Morgunblaðið - 03.11.2012, Síða 54

Morgunblaðið - 03.11.2012, Síða 54
54 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2012 Í Kaffihúsinu Álafossi verður í dag, laugardag, klukkan 17 haldið upp á útgáfu sýningarskrárinnar Lýðveldið – eyrin, planið, fjaran. Í skránni er fjallað um sýningarhald hóps myndlistarmanna á þremur stöðum á landinu, á Þingeyri og Siglufirði árið 2010 og á Stokks- eyri árið 2011. Jafnframt verður opnuð þar á staðnum örsýning í kaffihúsinu sem mun standa til 29. nóvember. Listamennirnir sem mynda sýn- ingarhópinn eru Anna Jóa, Bryn- dís Jónsdóttir, Guðbjörg Lind Jónsdóttir, Hildur Margrétardótt- ir, Hlíf Ásgrímsdóttir, Kristín Geirsdóttir, Kristín Jónsdóttir frá Munkaþverá og Ólöf Oddgeirs- dóttir. Sýningarskráin er sú þriðja og síðasta er hópurinn gefur út um sýningarhald sem spannað hefur alls sjö sýningar í sex sveit- arfélögum á átta ára tímabili – en fyrsta sýningin var haldin í Ála- fosskvosinni á 60 ára afmæli lýð- veldisins. Listamennirnir Hópurinn stóð að sýningum á Þingeyri, Siglufirði og Stokkseyri. Nú kemur út sýningarskrá og örsýning verður opnuð um leið. Skrá um Lýðveldið – eyrin, planið, fjaran  Útgáfuhóf og örsýning í Álafossi „Það kemur á óvart hvað verkin passa vel hér inn. Ég hélt þau yrðu í mikilli andstöðu við stofnanalegt umhverfið en svo er bara eins og þau eigi að vera hérna,“ segir Helgi Þórsson myndlistarmaður. Í dag, laugardag, klukkan 13.30 verður opnuð sýning á úrvali verka hans í anddyri og á göngum Arion banka í Borgartúni 19. Þá mun Markús Þór Andrésson sýningarstjóri fjalla um myndlistarmanninn og verk hans. Fyrirlesturinn nefnir hann „Candy Man“. Litrík og skrautleg málverk Helga taka sig vel út í húsakynnum bankans, en þar eru reglulega kynnt verk ólíkra myndlistarmanna, með sýningu og fyrirlestri. „Þetta eru mestmegnis verk frá síðustu tveimur árum en svo slæðast nokkur eldri með,“ segir Helgi. Stór málverk eru áberandi en á sýning- unni eru líka skúlptúrar; einskonar ker og vinalegir álfar. „Þessar stóru myndir mínar hafa aldrei fengið svona mikið rými, þær anda vel hérna“ segir hann. „Þær eru meira skrípó hér en ég hef upp- lifað áður. Þessi fyrsta þarna, sem er líka sú nýjasta er algjör skrípamynd og kannski gefur hún tóninn.“ Myndheimur Helga er æði skraut- kenndur. „Já, ég er glysgjarn og hrifinn af miklu og nokkuð yf- irþyrmandi skrauti. En skrípamynd- irnar koma samt frekar úr raun- veruleikanum en Disney-myndum, ég hef aldrei verið fyrir teikni- myndasögur. Annars var ég að vona að sýningin yrði meira pönk hér inni en þetta er furðulega afslappað,“ segir hann og horfir yfir salinn. Sýningin er opin alla virka daga, klukkan 9 til 16.30. efi@mbl.is Verk Helga í Arion banka Morgunblaðið/Einar Falur Skrautheimur Helgi Þórsson við nokkur verka sinna í bankanum. Ragnar Bragason vinnurmikið með leikurum þeg-ar hann skrifar verk.Þetta skilar sér í mjög vel mótuðum og skemmtilegum per- sónum í Gullregni. Leikmyndin er afar raunsæisleg, nosturslega gerð íbúð í Breiðholtinu með alls konar smáatriðum sem bera grísaveislu- menningu fagurt vitni. Hljóðmyndin er flott með hundgá, píanóleik og ýmsum blokkarhljóðum. Fatnaður persónanna er viðeigandi, hvort sem það er æfingagalli, peysa, rúllu- kragabolur, útivistarfatnaður eða annað. Út um gluggann má svo sjá gullregnið sem stendur í garðinum og næstu blokk, misvel eftir því hvort það er nótt eða dagur en það er sýnt með glæsilegri lýsingu. Með þessu tekst að fanga ákveðna stemningu og andrúmsloft í smáat- riðum. Að því leyti er leikritið Gull- regn eins og samtímabíómynd, heimavöllur höfundarins og leik- stjórans. Ljóst virðist að sagan sprettur fram af persónusköpuninni og er eiginlega undirskipuð henni. Per- sónurnar eru allar áhugaverðar. „Öryrkinn“ Indíana Jónsdóttir er bótaþegi á sextugsaldri og verkið gerist á heimili hennar. Þar kynn- umst við syninum Unnari sem einn- ig er á bótum, hinni pólsku Danielu, kærustu hans, og Jóhönnu Ein- arsdóttur, nágranna og aðstoð- arkonu Indíönu. Til viðbótar koma svo við sögu fulltrúi umhverfisráðu- neytisins, lögfræðingur Trygg- ingastofnunar og við fræðumst um móður Indíönu. Indíana er að mörgu leyti vel af guði gerð en hefur ákveðið að beina hæfileikum sínum og kröftum í þann farveg að mergsjúga kerfið og hún gerir son sinn einnig út í þeim til- gangi. Liður í því er að tjóðra hann niður með því að vega stöðugt að sjálfsmynd hans. Jóhanna ná- grannakona hennar er raunveruleg- ur öryrki sem æðrast aldrei en hjálpar Indíönu og kemur henni í gegnum gerviköstin sem hún tekur. Sigrún Edda Björnsdóttir leikur Indíönu mjög vel. Hún er voldugur karakter sem heldur uppi spennu í samskiptum við alla í kringum sig. Hallgrímur Ólafsson er einnig stór- góður sem Unnar sonur hennar. Þegar hann kemur heim með Dani- elu í fyrsta skipti má til dæmis sjá hrinu svipbrigða og takta á andliti hans á meðar hann reynir að lesa í viðbrögð móður sinnar. Brynhildur Guðjónsdóttir túlkar Danielu, skap- fasta og vandaða pólska kærustu hans afar vel. Íslenska hennar er sérlega sannfærandi. Halldóra Geir- harðsdóttir er alveg stórskemmtileg sem Jóhanna nágrannakona. Hún er uppfull af ódýrri lífsspeki og já- kvæðni sem margvíslegir erfiðleikar eru hægt og bítandi að kvarna úr. Líkamsbeiting Halldóru er flott, hún er framhallandi og kjagandi vegna ónýtra hálsliða og baks og virðist einnig illa haldin af gyllinæð. Halldór Gylfason er óaðfinnanlegur í hlutverkum sínum og Hanna María Karlsdóttir býr til eftirminnilegt gamalmenni. Gullregn er spennandi verk um hluti sem skipta máli, meðal annars bótasvik, rasisma og spurninguna um að hve miklu leyti einstaklingar eru bundnir af því umhverfi sem þeir fæðast inn í. Í síðasta hluta þess fer af stað nokkuð hröð atburðarás. Deila má um hvort hún er nógu vel undirbyggð en þar vantar aðeins upp á að mínu mati. Eftir stendur þó fyrst og fremst virðing fyrir þeirri góðu vinnu sem höfundur og leik- stjóri, leikarar og aðrir aðstand- endur hafa innt af hendi. Spenna „Sigrún Edda leikur Indíönu mjög vel. Hún er voldugur karakter sem heldur uppi spennu í samskiptum við alla í kringum sig,“ segir m.a. í dómi. Skemmtilegt skráar- gat í Breiðholtinu Gullregn bbbbn Gullregn eftir Ragnar Bragason. Leikarar: Sigrún Edda Björnsdóttir, Hallgrímur Ólafsson, Halldóra Geir- harðsdóttir, Brynhildur Guðjónsdóttir, Halldór Gylfason og Hanna María Karls- dóttir. Leikmynd: Hálfdán Pedersen, búningar: Helga Rós V. Hannam, lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson, tónlist: Mugison. Leikstjóri: Ragnar Bragason. Frumsýning 1. nóvember 2012 á Nýja sviði Borgarleikhússins. SIGURÐUR G. VALGEIRSSON LEIKLIST LAUGAVEGI 24 - 101 REYKJAVÍK SÍMI: 552 0800 SKIPAGÖTU 7 - 600 AKUREYRI SÍMI: 462 4646 ER ÞÖRF Á MARGSKIPTUM GLERAUGUM? MARGSKIPT GLER -25%

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.