Morgunblaðið - 03.11.2012, Side 60
LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 308. DAGUR ÁRSINS 2012
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
Í LAUSASÖLU 699 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 4190 I-PAD ÁSKRIFT 4190
VEÐUR » 8 www.mbl.is
»MEST LESIÐ Á mbl.is
1. Fór yfir 60 metra á sekúndu
2. Særok á Sæbraut
3. „Rússnesk rúlletta að aka…“
4. Stúlkur í óviðeigandi búning
Leikararnir Gestur Einar Jónasson,
Þráinn Karlsson og Aðalsteinn Berg-
dal æfa nú leikritið Ég var einu sinni
frægur í leikstjórn Jóns Gunnars
Þórðarsonar. Jón samdi handrit
verksins og byggði á viðtölum við
leikarana. Í verkinu leika þeir sjálfa
sig og líkir leikstjórinn verkinu við
kvikmyndina Grumpy Old Men sem
segir af geðstirðum, gömlum körlum.
Verkið verður frumsýnt 23. nóv. í Ket-
ilhúsinu á Akureyri.
Geðstirðir leikarar
leika sjálfa sig
Nýjasta skáld-
saga Steinunnar
Sigurðardóttur,
Fyrir Lísu, kemur
út í dag. Á morg-
un verður farið í
gönguferð um
söguslóðir bók-
arinnar, Kreuz-
berg-hverfið í
Berlín. Sögumenn í göngunni verða
Steinunn og Júlía Björnsdóttir stjórn-
málafræðingur.
Gengið um söguslóðir
Fyrir Lísu í Berlín
Meistaraverkefni
Jóns Inga Hallgríms-
sonar, nema við
hönnunardeild Kon-
unglega listaháskól-
ans í Kaupmanna-
höfn, snýst um að
finna ímynd bæj-
arins, hvað geri Akureyri og Akureyr-
inga sérstaka. Jón hefur dvalið í bæn-
um í þrjár vikur og endar dvöl sína
með gagnvirkri sýningu í Festarkletti í
Listagilinu í dag milli kl. 13 og 17.
Gestir verða hluti af sýningunni með
því að varpa ljósi á rannsóknarefnið.
Hvað er sérstakt
við Akureyringa?
FÓLK Í FRÉTTUM
VEÐURÍÞRÓTTIR
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðanstormur eða rok, 15-23 m/s, en fer smám saman að draga
úr vindi og úrkomu síðdegis, fyrst á norðvestanverðu landinu. Frost víða 0 til 5 stig.
Á sunnudag Norðvestan 10-15 m/s og él eystra framan af degi, en annars hægari vest-
læg átt og skýjað með köflum. Frost 0-10 stig, kaldast í innsveitum á Norður- og Austur-
landi, en frostlaust við suður- og vesturströndina. Á mánudag Suðvestan 10-15 m/s og
rigning á vestanverðu landinu, en hægara og þurrt eystra. Hlýnandi veður.
Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari í
handknattleik, kom mjög á óvart þeg-
ar hann skildi þriðja markvörð lands-
liðsins eftir heima og bætti öðrum í
hópinn eftir að Hreiðar Levý Guð-
mundsson veiktist fyrir ferðina til
Rúmeníu. Aron sagði við Morgun-
blaðið að hann gerði sér grein fyrir
því að þetta yrði umdeild ákvörðun
en ástæður væru fyrir henni. »1
Ástæður fyrir umdeildri
ákvörðun Arons
Markheppni íslenskra
knattspyrnumanna með er-
lendum félagsliðum hefur
slegið öll met á undan-
förnum vikum. Ef bara er
horft yfir síðustu viku skor-
uðu íslenskir leikmenn 17
mörk fyrir erlend félög sín.
Hollenskur umboðsmaður
segir að Íslendingar séu eft-
irsóttir vegna þess að þeir
búi yfir tveimur afar mik-
ilvægum eiginleikum. »2-3
Íslenskir leik-
menn eftirsóttir
Íslenska karlalandsliðið í handknatt-
leik er komið til Piatra Neamt í Rúm-
eníu eftir langt ferðalag og mætir
heimamönnum í undankeppni Evr-
ópumótsins á morgun. Hlutverkin
hafa snúist við frá því þjóðirnar
mættust í ógleym-
anlegum leik
á heims-
meist-
aramótinu
í Sviss
fyrir 26
árum. »4
Hlutverkin hafa snúist
við á 26 árum
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Tónlistarlífið snýst um veðrið og
Airwaves þessa dagana og Guð-
mundur „Papa jazz“ Steingrímsson
fylgist með á sama tíma og hann býr
sig undir næstu verkefni, hvort sem
það verður með Geir Ólafssyni
söngvara og félögum í Furstunum,
Stórsveit Öðlinga eða harmoniku-
leikurum fyrir austan fjall.
„Ég er eins og fló á skinni en eng-
um háður,“ segir Guðmundur. „Ég
endist vegna þess að ég hef svo lítið
fyrir því að spila og verð ekki þreytt-
ur. Hef líka gaman af þessu.“
Taktur og tilsögn
Tilsögnin kemur strax upp hjá
Guðmundi. „Margir ungir tromm-
arar spila spenntir með fótunum og
nota ekki liðamótin, en það kemur
seinna niður á þeim. Þú átt að nota
miðflóttaaflið á kjuðann, því ef þú
heldur aftar eða framar um hann
þarftu að reyna á úlnliðinn og hönd-
ina. Þú átt að halda um hann þar
sem hann vegur salt. Þegar þú slærð
eitt högg læturðu skinnið skoppa.
Fyrsta höggið getur gefið þér fimm
til sex högg án þess að þú eyðir
orkunni. Jim Chapin kom fyrstur
með þetta 1948 og ég gleypti við
þessu, en ég lasta ekki ungu menn-
ina því við eigum svakalega fína
músíkanta. Krakkarnir hafa líka
góða kennara og þú verður að æfa,
sama hvað þú ert músíkalskur. Þeir
sem eru virtastir eru menn sem
kunna textann, búa hann til og spila
hann. Sjáðu Mugison.“
Það þarf ekki mikið til þess að
koma Guðmundi á flug og hann neit-
ar því ekki að trommararnir séu
mikilvægustu hljóðfæraleikararnir í
hverri hljómsveit. „Aðalatriðið er að
halda taktinum á sama hraða,“ segir
hann og bendir til dæmis á að fari
menn út af taktinum í gömlu döns-
unum geti pörin ekki dansað. „Ungu
mennirnir núna hugsa ekkert um
þetta en nikkararnir fá mig með til
þess að spila gömlu dansana af því
að ég held þessum takti.“
Guðmundur segir að nokkrir
saxófónleikarar hafi verið áberandi
þegar hann steig sín fyrstu spor.
Menn sem voru í lúðrasveitum og
lásu nótur. Menn eins og Sveinn
Ólafsson og Vilhjálmur Guðjónsson.
„Þetta voru menn á heims-
mælikvarða,“ segir Guðmundur,
þakkar fyrir spjallið og stekkur upp
í Honduna sína á leið í næsta verk-
efni. Og auðvitað er það Honda Jazz.
Trymbill eins og fló á skinni
Síungur, engum
háður og veður í
verkefnum
Morgunblaðið/RAX
Trommarinn síkáti Guðmundur „Papa jazz“ Steingrímsson er önnum kafinn en gaf sér tíma til að slá taktinn í gær.
Guðmundur Steingrímsson fæddist 1929 og hann var ekki hár í loftinu
þegar hann byrjaði fyrst að spila opinberlega á trommurnar. „Ég spilaði
fyrst í Hafnarfirði 1945, með Gunnari Ormslev og Eyþóri Þorlákssyni
gítarleikara, þannig að þetta eru orðin 67 ár,“ segir hann. „Þá tengdi
enginn djass við trommur.“ Guðmundur segir að hann hafi lært að lesa
nótur og það hafi komið sér að góðum notum í Sinfóníuhljómsveitinni.
„Ég hvet alla til að læra nótnalestur ef þeir ætla að fara út í tónlistina.“
Hefur trommað í 67 ár
GUÐMUNDUR „PAPA JAZZ“ STEINGRÍMSSON