Morgunblaðið - 03.11.2012, Page 48
48 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2012
Hvern ætlar þú að
gleðja í dag?
Þetta voru flottustu tónleikar sem ég hef séð. Þvílík sýning, éghef aldrei séð annað eins, svakalega flott vídeóverk,“ sagðiafmælisbarnið, Sólveig Sjöfn, í skýjunum með Muse-tónleika
í Manchester, sem hún fór á í fyrrakvöld með eiginmanni sínum.
Hljómsveitin Muse heillaði hana upp úr skónum þegar hún fór á
fyrstu tónleika með henni í Laugardalshöll fyrir um tíu árum. Hún
hefur verið dyggur aðdáandi hennar síðan. Þetta var í annað sinn
sem hún fór á tónleika með hljómsveitinni á erlendri grundu. Fyrir
þremur árum hlýddi hún á hana í Liverpool.
„Það var gaman að þetta skyldi hittast svona á að tónleikar væru í
kringum afmælið. Þetta er gott frí, við kíkjum líka til Liverpool á
Bítlastemninguna og ætli maður fari ekki í búðir í leiðinni.“
Sólveig Sjöfn er búsett á Selfossi og hefur alið manninn þar nán-
ast alla sína ævi. Hún stundar fjallgöngu og hefur klifið ófáa
tindana. Hún er líka tónelsk, en þetta fer þó ekki saman hjá henni.
„Ég vil hlusta á náttúruna þegar ég geng, og vil helst ekki hafa neitt
í eyrunum á meðan.“
Sólveig var í skýjunum með afmælisferðina og sagði að fátt jafn-
aðist á við að fara á tónleika á afmælisdaginn, og það með uppá-
haldshljómsveitinni sinni, Muse. Hjónin eru væntanleg heim á mánu-
daginn. thorunn@mbl.is
Sólveig Sjöfn Ragnarsdóttir er 53 ára í dag
Göngugarpur Ekki óalgeng sjón: Sólveig Sjöfn vel útbúin í fjall-
göngu. Hún vílar ekkert fyrir sér þegar fjöll eru annars vegar.
Flottir Muse-tón-
leikar í Manchester
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Aþena Sól Gautadóttir og
Ellý Sæunn Ingudóttir
héldu tombólu við verslun
Samkaupa við Byggðaveg á
Akureyri. Þær söfnuðu
2.000 krónum sem þær
styrktu Rauða krossinn
með.
Hlutavelta
Reykjanesbær Elvar Atli fæddist 25.
apríl kl. 5.58. Hann vó 3.410 g og var
49 cm langur. Foreldrar hans eru
Sandra Björk Jónsdóttir og Lárus Þór
Skúlason.
Nýr borgari
G
uðrún fæddist í timb-
urhúsi sem faðir
hennar og mágur
keyptu og stækkuðu
árið 1907 og sem enn
stendur við Lindargötuna í
Reykjavík, númer 11. Hún hefur
búið þar alla tíð, en hefur dvalið í
Foldabæ í Grafarvogi við gott at-
læti sl. tvö ár.
Guðrún var í Miðbæjarskól-
anum, stundaði nám við Kvenna-
skólann í Reykjavík 1936-39,
stundaði nám við KÍ og lauk það-
an kennaraprófi 1942 og stundaði
nám við Húsmæðraskóla Reykja-
víkur 1942-43.
Guðrún sinnti lengst af heim-
ilisstörfum, en þegar börnin stálp-
uðust sinnti hún verslunarstöfum í
verslun þeirra hjóna, Kjartansbúð
við Efstasund í Reykjavík.
Framhaldssaga um sumarhús
Þegar Guðrún er spurð um
áhugamál brosir hún og segir að
Guðrún H. Vilhjálmsdóttir, húsmóðir og kennari – 90 ára
Á niðjamóti Guðrún og Kjartan með börnum sínum, tengdabörnum og barnabörnum, á Hvanneyri um 1988.
Alla ævi í sama húsinu
Útivistarhjón Guðrún og Kjartan við sumarbústað sinn hjá Rauðavatni á ní-
unda áratugnum. Þar fóru þau gjarnan í göngutúra og á skíði.
„Íslendingar“ er nýr efnisliður
sem hefur hafið göngu sína
í Morgunblaðinu. Þar er
meðal annars sagt frá merkum
viðburðum í lífi fólks, svo sem
hjónavígslum, barnsfæðingum
eða öðrum tímamótum.
Allir þeir sem senda blaðinu
mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að
Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta
af slóðinnimbl.is/islendingar
eða á islendingar@mbl.is
Börn og brúðhjón