Morgunblaðið - 03.11.2012, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 03.11.2012, Blaðsíða 55
MENNING 55 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2012 Tónlistarskóli Álftaness heldur upp á 25 ára afmæli sitt með tónleikum í Víðistaðakirkju í dag kl. 14. Á tón- leikunum verða eingöngu flutt ný tónverk. Frá því skólinn var stofn- aður hefur hann pantað tónverk á fimm ára fresti frá tónskáldi bú- settu á Álftanesi. Í tónleikunum í dag verða flutt verk eftir Karólínu Eiríksdóttur, John Speight, Tryggva M. Bald- vinsson og Hilmar Örn Hilmarsson sem hann samdi í samvinnu við hóp nemenda úr skólanum. Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. Frumsamin tónlist í tilefni afmælis Minningar- tónleikar um Kára Þorleifsson fara fram í Saln- um á morgun kl. 15. Kári var nem- andi í Tónstofu Valgerðar frá átta ára aldri og lék ennfremur með Bjöllukór Tónstofunnar frá stofnun hans 1997 til dauðadags. Kári andaðist 16. mars 2011, á 29 ára afmælisdegi sínum. Á tónleikunum mun Bjöllukórinn leika ásamt öðrum nemendum Tón- stofunnar og gestum, og sýndar verða upptökur af jóla- og vortón- leikum þar sem Kári kom fram. Sérstakir gestir á tónleikunum verða Magga Stína, Svavar Knútur og Álfheiður Erla Guðmundsdóttir. Kynnir er María Ellingsen. Minningartón- leikar í Salnum Kári Þorleifsson Áfangar er yfir- skrift tónleika sem haldnir verða í Ísafjarð- arkirkju á morg- un kl. 17. Þar koma fram 175 kórsöngvarar á öllum aldri úr a.m.k. átta kór- um. Hver kór syngur nokkur lög, en allir söngvarar taka þátt í flutningi á tónverkinu Áföngum eft- ir Hjálmar H. Ragnarsson við ljóð Jóns Helgasonar, en undirleikur verksins er í nýrri útsetningu Jón- asar Tómassonar fyrir tvö píanó. Áfangar fluttir í Ísafjarðarkirkju Hjálmar H. Ragnarsson Gunnar Guð- björnsson ten- órsöngvari og Jónas Ingimund- arson píanóleik- ari verða með tónleika í Sel- fosskirkju annað kvöld kl. 20. „Gunnar og Jónas hafa starf- að saman í á þriðja tug ára. Þeir hafa komið fram á ótal tónleikum og eftir þá liggur sameiginlega fjöldi geisla- diska,“ segir m.a. í tilkynningu. Þar kemur einnig fram að dagskrá tón- leikanna á morgun verði fjölbreytt með blöndu af íslenskum, ítölskum og skandinavískum sönglögum. Gunnar og Jónas í Selfosskirkju Gunnar Guðbjörnsson Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Lux aeterna er yfirskrift tónleika kammerkórsins Schola cantorum sem fram fara á morgun, á allraheil- agramessu, í Hallgrímskirkju kl. 17. „Það er mikil hefð fyrir því víða um heim að helga þennan dag tónlist sem samin hefur verið í minningu látinna, en það hefur verið samið mikið af gríðarlega fallegri tónlist í tilefni dagsins,“ segir Hörður Ás- kelsson stjórnandi og bendir á að mörg ár séu síðan sú hefð var tekin upp í Hallgrímskirkju að halda alltaf tónleika á allraheilagramessu. Spurður um efnisskrá tónleika morgundagsins segir Hörður að fluttar verði tíu mótettur sem samd- ar eru á síðustu tuttugu árum, en elsta verkið er frá 1990 og það nýj- asta var samið fyrr á þessu ári. „Á meðal verka eru A childs prayer eft- ir James MacMillan, A song for At- hene eftir John Tavener og Lux aurumque eftir Eric Whitacre. Þá munum við flytja verkin The Bea- titudes og Nunc dimittis eftir eist- neska tónskáldið Arvo Pärt, sem er Íslendingum að góðu kunnur. Nýj- asta verkið á efnisskránni In Para- disum samdi Galina Grigorjeva á þessu ári, en hún er fædd í Georgíu og starfar í Eistlandi,“ segir Hörður og tekur fram að efnisskrána hafi hann unnið í samvinnu við Hreiðar Inga Þorsteinsson tónskáld sem stundað hefur tónsmíðanám í Finn- landi og Eistlandi þar sem hann hef- ur m.a. verið duglegur við að kynna sér það nýjasta í kórtónsmíðum. Að sögn Harðar hafa flest verk- anna á tónleikunum ekki áður verið flutt á Íslandi. „Það er skemmtilegt að kynna fyrir áheyrendum góða tónlist sem ekki hefur heyrst áður. Það hlýtur ávallt að vera eftirsókn- arvert fyrir kóra og kórstjóra,“ seg- ir Hörður og bætir við: „Öll verkin eiga það sameiginlegt að geisla af fegurð, enda eru þau afar hljóm- falleg. Þau eru uppfull af ljósi vonar og huggunar. Þetta er algjör stemn- ingsmúsík,“ segir Hörður og bendir á að milli kórverkanna tíu verði fluttir einradda þættir úr gregórsku sálumessunni. Schola cantorum er á tónleik- unum skipaður sextán söngvurum. Þrír af félögum kórsins, þær Elfa Margrét Ingvadóttir, Kirstín Erna Blöndal og Birna Helgadóttir, syngja einsöng. Í tveimur verkanna leikur Björn Steinar Sólbergsson á orgel. „Verk sem geisla af fegurð“  Kammerkórinn Schola cantorum syngur í Hallgrímskirkju á morgun  Að sögn stjórnanda eru kórverkin uppfull af ljósi vonar og huggunar Ljós Schola cantorum flytur tónlist til minningar um hina látnu. NÚ Í FULLUM GANGI FRÁ 26 OKT. TIL 18. NÓV 50 ÁRA AFM ÆLISÚTGÁF A 22 MYNDIR - ÍSL TEXTI OPIÐ ALLA DAGA FRÁ 11 TIL 18 GÍFURLEGT ÚRVAL AF ÖLLUM TEGUNDUM TÓNLISTAR, HLJÓÐBÓKA OG DVD MYNDA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.