Morgunblaðið - 03.11.2012, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 03.11.2012, Blaðsíða 44
44 MINNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2012 Raðauglýsingar Nauðungarsala Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á neðangreindri eign í Bolungarvík verður háð á henni sjálfri miðvikudaginn 7. nóvember kl. 14:00 2012: Vitastígur 19, fnr. 212-1704, þingl. eig. Arnarhlíð ehf., gerðarbeiðandi Landsbankinn hf. Sýslumaðurinn í Bolungarvík, 2. nóvember 2012. Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Byggðarholt 1b, 208-2906, Mosfellsbæ, þingl. eig. Ólafur Lárus Haraldsson, gerðarbeiðendur Borgun hf. og Íslandsbanki hf., fimmtu- daginn 8. nóvember 2012 kl. 14:30. Grettisgata 68, 200-8259, Reykjavík, þingl. eig. Rakel Salóme Eydal og Einar Helgi Kjartansson, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Reykjavíkurborg, fimmtudaginn 8. nóvember 2012 kl. 11:00. Miðdalur 217619, 208-2188, Mosfellsbæ, þingl. eig. Hríshöfði ehf, gerðarbeiðandi Vátryggingafélag Íslands hf., fimmtudaginn 8. nóvember 2012 kl. 13:30. Ægisgata 5, 227-3178, 50% ehl., Reykjavík, þingl. eig. Dröfn Harðardóttir, gerðarbeiðendur Sjóvá-Almennar tryggingar hf. og Ægisgata 5, húsfélag, fimmtudaginn 8. nóvember 2012 kl. 10:00. Sýslumaðurinn í Reykjavík, 2. nóvember 2012. Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Spildur úr Ártúni 210046 og 210047, Reykjavík, þingl. eig.Tryggvi Agnarsson, gerðarbeiðandi Landsbankinn hf., miðvikudaginn 7. nóvember 2012 kl. 14:00. Torfufell 31, 205-2945, Reykjavík, þingl. eig. Guðrún Jóna Melsted, gerðarbeiðandiTorfufell 25-35, húsfélag, miðvikudaginn 7. nóvember 2012 kl. 11:00. Tungusel 11, 205-4718, Reykjavík, þingl. eig. SvavaTryggvadóttir, gerðarbeiðendur Íslandsbanki hf. og Reykjavíkurborg, miðvikudaginn 7. nóvember 2012 kl. 11:30. Vesturberg 46, 205-0744, 50% ehl., Reykjavík, þingl. eig. Áslaug Guðmundsdóttir, gerðarbeiðandi Vesturberg 46-54, húsfélag, miðvikudaginn 7. nóvember 2012 kl. 10:30. Sýslumaðurinn í Reykjavík, 2 nóvember 2012. Inga, fallega mamma mín, dó í þessari viku. Hún var tilbúin. Hún kvaldist ekki og gat sofið eins og ungbarn hvenær sem hún vildi. Hún var orðin þreytt á að geta ekki tekið þátt í lífinu – hún vildi vera með. Og svo leiddi heilladísin hana burt og var örugglega glöð að hafa fengið verkefnið. En ég er ekki glöð. Ég vildi ég gæti haldið henni því ég sakna hennar. Hún kynni ekki að meta slíkan „kjánaskap“, myndi brosa út í annað og ranghvolfa augunum eins og hún gerði þegar hún var ósammála. Hún mundi vita að ég vissi að hún vissi að það væri kominn tími til að taka stóra stökkið. En það er ekki nóg. Ég sakna mömmu. Seinustu mánuðina hugsaði hún mikið um framliðna vini og ættingja. Hún vildi hitta þau aft- ur. Ég er viss um að margir hér vilja hitta hana þegar þeirra tími kemur. Hver mundi ekki fagna því að fá að hitta aftur þessa heillandi konu sem skildi, fyrir- gaf og umbar alla galla þeirra sem henni þótti vænt um. Ég er ekki að segja að hún myndi ekki láta mann vita af göllunum. Það gerði hún, oft, en alltaf af því það var manni fyrir bestu. Og líka af því sannleikurinn er svo augljós- lega … óumflýjanlegur. Hún sagði líka oft að hún væri „ekki betri en aðrir en heldur ekki verri“. Kannski þess vegna dróst fólk svo að henni. Mamma var svo berorð að það var eiginlega fyndið. „Þetta kaffi er eins og piss“ tilkynnti hún – ánægð að geta frætt kaffiþjóninn um það og þar með bjargað heim- inum frá því að lenda í vondu kaffi. Oftar en ekki var þjónninn ekki aðeins þakklátur heldur langaði að ræða málin aðeins bet- ur við þessa glettnu konu. Hver myndi ekki vilja það? Einu sinni stoppaði hana lög- regluþjónn af því hún var ekki með beltið spennt. „Æ, er ekki veðrið yndislegt,“ sagði hún kankvís, „alveg dááásamlegt.“ Hann brosti og sektaði hana ekki. Svona hlutir voru alltaf að gerast. Ingibjörg Lýðsdóttir Frantz ✝ Ingibjörg Lýðs-dóttir fæddist í Reykjavík 11. júní 1926. Hún lést á líknardeild Land- spítalans 15. októ- ber 2012. Útför Ingibjarg- ar var gerð frá Bú- staðakirkju í Reykjavík 22. októ- ber 2012. Aftur og aftur sá ég hana bræða þá múra og hömlur sem við lifum við. Ég var alltaf að sjá hana sjá fólk eins og leiðir hennar og þeirra hefðu legið saman ótal sinnum og að það eitt skipti máli. Hún var svona blátt áfram en þó hlýtur hún að hafa vitað að hún var töfrum gædd. Ég veit að hún var töfrandi. Og ég veit að hún hefði ekki verið ánægð með að ég segði bara frá jákvæðum hliðum hennar. „Ég er mannleg,“ sagði hún oft. Svo hér eru gallarnir. Hún gat verið lang- rækin, hún sagðist sjálf vera of löt og hún gat verið ansi annars hug- ar. Þegar hún heimsótti mig í fyrra gleymdi hún veskinu í toll- inum. Ég var á leið að öryggis- hliðinu þegar ég heyrði hratt fóta- tak og unga rödd kalla: „Inga!“ Enn og aftur, sonur einhverrar frænku hafði fundið hana. Sem betur fer. Veskinu var fagnað og allir glaðir. Ég spurði hver þetta hefði verið, hún sagðist ekki hafa hugmynd. Ég varð eiginlega ekki hissa. Ég hef svo oft séð þetta gerast. Mamma mín var töfrum gædd og slík manneskja finnst alltaf, sama hversu týnd hún er. Kristín Frantz. Við kveðjum kæra vinkonu. Inga Frantz eins og við köll- uðum hana alltaf var einstaklega virðuleg og góð kona. Við erum átta bridge-konur sem höfum far- ið árlega tvisvar sinnum í sum- arbústað á ári og höfum við reynt að hafa mánaðarlega bridge- keppni hjá hver annarri. Inga elskaði þessar stundir og hún bað um að við myndum hafa þessar keppnir ekki bara á sumrin held- ur líka á veturna og það reyndum við að gera, heima hjá hver ann- arri. Okkar draumur var að fara á skemmtiferðaskip og spila bridge m.a. Af því varð aldrei en í fyrra fórum við til Madeira sem margir brigde-spilarar gera á hverju ári. Inga fór með okkur í fyrra og naut þess í botn og við þökkum fyrir þessar stundir. Inga var fordómalaus kona, alltaf hress og naut lífsins. Aldrei heyrðum við hana tala illa um nokkra manneskju, stutt var í hláturinn og gleðina og hún var heldur ekki sú típan sem talaði og malaði um ekki neitt. Hún vildi bara njóta og gleðjast. Á árshátíð kvenna í bridge sem haldin var á Grand hóteli í vor var hún orðin veik, en hún kom og lét ekki á neinu bera og skemmti sér vel. Sumarið fór því miður í þessi veikindi þó að hún segði við okk- ur: „ég vil bara fá sumarið svo er mér sama“. En við því miður ráð- um ekki örlögum lífs okkar og hún háði baráttu í allt sumar og að lokum fékk hún friðinn. Við undirritaðar höfum hvorki farið í sumarbústað né haldið neina bridge-veislu þar sem Inga háði sitt dauðastríð. En núna hefur þú Inga okkar fengið hvíldina og við söknum þín rosalega. Brátt för- um við ein af annarri að koma yfir og þú sérð nú til þess að vera búin að stilla upp fyrir okkur. Við vottum öllum hennar að- standendum innilegar samúðar- kveðjur. Hvíl í friði, okkar góða vin- kona. María, Erla, Guðný (Denna), Gróa, Hanna, Svava, Arngunnur (Addý) og Harpa Fold. Heimskona og húmoristi, glað- sinna, hláturmild, geislandi af lífsgleði og elsku. Þannig birtist mér Inga Frantz í mínu fyrsta bridgesamkvæmi í Bruxelles fyr- ir margt löngu. Ég fékk að vera með fyrir náð og miskunn, því ég bæði reykti, drakk og sagði sög- ur. Bridgekunnáttan var svo sem ekki upp á marga fiska, en Inga horfði í gegnum fingur sér um það, setti undir sig hökuna og brosti leiðbeinandi. Allar götur síðan hef ég fengið að fljóta með í „spilavítinu“ þeirra Bruxellessystra, Rögnu- Guðrúnar-Guðrúnar og Ingu. Það var alltaf gaman, alltaf hleg- ið, alltaf sagðar lífsreynslusögur og meira hlegið, borðað vel, bridgesagnirnar ævintýralegar, en Inga bar höfuð og herðar yfir okkur allar þegar kom að spila- mennsku og vona ég að ekki halli á neina „systur“ þótt ég segi það. Hún var 30 árum eldri en ég, létt í spori, smart og kvikk, ein af þessum síungu skvísum sem ald- ursins viðurstyggð vinnur ekki á. Nú er hún fallin, farin í veiði- löndin eilífu. Adieu Inga Frantz. Þórunn Hreggviðsdóttir. Hlý, glaðvær, traust og já- kvæð. Þessi orð koma okkur í hug þegar við hugsum til og kveðjum vinkonu okkar, Ingu Frantz. Þegar við komum til Brussel 1977 voru fáir Íslendingar í Belg- íu allri, svona rúmlega 20. Þarna hittum við Ingu fyrst og eigin- mann hennar, John Frantz. Inga var hvers manns hugljúfi, jákvæð og skemmtileg og við löðuðumst að henni. Hnyttin tilsvör hennar og græskulaus gamansemin, ekki síst um hana sjálfa, léttu öllum sem kynntust henni lund. Ýmsar setningar Ingu um menn og mál- efni eru ljóslifandi í minningunni og aldrei voru þær meiðandi. Hún var einstaklega hjálpsöm og boðin og búin til að aðstoða ef svo bar undir. Í Brussel var margt gert sér til dægrastyttingar og Inga var þá oftar en ekki með og hrókur alls fagnaðar. Það má segja að Inga hafi verið fulltrúi Íslands á árleg- um basar sem haldinn var í al- þjóða- og ameríska skólanum í Brussel og seldi þar og víðar ull- arpeysur og heimalöguð síldarsa- löt. Og glatt var oft á hjalla í heimahúsunum, ekki síst á heim- ili þeirra Jóns bónda, enda bæði gestrisin í meira lagi og íslenski hópurinn svo fámennur að allir gátu verið með, meira að segja á balli á gamlárskvöld í litla bíl- skúrnum okkar. Þar var ekkert kynslóðabil. Við lítum til baka á Brussel-árin okkar þrjú með miklu þakklæti til allra í þeim samhenta íslenska hópi sem þar bjó þá. Aldrei slitnuðu böndin þótt langt yrði á milli sum árin sem fylgdu og fagnaðarfundir er fundum bar saman á ný, í Bonn, Brussel, hér heima í Gaukshól- um, í hestaferðum og víðar. Í fyrrasumar kom Inga í heimsókn til okkar í Washington með kær- um vinkonum og húmorinn í lagi sem endranær. Hann var meira að segja við völd er hún var heim- sótt á líknardeildina viku fyrir andlátið. Að leiðarlokum þökkum við fyrir okkur. Gleðigjafinn Inga Frantz átti langa og farsæla ævi og gaf samferðamönnunum ríku- lega af þeim jákvæðu eðliskost- um sem hún var gædd. Jóni bónda og ástvinum öllum sendum við hugheilar samúðarkveðjur. Guð blessi minningu hennar. Anna Birgis og Hjálmar W. Hannesson. Elsku Inga. Þú hefur alltaf verið svo kraftmikil og sterk. Það fékk þess vegna mikið á mig að sjá þig svo máttfarna, eins og þú varst orðin undir lokin. Þú skalt vita að þú hefur (eftir að ég fór að vitkast og hætti að taka það sem sjálfsagðan hlut) verið mér mikil uppspretta innblásturs. Mér hef- ur þótt líf mitt ríkara, vegna þess að þú varst þarna einhvers stað- ar, einn af þeim hornsteinum, sem hafa gert þessa fjölskyldu að svo yndislegu baklandi sem er ungu fólki svo mikilvægt. Þú ert hluti af ástæðunni fyrir því að mér fannst ekki annað koma til greina en að flytja aftur til Ís- lands, að fara í dýralækningarn- ar. Mig langaði heim, vantaði menntun sem gerði það mögulegt og ástæðan fyrir því að mig lang- aði heim var jú, þegar öllu er á botninn hvolft, fjölskyldan, mamma og pabbi, Inga Þóra, afi, þú. Samskipti mín við þig og þína fjölskyldu hafa að einhverju leyti gert það að verkum að mér fannst nauðsynlegt að ná lengra, mennta mig og láta mér ekki nægja. Mér fannst mikið til þess koma að fá að vera hjá ykkur í Belgíu sem unglingur. Þú sáðir sífellt fræi undrunar og stórra drauma hjá mér og varst oft til staðar þegar heimurinn opnaðist mér í smáskömmtum. Þú hefur sýnt mér svo margt. Að landfræðileg og tilfinningaleg fjarlægð milli ástvina þurfi ekki að ganga hönd í hönd, að ekki öll lögmál lífsins séu lögmál yfir höfuð og að hrein- skilni sé ekkert sem þurfi að pakka inn í bómull. Eftir að hafa kvatt þig sit ég uppi með tómarúm í sálinni, en jafnframt ósk um að mér lánist á lífsleiðinni að skilja eftir jafnmik- ið af góðri orku meðal hinna eft- irlifandi og þú hefur gert. Enn og aftur hefurðu orðið mér innblást- ur. Far í friði, afasystir. Þinn Daníel. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elsku- legrar móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, HULDU ÁSGEIRSDÓTTUR frá Bíldudal, síðast til heimilis að Hrafnistu í Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við séra Svanhildi Blöndal og starfsfólki Hrafnistu í Reykjavík. Eyjólfur Axelsson, Sólveig Gunnarsdóttir, Sigríður Axelsdóttir, Grímhildur Hlöðversdóttir, barnabörn, langömmubörn og langalangömmubörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐMUNDU ÖNNU VALMUNDSDÓTTUR frá Vindási í Landsveit Hólavangi 11, Hellu. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á dvalarheimilinu Lundi á Hellu fyrir alúð og einstaka umönnun. Vilborg Gísladóttir, Kristján Gíslason, Auður Haraldsdóttir, Margrét Gísladóttir, Bragi Guðmundsson, Valmundur Gíslason, Helga Matthíasdóttir Kristín G. Gísladóttir, Guðmundur Þorvaldsson, Helga Gísladóttir, Ólafur Þorsteinsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts ástkærs eiginmanns míns, föður, fósturföður, tengdasonar og afa, BJÖRNS HALBLAUB, Ósabakka 7, Reykjavík. Ása Jónsdóttir og aðstandendur. Okkar góði vinur og mikli ferðafélagi til margra ára er fallinn frá. Við kynntumst Kristjáni og Kollu í heilmikilli hálendisferð ár- ið 1985 og upp frá því ferðuðumst við mikið saman um hálendi Ís- lands og ekki síður um jökla lands- ins, bæði á jeppum og á vélsleðum þar sem Kristján byrjaði snemma að nota staðsetningartæki, fyrst Loran- og seinna GPS-tæki og fannst okkur við ávallt örugg í Kristján Sólbjartur Ólafsson ✝ Kristján Sól-bjartur Ólafs- son fæddist í Reykjavík 6. mars 1948. Hann and- aðist á heimili sínu 12. október 2012. Útför Kristjáns fór fram frá Hall- grímskirkju 19. október 2012. fylgd hans, einnig ferðuðumst við til annarra landa og var Kristján þar ávallt í fararbroddi. Í einni páskaferð- inni okkar á Vest- fjörðum fórum við yfir Drangajökul, þar hittum við tvo menn frá Bolungar- vík sem fylgdu okk- ur út á Horn, í Kýr- skarðinu horfðum við yfir Hornvíkina og við blasti Höfn þar sem faðir Kristjáns hafði fæðst og búið á árum áður, þar bauðst Kristjáni til að fara í skýlaferð um vorið með Slysavarnafélaginu á Ströndum. Safnað var saman teppum og svefnpokum í skýlið, og þannig hófst Hornvíkurævin- týrið mikla. Árið 1995 í júlí lagði 15-20 manna vinahópur af stað til að byggja upp Höfn í Hornvík. Siglt var með Fagranesinu, allt var flutt í land með gúmmíbát og dregið um 800 metra upp að hús- inu sem þarfnaðist mikillar lag- færingar. Þar kom í ljós hvað Kristján hafði mikla skipulagning- arhæfileika. Hver skrúfa, nagli, járn og timbur þurfti að vera til staðar því ekki var hægt að skreppa í búðina. Þar kom Kolla sterk inn með matseldina með 15- 20 manna hóp í fæði í heila viku. Þessi staður var þeim mjög hugleikinn enda fullskipaður vin- um öll sumur þegar þau voru þar og gestrisni þeirra var mikil. Sama haust í september var sett niður björgunarskýli við sjáv- arkambinn sem þau hjónin gáfu. Þetta var ekki eina ævintýrið, leiðin lá síðan til Utah í Bandaríkj- unum og þar hófst nýr kafli hjá þeim. Við vottum Kollu okkar, Hrafn- hildi, Hrund og Huldu, barna- börnum og eiginmönnum okkar dýpstu samúð. Jesús sagði: Ég er upprisan og lífið, sá sem trúir á mig mun lifa þótt hann deyi. (Jóh. 11.25) Kveðja, Hrafnhildur, Georg og synir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.