Morgunblaðið - 03.11.2012, Qupperneq 42
42 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2012
✝ Hulda fæddistá Bíldudal 28.
nóvember 1912.
Hún lést 24. októ-
ber sl. Hún var
næstyngst 13 barna
hjónanna Þóru
Árnadóttur og Ás-
geirs Ásgeirssonar.
Móðir Huldu lést
þegar hún var sex
ára. Hún bjó hjá
föður sínum til 11
ára aldurs er hann lést. Börn-
unum, sem ekki voru þegar flutt
úr föðurhúsum, var komið í
fóstur hjá fjölskyldum hér og
þar. Hulda fór til móðursystur
1937, d. 2012, hún lætur eftir
sig son, Ásgeir Bragason. Eyj-
ólfur, f. 1940, kvæntur Sólveigu
Gunnarsdóttur. Börn: Elisabet,
Gunnar, Axel, Eyjólfur og
Hulda Karen. Sigurður, f. 1944,
d. 1946. Sigríður, f. 1946, var
gift Peter Vinther, þau skildu.
Börn: Hans Kristjan, Nina Sös
og Jakob. Þórður, f. 1948, d.
1999, kvæntur Grímhildi Hlöð-
versdóttur. Börn: Hulda og Her-
dís.
Hulda og Axel skildu 1958.
Hulda vann eftir það ýmis til-
fallandi störf. Í Reykjavík
bjuggu þau hjónin fyrst í
Nökkvavogi, síðan á Laug-
arásvegi og í Stigahlíð.
Hulda bjó lengst af í Hvassa-
leiti, seinna Bólstaðarhlíð.
Hulda fór 91 árs á Hrafnistu í
Reykjavík.
Útför Huldu fór fram í kyrr-
þey að hennar eigin ósk.
sinnar Guðnýjar og
Samúels í Árnahúsi
á Bíldudal. Þau
áttu einn dreng,
Sigurð Samúelsson,
sem Hulda leit
gjarnan á sem
bróður sinn.
Hulda fluttist til
Reykjavíkur um
tvítugt. Giftist Axel
Eyjólfssyni hús-
gagnasmið. Þau
fluttust til Akraness og bjuggu
þar til 1947 en þá fluttu þau til
Reykjavíkur.
Þau hjónin eignuðust fimm
börn. Þau eru: Jakobína, f.
Elsku mamma mín, megi Guð
blessa minningu þína. Þú kvadd-
ir okkur mánuði fyrir 100 ára af-
mælið þitt. Það er farsælt að fá
að fara þegar maður er orðinn
fullorðinn og finnst orðið tíma-
bært að englarnir taki við
manni. Ég veit að börnin þín,
systkini og foreldrar taka á móti
þér með útbreiddan faðminn.
Við hin verðum að venjast því að
þú ert ekki lengur hérna hjá
okkur.
Líf þitt hefur ekki alltaf verið
auðvelt. Þú misstir foreldra þína
sem barn en þú og systkini þín
voruð sett í fóstur hér og þar. Þú
misstir þrjú af börnunum þínum
fimm, skildir eftir erfitt hjóna-
band, og annaðist dóttur þína
Jakobínu í veikindum hennar.
Þú veiktist í eyrum sem barn og
heyrnarskerðing háði þér alla
ævi.
Þrátt fyrir erfiðleikana kvart-
aðir þú aldrei heldur varst já-
kvæð og gladdist yfir því að á
morgun kemur alltaf nýr dagur.
En þú varst ekki að vorkenna
sjálfri þér en talaðir með hlýju
um þá sem voru farnir. Engan
hef ég þekkt með jafn mikið
jafnaðargeð og aldrei var ég
skömmuð sem barn. Við Þórður
komum oft heim gauðrifin og
skítug en fengum hrein föt þeg-
andi og hljóðalaust. Alltaf gafst
þú þér tíma til að spila við okk-
ur, leika og segja okkur sögur.
Eins varst þú við barnabörnin.
Ásgeir son Jakobínu tókst þú að
þér þegar Jakobína var veik. Þú
varst músíkölsk, fróðleiksfús og
last bækur og blöðin fram til
þess síðasta. Í seinni tíð veltir þú
mikið fyrir þér hvort það væri líf
eftir dauðann og last bækur um
þau málefni. Ég er viss um að þú
varst sátt við að deyja og að
dauðinn var byrjun á nýju lífi.
Auðvelt var að gleðja þig,
bara að bjóða þér í bíltúr gaf þér
mikla ánægju og þú varst þakk-
lát. Hvað þá að ferðast til út-
landa, síðasta utanlandsferðin
var farin til Spánar þegar þú
varst níutíu og tveggja ára. Þér
fannst svo gaman að fara á
markaðina og versla.
Oft skoðaðir þú landakort og
ferðaðist í huganum. Fyrst þeg-
ar þú komst til Kaupmannahafn-
ar þekktir þú alla miðborgina.
Þú varst aldrei hrædd við að
taka strætó vegna þess að ef þú
lentir í röngum vagni fór hann
bara út á endastöð og til baka.
Stundum tókstu líka lestina fram
og aftur af því að svo margt var
að sjá. Ekki stóð heldur á þér að
koma til Danmerkur og passa
barnabörnin í fleiri mánuði þeg-
ar ég bað þig um það.
Þú varst einstaklega fé-
lagslynd og gestrisin. Allir voru
velkomnir á heimili þitt og þú
veittir ríkulega. Þó að um væri
að ræða síðustu peningana þína
gafstu þá börnunum þínum eða
þeim sem þér fannst hafa þörf
fyrir þá. Alltaf gladdist þú yfir
að fá heimsókn á Hrafnistu en
kvartaðir aldrei yfir því að það
væri langt síðan maður kom síð-
ast. Þvert á móti kvartaðir þú yf-
ir að geta ekki veitt nóg. Þú
bauðst alltaf upp á súkkulaði og
gos fyrir litlu börnin en sjerrí
fyrir okkur hin.
Þú varst svo lánsöm að eign-
ast 11 barnabörn, 25 langömmu-
börn og sex langalangömmu-
börn. Öll nöfnin á börnunum
mundir þú alveg fram á
síðasta dag. Þakka þér fyrir
lífið og allt það góða sem þú hef-
ur kennt mér.
Guð veri með þér, elsku góða
mamma mín.
Ég lít í anda liðna tíð,
er leynt í hjarta geymi.
Sú ljúfa minning – létt og hljótt
hún læðist til mín dag og nótt,
svo aldrei, aldrei gleymi …
(Halla Eyjólfsdóttir.)
Sigríður Axelsdóttir.
Ég kom inn í fjölskyldu Huldu
þegar ég var 20 ára. Hún tók
mjög vel á móti mér. Við Þórður
fengum að búa hjá henni í
nokkra mánuði þangað til við
fluttum í okkar íbúð. Við eign-
uðumst okkar fyrsta barn sem
við skírðum Huldu meðan við
bjuggum hjá henni. Hún gaf mér
mörg góð ráð og hjálpaði mikið
til við litla barnið.
Hulda bjó lengst af í Hvassa-
leiti 157. Við fjölskyldan minn-
umst með gleði þegar við mætt-
um í sunnudagskaffi og jólaboð
hjá henni, og hittum aðra fjöl-
skyldumeðlimi, því þar var alltaf
hlaðborð af heimatilbúnum kök-
um og öðru góðgæti. Hún hafði
alltaf tíma til að spila við krakk-
ana og spjalla við þau. Hulda
hafði einstaklega gott skap og
tók öllu með jafnaðargeði, aldrei
orðinu hærra við börnin né aðra.
Hulda var með afbrigðum minn-
ug á ætt sína og fjölskyldu-
tengsl. Þegar Hulda flutti úr
Hvassaleitinu bjó hún um tíma
hjá okkur á Hraðastöðum í Mos-
fellsdal, Það var góður tími,
dætrum okkar fannst gott að
koma heim úr skólanum og
amma var heima að taka á móti
þeim. Þegar hún flutti svo í Ból-
staðarhlíðina í fallega íbúð voru
allir alltaf velkomnir. Hún fór út
um allan bæ að spila við „gamla
fólkið“ eins og hún sagði. Hún
fór allra sinna ferða í strætó,
þekkti og rataði um Reykjavík
betur en ég þó að hún væri að
verða 100 ára.
Þegar hún flutti svo á Hrafn-
istu fór ég og hún í marga góða
bíltúra og sóttum kaffihús borg-
arinnar stíft. Hún elskaði að fara
út að keyra, sama hvert var far-
ið. Þegar þetta fína kaffihús á
Hrafnistu var opnað létum við
okkur ekki vanta þar. Ég á eftir
að sakna þessarar heimsóknar
til Huldu. Það þurfti aldrei að
bíða eftir henni, hún var alltaf
tilbúin sama hvað var, og ef
maður kom of seint lét hún
mann aldrei finna það sagði bara
„gott að þú ert komin“ og „mikið
er gaman að sjá þig“. Hulda var
ekki bara tengdamóðir mín hún
var minn besti vinur, og okkar
samband var alltaf gott og
traust. Blessuð sé minning
Huldu.
Grímhildur Hlöðversdóttir.
Það er komið að kveðjustund.
Elskuleg tengdamóðir mín
Hulda Ásgeirsdóttir andaðist á
Hrafnistu í Reykjavík hinn 24.
október síðastliðinn 99 ára göm-
ul. Það vantaði aðeins rúman
mánuð í 100 árin. Þetta var orðin
löng ævi og hún löngu tilbúin að
kveðja.
Yndislegri manneskju hef ég
aldrei kynnst, svo rólegri og yf-
irvegaðri og skipti aldrei skapi,
tók öllu í lífinu með jafnaðargeði.
Ég var mjög ung þegar ég kom
fyrst inn á heimili Huldu, þá
nýbúin að kynnast syni hennar
Eyjólfi. Ég var mjög kvíðin og
feimin í þessari fyrstu heimsókn,
en ég hefði getað verið rólegri
því hún tók mér svo vel, eins og
við hefðum þekkst lengi. Svona
hefur það verið síðan. Ást henn-
ar og umhyggja fyrir okkur,
barnabörnum og síðan lang-
ömmubörnum sínum hefur alltaf
verið mikil. Fram á síðasta dag
spurði hún um okkur öll með
nafni, hvernig við hefðum það og
hvort ekki gengi vel hjá öllum.
Gestrisnari konu var vart
hægt að finna, enda farið í marg-
ar heimsóknir til hennar eftir
sunnudagsbíltúrana með börnin.
Þeim fannst alltaf jafn gaman að
vera hjá ömmu sinni, því hún gaf
þeim svo mikinn tíma. Þreyttist
aldrei á að spila við þau eða
segja þeim sögur.
Höfum við nú öll kvatt hana
með miklum söknuði og þakk-
læti fyrir öll árin sem við áttum
með henni. Hún var örugglega
hvíldinni fegin. Orðin þreytt og
vissi að þrjú barna hennar sem
farin voru á undan henni, myndu
taka vel á móti henni.
Blessuð sé minning þessarar
elskulegu konu.
Sólveig Gunnarsdóttir.
Nú er hún amma Hulda kom-
in á góðan stað. Búin að hitta
börnin sín sem fóru alltof fljótt á
undan henni, og alla þá sem hún
hefur misst á sinni löngu ævi.
Eða það vona ég, því vænting-
arnar voru miklar hjá henni. Ég
vona alla vega að hún geti heyrt
vel núna og sé laus við alla verki,
en um þá kvartaði hún aldrei
neitt svo sem, en henni leiddist
óskaplega að vera svona gömul,
„oha, það er svo leiðinlegt að
vera svona gömul og geta ekki
boðið ykkur upp á neitt,“ sagði
hún oft. Amma var nefnilega í
essinu sínu í eldhúsinu þegar
hún var að baka, elda og hlúa að
öllum í kringum sig. Maður
minnist allra pönnukaknanna
með rjómanum, kleinanna, að
ekki sé minnst á heita súkku-
laðið. Það var alltaf mikil til-
hlökkun að fara með rútunni úr
sveitinni niðrí Hvassó til ömmu,
ég tala nú ekki um til þess að
gista, þá las hún alltaf fyrir
mann Dimmalimm, og alltaf
sama hvað það var mikið að gera
hjá henni hafði hún alltaf tíma til
að spila og kenna manni ný spil.
Ég og börnin mín eigum eftir
að sakna ömmu og langömmu,
hún var klettur sem aldrei hagg-
aðist eða bugaðist í öllu hennar
mótlæti í lífinu sem var nú nóg
um. Hún tók öllu með æðruleysi,
skipti aldrei skapi eða hallmælti
öðrum. Ef maður hefði eitthvað
af hennar geðslagi, þá væri mað-
ur í góðum málum, hugsa ég.
Minning hennar verður ljós í lífi
okkar.
Þegar raunir þjaka mig,
þróttur andans dvínar,
þegar ég á aðeins þig
einn með sorgir mínar.
Gef mér kærleik, gef mér trú,
gef mér skilning hér og nú.
Ljúfi drottinn lýstu mér,
svo lífsins vef ég finni,
láttu ætíð ljós frá þér
ljóma í sálu minni.
(Gísli á Uppsölum)
Herdís Þórðardóttir
og fjölskylda.
Hulda amma er fallin frá. Hún
lést á heimili sínu á Hrafnistu í
Reykjavík hinn 24. október síð-
astliðinn rétt tæplega 100 ára
gömul. Það var við hæfi að hún
færi í síðasta fríið sitt á
kvennafrídaginn. Hennar verður
sárt saknað.
Amma var mjög góð kona.
Maður skynjaði góðmennsku
hennar við það eitt að hitta hana.
Þegar maður var lítill heilsaði
hún manni af hlýju og hafði
áhuga á því sem við börnin höfð-
um fyrir stafni. Hún passaði
jafnframt upp á að barnabörnin
færu ekki frá henni öðruvísi en
södd og sæl. Jafnvel rúmlega
það, því hún var gjörn á að bjóða
okkur meira af kleinum eða kök-
um nokkrum sinnum eftir að bú-
ið var að segja „takk fyrir mig“.
Þannig eiga ömmur að vera.
Það var ekki síður áhugavert
að kynnast ömmu sem fullorðinn
einstaklingur. Hún hafði frá svo
mörgu að segja sem var áhuga-
vert þó svo að hún af lítillæti
vildi ekki alltaf tala mikið um sig
eða sitt lífshlaup. Það var ótrú-
lega skemmtilegt að hlusta á
hana segja frá atvikum í lífi sínu
sem áttu sér stað fyrir 80-90 ár-
um og allt mundi hún eins og
það hefði gerst í gær.
Amma var sterk kona sem
varð fyrir heilmiklu mótlæti á
lífsleiðinni án þess nokkru sinni
að bogna í baki. Hún bar sig allt-
af vel og bar aldrei kala til nokk-
urs manns. Þannig manneskja
var amma. Hún hafði áhrif á lífs-
viðhorf mitt t.d. þegar hún sagð-
ist dauðleið á krepputali fólks í
dag sem kvartaði yfir því að
komast ekki til útlanda tvisvar á
ári. Þegar hún var að alast upp
vestur á fjörðum var lífsbaráttan
hörð. Hún sagði frá móðurmissi í
æsku, fráfalli systkina, sundrun
fjölskyldu og almennu brauð-
striti þar sem mestu áhyggjur
fólks snérust um að allir hefðu
eitthvað að borða. Þetta voru
erfiðir tímar og hennar björt-
ustu minningar úr æsku voru að
finna lyktina af blómunum á vor-
in.
Hulda
Ásgeirsdóttir
24 tíma vakt
Sími 551 3485
Davíð H. Ósvaldsson S: 896 8284 Óli Pétur Friðþjófsson S: 892 8947
ÞEKKING–REYNSLA–ALÚÐ
ÚTFA
RARÞJÓNUSTA
✝
Þökkum þeim fjölmörgu sem hafa látið í ljós
samúð vegna andláts
GUÐRÚNAR BJARNADÓTTUR,
Grundarási 12,
Reykjavík,
og sýnt minningu hennar hlýju og virðingu.
Hörður Gíslason,
Helga Harðardóttir, Haraldur Skarphéðinsson,
Gunnar Harðarson,
Emil Dagsson, Álfrún Haraldsdóttir,
Ásta Árnadóttir.
✝
Alúðarþakkir færum við öllum þeim sem
sýndu okkur samúð og hlýhug vegna
andláts og útfarar ástkærs föður okkar,
tengdaföður, afa og langafa,
STEFÁNS STEFÁNSSONAR,
Hlíðarhúsum 3,
Reykjavík.
Starfsfólki og vinum hans í Hlíðarhúsum eru
færðar sérstakar þakkir fyrir hlýju og vináttu.
Stefán Stefánsson, Kristín Jóhannesdóttir,
Karólína Sigfríð Stefánsdóttir, Þórður Björgvinsson,
Elín Pálsdóttir, Vigfús Þór Árnason.
✝
Hjartans þakkir til allra sem sýndu samúð og
hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra
eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og
langafa,
ÓSKARS SIGURJÓNSSONAR
sérleyfishafa.
Guð blessi ykkur öll.
Sigríður Halldórsdóttir,
börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Við þökkum innilega auðsýnda samúð vegna
fráfalls eiginkonu minnar, móður okkar,
tengdamóður og ömmu,
MARGRÉTAR MARÍU JÓNSDÓTTUR,
sem lést sunnudaginn 16. september á
hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk Sunnuhlíðar og heima-
hjúkrunar Heilsugæslunnar í Kópavogi fyrir einstaka
hlýju og nærgætni í störfum sínum.
Guðmundur Jónasson,
Jónas Guðmundsson, Anh-Dao Tran,
Arnfríður Guðmundsdóttir, Gunnar Rúnar Matthíasson
og barnabörn.
✝
Innilegar þakkir til ykkar allra sem sýnduð
okkur hlýhug og samúð vegna andláts og
útfarar
GÍSLA HALLDÓRSSONAR
arkitekts.
Sérstakar þakkir til starfsfólks og borðfélaga
á hjúkrunarheimilinu Eir, deild 2-b, fyrir alúð
og vinskap.
Leifur Gíslason, Þórdís Jónsdóttir,
Margrét Leifsdóttir, Þorsteinn Stefánsson,
Gísli Leifsson,
Jón Páll Leifsson, Guðrún Norðfjörð
og langafabörn.
✝
Hugheilar þakkir til allra sem auðsýndu okkur
samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför
elskulegrar móður okkar, tengdamóður,
ömmu, langömmu og langalangömmu,
SIGRÚNAR EINARSDÓTTUR
Simmu,
áður til heimilis að Efstasundi 74.
Sérstakar þakkir til alls starfsfólks á Hrafnistu í Hafnarfirði
sem kom með hlýhug að umönnun hennar.
Guð blessi ykkur öll.
Sigurhanna Erna Gísladóttir,
Einar Jóhann Gíslason, Diljá Erna Eyjólfsdóttir,
Halldór Gíslason, Anne May Sæmundsdóttir,
Gísli G. Sveinbjörnsson, Guðrún Bergmann,
Guðlaug Ingibergsdóttir,
barnabörn, langömmubörn og langalangömmubörn.