Morgunblaðið - 03.11.2012, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 03.11.2012, Blaðsíða 56
56 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2012 Dagur myndlistar er haldinn hátíð- legur víða um land í dag, laug- ardaginn 3. nóvember. Í tilefni dagsins hefur fjöldi listamanna vinnustofur sínar opnar fyrir áhugasömum gestum frá klukkan 14 til 17. Á vefsíðu dags myndlistar, www.dagurmyndlistar.is, er hægt að skoða stutt viðtöl við myndlist- armenn. Þá er á vefnum gagnvirkt kort með upplýsingum um allar opnar vinnustofur og listamennina sem taka þátt í verkefninu í ár. Gestum býðst að skoða vinnustof- urnar og verkin, ræða við lista- mennina og fræðast um starfið. Samband íslenskra myndlist- armanna (SÍM) hefur staðið fyrir Degi myndlistar undanfarin ár. Liður í verkefninu er að bjóða upp á kynningar í skólum landsins um starf listamannsins. Unglingum er þá veitt innsýn í viðamikið starf listamannsins. Í ár varð sú breyting á að skólar utan höfuðborgarsvæð- isins munu taka þátt í fyrsta sinn. Myndlistarmenn opna vinnustofur fyrir gestum Morgunblaðið/Þorkell Opið hús Í SÍM-húsinu í Hafnarstræti verður opnuð sýning Pauls R. Weile. Mercuryverðlaunin bresku í dæg- urtónlist eða Barclaycard Mercury Prize eins og þau heita víst núna þykja mikið hnoss og gildisskapandi fyrir þá sem eru sæmdir þeim. Verð- launin eru veitt fyrir framúrskarandi plötur, við getum jafnvel talað um „verk“ í þessu samhengi, fremur en eitthvað vinsælt og nafntogað. Upp- runalegur tilgangur þeirra var sem- sagt sá að beina sjónum að listinni fremur en markaðnum og hafa sig- urvegarar síðustu ára verið lista- menn á borð við The xx, Elbow, Klax- ons, Franz Ferdinand, Dizzee Rascal, Gomez og Portishead. Fyrsta platan sem var sæmd verðlaununum var Screamadelica eftir Primal Scream (árið 1992, útgefin 1991). Alla jafna fer ferill viðkomandi á flug vegna verðlaunanna en það er þó ekki algilt En það var semsagt breska sveitin Alt-J (takkasamsetningin Alt og J er notuð til að framkalla gríska bókstaf- inn delta á Apple-tölvum). Verðlaun- in fékk sveitin fyrir frumburð sinn, An Awesome Wave, sem kom út í maí á þessu ári. Sveitin var stofnuð fyrir fimm árum í háskólanum í Leeds og bakgrunnur meðlima er í lista- og há- skólum, ekki ósvipað og í tilfelli Ra- diohead sem Alt-J hefur verið borin saman við. Meðlimir fara heldur ekk- ert í grafgötur með þennan bak- grunn, tala um stærðfræði og fara í heimspekilegar vangaveltur um eðli breytinga kinnroðalaust. Tónlist er vel sýrð og ágeng, en hæfilega áhlýðileg um leið. Auk Ra- diohead kemur líka hin eðla sveit Wild Beasts upp í hugann. Sumpart er tónlist Alt-J nokkuð skýr birting- armynd um tónlistarvinnslu á nýrri öld, meðlimir, aldir upp á hraða tæknialdar, demba alls kyns áhrifum í blönduna án þess að pæla mikið í því að því er virðist. Popp, rokk, döbb, þjóðlagatónlist, hipp-hopp, „ambi- ent“, jaðarskotin raftónlist, teknó … allt er þetta þarna í einhverjum mæli. Pælingar Það hefur, einhverra hluta vegna, verið mikið „suð“ í kringum sveitina undanfarna mánuði. Erfitt er að til- greina ástæður. Þreyta á skyndi- poppi; þrá eftir proggaðri, úthugs- aðri, nördískri og grafalvarlegri rokktónlist? Þegar ég skoða aðra til- nefnda fæ ég ekki þessa „þessi hefði átt að vinna!“-tilfinningu og listinn er dálítið slakur verður að segjast. Michael Kiwanuka og Ben Howard eru að leika sér með þrælöruggt og leiðinlegt „Blunt“-popp, Jessie Ware er ekki að gera sig og nýjasta plata hinnar annars frábæru Field Music er dálítil endurtekning á fyrri afrek- um. Helst hefði ég verið sáttur ef Django Django hefðu tekið þetta, enda frá Edinborg! Að gríni slepptu er uppfært, sýrulegið trukk þeirra í gegnum sólstrandarpopp afskaplega vel útfært þó að áhrifin frá Beta Band séu vel greinanleg (yngri bróðir Johns MacLeans er í bandinu). Ann- að er eftir þessu þannig að Alt-J átti þetta skilið eins og hver annar. Semsagt, útvarpstækin hérna á Bretlandi – og víðar – verða í herkví framsækins, nördalegs háskólarokk- popps næstu misseri. Bölvun – eða blessun? Jafnvel skrítnari en Radiohead  Alt-J hreppti Mercury-verðlaunin  Framsækið, listrænt og temmilega tormelt, vísir að þróun næstu ára? » Popp, rokk, döbb,þjóðlagatónlist, hipp- hopp, „ambient“, jað- arskotin raftónlist, teknó … allt er þetta þarna í einhverjum mæli. Slakir Meðlimir Alt-J slaka rækilega á eftir að hafa fagnað Mercury-verðlaununum með stæl. TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Alt-J – An Awesome Wave Ben Howard – Every Kingdom Django Django – Django Django Field Music – Plumb Jessie Ware – Devotion Lianne La Havas – Is Your Love Big Enough? Michael Kiwanuka – Home Again Plan B – iLL Manors Richard Hawley – Standing at the Sky’s Edge Roller Trio – Roller Trio Sam Lee – Ground of its Own The Maccabees – Given to the Wild Tilnefnd verk MERCURY 2012 SKYFALL Sýnd kl. 6 - 7 - 9 - 10 (Power) PITCH PERFECT Sýnd kl. 5:50 - 8 - 10:15 WRECK-IT RALPH 3D Sýnd kl. 4 HOTELTRANSYLVANIA2D Sýnd kl. 2 - 4 TEDDI 2D Sýnd kl. 2 - 4 PARANORMAN 3D Sýnd kl. 2 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar FYRSTA SINN Á ÍSLANDI! SÝNINGAR Í 4K - KL: 7 OG 10 POWE RSÝN ING KL. 10 Í 4K VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG FORSÝNING ÍSL TEXTI ÍSL TAL -bara lúxus sími 553 2075Miðasala og nánari upplýsingar www.laugarasbio.is Tilboð í bíó GILDIR Á ALLAR SÝNINGARMERKTAR MEÐ RAUÐU 7 7 12 12 L L ,,Sú besta í allri seríunni” T.V - Kvikmyndir.is ,,Fyrsta flokks 007” J.A.Ó - MBL ,,Þrælspennandi og skemmtileg frá upphafi til enda” H.V.A - FBL Þ.Þ - FBL T.V. - KVIKMYNDIR.ISJ. A. Ó. - MBL SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%GLERAUGU SELD SÉR 5% BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS NÁNAR Á MIÐI.IS PITCH PERFECT KL. 5.30 - 8 - 10.30 12 H. TRANSYLVANIA ÍSL.TEXTI KL. 1 (TILB.) - 3.15 - 5.50 - 8 - 10.10* 7 SKYFALL KL. 1 (TILBOÐ) - 5 - 8 - 10.10** - 11* 12 SKYFALL LÚXUS KL. 1 - 5 - 8 - 11* 12 TEDDI LANDKÖNNUÐUR KL. 1 (TILBOÐ) - 3.15 L FUGLABORGIN 3D ÍSL.TAL KL. 1 (TILBOÐ) L TAKEN 2 KL. 10.10 16 DJÚPIÐ KL. 5.50 - 8 10 *AÐEINS LAUGARDAG ÁVAXTAKARFAN KL. 3.15 L **AÐEINS SUNNUDAG PITCH PERFECT KL. 8 - 10.10 12 SKYFALL KL. 3.20 (TILB.) - 5.20 - 8 - 10.40 12 DJÚPIÐ KL. 6 10 / TEDDI LANDKÖNNUÐUR 3.30 (TILB) PITCH PERFECT KL. 8 - 10.30 12 H. TRANSYLVANIA ÍSL. TEXTI KL. 3.40 (TILBOÐ) - 5.50 7 SKYFALL KL. 3 (TILBOÐ) - 6 - 9 12 TAKEN 2 KL. 10.30 16 DJÚPIÐ KL. 3.40 10 THE DEEP ENSKUR TEXTI KL. 5.50 10 LOVE IS ALL YOU NEED KL. 8 L THE FLOWERS OF WAR KL. 5.30 16 / KORA KL. 3 L FLYING SWORDS KL. 8 14 / DEAR ENEMY KL. 10.20 L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.