Morgunblaðið - 03.11.2012, Page 43

Morgunblaðið - 03.11.2012, Page 43
Amma var heilsuhraust þrátt fyrir háan aldur, með góða sjón en heyrnin var farin að gefa sig. Hún fylgdist vel með, las dag- blöð og hafði unun af lestri bóka. Amma var ætíð hrókur alls fagn- aðar á mannamótum. Amma var stálminnug eins og áður er getið, og ættglögg mjög. Hún hefur gegnum tíðina sagt mér frá mörgum landsfrægum Íslend- ingum og rakið nákvæmlega ættartengsl þeirra við fjölskyldu okkar. Þegar hún hitti konuna mína fyrst taldi hún sig geta ráð- ið af svip hennar hvaðan hún væri ættuð vestan af fjörðum. Það passaði allt við frekari könn- un. Ég á eftir að sakna ömmu, eiga við hana spjall um gamla og nýja tíma og njóta samveru með henni. Hún var tilbúin í síðasta ferðalagið sitt og hafði oft rætt það fólkið sitt. Ég er viss um að hún unir sér glöð með börnum sínum þremur sem kvöddu á undan henni en hún varðveitti minningu þeirra svo vel í hjarta sínu. Blessuð sé minning hennar Huldu ömmu. Eyjólfur Eyjólfsson. Elsku amma. Nú ertu búin að kveðja þetta líf aðeins rúmum mánuði fyrir 100 ára afmælið þitt. Þú hefur lifað tímana tvenna sem gerir það ómetan- legt að hafa verið í sambandi við þig og heyra sögur um hvernig lífið var hér á árum áður. Það var alltaf gott að heim- sækja þig. Þú vafðir okkur hlýju og ást, auk þess sem að alltaf var borið á borð fyrir mann „fermingarhlaðborð“ af veiting- um. Við eigum bara góðar minn- ingar frá Hvassaleitinu, Bólstað- arhlíðinni og núna síðustu ár á Hrafnistu því þú varst yndisleg heim að sækja. Ég veit að þú hefur það gott þar sem þú ert í dag enda margt af því fólki sem þér þótti vænst um farið og óskum við þess af heilum hug að þú hafir nú þegar hitt það allt aftur við mikinn fögnuð og kátínu. Á þessari kveðjustund er það fyrst og fremst þakklæti sem við finnum fyrir og þá sérstaklega yfir því að hafa verið svo lán- samar að vera barnabörn þín, en það voru forréttindi. Mér tregt er um orð til að þakka þér, hvað þú hefur alla tíð verið mér. Í munann fram myndir streyma. Hver einasta minning er björt og blíð, og bros þitt mun fylgja mér alla tíð, unz hittumst við aftur heima. (Hugrún.) Minning þín lifir í hjarta okk- ar allra. Kveðja og takk fyrir allt. Elísabet og Hulda Kar- en Eyjólfsdætur. Að lifa í hartnær hundrað ár er fáum gefið. Ennþá merkilegra er að ná þessum aldri þrátt fyrir margt og mikið mótlæti í lífinu. Amma hélt vitsmunalegri og andlegri heilsu fram í andlátið. Hún varð fótfúin og sat í hjóla- stól síðustu mánuðina. Fram að því var hún hinsvegar létt á fæti. Heyrnarleysi háði henni frá barnæsku. Ekkert tillit var til þessa tekið í skóla. Heyrnartæki fékk hún fyrst eftir að hún varð fullorðin. Amma mín var mörgum góð- um kostum gædd. Mér stendur næst að þakka henni fyrir örlæt- ið og þá léttu lund sem henni var gefin. Ég fæddist árið 1959. Amma var þá einstæð móðir með tvö börn á framfæri. Móðir mín var einnig einstæð móðir. Hún veiktist alvarlega á geði þegar ég var á öðru ári. Amma tók mig þá að sér. Hún vann á þessum tíma láglaunastörf hjá Bæjarútgerðinni og við hrein- gerningar. Eigi að síður var hún alltaf jákvæð og bjartsýn. Móðir mín var alvarlega veik og var innlögð nær samfellt þangað til ég var fjögurra ára. Þegar hún loks útskrifaðist, fór það svo að hún flutti inn til ömmu. Þar bjuggum við svo bæði þar til ég flutti að heiman um tvítugt. Sjúkdómur móður minnar gerði það að verkum að ég og amma urðum að standa saman að því að sinna móður minni á veik- indatímabilum frá því ég var 7-8 ára gamall. Þetta var ekki alltaf auðvelt, hvorki fyrir hana né mig, en hún tók þessu mótlæti af æðruleysi og án þess að nokkurn tímann örlaði á biturð eða reiði gagnvart móður minni, mér eða forlögunum. Ekki síst studdi amma mig alltaf, sama hverju ég fann upp á. Hún sýndi mér skil- yrðislausa ást og umhyggju – alla tíð. Mér og konu minni er báðum minnisstætt þegar hún gisti í fyrsta sinn hjá mér á heimili ömmu. Amma átti ekki að vita af þessu, enda vorum við líklega 17 og 18 ára gömul. Hún ætlaði að læðast út snemma á sunnudags- morgni, en áður en hún komst að dyrum bauð amma í pönnukökur og var þá þegar búin að baka stóran stafla sem við svo röð- uðum í okkur. Slík var rausn og örlæti hennar. Ég held að allir sem þekktu ömmu kannist við umhyggju hennar og örlæti. Þetta gildir a.m.k. um okkur afkomendur hennar. Amma lifði það að verða langalangamma. Síðasta minning mín um ömmu var í jarðarför móður minnar í maí í ár. Mamma var sú þriðja af fimm börnum ömmu sem hún fylgdi til grafar. Eftir lifa aðeins Eyjólfur og Sigga. Umhyggja ömmu gagnvart móð- ur minni var takmarkalaus. Í jarðarför mömmu vissi hún vel hvað gerst hafði og benti á gler- listaverk Leifs Breiðfjörð og hafði orð á því hvað þetta væri fallegt. Hún sagði þetta háum rómi þannig að bæði presturinn sem jarðsöng og allir sem voru í kirkjunni heyrðu þetta vel. Það er vel viðeigandi að hún var kvödd undir þessari sömu mynd bara tæpu hálfu ári seinna. Hvernig er hægt að þakka fyrir allt? Það er hvorki meira né minna en það sem ég á henni að þakka. Þegar minn tími kem- ur hlakka ég til endurfundanna. Hún talaði sjálf oft um hvað biði hinumegin. Ég vona að hún mæti þeim sem hún hefur kvatt og ég er viss um að þeir taka vel á móti henni. Blessuð sé minning Huldu Ás- geirsdóttur. Ásgeir Bragason. Það eru ekki allir svo lánsam- ir að eiga langömmu á lífi þegar þeir fæðast og að fá að taka þátt í lífi hennar í svona langan tíma eins og við höfum haft tækifæri til. Takk fyrir allt sem þú varst. Það var alltaf svo notalegt að koma í heimsókn til þín. Myndirnar sem við eigum af þér með börnunum okkar í skírninni hans Matthíasar eru ómetanlegar, þar sem þú heldur á honum og við systurnar stönd- um við hliðina á þér með Natalíu Laufeyju og Garðari Kára. Fal- leg mynd af fallegri konu með yndislegum langalangömmu- börnum. Takk fyrir samfylgdina og vonum að þér líði vel. Vertu ekki grátinn við gröfina mína góði, ég sef ekki þar. Ég er í leikandi ljúfum vindum, ég leiftra sem snjórinn á tindum. Ég er haustsins regn sem fellur á fold og fræið í hlýrri mold. Í morgunsins kyrrð er vakna þú vilt, ég er vængjatak fuglanna hljótt og stillt. Ég er árblik dags um óttubil og alstirndur himinn að nóttu til. Gráttu ekki við gröfina hér – gáðu – ég dó ei – ég lifi í þér. (Höf. ókunnur.) Sandra Sif, Berglind og Sólveig Gunnarsdætur. MINNINGAR 43 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2012 ✝ Erla AðalheiðurHjörleifsdóttir fæddist á Akranesi 29. desember 1934. Hún andaðist á gjör- gæsludeild Land- spítalans við Hring- braut 21. október 2012. Erla var miðju- barn í fimm systra hópi. Foreldrar hennar voru Guðrún Gunnarsdóttir f. 27. júní 1904, d. 1. apríl 1996 og Hjörleifur Guð- mundsson f. 21. ágúst 1905, d. 4. apríl 1995. Systur Erlu eru Vigdís Magnúsdóttir f. 2. september 1925 (látin), Anna Helga f. 2. júlí 1933 (látin), Ágústína f. 18. janúar 1936 og Hjördís Guðrún f. 28. júlí 1940. arsdóttir f. 21. mars 1962. Börn þeirra eru Finnbogi Rúnar f. 8. maí 1996 og Aðalheiður Kristín f. 10. mars 2000. Erla ólst upp á Suðurgötu 19 á Akranesi hjá foreldrum sínu til 7 ára aldurs er foreldrar hennar skildu. Þá flutti hún með móður sinni og systrum að Suðurgötu 48 á Akranesi. Síðar voru þær heim- ilisfastar að Mánabraut 6 á Akra- nesi. Þar bjó Ásgeir Guðmunds- son sem móðir Erlu var ráðskona hjá. Var Erla heimilisföst þar þangað til hún stofnaði sitt eigið heimili. 14 ára gömul fór Erla í vist til Vigdísar systur sinnar að Akbraut í Holtum í Rang- árvallasýslu. Einnig var hún í vist í Hafnarfirði. 18 ára kemur hún alkomin til Akraness og bjó þar alla tíð síðan. Erla vann svo til alla tíð utan heimilis með húsmóð- urhlutverkinu. Lengst af vann hún í mötuneyti Sementsverk- smiðju ríkisins á Akranesi. Útför Erlu Aðalheiðar hefur farið fram í kyrrþey. Eiginmaður Erlu er Daði Kristjánsson f. 9. október 1935 á Litlabæ við Skötu- fjörð í Ísafjarð- ardjúpi. Þau giftu sig 30. desember 1962. Erla átti son með Ingólfi Hafsteini Sveinbjörnssyni f. 26. mars 1932 (lát- inn) sem hét Guð- mundur Róbert f. 15. mars 1952, d. 3. september 2009. Sambýlis- kona hans var Þórný Sigurjóns- dóttir, f. 8. okt. 1957. Börn Erlu og Daða eru Sigrún Hrönn f. 14. ágúst 1956 og Kristján Þröstur f. 20. október 1960. Eiginkona Kristjáns er Friðrika Eygló Gunn- Elsku mamma. Kveðjan var alltof stutt fyrir okkur. Þú fórst í aðgerð. Eftir þrjár vikur var kallið komið, svo skyndilega þar sem þú varst á batavegi. Maður veit aldrei, eng- inn ræður sínum næturstað. Elsku mamma, það er margt sem þú skilur eftir þig í lífi okkar. Góð- ar minningar lifa sem lengst. Tím- inn líður hratt í veröld okkar. Þú áttir góðar stundir með Finnboga og Aðalheiði. Þú passaðir þau oft fyrir okkur. Auðvitað komst þú alltaf í afmælin þeirra ásamt pabba og Sigrúnu systur. Þetta gladdi þau mikið. Mörg ferðalög fórum við í saman. Síðast núna í haust var farin ferð í berjamó því að tína ber hafðir þú mikla ánægju af. Einnig varst þú einstaklega dugleg að spila með ömmubörn- unum. Þú varst þeirra dyggasti stuðningsmaður. Að lokum vil ég kveðja þig með ljóði sem sam- starfskona þín orti fyrir mörgum árum og segir allt sem segja þarf um þig. Lokið er kafla í lífsins miklu bók. Við lútum höfði í bæn á kveðjustund. Biðjum þann Guð, sem gaf þitt líf og tók græðandi hendi að milda sorgarstund. Ó, hve við eigum þér að þakka margt þegar við reikum liðins tíma slóð. Í samfylgd þinni allt var blítt og bjart blessuð hver minning, fögur, ljúf og góð. Okkur í hug er efst á hverri stund ást þín til hvers, sem lífsins anda dró hjálpsemi þín og falslaus fórnarlund. Friðarins Guð þig sveipi helgri ró. (Vigdís Runólfsdóttir) Megi Guð styrkja okkur öll í sorginni. Kveðja, þinn sonur Kristján. Elsku Erla, hjartans þökk fyrir samfylgdina, minning þín lifir í hjörtum okkar. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Okkar innilegustu samúðar- kveðjur til ástvina, Ágústína og Sigvaldi. Sárt er vinar að sakna. Sorgin er djúp og hljóð. Minningar mætar vakna. Margar úr gleymsku rakna. Svo var þín samfylgd góð. Daprast hugur og hjarta. Húmskuggi féll á brá. Lifir þó ljósið bjarta, lýsir upp myrkrið svarta. Vinur þó félli frá. Góða minning að geyma gefur syrgjendum fró. Til þín munu þakkir streyma. Þér munum við ei gleyma. Sofðu í sælli ró. (Höf. ók.) Yndislega móðursystir mín, hún Erla, er dáin og nú er komið að kveðjustund. Erla var einstök kona sem á fáa sína líka. Hún hef- ur átt sérstakan stað í hjarta mínu frá því ég man eftir mér. Til Erlu og Daða var einstaklega gott og skemmtilegt að koma og tekið á móti manni með einstakri gest- risni og hjartahlýju. Að heim- sækja Erlu, Daða og fjölskyldu t.d. á aðfangadagsmorgun var al- gerlega ómissandi í jólahaldi okk- ar hjóna og barnanna okkar. Þar var tekið á móti manni á ógleym- anlegan hátt. Minningar leita á hugann. Það er svo margs að minnast og þær minningar mun ég varðveita um tíð. Guð geymi þig, elsku Erla mín. Ég bið góðan Guð að styrkja Daða, Sigrúnu, Kristján, Eygló, Aðalheiði, Finn- boga og aðra aðstandendur á erf- iðum tímum. Missir ykkar er mik- ill. Ég og fjölskylda mín vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Hvíl í friði, elsku Erla. Petrún Berglind Sveinsdóttir. Okkur systurnar langar að minnast móðursystur okkar, Erlu, sem var okkur einstaklega kær alla tíð. Þegar litið er yfir farinn veg koma fram margar góðar minningar sem ylja okkur nú þeg- ar komið er að leiðarlokum. Mikill samgangur var á milli fjölskyldna okkar og þegar við vorum yngri var farið í ófá ferðalögin. Þar smökkuðum við systur í fyrsta sinn kartöflumús og rauðar pulsur sem Erla eldaði. Algjört lostæti að okkar mati. Ekki má gleyma far- artækjunum sem ferðast var í, Moskovits-eðalbílar á þeim tíma. Minningar tengdar jólunum eru margar og góðar. Hittust þá fjölskyldurnar þar sem súkkulaði og hnallþórur voru á boðstólum. Munum við systur sérstaklega eftir dropajólaseríunni á jólatrénu hjá Erlu og Daða sem við gátum endalaust dáðst að. Jólaböllin sem Erla og Daði buðu okkur á í Sem- entsverksmiðjunni gleymast líka seint. Á aðfangadagsmorgun var og er enn sá góði siður að koma við á Heiðarbrautinni með jóla- kortin og hafa börnin okkar nú bæst í hópinn með okkur. Þær systur Erla og mamma okkar, voru mjög samrýmdar alla tíð. Erla var handlagin kona og var mömmu oft innan handar t.d. við að sauma föt á okkur systk- inin. Þær systur tóku saman slát- ur lengi vel, og þá var mikið fjör og mikið hlegið. Okkur fannst Erla elda heimsins besta mat og fannst okkur alltaf betri maturinn hjá henni en mömmu. Erla hafði góða nærveru. Hún var hlý og góð og hafði mikið að gefa. Alltaf var gott að heimsækja þau Daða á Heiðarbrautina og eigum við þar minningar um margar góðar stundir. Nú er komið að leiðarlok- um. Við viljum þakka allar góðu stundirnar með þér. Við vitum að Róbert og amma hafa tekið vel á móti þér. Það er með miklu þakk- læti sem við kveðjum hana Erlu frænku okkar og vottum fjöl- skyldu hennar okkar dýpstu sam- úð. Minninguna um þig munum við geyma í hjarta okkar það sem við eigum eftir ólifað. Erla, góða Erla! eg á að vagga þér. Svíf þú inn í svefninn í söng frá vörum mér. Kvæðið mitt er kveldljóð, því kveldsett löngu er. Úti þeysa álfar um ísi lagða slóð. Bjarma slær á bæinn hið bleika tunglskinsflóð. Erla, hjartans Erla, nú ertu þæg og góð! (Stefán frá Hvítadal.) Guð blessi minningu þína. Guðrún og Helga. Erla Aðalheiður Hjörleifsdóttir ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför INGIBJARGAR KRISTJÁNSDÓTTUR, Árskógum 4, áður Reynimel 72. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Austurbæjar á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ fyrir sérstaklega góða aðhlynningu og fallega minningarstund. Arnar Birgisson, Sigrún Þorsteinsdóttir, Birgir Hrafnsson, Oddný Indíana Jónsdóttir, Finnur Lárusson, Merrilyn Lárusson, Hafliði Kristján Lárusson, Catherine Alaguiry, Katrín María Birgisdóttir, Jóhann Birkir Guðmundsson og barnabörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts ástkærrar móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÁSLAUGAR TULINIUS Bólstaðarhlíð 41, sem lést þriðjudaginn 9. október. Sérstakar þakkir til starfsfólks heimahjúkrunar og þeirra sem önnuðust hana af mikilli kostgæfni á heimili hennar. Hrefna Tulinius, Guðmundur Ármannsson, Alberta Tulinius, Helgi Halldórsson, Guðrún Halla Tulinius, Helga Tulinius, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Þökkum öllum þeim er sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts ástkærs eiginmanns, pabba, tengdapabba og afa, SVAVARS BJARNASONAR tæknifræðings. Brynja Bærings Halldórsdóttir, Halldór G. Svavarsson, Tatiana Dimitrova, Ásta Svavarsdóttir, Þorsteinn Hauksson, Árný Anna Svavarsdóttir, Snæbjörn Freyr Valbergsson, Helgi Páll Svavarsson og afabörn. ✝ Alúðarþakkir til allra sem auðsýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, ÖNNU KRISTINSDÓTTUR, Borgarbraut 65a, Borgarnesi, áður Fífusundi, Hvanneyri. Ingimar Einarsson, Guðrún Ingimarsdóttir, Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, Ingibjörg Eydís Ingimarsdóttir, Pétur Magnússon, Kristín Erla Ingimarsdóttir, Styrmir Þorsteinsson og ömmubörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.