Morgunblaðið - 03.11.2012, Síða 52
AF AIRWAVES
Karl Blöndal
kbl@mbl.is
Kínverskt háskarokk, danskt
stúlknapönk og bandarískt vestur-
strandarhipphopp setti svip sinn á
veðurbarinn miðbæinn á öðru
kvöldi Iceland Airwaves á fimmtu-
dag. Airwaves er hátíð valkvíðans,
þegar einn liður er valinn eru
margir útilokaðir.
Kvöldið byrjaði í kjallaranum á
Bar 11 þar sem hljómsveitin Retro-
bot, sigurvegarar Músíktilrauna í
ár, naut sín vel í þrengslunum,
músíkin grípandi og þétt.
Strax á eftir steig danska
pönkkvennatríóið Nelson Can á
svið á efri hæð sama staðar. Signe
Tobiassen, bassaleikari sveit-
arinnar, sagði að þær væru að fara
á taugum á sviðinu en það var ekki
að heyra í frökkum og frísklegum
flutningi þeirrra, tónlistin blanda af
ræflarokki og einhvers konar sýru.
Einhver líkti kröftugri rödd Selinu
Jane við Grace Slick, en í mínum
eyrum hljómaði hún frekar eins og
Siouxie Sioux. Þegar hún söng lagið
Troublemaker var enginn efi á að
hún gæti staðið undir nafni.
Dúóið Phantogram er frá New
York. „Á Íslandi líður mér eins og
á annarri plánetu,“ sagði Sarah
Barthel, söngvari og hljómborðs-
leikari hljómsveitarinnar, milli laga
á sviðinu í Listasafninu og bætti við
síðar: „Frábæra, fallega fólk á Ís-
landi, þið eruð svo hávaxin og ljós-
hærð, falleg og kynþokkafull, ég
get ekki hætt að horfa á ykkur.“
Phantogram var stofnuð 2007
og hefur farið vaxandi. Hljóm-
sveitin lék draumkennt og seiðandi
rokk með föstum takti, komst á
góðan skrið og var á köflum frá-
bær.
Síðan skein Sóley
Sóley Stefánsdóttir kom á eftir
og náði sér ekki jafn vel á strik.
Tónlist hennar er lágstemmd og
stemningsrík, en kliðurinn aftan úr
salnum í Listasafninu var slíkur að
það var eins og flóðbylgja kæmi að-
vífandi þannig að allur galdur var
Kínverskur háski og danskt
útilokaður á sviðinu og hæfileikar
þessa efnilega tónlistarmanns nutu
sín ekki.
Í Iðnó ærslaðist hljómsveitin
Caterpillar Men á sviðinu og lék
einhvers konar proggrokkbræðing
af miklum móð. Þegar barnslegur
söngvari hljómsveitarinnar með
sléttar kinnar og ljóshrokkið hár
söng um ástina, sem hefði yfirgefið
hann og tekið bæði hundinn og all-
ar hljómplöturnar, læddist frekar
bros fram á varir en að harmur
nísti að hjartarótum.
Tvíeykið Purity Ring frá
Montreal í Kanada leysti af hólmi
hljómsveitina Polica, sem komst
ekki til landsins og mun hafa fengið
boð um að koma fram hjá Jools
Holland. Tónlistin er ekki langt frá
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Ágengar Selina Jane, söngvari danska pönktríósins Nelson Can, í ham á
Bar 11 á fimmtudagskvöldið. Hljómsveitin spilar einfalt, kröftugt rokk.
Lágstemmt Sóley Stefánsdóttir hefur vakið athygli á Airwaves og mynd-
uðust langar biðraðir til að sjá tónleika hennar í Iðnó og Listasafninu.
52 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2012
LISTASAFN ÍSLANDS
Listasafn Reykjanesbæjar
ÁSÝND FJARSKANS
THE SHAPE OF YONDER
Þorbjörg Höskuldsdóttir
26. október – 16. desember
Bátasafn Gríms Karlssonar
Byggðasafn Reykjanesbæjar
Opið virka daga 12-17, helgar 13-17.
Aðgangur ókeypis
reykjanesbaer.is/listasafn
ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS
Laugardaginn 3. nóvember kl. 15
Nýjar sýningar verða opnaðar
Lauslega farið með staðreyndir –
sumt neglt og annað saumað fast
Þórunn Elísabet Sveinsdóttir
Hinumegin
Þuríður Rós Sigurþórsdóttir
Þriðjudaginn 6. nóvember kl. 12
Hádegistónleikar
- Elsa Waage mezzósópran
Opið 12-17, fim. 12-21, lokað þri.
www.hafnarborg.is sími 585 5790
Aðgangur ókeypis
TÓMIÐ
HORFIN VERK KRISTINS PÉTURSSONAR
Athugasemdir:
Hildigunnur Birgisdóttir
Huginn Þór Arason
Sólveig Aðalsteinsdóttir
Unnar Örn
Opið fimmtud.-sunnud. kl. 12-18
AÐGANGUR ÓKEYPIS
www.listasafnarnesinga.is
Hveragerði
NÝ SÝNING
Gísli B.
Fimm áratugir í grafískri hönnun
Opið alla daga nema mán. kl. 12-17.
Verslunin KRAUM í anddyri.
Garðatorg 1, Garðabær
www.honnunarsafn.is
Ókeypis barnaleiðsögn kl. 14
Áttu forngrip í fórum þínum? kl. 14-16
Gestum boðið að koma með gripi í greiningu hjá sérfræðingum safnsins
Heimkoma: Hljóðfrásagnir af eyðibýlum - ný sérsýning á 3. hæð
Skoðum líkamann - síðasta sýningarhelgi
Teikning - þvert á tækni og tíma í Bogasal
Þjóð verður til - Menning og samfélag í 1200 ár
Ratleikir, safnbúð og Kaffitár.
Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200,
www.thjodminjasafn.is, thjodminjasafn@thjodminjasafn.is
Opið alla daga nema mánudaga kl. 11-17
MUSÉE ISLANDIQUE; Ólöf Nordal 14.9. - 4.11. 2012
SUN. 4. nóv. kl. 14 - SAMTAL VIÐ LISTAVERK, Ólöf Nordal myndlistarmaður.
SÍÐASTA SÝNINGARHELGI!
ÖLVUÐ AF ÍSLANDI 19.5. – 4.11. 2012 SÍÐASTA SÝNINGARHELGI!
DÁLEIDD AF ÍSLANDI 19.5. – 4.11. 2012 SÍÐASTA SÝNINGARHELGI!
HÆTTUMÖRK 19.5. – 31.12. 2012
SAFNBÚÐ Listaverkabækur, kort og gjafavara.
Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600
OPIÐ daglega kl. 11-17, lokað mánudaga
SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR
Bergstaðastræti 74, sími 561 2914
Opið þri. til fim. kl. 11-14, sun. kl. 13-16
www.listasafn.is
SÝNINGARSALIR Í KJALLARA:
Sýningin „Lífið í Vatnsmýrinni“
5. sept. - 4. nóv. opið 12-17 alla daga, lokað mánudaga.
Á sýningunni er hægt að kynnast marglaga sögu Vatnsmýrarinnar. Hún er
hugsuð til að efla vitund um náttúruna inni í borginni og borgina í náttúrunni.
NÁTTÚRUSKÓLI NORRÆNA HÚSSINS
- fjölskyldudagskrá alla virka daga í sept. og okt. kl. 12-17, lokað mánudaga.
Ratleikur með spurningum og verkefnum
sem fjölskyldan leysir saman
Norræna húsið, Sturlugötu 5, s. 551 7030
www.norraenahusid.is , nh@nordice.is
Opið alla virka daga 9-17, helgar 12-17. Aðgangur ókeypis.
NORRÆNA HÚSIÐ
Söfn • Setur • Sýningar
María Skúladóttir
mas74@hi.is
David Fricke, einn helsti tónlistar-
blaðamaður Bandaríkjanna, er
staddur hér á landi vegna tónlist-
arhátíðarinnar Iceland Airwaves.
Fricke hefur skrifað um hátíðina og
íslenska tónlist um allnokkurt skeið í
tónlistartímaritið Rolling Stone sem
hann hefur starfað hjá um árabil.
Nándin við listamennina, reykvíska
bæjarstemningin og einlægnin sem
einkennir tónlistarflutninginn á Ice-
land Airwaves fær Fricke til að
koma hingað frá ári til árs, en hann
er orðinn vel kunnugur Íslandi og
ber íslensku tónlistarlífi vel söguna.
– Af hverju kemur þú reglulega á
Iceland Airwaves-hátíðina, er þetta
ekki tiltölulega lítil hátíð á heims-
mælikvarða?
„Jú, hún er lítil hvað varðar fjölda
tónlistarviðburða. Miðað við til
dæmis South by Southwest-
tónlistarhátíðina í Texas þar sem
þúsundir tónleika eru í gangi á fimm
dögum er þetta lítill viðburður en
þetta er mjög listræn hátíð þar sem
fjöldinn allur af skapandi og frjóu
tónlistarfólki er að spila og and-
rúmsloftið hérna því sérstakt að því
leytinu til,“ segir Fricke. Nándin sé
mikil við listamennina, tónlistarvett-
vangurinn lítill og því náist ákveðin
einlægni í flutningnum sem hann
finni ekki alltaf annars staðar. „Það
er líka stemning í því að fylgjast með
hljómsveitum á þeirra eigin heima-
slóðum. Ísland er fallegt land og hér
er svalt fólk. Þú þyrftir að vera bjáni
að koma ekki hingað!“
– Er eitthvað sem einkennir ís-
lenska tónlist að þínu mati?
„Það er oftast hægt að heyra
hvaðan tónlist á rætur sínar að
rekja. Íslensk tónlist er til að mynda
ólík bandarískri því menningin,
krafturinn og andrúmsloftið sem
fylgir er mismunandi eftir löndum.
Ég get ekki endilega bent á eitthvað
eitt sem einkennir íslenska tónlist en
það er ákveðinn sköpunarkraftur og
stemning hér sem hægt er að greina
frá annarri tónlist.“
Spurður að því hvaða tónleika á
Iceland Airwaves hann stefni að því
að sjá segist Fricke ekki hafa náð að
kynna sér dagskrána í ár vegna
anna undanfarna daga. „Ég veit
bara að ég ætla að horfa á Sigur Rós
á sunnudaginn, enda er ég mikill
aðdáandi þeirrar sveitar. Ég vil ekki
ákveða of mikið fyrirfram hvað ég
ætla að sjá, heldur vil ég frekar láta
það bara koma í ljós.“
Lengri útgáfu af viðtalinu má
finna á vef Morgunblaðsins, mbl.is.
Ljósmynd/María Skúladóttir
Eldhress David Fricke á Austurvelli. Hann ætlar á Sigur Rós á morgun.
„Þyrftir að vera bjáni
að koma ekki hingað“
David Fricke er mættur á Airwaves