Morgunblaðið - 03.11.2012, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 03.11.2012, Blaðsíða 50
50 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2012 Bæjarlind 16 I 201 Kópavogur I sími 553 7100 I linan.is Supreme Deluxe svefnsófi Opið mánudaga til föstudaga 12 - 18 I laugardaga 11 - 16 Extra þykk og góð springdýna Svefnbreidd 140x200 Rúmfatageymsla í sökkli kr. 169.800 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú ert tilbúinn til þess að styrkja samband þitt við vini og kunningja. Yndisleg manneskja gæti komið í heimsókn. 20. apríl - 20. maí  Naut Nautið gerir sitt besta til þess að lóðsa sig í gegnum ráðabrugg í vinnunni án þess að flækjast í atburðarásina. Eitthvað á eftir að koma þér ánægjulega á óvart. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Það er sem öll heimsins vandamál hellist inn á þitt borð. Betra væri ef þú gætir notið stundarinnar með góðum vini. Vertu umfram allt þolinmóður. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Ef þú eyðir tímanum með einhverjum sem þú vilt ekki vera með þá ertu í raun að eyða allra tíma til einskis. Hróp og köll munu ekki veita skoðunum þínum brautargengi. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Allt sem tengist útgáfu, ferðalögum, út- löndum, fjölmiðlum og menntun gengur eins og best verður á kosið á næstunni. Ný tekju- lind gerir vart við sig um leið og þú byrjar að leita af alvöru. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Skilaboð sem þér berast kunna að reynast áhrifamikil ef þú ákveður að fara eftir þeim. Stórhuga ráðagerðir krefjast allra heilafrumna sem þú hefur yfir að ráða. 23. sept. - 22. okt.  Vog Að vera við stjórnvölinn leiðir til streitu í ákveðnum mæli. Notaðu tækifærið til að koma ár þinni vel fyrir borð. Leyfðu fólki bók- staflega að hella yfir þig hóli. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú ert jákvæður og gam- ansamur svo fólk sækir í nærveru þína. Sýnið öðrum tillitssemi. Hringdu í vandamenn, þetta er gráupplagður dagur til að rækta tengsl við þá. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Nú væri tilvalið að gera sér daga- mun og líta á það sem afþreyingariðnaðurinn hefur upp á að bjóða. Gefðu þér tíma til að gaumgæfa málin. 22. des. - 19. janúar Steingeit Orð geta sært hjartasári en þau geta líka grætt svöðusár. Notaðu þennan hæfileika þinn til að draga lífsförunaut þinn út á dansgólf lífsins. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Láttu aðra um að gera of mikið úr öllum hlutum. Gættu þess að gera alls ekkert að óathuguðu máli á peningasviðinu. 19. feb. - 20. mars Fiskar Hvort sem þú gerir þér grein fyrir því eða ekki, þá ertu að markaðssetja hæfileika þína. Reyndar þarftu ekki að leggja svona mikið á þig til þess að falla í kramið. Líklega kannast flestir Íslend-ingar við fyrsta vísuorðið í þessari gömlu stöku: Nordan hardan gerdi gard, geysihardur vard’ann. Borda jardar erdis ard upp í skardid bard’ann. Hér er vísan prentuð eins og Ey- steinn G. Gíslason í Skáleyjum hef- ur hana í grein í Ísfirðingi árið 1993. Vísan er með gamla vest- firska framburðinum og tekur Ey- steinn fram, að þriðja hendingin sé ekki auðskilin og þess vegna hafi hún heyrst í fleiri myndum. Krakki hafi hann heyrt gamlan fróðleiksmann skýra hana en þess sé að geta, að hann talaði um jarð- ar enni; jarðar enni er fjallið. Borði fjallsins er skýið. Arður skýsins er úrkoma og í þessu til- felli snjórinn. Þá verður merking vísunnar sú, að norðanrokið hafi barið fönnina saman í skafla uppi í skarði. Þá segir hann að senni- legra sé, að talað sé um jarðar erði en jarðar enni vegna orðaleiksins sem vísan í heild snýst um. En jarðar erði getur þýtt fjall ekkert síður en jarðar enni vegna þess að erði táknar m.a. eitthvað þungt og umfangsmikið. Það hafa löngum verið miklar vangaveltur um þessa vísu, sem ekki er rúm til að rekja hér nema geta um tvo botna. Jökull Pét- ursson segist í barnæsku hafa lært botninn þannig vestur í Skut- ulsfirði: Breiðafjardar urdarard upp í skardid bardi’ann. Urðararður merkir vogrek. Og svo þessi seinnipartur, sem Ragnar Guðmundsson lærði strákur á Bakka í Geiradal: Allt mitt fé þá úti vard uppi í skardi barda. Við þetta er svo því að bæta, að árið 1965 er skýrt frá því í Sunnu- degi, fylgiriti Þjóðviljans, að Hálf- dán Þorláksson segist ekki vita bet- ur síðan hann man fyrst eftir sér en að afi sinn, Hálfdán Kristjánsson, sem var Skagfirðingur, hafi ort vís- una og sé hún rétt þannig: Norðan harðan gerði garð geysiharður varð ’ann. Skagafjarðar ennis arð ofan í skarðið barð’ ann. Þessi gamla staka kom upp í hug- ann, þegar veðurhamurinn var hvað mestur í morgun. Um þetta mætti fleira segja en hér er rétt að setja amen eftir efninu. Og að lok- um þessi gamli húsgangur: Veltast í honum veðrin stinn veiga mælti skorðan kominn er þefur í koppinn minn kemur hann senn á norðan. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Nordan hardan gerdi gard eftir Jim Unger „BORÐ FYRIR TVO, MAT FYRIR FIMM.“ HermannÍ klípu „ÉG FÓR AÐ RÁÐUM ÞÍNUM OG GRÓF NOKKRAR HOLUR. ÉG FANN EKKERT, EN LÍÐUR MIKIÐ BETUR.“ eftir Mike Baldwin Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... Að fullvissa hana um að það sé engin appelsínuhúð. LYKT ÚR KATTARMUNNI ... ... Á MÓTI LYKT ÚR HUNDSMUNNI. ÞÚ VELUR SIGUR- VEGARANN! VIÐ VILJUM ALLAR EIGUR YKKAR! NÚ? EN EF VIÐ VILJUM EIGA ÞÆR ÁFRAM? VIÐ ÞURFUM LÍKLEGA AÐ BEITA VALDI. Halla, ljóðabálkur Steins Steinarsmeð myndum Louisu Matthías- dóttur, er einstök perla. Ljóðið er ort um 1940. Verkið heillar enn þann dag í dag, jafnt unga sem aldna. Það kom Víkverja á óvart að horfa á rúmlega tveggja ára kríli velja Höllu á bókasafninu og krefjast þess að hún yrði lesin aftur og aftur og aftur. Þrátt fyrir tilburði Víkverja til bók- menntalegs uppeldis, verður að við- urkennast að hann hafði ekki reynt að bera slíka hámenningu á borð fyr- ir angann litla. Eftirleiðis mun hann draga upp úr bókmenntakistunni hvern gullmolann á fætur öðrum. x x x Sagan Halla er áhrifarík, bundnamálið ásamt stílhreinum mynd- um Louisu skapar fallega heild. Bundna málið býr yfir aðdráttarafli. Kannski er það taktföst hrynjandin og einfalt rímið sem heillar. x x x Ádeilan er sjaldnast langt undanhjá Steini, en birtist með hárfín- um hætti. Afinn rær til fiskjar því hann þarf að fóðra þurrabúðarfólkið. x x x Sagan í kringum söguna af Höllugefur henni goðsagnakenndan blæ. Útgefandinn fullyrðir að „röð atvika varð til þess að brotakenndar fregnir af myndskreyttu ljóði og af- drifum þess féllu saman í eina mynd. Tvöfalt listaverk kom í leitirnar – einstæður fundur þegar þessir tveir snillingar þjóðarinnar eiga í hlut.“ Slíkt er ekki ofsögum sagt x x x Aðalpersónan, Halla, elst upp hjáafa sínum, sjómanninum, og reynist Halla sjálf einnig mikil aflakló. Sveitarómantíkin svífur yfir vötnum því afinn tekur upp á því að senda hana í sveit, því honum þykir hún ekki nægilega feit. Fljótlega verður heimþráin öllum kenndum yfirsterkari. Það sest að manni tregi og sorg um hugann fer, mann langar heim í þorpið, þar sem afi manns er Halla leggur því af stað í háska- för … víkverji@mbl.is Víkverji Náð Drottins er ekki þrotin, miskunn hans ekki á enda. (Harmljóðin 3:22)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.