Morgunblaðið - 03.11.2012, Blaðsíða 49
lítið hafi farið fyrir þeim á árum
áður:
„Verslunarrekstur eiginmanns-
ins var tímafrekur og ég hafði yf-
irleitt í nógu að snúast með börn-
in. Við hjónin höfðum þó bæði
yndi af ferðalögum. Maðurinn
minn átti ætíð bifreið vegna versl-
unarinnar og við fórum alltaf í úti-
legur með börnin svona tvisvar til
þrisvar á sumri.
Svo áttum við lengi sumarhús í
nágrenni bæjarins þar sem ég var
með börnin á sumrin. Fyrst vorum
við með lítið hús og stóran kálgarð
í Kringlumýrinni, í nábýli við for-
eldra mína. Kartöflugarðurinn var
þar sem nú er bensínstöð, norðan
Miklubrautar, gegnt Kringlunni.
Við urðum svo að færa okkur
með bústaðinn þegar bygginga-
framkvæmdir hófust á þessu
svæði, 1958, og fluttum þá bústað-
inn nálægt Rauðavatni og byggð-
um þar við hann. Hann stóð rétt
fyrir vestan núverandi prent-
smiðju Morgunblaðsins. Enn urð-
um við að færa okkur þegar Vest-
urlandsvegurinn var færður
austur fyrir Árbæjarhverfið. Þá
keyptum við nýjan bústað og lóð í
Vaðneslandi í Grímsnesinu. Ég á
nú ekki von á að maður þurfi að
færa sig þaðan í bráð.“
Fjölskylda
Guðrún giftist 16.10. 1943 Kjart-
ani Magnússyni, f. 15.7. 1917, d.
3.12. 1998, kaupmanni. Hann var
sonur Magnúsar Sigurðssonar,
sjómanns í Reykjavík, og k.h.,
Guðrúnar Jóhannesdóttur hús-
freyju.
Börn Guðrúnar og Kjartans eru
Vilhjálmur Þór Kjartansson, f.
28.12. 1943, verkfræðingur og
fyrrv. lektor við HÍ, kvæntur Guð-
rúnu Hannesdóttur félagsfræð-
ingi; Magnús Kjartansson, f. 7.6.
1946, framkvæmdastjóri Green
Energy Travel, kvæntur Jóhönnu
Jónsdóttur þroskaþjálfa; Anna
Kjartansdóttir, f. 4.11. 1949,
bankastarfsmaður, ekkja eftir Sig-
urð O. Pétursson bankastarfs-
mann; Kjartan Gunnar Kjart-
ansson, f. 27.6. 1952, blaðamaður
við Morgunblaðið, kvæntur Mörtu
Guðjónsdóttur varaborgarfulltrúa;
Ingibjörg Ósk Kjartansdóttir, f.
17.2. 1957, leikskólakennari, gift
Garðari Mýrdal, forstöðumanni
geislaeðlisfræðideildar Landspít-
ala; Birgir Kjartansson, f. 16.3.
1962, vélvirki; Sveinn Sigurður
Kjartansson, f. 6.7. 1967, tölv-
unarfræðingur en kona hans er
Stella Sæmundsdóttir versl-
unarstjóri.
Hálfbróðir Guðrúnar, samfeðra,
var Óskar Vilhjálmsson, f. 10.1.
1913, d. 1.3. 1944, garðyrkjuráðu-
nautur Reykjavíkurborgar.
Fósturbróðir Guðrúnar var
Hjörleifur Jónsson, f. 7.10. 1910,
d. 13.1. 1984, bifreiðaeftirlits-
maður í Reykjavík.
Foreldrar Guðrúnar voru Vil-
hjálmur Árnason, f. 16.10. 1873, d.
7.1. 1956, húsasmíðameistari í
Reykjavík, og s.k.h., Þórey Jóns-
dóttir, f. 26.6. 1880, d. 10.2. 1961,
húsfreyja.
Úr frændgarði Guðrúnar H. Vilhjálmsdóttur
Guðrún H.
Vilhjálmsdóttir
Oddný Ólafsdóttir
húsfr.
Klemens Jónsson
b. á Suður-Fossi
Guðríður Klemensdóttir
húsfr. í Jórvík
Jón Jónsson
b. í Jórvík
Þórey Jónsdóttir
húsfr. í Rvík
Þórey Gísladóttir
húsfr. í Jórvík
Jón Einarsson
b. í Jórvík
Jón Pálsson
b. í Ausu
Gróa Gissurardóttir
húsfr.
Árni Jónsson
b. í Ausu (bróðir Jóns,
föður Gróu og Teits)
Ingibjörg Teitsdóttir
húsfr. á Hvanneyri
Vilhjálmur Árnason
húsasm.m. í Rvík
Guðrún Guðmundsdóttir
frá Norður-Reykjum
Ísleifur Jónsson
b. í Jórvík í Álftaveri
Klemens Jónsson
hreppstj. og
skólastj. á Álftanesi
Jón Ísleifsson
organisti í Neskirkju
og söngstj.
Guðjón
læknir í Keflavík, faðir
Hallgríms læknis
Gróa
Jónsdóttir
húsfr. í Rvík
Teitur
Jónss. b. á
Ferjubakka
Helgi Sigurðsson
verkfr. og fyrsti
hitaveitustj. Rvík
Ingveldur Teitsdóttir
móðir Teits Jónassonar
sérleyfishafa
Ingibjörg Teitsdóttir
móðir Ásgerðar
Búadóttur veflistakonu
Þorkell Teitsson
afi Trausta Jónssonar
veðurfr.
Teitur Símonarson
b. á Hvanneyri og
ættfaðir Teitsættar
Jón Símonarson
ættfaðir Efstabæjarættar,
langafi Magnúsar skálds og
Leifs prófessors Ásgeirssona,
Jóns Helgasonar ritstj. og
Péturs Ottesen alþm.
Á ferðalagi Guðrún austur í Reynis-
holti í Mýrdal árið 2006.
ÍSLENDINGAR 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2012
Vandaðir og vottaðir ofnar
Ofnlokasett í
úrvali
NJÓTTU ÞESS AÐ GERA
BAÐHERBERGIÐ AÐ VERULEIKA
FINGERS 70x120 cm
• Ryðfrítt stál
KROM 53x80 cm
• Aluminum / Ál
COMB 50x120 cm
• Ryðfrítt stál
Handklæðaofnar í miklu úrvali þar sem
gæði ráða ríkjum á góðu verði.
Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - 577 5177 - www.ofnasmidja.is
Hörður Bjarnason, húsameist-ari ríkisins, fæddist íReykjavík 3.11. 1910 og ólst
þar upp. Foreldrar hans voru Bjarni
Jónsson, forstjóri Nýja Bíós í
Reykjavík, og s.k.h., Sesselja Ingi-
björg Guðmundsdóttir húsfreyja.
Hörður var í föðurætt af miklum
listamannaættum. Föðursystkini
Harðar voru Einar myndhöggvari;
Guðný, amma Sveins Björnssonar
sendiherra, og Valgerður, amma
Nínu Tryggvadóttur listmálara.
Bjarni var sonur Jóns, b. á Galt-
arfelli, bróður Helga, langafa Al-
freðs Flóka, teiknarans frábæra.
Jón var sonur Bjarna, b. í Bolafæti
Jónssonar og Helgu Halldórsdóttur,
systur Guðfinnu, langömmu Gests
myndlistarmanns Þorgrímssonar.
Sesselja var dóttir Guðmundar, b. í
Deild á Akranesi Guðmundssonar,
og Kristjönu, systur Sesselju, lang-
ömmu Katrínar Fjeldsted, læknis og
fyrrv. alþm..
Eiginkona Harðar var Katla Páls-
dóttir húsfreyja og eignuðust þau
tvö börn, Áslaugu Guðrúnu og Hörð.
Hörður lauk stúdentsprófi í MA
1931, fyrrihlutaprófi í byggingarlist
frá tækniháskólanum Darmstadt í
Þýskalandi 1934 og fullnaðarprófi
(Diplom Ingeniör-Hochbau) frá há-
skólanum í Dresden 1937. Hann var
skrifstofustjóri skipulagsnefndar
ríkisins 1939-44, skipulagsstjóri rík-
isins við stofnun þess embættis
1944-54 og húsameistari ríkisins
1954-79.
Þekktustu verk Harðar eru án efa
Austurbæjarbíó (ásamt Gunnlaugi
Pálssyni og Ágústi Steingrímssyni)
Skálholtskirkja, Kópavogskirkja og
Árnagarður við Suðurgötu.
Hörður sat í skipulagsnefnd rík-
isins og skipulagsstjórn, í bygg-
inganefnd Reykjavíkur, var fram-
kvæmdastjóri Þingvallanefndar
1944-79, hafði umsjón með bygg-
ingaframkvæmdum á Keflavík-
urflugvelli og átti sæti í varn-
armálanefnd 1954-56, var formaður
bygginganefndar Þjóðleikhússins,
lögreglustöðvar í Reykjavík, rík-
isútvarpsins, tollstöðvarhúss í
Reykjavík og Þjóðarbókhlöðunnar.
Hörður lést 2.9. 1990.
Merkir Íslendingar
Hörður
Bjarnason
Laugardagur
90 ára
Friðgeir Björgvinsson
Þórlaug Baldvinsdóttir
85 ára
Páll Guðmundsson
80 ára
Hálfdán Ingi Jensen
Margrét A. Ingvarsdóttir
Sigurður K. Vilhjálmsson
75 ára
Guðlaug Jónsdóttir
Halldór Jónsson
Haukur Ágústsson
Hulda Sigrún
Matthíasdóttir
Rolf Fougner Árnason
Þórhildur Guðmundsdóttir
70 ára
Anna Sigmarsdóttir
Arnar Ólafsson
Guðmundur M. Loftsson
Hermann Svavarsson
Inga Nelly Husa Jónsson
Kristín Auðunsdóttir
Sigrún Ólafsdóttir
Svava Gunnarsdóttir
60 ára
Anna Margrét Jónsdóttir
Jonna E. Elísdóttir
Jóna Katrín Aradóttir
Kjartan Helgason
Oddný Baldursdóttir
50 ára
Auður Björk Gunnarsdóttir
Berglind Ósk Sigurðardóttir
Guðbjörg Hjálmarsdóttir
Helga Jörgensdóttir
Helgi Grímsson
Pétur Ásgeirsson
Rannveig Sigurðardóttir
Sigríður Helena
Smáradóttir
Sigurður Jónsson
Sveinbjörg Pálmarsdóttir
40 ára
Dýrleif Jónsdóttir
Guðrún Linda Atladóttir
Hilmar Þór Árnason
Inga Kolbrún Ívarsdóttir
Ívar Ísak Guðjónsson
Lilja Leifsdóttir
Sigurvald Ívar Helgason
Sólveig Hólm
Tomasz Bialonczyk
30 ára
Andrea Ragúels Víðisdóttir
Anna María Benediktsdóttir
Anna S. Sigurbjörnsdóttir
Carmen Yvonne Kull
Dawid Parzych
Ewa Baldyga
Heiða María Sigurðardóttir
Kristinn Þrastarson
Stefán Helgi Grétarsson
Þórður Jónas Sigurðsson
Sunnudagur
80 ára
Arndís Kristinsdóttir
Björgvin Hjaltason
Bryndís Alma
Brynjólfsdóttir
Sigríður Ólafsdóttir
75 ára
Einar Friðriksson
Emma R.H. Jóhannesson
Helgi Þórarinn Guðnason
Margrét Valtýsdóttir
70 ára
Aðalbjörg Birgisdóttir
Edith Vémundsdóttir
Guðmundur M. Gunnarsson
Lára Jónsdóttir
Viggó Bragason
60 ára
Árni Vilhjálmsson
Elínborg Þorgrímsdóttir
Guðbjörg Magnúsdóttir
Ingibjörg G. Brynjólfsdóttir
Sigrún Sigurjónsdóttir
Stefán E. Sigurðsson
50 ára
Auður Hanna Ragnarsdóttir
Birna Einarsdóttir
Grétar Magnússon
Kristinn Þór Einarsson
Kristvin Ingvi Ingimarsson
Sigbjörn Þór Óskarsson
Stefán Halldórsson
Trausti Runólfur Ívarsson
Vladimiras Sachniukas
Þorbjörg Sigurðardóttir
Þórir Eiríksson
40 ára
Anna María Ólafsdóttir
Arndís Einarsdóttir
Friðrik Þór Jónsson
Hafliði Þór Kristjánsson
Haraldur Jónsson
Hlynur Ingi Grétarsson
Ína Rós Jóhannesdóttir
Jósef Trausti Magnússon
Líney Björg Sigurðardóttir
Óskar Sigurðsson
Úlfar Örn Gunnarsson
Valdas Polujanskas
Zulma Ruth Torres
Þuríður Anna Guðnadóttir
30 ára
Anna Greta Ólafsdóttir
Antoine Millet
Azeb Kahssay Gebre
Ásdís Dröfn
Valdimarsdóttir
Bjarki Sigursveinsson
Bjarmi Þór Baldursson
Bjarni Þór Ragnarsson
Davíð Valsson
Djurdja Kristjana Hrkalovic
Einar Benedikt Sigurðsson
Katrin Lankots
Katrín Einarsdóttir
Kristbjörg Ásta Jónsdóttir
Kristín Valgerður
Ellertsdóttir
Rúnar Páll Dalmann
Hreinsson
Sif Hákonardóttir
Snorri Engilbertsson
Valentina Vrinceanu
Til hamingju með daginn
„Íslendingar“ er nýr efnisliður sem hefur hafið göngu sína í Morgunblaðinu. Þar er
meðal annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem hjónavígslum, barnsfæð-
ingum eða öðrum tímamótum.
Allir þeir sem senda blaðinumynd af nýjum borgara eðamynd af brúðhjónum fá fría áskrift
að Morgunblaðinu í einnmánuð.
Hægt er að sendamynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
Börn og brúðhjón