Morgunblaðið - 03.11.2012, Page 56

Morgunblaðið - 03.11.2012, Page 56
56 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2012 Dagur myndlistar er haldinn hátíð- legur víða um land í dag, laug- ardaginn 3. nóvember. Í tilefni dagsins hefur fjöldi listamanna vinnustofur sínar opnar fyrir áhugasömum gestum frá klukkan 14 til 17. Á vefsíðu dags myndlistar, www.dagurmyndlistar.is, er hægt að skoða stutt viðtöl við myndlist- armenn. Þá er á vefnum gagnvirkt kort með upplýsingum um allar opnar vinnustofur og listamennina sem taka þátt í verkefninu í ár. Gestum býðst að skoða vinnustof- urnar og verkin, ræða við lista- mennina og fræðast um starfið. Samband íslenskra myndlist- armanna (SÍM) hefur staðið fyrir Degi myndlistar undanfarin ár. Liður í verkefninu er að bjóða upp á kynningar í skólum landsins um starf listamannsins. Unglingum er þá veitt innsýn í viðamikið starf listamannsins. Í ár varð sú breyting á að skólar utan höfuðborgarsvæð- isins munu taka þátt í fyrsta sinn. Myndlistarmenn opna vinnustofur fyrir gestum Morgunblaðið/Þorkell Opið hús Í SÍM-húsinu í Hafnarstræti verður opnuð sýning Pauls R. Weile. Mercuryverðlaunin bresku í dæg- urtónlist eða Barclaycard Mercury Prize eins og þau heita víst núna þykja mikið hnoss og gildisskapandi fyrir þá sem eru sæmdir þeim. Verð- launin eru veitt fyrir framúrskarandi plötur, við getum jafnvel talað um „verk“ í þessu samhengi, fremur en eitthvað vinsælt og nafntogað. Upp- runalegur tilgangur þeirra var sem- sagt sá að beina sjónum að listinni fremur en markaðnum og hafa sig- urvegarar síðustu ára verið lista- menn á borð við The xx, Elbow, Klax- ons, Franz Ferdinand, Dizzee Rascal, Gomez og Portishead. Fyrsta platan sem var sæmd verðlaununum var Screamadelica eftir Primal Scream (árið 1992, útgefin 1991). Alla jafna fer ferill viðkomandi á flug vegna verðlaunanna en það er þó ekki algilt En það var semsagt breska sveitin Alt-J (takkasamsetningin Alt og J er notuð til að framkalla gríska bókstaf- inn delta á Apple-tölvum). Verðlaun- in fékk sveitin fyrir frumburð sinn, An Awesome Wave, sem kom út í maí á þessu ári. Sveitin var stofnuð fyrir fimm árum í háskólanum í Leeds og bakgrunnur meðlima er í lista- og há- skólum, ekki ósvipað og í tilfelli Ra- diohead sem Alt-J hefur verið borin saman við. Meðlimir fara heldur ekk- ert í grafgötur með þennan bak- grunn, tala um stærðfræði og fara í heimspekilegar vangaveltur um eðli breytinga kinnroðalaust. Tónlist er vel sýrð og ágeng, en hæfilega áhlýðileg um leið. Auk Ra- diohead kemur líka hin eðla sveit Wild Beasts upp í hugann. Sumpart er tónlist Alt-J nokkuð skýr birting- armynd um tónlistarvinnslu á nýrri öld, meðlimir, aldir upp á hraða tæknialdar, demba alls kyns áhrifum í blönduna án þess að pæla mikið í því að því er virðist. Popp, rokk, döbb, þjóðlagatónlist, hipp-hopp, „ambi- ent“, jaðarskotin raftónlist, teknó … allt er þetta þarna í einhverjum mæli. Pælingar Það hefur, einhverra hluta vegna, verið mikið „suð“ í kringum sveitina undanfarna mánuði. Erfitt er að til- greina ástæður. Þreyta á skyndi- poppi; þrá eftir proggaðri, úthugs- aðri, nördískri og grafalvarlegri rokktónlist? Þegar ég skoða aðra til- nefnda fæ ég ekki þessa „þessi hefði átt að vinna!“-tilfinningu og listinn er dálítið slakur verður að segjast. Michael Kiwanuka og Ben Howard eru að leika sér með þrælöruggt og leiðinlegt „Blunt“-popp, Jessie Ware er ekki að gera sig og nýjasta plata hinnar annars frábæru Field Music er dálítil endurtekning á fyrri afrek- um. Helst hefði ég verið sáttur ef Django Django hefðu tekið þetta, enda frá Edinborg! Að gríni slepptu er uppfært, sýrulegið trukk þeirra í gegnum sólstrandarpopp afskaplega vel útfært þó að áhrifin frá Beta Band séu vel greinanleg (yngri bróðir Johns MacLeans er í bandinu). Ann- að er eftir þessu þannig að Alt-J átti þetta skilið eins og hver annar. Semsagt, útvarpstækin hérna á Bretlandi – og víðar – verða í herkví framsækins, nördalegs háskólarokk- popps næstu misseri. Bölvun – eða blessun? Jafnvel skrítnari en Radiohead  Alt-J hreppti Mercury-verðlaunin  Framsækið, listrænt og temmilega tormelt, vísir að þróun næstu ára? » Popp, rokk, döbb,þjóðlagatónlist, hipp- hopp, „ambient“, jað- arskotin raftónlist, teknó … allt er þetta þarna í einhverjum mæli. Slakir Meðlimir Alt-J slaka rækilega á eftir að hafa fagnað Mercury-verðlaununum með stæl. TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Alt-J – An Awesome Wave Ben Howard – Every Kingdom Django Django – Django Django Field Music – Plumb Jessie Ware – Devotion Lianne La Havas – Is Your Love Big Enough? Michael Kiwanuka – Home Again Plan B – iLL Manors Richard Hawley – Standing at the Sky’s Edge Roller Trio – Roller Trio Sam Lee – Ground of its Own The Maccabees – Given to the Wild Tilnefnd verk MERCURY 2012 SKYFALL Sýnd kl. 6 - 7 - 9 - 10 (Power) PITCH PERFECT Sýnd kl. 5:50 - 8 - 10:15 WRECK-IT RALPH 3D Sýnd kl. 4 HOTELTRANSYLVANIA2D Sýnd kl. 2 - 4 TEDDI 2D Sýnd kl. 2 - 4 PARANORMAN 3D Sýnd kl. 2 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar FYRSTA SINN Á ÍSLANDI! SÝNINGAR Í 4K - KL: 7 OG 10 POWE RSÝN ING KL. 10 Í 4K VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG FORSÝNING ÍSL TEXTI ÍSL TAL -bara lúxus sími 553 2075Miðasala og nánari upplýsingar www.laugarasbio.is Tilboð í bíó GILDIR Á ALLAR SÝNINGARMERKTAR MEÐ RAUÐU 7 7 12 12 L L ,,Sú besta í allri seríunni” T.V - Kvikmyndir.is ,,Fyrsta flokks 007” J.A.Ó - MBL ,,Þrælspennandi og skemmtileg frá upphafi til enda” H.V.A - FBL Þ.Þ - FBL T.V. - KVIKMYNDIR.ISJ. A. Ó. - MBL SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%GLERAUGU SELD SÉR 5% BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS NÁNAR Á MIÐI.IS PITCH PERFECT KL. 5.30 - 8 - 10.30 12 H. TRANSYLVANIA ÍSL.TEXTI KL. 1 (TILB.) - 3.15 - 5.50 - 8 - 10.10* 7 SKYFALL KL. 1 (TILBOÐ) - 5 - 8 - 10.10** - 11* 12 SKYFALL LÚXUS KL. 1 - 5 - 8 - 11* 12 TEDDI LANDKÖNNUÐUR KL. 1 (TILBOÐ) - 3.15 L FUGLABORGIN 3D ÍSL.TAL KL. 1 (TILBOÐ) L TAKEN 2 KL. 10.10 16 DJÚPIÐ KL. 5.50 - 8 10 *AÐEINS LAUGARDAG ÁVAXTAKARFAN KL. 3.15 L **AÐEINS SUNNUDAG PITCH PERFECT KL. 8 - 10.10 12 SKYFALL KL. 3.20 (TILB.) - 5.20 - 8 - 10.40 12 DJÚPIÐ KL. 6 10 / TEDDI LANDKÖNNUÐUR 3.30 (TILB) PITCH PERFECT KL. 8 - 10.30 12 H. TRANSYLVANIA ÍSL. TEXTI KL. 3.40 (TILBOÐ) - 5.50 7 SKYFALL KL. 3 (TILBOÐ) - 6 - 9 12 TAKEN 2 KL. 10.30 16 DJÚPIÐ KL. 3.40 10 THE DEEP ENSKUR TEXTI KL. 5.50 10 LOVE IS ALL YOU NEED KL. 8 L THE FLOWERS OF WAR KL. 5.30 16 / KORA KL. 3 L FLYING SWORDS KL. 8 14 / DEAR ENEMY KL. 10.20 L

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.