Morgunblaðið - 03.11.2012, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 03.11.2012, Blaðsíða 48
48 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2012 Hvern ætlar þú að gleðja í dag? Þetta voru flottustu tónleikar sem ég hef séð. Þvílík sýning, éghef aldrei séð annað eins, svakalega flott vídeóverk,“ sagðiafmælisbarnið, Sólveig Sjöfn, í skýjunum með Muse-tónleika í Manchester, sem hún fór á í fyrrakvöld með eiginmanni sínum. Hljómsveitin Muse heillaði hana upp úr skónum þegar hún fór á fyrstu tónleika með henni í Laugardalshöll fyrir um tíu árum. Hún hefur verið dyggur aðdáandi hennar síðan. Þetta var í annað sinn sem hún fór á tónleika með hljómsveitinni á erlendri grundu. Fyrir þremur árum hlýddi hún á hana í Liverpool. „Það var gaman að þetta skyldi hittast svona á að tónleikar væru í kringum afmælið. Þetta er gott frí, við kíkjum líka til Liverpool á Bítlastemninguna og ætli maður fari ekki í búðir í leiðinni.“ Sólveig Sjöfn er búsett á Selfossi og hefur alið manninn þar nán- ast alla sína ævi. Hún stundar fjallgöngu og hefur klifið ófáa tindana. Hún er líka tónelsk, en þetta fer þó ekki saman hjá henni. „Ég vil hlusta á náttúruna þegar ég geng, og vil helst ekki hafa neitt í eyrunum á meðan.“ Sólveig var í skýjunum með afmælisferðina og sagði að fátt jafn- aðist á við að fara á tónleika á afmælisdaginn, og það með uppá- haldshljómsveitinni sinni, Muse. Hjónin eru væntanleg heim á mánu- daginn. thorunn@mbl.is Sólveig Sjöfn Ragnarsdóttir er 53 ára í dag Göngugarpur Ekki óalgeng sjón: Sólveig Sjöfn vel útbúin í fjall- göngu. Hún vílar ekkert fyrir sér þegar fjöll eru annars vegar. Flottir Muse-tón- leikar í Manchester Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. Aþena Sól Gautadóttir og Ellý Sæunn Ingudóttir héldu tombólu við verslun Samkaupa við Byggðaveg á Akureyri. Þær söfnuðu 2.000 krónum sem þær styrktu Rauða krossinn með. Hlutavelta Reykjanesbær Elvar Atli fæddist 25. apríl kl. 5.58. Hann vó 3.410 g og var 49 cm langur. Foreldrar hans eru Sandra Björk Jónsdóttir og Lárus Þór Skúlason. Nýr borgari G uðrún fæddist í timb- urhúsi sem faðir hennar og mágur keyptu og stækkuðu árið 1907 og sem enn stendur við Lindargötuna í Reykjavík, númer 11. Hún hefur búið þar alla tíð, en hefur dvalið í Foldabæ í Grafarvogi við gott at- læti sl. tvö ár. Guðrún var í Miðbæjarskól- anum, stundaði nám við Kvenna- skólann í Reykjavík 1936-39, stundaði nám við KÍ og lauk það- an kennaraprófi 1942 og stundaði nám við Húsmæðraskóla Reykja- víkur 1942-43. Guðrún sinnti lengst af heim- ilisstörfum, en þegar börnin stálp- uðust sinnti hún verslunarstöfum í verslun þeirra hjóna, Kjartansbúð við Efstasund í Reykjavík. Framhaldssaga um sumarhús Þegar Guðrún er spurð um áhugamál brosir hún og segir að Guðrún H. Vilhjálmsdóttir, húsmóðir og kennari – 90 ára Á niðjamóti Guðrún og Kjartan með börnum sínum, tengdabörnum og barnabörnum, á Hvanneyri um 1988. Alla ævi í sama húsinu Útivistarhjón Guðrún og Kjartan við sumarbústað sinn hjá Rauðavatni á ní- unda áratugnum. Þar fóru þau gjarnan í göngutúra og á skíði. „Íslendingar“ er nýr efnisliður sem hefur hafið göngu sína í Morgunblaðinu. Þar er meðal annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem hjónavígslum, barnsfæðingum eða öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.