Morgunblaðið - 03.11.2012, Blaðsíða 55
MENNING 55
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2012
Tónlistarskóli Álftaness heldur upp
á 25 ára afmæli sitt með tónleikum í
Víðistaðakirkju í dag kl. 14. Á tón-
leikunum verða eingöngu flutt ný
tónverk. Frá því skólinn var stofn-
aður hefur hann pantað tónverk á
fimm ára fresti frá tónskáldi bú-
settu á Álftanesi.
Í tónleikunum í dag verða flutt
verk eftir Karólínu Eiríksdóttur,
John Speight, Tryggva M. Bald-
vinsson og Hilmar Örn Hilmarsson
sem hann samdi í samvinnu við hóp
nemenda úr skólanum. Allir eru
velkomnir meðan húsrúm leyfir.
Frumsamin tónlist
í tilefni afmælis
Minningar-
tónleikar um
Kára Þorleifsson
fara fram í Saln-
um á morgun kl.
15. Kári var nem-
andi í Tónstofu
Valgerðar frá
átta ára aldri og
lék ennfremur
með Bjöllukór
Tónstofunnar frá
stofnun hans 1997 til dauðadags.
Kári andaðist 16. mars 2011, á 29
ára afmælisdegi sínum.
Á tónleikunum mun Bjöllukórinn
leika ásamt öðrum nemendum Tón-
stofunnar og gestum, og sýndar
verða upptökur af jóla- og vortón-
leikum þar sem Kári kom fram.
Sérstakir gestir á tónleikunum
verða Magga Stína, Svavar Knútur
og Álfheiður Erla Guðmundsdóttir.
Kynnir er María Ellingsen.
Minningartón-
leikar í Salnum
Kári
Þorleifsson
Áfangar er yfir-
skrift tónleika
sem haldnir
verða í Ísafjarð-
arkirkju á morg-
un kl. 17. Þar
koma fram 175
kórsöngvarar á
öllum aldri úr
a.m.k. átta kór-
um. Hver kór
syngur nokkur
lög, en allir söngvarar taka þátt í
flutningi á tónverkinu Áföngum eft-
ir Hjálmar H. Ragnarsson við ljóð
Jóns Helgasonar, en undirleikur
verksins er í nýrri útsetningu Jón-
asar Tómassonar fyrir tvö píanó.
Áfangar fluttir
í Ísafjarðarkirkju
Hjálmar H.
Ragnarsson
Gunnar Guð-
björnsson ten-
órsöngvari og
Jónas Ingimund-
arson píanóleik-
ari verða með
tónleika í Sel-
fosskirkju annað
kvöld kl. 20.
„Gunnar og
Jónas hafa starf-
að saman í á
þriðja tug ára. Þeir hafa komið
fram á ótal tónleikum og eftir þá
liggur sameiginlega fjöldi geisla-
diska,“ segir m.a. í tilkynningu. Þar
kemur einnig fram að dagskrá tón-
leikanna á morgun verði fjölbreytt
með blöndu af íslenskum, ítölskum
og skandinavískum sönglögum.
Gunnar og Jónas
í Selfosskirkju
Gunnar
Guðbjörnsson
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
Lux aeterna er yfirskrift tónleika
kammerkórsins Schola cantorum
sem fram fara á morgun, á allraheil-
agramessu, í Hallgrímskirkju kl. 17.
„Það er mikil hefð fyrir því víða um
heim að helga þennan dag tónlist
sem samin hefur verið í minningu
látinna, en það hefur verið samið
mikið af gríðarlega fallegri tónlist í
tilefni dagsins,“ segir Hörður Ás-
kelsson stjórnandi og bendir á að
mörg ár séu síðan sú hefð var tekin
upp í Hallgrímskirkju að halda alltaf
tónleika á allraheilagramessu.
Spurður um efnisskrá tónleika
morgundagsins segir Hörður að
fluttar verði tíu mótettur sem samd-
ar eru á síðustu tuttugu árum, en
elsta verkið er frá 1990 og það nýj-
asta var samið fyrr á þessu ári. „Á
meðal verka eru A childs prayer eft-
ir James MacMillan, A song for At-
hene eftir John Tavener og Lux
aurumque eftir Eric Whitacre. Þá
munum við flytja verkin The Bea-
titudes og Nunc dimittis eftir eist-
neska tónskáldið Arvo Pärt, sem er
Íslendingum að góðu kunnur. Nýj-
asta verkið á efnisskránni In Para-
disum samdi Galina Grigorjeva á
þessu ári, en hún er fædd í Georgíu
og starfar í Eistlandi,“ segir Hörður
og tekur fram að efnisskrána hafi
hann unnið í samvinnu við Hreiðar
Inga Þorsteinsson tónskáld sem
stundað hefur tónsmíðanám í Finn-
landi og Eistlandi þar sem hann hef-
ur m.a. verið duglegur við að kynna
sér það nýjasta í kórtónsmíðum.
Að sögn Harðar hafa flest verk-
anna á tónleikunum ekki áður verið
flutt á Íslandi. „Það er skemmtilegt
að kynna fyrir áheyrendum góða
tónlist sem ekki hefur heyrst áður.
Það hlýtur ávallt að vera eftirsókn-
arvert fyrir kóra og kórstjóra,“ seg-
ir Hörður og bætir við: „Öll verkin
eiga það sameiginlegt að geisla af
fegurð, enda eru þau afar hljóm-
falleg. Þau eru uppfull af ljósi vonar
og huggunar. Þetta er algjör stemn-
ingsmúsík,“ segir Hörður og bendir
á að milli kórverkanna tíu verði
fluttir einradda þættir úr gregórsku
sálumessunni.
Schola cantorum er á tónleik-
unum skipaður sextán söngvurum.
Þrír af félögum kórsins, þær Elfa
Margrét Ingvadóttir, Kirstín Erna
Blöndal og Birna Helgadóttir,
syngja einsöng. Í tveimur verkanna
leikur Björn Steinar Sólbergsson á
orgel.
„Verk sem geisla af fegurð“
Kammerkórinn Schola cantorum syngur í Hallgrímskirkju á morgun
Að sögn stjórnanda eru kórverkin uppfull af ljósi vonar og huggunar
Ljós Schola cantorum flytur tónlist til minningar um hina látnu.
NÚ Í FULLUM GANGI
FRÁ 26 OKT. TIL 18. NÓV
50 ÁRA AFM
ÆLISÚTGÁF
A
22 MYNDIR
- ÍSL TEXTI
OPIÐ ALLA DAGA FRÁ 11 TIL 18
GÍFURLEGT ÚRVAL AF ÖLLUM TEGUNDUM
TÓNLISTAR, HLJÓÐBÓKA OG DVD MYNDA