hafði af vatni. Líka að þegar hann var farinn að vinna gaf hann okkur stundum aura og að hann keypti allar Tinna-bækurnar handa okkur, en hann hafði líka gaman af þeim sjálfur, enda húmoristi. Björgvin átti til að sýna að hann hefði töluvert skap, en það rauk fljótt úr honum og oft henti hann gaman að sjálfum sér á eft- ir. Björgvin var gáfaður, líka á listrænan hátt. Hann skar t.d. töluvert út í tré, gerði litla skúlp- túra úr vír, teiknaði og gerði myndir í tölvu, enda afar klár á ýmis forrit og bjó til ýmsa prent- gripi. Björgvin var ótrúlega góð- ur í að finna fallegar gjafir, sem pössuðu vel bæði tilefni og við- takanda og voru ekki alltof dýrar; ég nefndi að hann gæti haft vinnu við að hjálpa bjargarlausum körl- um til að kaupa gjafir fyrir konur sínar – sem honum þótti fyndin hugmynd. Björgvin var á heimavelli í miðborginni og milli hans og hennar má setja visst samansem- merki og hún varð snauðari eftir að hann hætti að geta verið þar. Síðustu mánuðina og jafnvel ár var heilsa hans orðin það tæp að minna varð úr miðborgarrölti og kaffihúsasetum en hann hefði viljað. Ég veit að hann saknaði Reykjavíkur eftir að hann flutti að Fellsenda í Dölum síðastliðið vor, þótt honum líkaði að mörgu leyti vel að búa þar, enda fólkið þar gott. En það er skrítið að svo fá pláss á hjúkrunarheimilum séu hér á höfuðborgarsvæðinu að fólk neyðist til að flytja brott þá svo er komið að það þarfnast sinnar fjöl- skyldu og vina e.t.v. hvað mest. Björgvin kenndi mér margt, t.d. var hann glöggur á aðrar hlið- ar á málum en flestum er gefið að sjá. Eitt sinn gaf hann mér prent- grip með eftirfarandi orðum Lao Tse: „Nytsemi hins tilvistarlausa. Þrjátíu hjólrimar mætast í nöf- inni, en nytsemi hjólsins er komin undir öxulgatinu. Leirkerin verða að gagni vegna þess að þau eru hol að inn- an. Menn smíða dyr og glugga og húsið verður nytsamt af því að það er tómt. Og geti tilveran borið ávöxt er hið tilvistarlausa nytsamt.“ Björgvin var trúaður og hafði stundum á orði að líf hans og dauði væri í valdi Guðs. Bróðir minn var drengur góður og hjartahreinn. Ég sakna hans. Sjöfn Kristjánsdóttir. ✝ Sigurður Gunn-arsson fæddist í Reykjavík 16. sept- ember 1929. Hann lést á Hjúkr- unarheimilinu Skjóli mánudaginn 22. október 2012. Foreldrar hans voru hjónin Helga Oddsdóttir, f. 25. október 1904, d. 13. ágúst 1995, og Gunnar Ólafsson vörubifreiða- rstjóri, f. 15. ágúst 1904, d. 4. september 1977, hann var fyrsta barn þeirra. Systkini hans eru tvö, Birgir Rafn, f. 13. apríl 1937, og Guðrún Katrín, f. 6. nóvember 1934, d. 6. júní 2002. Eftirlifandi eiginkona Sig- urðar er Elín Magnúsdóttir, f. 23. maí 1931. Þau gengu í hjónaband í september 1954, á 25 ára afmæl- isdegi Sigurðar. Þau eignuðust eina dóttur, Kristínu, f. 14. nóv- ember 1954, eiginmaður hennar er Rúnar Geirmundsson, f. 19. nóvember 1954, og synir þeirra eru Sigurður, f. 19. mars 1974, eiginkona hans er Guðný Arna Sölvadóttir Beck, fædd 18. janúar 1974, börn þeirra eru Stefán Elís, fæddur 20. júlí 2000, og Arna Rut, f. 19. september 2005; El- ís, f. 15. nóvember 1981, eiginkona hans er Katrín Erla Gregor Gunn- arsdóttir, f. 24. júní 1979, dóttir þeirra er Móey Marta, f. 29. júlí 2012. Sigurður vann ýmis störf, s.s. í skógerð, en lengst af ævi sinnar sem bifreiðarstjóri. Hann keyrði vörubíl hjá H.Ben, var um tíma einkabílstjóri borgarstjóra en síð- ar varð hann sinn eigin herra. Hann tók árið 1977 við vörubíl föður síns og gerði bílinn út frá vörubílastöðinni Þrótti. Eftir það tóku við störf hjá Reykjavík- urborg allt þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir um 69 ára aldurinn. Útförin fór fram í kyrrþey föstudaginn 26. október frá Frí- kirkjunni í Reykjavík að ósk hins látna. Tengdafaðir minn Sigurður Gunnarsson „afi Siggi“ eins og hann var alltaf kallaður er látinn. Hann lést 22. október sl. á hjúkr- unarheimilinu Skjóli eftir stutta dvöl þar, en veikindi höfðu hrjáð hann undanfarin misseri. Sigurður var fæddur í Reykja- vík, ólst þar upp og starfaði alla sína tíð. Sem ungur maður vann Sigurður í skógerð eftir seinna stríð og kynntist þar eftirlifandi eiginkonu sinni Elínu Magnúsdótt- ur. Síðar varð hann bifreiðarstjóri og ók vörubílum í áratugi. Fyrst hjá H. Ben en síðan tók hann við vörubíl af föður sínum Gunnari á Þrótti og ók þar grænum Benz, R 2025. Sigurður endaði svo starfs- ævi sína hjá Reykjavíkurborg á þjónustubíl á Miðbæjarstöðinni. Afi Siggi og amma Elín hófu bú- skap á Hverfisgötu skammt frá því húsi sem Elín var fædd í. Þau eign- uðust eina dóttur, Kristínu Sigurð- ardóttur, árið 1954. Þau fluttu að Álftamýri 50 árið 1963 og bjuggu þar allt fram til ársins 2008 þegar þau fluttu í þjónustuíbúð við Lind- argötu. Allt frá því að ég kynntist dóttur hans Kristínu fyrir um 40 árum hafa samskipti okkar Sigurðar ver- ið í alla staði góð. Efst í huga mín- um nú er þakklæti til hans fyrir allt það sem hann hefur verið okkur, strákunum okkar og fjölskyldum þeirra. Útför afa Sigga fór fram föstu- daginn 26. október sl. í Fríkirkj- unni í Reykjavík. Afi Siggi var fæddur inn í þann söfnuð, skírður þar, fermdur, kvæntur og sjálf- sögðu jarðaður þaðan. Athöfnin var ekki með hefðbundnu sniði heldur í anda afa og fjölskyldunn- ar. Afastrákarnir hans, Sigurður og Elís, héldu hvor um sig minn- ingarræðu um afa sinn á milli þess sem flutt voru tónlistaratriði. Síð- an tók sr. Þór Hauksson við og moldaði, blessaði og endaði athöfn- ina. Amma Elín og við Kristín erum afar stolt af strákunum okkar og þeim ævinlega þakklát fyrir að minnast afa síns á þann fallega hátt. Sigurður Gunnarsson, hafðu þökk fyrir allt. Rúnar Geirmundsson. Afi minn var fæddur og alinn upp í Reykjavík, hann sagði okkur margar sögur frá sínum yngri ár- um og hann rifjaði oft upp þegar hann bjó ásamt foreldrum sínum á Njálsgötunni, í Skerjafirðinum og Hrísateig. Þrátt fyrir að skil milli borgar og sveitar í dag séu óljósari heldur en var á þessum tíma þá varð honum tíðrætt um mun á fólki og aðstæðum þess, eftir því hvort það bjó í Reykjavík eða úti á landi á hans yngri árum. Það var honum alltaf dýrmætt að vera Reykvík- ingur – það heyrðum við oft. En eins og hann var mikill bæj- arstrákur þá varð það hans hlut- skipti að vera snemma sendur í sveit á sumrin. Það hljóta að hafa verið erfið spor vorið 1935 fyrir lít- inn 6 ára dreng að vera sendur til ættingja sinna að Magnússkógum í Dölum. Þetta fyrsta sumar hans – sagði afi mér nú nýlega – þá hefði að Magnússkógum enn staðið torfbær, en það var enginn smátorfbær, heldur tvílyftur með svefnlofti. Ömmu minni, Elínu Magnús- dóttur, kynntist hann er þau störf- uðu saman í skógerð og þar hófst þeirra líf saman – ef svo má segja. Þau hófu síðar búskap um 1953 að Hverfisgötu 68a, örstutt frá æsku- heimili ömmu Elínar. Þegar þau gengu í hjónaband í september 1954 var amma 23 ára, en ekki kona ein- sömul. Tveimur mánuðum síðar eignast þau dóttur, hana Kristínu mömmu mína. Um 1963, flytja þau í Álftamýri 50 og bjuggu þar lengst af eða fram í ágúst 2008, er þau fluttu að Lindargötu 57. Margar góðar minningar á ég um hann afa minn. Við fórum oft í bíltúra, gáfum hestunum hennar ömmu Helgu og Birgis bróður hans afa brauð. Fórum oft á Reykjavík- urflugvöll að skoða einkaflugvélarn- ar og í Krísuvík að hlusta á gargið í kríunum. Einnig fórum við í sveita- ferðir með ömmu Elínu og ömmu Stínu og Gillu frænku, fórum á Stokkseyri, í Eden í Hveragerði að skoða málverkin hans Elvars og fá okkur kakó. Fórum í kartöflugarð- inn hennar ömmu Helgu og stung- um upp, en þar stendur nú bygging- arvöruverslun Bauhaus. Á vörubílnum fór ég oft með honum að sækja sand, timbur og möl, stundum alla leið í Þrengslin í Ölfusi – það þótti mér spennandi. Ég er þakklátur fyrir allan þann tíma sem við áttum saman, því afi gaf mér svo margt og kenndi mér margt; að ganga vel um hlutina mína, hugsa vel um skóna mína, að vera kurteis, vera góður við menn og málleysingja. Síðast en ekki síst gaf hann mér dýrmæta gjöf sem fylgir mér alla tíð – hann gaf mér nafnið mitt. Sigurður Rúnarsson. Elsku afi Siggi er fallinn frá. Fyrsta minning mín um afa er frá því að ég man fyrst eftir mér. Ég minnist þess að liggja uppi í rúmi heima hjá ömmu og afa í Álftamýri og biðja afa að segja mér sögu, Beggasögu, og afi var alltaf til í það. Beggi köttur lenti í ýmsu, hitti vin sinn Brand, fékk mjólk hjá hús- mæðrum í Vesturbænum og harð- fisk frá góðum krökkum. Beggasög- urnar hans afa skiptu þúsundum þegar allt er talið og voru stórkost- leg ævintýri fyrir mig sem barn og lengi vel velti ég því fyrir mér hvort hver einasti köttur sem ég sá væri kannski Beggi köttur. Mér þótti stórmerkilegt að afi keyrði og átti vörubíl. Fyrir ungan dreng var það sambærilegt við að hann hefði átt skemmtigarð. Gam- an var að sitja í bílnum með afa og fá að fylgjast með honum keyra risastórt ferlíkið. Stundum fékk ég að leika mér í vörubílnum, djöflast á pallinum eða sitja við stýrið þeg- ar bíllinn var ekki í gangi og sveigja stýrið og þá jafnvel settir upp leðurhanskarnir hans afa og sixpensarinn. Partíin í Álftamýrinni eru mér líka minnisstæð, en það kölluðust þau mörgu skipti sem ég gisti hjá ömmu og afa. Þá var boðið upp á mikið magn af nammi, almennileg partí. Afi Siggi var góður, traustur afi. Afi kenndi mér að bera virðingu fyrir hlutunum. Hann fór vel með allt, bruðlaði aldrei. Afi kenndi mér það viðhorf að hugsa vel um sitt og sína. Hann færði ömmu reglulega blóm, og lét mig oft hafa pening og sendi mig að kaupa blóm handa Katrínu konunni minni. Afi var ekki gefinn fyrir marg- menni en hélt vel utan um þá sem honum þótti vænt um. Honum fannst gott að hafa mann í heim- sókn og það var gott að vera í heimsókn hjá ömmu og afa. Eins og það verður áfram gott að koma í heimsókn til ömmu á Lindargöt- una. Amma er einstaklega gestris- in og hlý heim að sækja og þó að afi hafi nú kvatt okkur verður hann alltaf með okkur í anda þeg- ar maður kemur á Lindargötuna í framtíðinni. Ég er ómetanlega þakklátur fyrir þann tíma sem ég átti með afa og allt sem hann hefur gefið mér og kennt. Sorgin er fyrst og fremst söknuður að yndislegum, hlýjum og traustum afa. Besta afa sem ég gæti hugsað mér. Hann var afar stoltur af okkur fjölskyld- unni, af mömmu og pabba, af okk- ur bræðrum og börnum okkar. Ég gleymi aldrei hversu ánægður afi varð þegar við Katrín sögðum honum að við ættum von á okkar fyrsta barni. Og Móey Marta dótt- ir mín varð svo heppin að hitta langafa sinn nokkrum sinnum. Ég mun sjá til þess að hún heyri reglulega talað um afa Sigga, og heyri jafnvel sögur af Begga ketti líka. Elsku afi minn, minning um þig mun lifa alla tíð, takk fyrir allt sem þú varst mér og okkur öllum. Elsku afi. Þú varst mér svo hlýr og svo góður, gjafmildur, traustur og kær. En þannig er með allan lífsins gróður að endingu sérhver svefninn fær. Nú kveðjum við elskulegan afa á fallegri kveðjustund. Þína minningu er gott að hafa meitlaða í hugarlund. Elís Rúnarsson. Sigurður Gunnarsson ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ERLINGUR DAGSSON, fv. aðalbókari, sem lést á Hrafnistu í Reykjavík föstudaginn 26. október, verður jarðsunginn frá Langholtskirkju þriðjudaginn 6. nóvember kl. 13.00. Þór Ingi Erlingsson, Margrét Sigurðardóttir, Vigdís Erlingsdóttir, Steinar Geirdal, Kristrún Erlingsdóttir, Jón Sverrir Erlingsson, Kristín Stefánsdóttir, Kjartan Erlingsson, Grétar Örn Erlingsson, Bryndís Anna Bjarnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, UNNUR MAGNÚSDÓTTIR frá Flögu, Núpalind 6, Kópavogi, sem lést á hjúkrunarheimili Hrafnistu við Boðaþing fimmtudaginn 25. október, verður jarðsungin frá Digraneskirkju mánudaginn 5. nóvember kl. 13.00. Haukur Hlíðberg, Aðalheiður Sævarsdóttir, Alma Hlíðberg, Jónas Gunnarsson, Valur Hlíðberg, Hildur Einarsdóttir, Arndís B. Smáradóttir, Gísli Georgsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTINN GUNNARSSON hæstaréttarlögmaður, Ásenda 3, Reykjavík, sem lést á Hjúkrunarheimilinu Sóltúni mánudaginn 22. október, verður jarðsunginn frá Laugarneskirkju þriðjudaginn 6. nóvember kl. 13.00. Bryndís Jóhannsdóttir, Þórunn Kristinsdóttir, Garðar J. Guðmundarson, Þórdís Kristinsdóttir, Ásgeir Magnússon, Gunnar Kristinsson, Claudia Piccenoni Kristinsson, Jóhann Kristinsson, Sólveig Ólafsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til ykkar allra sem sýndu okkur hlýhug og samúð vegna andláts elskulegrar móður okkar, AUÐAR EINARSDÓTTUR kaupmanns, Jökulgrunni 27. Hulda Halldórsdóttir, Eiríkur Þorsteinsson, Lilja Halldórsdóttir Veigele, Hartmut Veigele, Hafliði Halldórsson, Guðfinna Hauksdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, bróðir og afi, SIGFÚS JÓNSSON, Skúlagötu 20, fyrrv. forstjóri Innkaupastofnunar Reykjavíkur, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju fimmtudaginn 8. nóvember kl. 15.00. Bergljót Sigurðardóttir, Sigurður Sigfússon, Hrund Einarsdóttir, Kristján Sigfússon, Ragnhildur Sigurjónsdóttir, Sólveig Jónsdóttir, Kristján Jónsson, Finnur Hrafn Jónsson og fjölskyldur. ✝ BRAGI STEINARSSON saksóknari, Löngulínu 10, Garðabæ, andaðist miðvikudaginn 31. október. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 6. nóvember kl. 15.00. Ríkey Ríkarðsdóttir, Eiríkur Bragason, Guðbjörg Jóna Jónsdóttir, Björk Bragadóttir, Kolbeinn Arinbjarnarson, Steinarr Bragason, Kristín Thoroddsen og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.